Erlent

Brenndu fimmtán konur til bana sem nornir

Æstur múgur í Kenía brenndi fimmtán konur til bana í vikunni en þær voru sakaðar um að vera nornir.

Atburðurinn átti sér stað í Níamæja héraðinu sem liggur vestur af höfuðborginni Nairobi. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum gengu um 100 manns hús úr húsi í héraðinu, bundu konurnar og köstuðu þeim síðan á bálköst.

Yfirvöld hafa lýst yfir hryllingi sínum með þennan verknað og ætlað að draga alla sem tóku þátt í ódæðinu fyrir dómstóla. Atburðir sem þessi hafa áður átt sér stað í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×