Erlent

Ekki var grasið grænna

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Páll Bergmann

Vélvirki nokkur í bænum Carterton í Nýja-Sjálandi var handtekinn áður en hann náði að depla auga eftir að hafa í verulegu bjartsýniskasti boðið afgreiðslumanni á bensínstöð greiðslu í maríjúana fyrir tvo poka af M&M og einn af kartöfluflögum.

Reyndist maðurinn auralaus og bauð því fram þennan sérstaka gjaldmiðil. Hann varð þess þó ekki var að næsti viðskiptavinur fyrir aftan hann í röðinni var lögregluþjónn sem hafði stoppað til að fylla á færleik sinn. Málið fór sína leið í dómskerfinu og játaði sakborningur brotið greiðlega. Hann bíður nú dóms.

Reuters greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×