Erlent

Miklar óeiðir við Stamford Bridge eftir leikinn í nótt

Til mikilla óeirða kom fyrir utan krá við Stamford Bridge heimavöll Chelsea í nótt. Um 50 lögreglumenn börðust í örvæntingu gegn um 200 mjög æstum Chelsea-aðdáendum.

Það var ekki fyrr en að stór hópur óeirðalögreglumanna með kylfur og táragas kom á staðinn að lögreglan náði tökum á ástandinu.

Óeirðir þessar hófust eftir lok leiksins gegn Manchester United. Ómerktum lögreglubíl var óvart keyrt utan í einn af aðdáendum Celsea fyrir utan kránna og um leið varð allt vitlaust.

Í frásögn blaðsins The Sun af málinu segir að Harry prins hafi verið á umræddri krá að fylgjast með leiknum og því hafi nokkur fjöldi lögreglumanna verið til staðar. Aðdáendurnir réðust á lögreglumennina og köstuðu öllu lauslegu í hana.

Það var svo ekki fyrr en liðstyrkur með táragas kom á staðinn að hægt var að dreifa fólkinu. Um 12 aðdáendur Chelsea gistu svo fangageymslur lögreglunnar í nótt. The Sun segir að Harry prins og vinir hans hafi ekki tekið þátt í óeirðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×