Innlent

Eldur slökktur við Leifsstöð

Eldur kom upp í ruslatunnu fyrir utan brottfararhluta Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar um sexleytið í morgun. Í dagbók lögreglunnar á Suðurnesjum kemur fram að þar hafi flugfarþegi hent logandi vindlingi í ruslatunnu og við það hafi komið upp eldur. Lögreglumenn í eftirliti í flugstöðinni slökktu eldinn með slökkvitæli úr lögreglubifreið og voru skemmdir óverulegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×