Erlent

Edward Kennedy útskrifast af sjúkrahúsi

Öldungardeildarþingmaðurinn Edward Kennedy var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær en hann hefur greinst með krabbamein í heila.

Kennedy virtist hinn hressasti þegar hann yfirgaf sjúkrahúsið en hann hélt rakleiðis heim til sín á Cape Cod með þyrlu. Þar sást svo síðar til hans á gangi um ströndina ásamt tveimur hundum sínum.

Ekki er hægt að lækna krabbameinið sem Kennedy þjáist af en hægt er að halda því í skefjum með meðferð. Kennedy er nú orðinn 76 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×