Fleiri fréttir

Konunglegt brúðkaup á laugardag

Danir búa sig nú undir það að halda konunglegt brúðkaup næstkomandi laugardag. Þá gengur Jóakim Danaprins að eiga sína heitelskuðu til tveggja ára hina frönsku Maríu.

Þórunn Sigurðardóttir nýr formaður UNICEF

Þórunn Sigurðardóttir var kjörin formaður stjórnar UNICEF á Íslandi á aðalfundi samtakanna í dag. Við sama tækifæri lét Einar Benediktsson, fyrrum sendiherra, sem gegnt hefur formennsku allt frá stofnun UNICEF á Íslandi í mars 2004, af embætti.

Lögreglan á Suðurnesjum með umferðarátak í sumar

Sérstakt umferðarátak hófst hjá lögreglunni á Suðurnesjum í dag og lýkur þann 30. september næstkomandi. Það er Umferðarstofa sem kostar eftirlitið en gert er ráð fyrir 4,5 milljónum króna til Suðurnesja.

Hræðilega erfið mál

„Barnavernd Reykjavíkur er ekki alltaf öfundsverð af sínu hlutverki,“ segir Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, um gagnýni Ingibjargar Benediktsdóttur á störf Barnaverndanefndar.

Skortur á samvinnu í kerfinu

Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir allt í lausu lofti varðandi geðsjúka og aðstandendur þeirra, hvort sem um er að ræða foreldra eða börn. Afleiðingar þess séu oft skelfilegar. Sveinn segir þekkingarleysi á geðsjúkdómum mikið í þjóðfélaginu en að alvarlegast sé hve illa þeir aðilar sem sinna eigi þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu vinni saman.

Hættuástandi aflýst í Kópavogi

Búið er að aflýsa hættuástandi á þeim stað þar sem gömul sprengja fannst á byggingarsvæði við Furugrund fyrr í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Rúmenskur kortasvindlari í farbann

Þrír Rúmenar voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í síðustu viku. Það varðhald rann út í dag og var einn þeirra úrskurðaður í farbann til 19.júní í kjölfarið. Hinir tveir eru frjálsir ferða sinna. Ómar Smári Ármannsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar segir að rannsókn sé að ljúka og málið liggi nokkuð ljóst fyrir.

Fimm mánaða fangelsi fyrir að stela súpu

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í fimm mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið vörum fyrir um þúsund krónur í tveimur verslunum í borginni.

Í geitarhúsi að leita ullar?

Stuðningsmenn Jóhönnu Þorvaldsdóttur geitabónda á Háafelli í Hvítársíðu hafa hafið undirskriftasöfnun til stuðnings því að henni verði veittur viðunandi fjárstyrkur til að koma upp aðstöðu til ræktunar og hirðingar geita sinna.

Verður að bregðast við ef olíutunnan fer í 200 dollara

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að stjórnvöld verði að móta áætlun um viðbrögð ef olíuverð fari í 200 dollara á tunnu á næstu mánuðum. Það verði að fá fólk til þess að nota aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti, til dæmis metan.

Búið að gera sprengju óvirka

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar gerðu sprengjuna sem fannst á nýbyggingarsvæði við HK-völlinn við Furugrund í Kópavogi fyrr í dag óvirka fyrir stundu og munu svo flytja hana á brott.

Njörður í fríi fram að helgi

Hrefnuveiðibáturinn Njörður sem hélt til veiða í hádeginu í gær landaði einni hrefnu. Báturinn kom til hafnar í dag og landaði farminum. Gunnar Bergmann formaður félags hrefnuveiðimanna segir að Njörður stefni að því að fara aftur til veiða um helgina.

Segja óeiningu ríkja á milli stjórnarflokkanna

Þeir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og Kristinn H. Gunnarsson, Frjálslynda flokknum, kvöddu sér hljóðs á Alþingi í dag undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir. Þeir kröfðust þess að Geir H. Haarde forsætisráðherra útskýrði fyrir þingheimi hvernig stæði á því að ríkisstjórnarflokkarnir geti verið ósammála í veigamiklum málum og minntust þeir á hvalveiðar, álver og eftirlaunalög í því sambandi.

Stjórnarandstaðan segir óeiningu í ríkisstjórninni

Þeir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og Kristinn H. Gunnarsson, Frjálslynda flokknum, kvöddu sér hljóðs á Alþingi í dag undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir. Þeir kröfðust þess að Geir H. Haarde forsætisráðherra útskýrði fyrir þingheimi hvernig stæði á því að ríkisstjórnarflokkarnir geti verið ósammála í veigamiklum málum og minntust þeir á hvalveiðar, álver og eftirlaunalög í því sambandi.

Tekjur ekki eina viðmiðið í gjafsókn

Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það gerir athugasemd við orðalag fréttamanns í frétt um gjafsókn á Bylgjunni og Stöð 2 í hádeginu. Fréttin birtist einnig á Vísi.

Sex innbrot á dag á landinu í apríl

Alls voru 169 innbrot tilkynnt lögreglu í apríl sem jafngildir tæplega 6 innbrotum á dag. Enn fremur voru 97 líkamsmeiðingar tilkynntar sem jafngildir um þremur slíkum brotum á dag. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölfræði Ríkislögreglustjóra fyrir aprílmánuð.

Trúi ekki að hún hafi ætlað að svipta sig lífi

Helga Guðrún Hlynsdóttir, náin vinkona og nágranni hinnar ungu tveggja barna móður sem lést af völdum eiturlyfja í byrjun maí trúir því ekki að vinkona hennar hafi ætlað að svipta sig lífi. Hún segir stúlkuna hafa verið góða móður sem beið eftir því að fá drengina sína tvo heim til sín fyrir fullt og allt.

American Airlines fækkar ferðum

Bandaríska flugfélagið American Airlines ætlar minnka sætaframboð sitt í innanlandsflugi um 11 til 12 prósent á þessu ári vegna verðhækkana á eldsneyti.

„Ég mokaði þetta kvikindi upp“

„Ég mokaði þetta kvikindi upp,“ segir Karel Halldórsson, gröfumaðurinn sem gróf niður á sprengju í Fagralundi í Kópavoginum í dag. Hann segir að um sé að ræða um 60 sentimetra hlut sem líklega sé flugvélasprengja.

Halló........þetta er Georg

Bush Bandaríkjaforseti mun í dag tilkynna stefnubreytingu gagnvart Kúbu. Bandaríkin hafa haft Kúbu í viðskipta- og samskiptabanni í marga áratugi.

Ella Dís á leiðinni til Kína í stofnfrumumeðferð

Ella Dís er tveggja ára gömul hetja sem greindist með lífshættulegan og ólæknandi hrörnuarsjúkdóm fyrir um ári síðan. Vísir fylgdist með Ellu Dís í desember á síðasta ári en þá hafði hún misst mátt í vinstri hönd og máttur hægri handar fór minnkandi. Henni hefur hrakað mikið síðan þá en nú hyggst Ragna Erlendsdóttir móðir stúlkunar halda með hana til Kína í stofnfrumumeðferð.

Harma mjög að fjölskyldan skuli upplifa þetta

„Ég harma það mjög að fjöldskyldan skuli upplifa þetta. Það verður farið í að skoða þetta með starfsmönnum sem komu að málinu og í framhaldinu verður haft samband við fjölskylduna," segir Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, um gagnrýni á hendur stofnuninni vegna móður tveggja drengja sem lést af völdum eiturlyfjaneyslu í upphafi mánaðarins.

Endanlega búið að eyðileggja gjafsóknarúrræðið

Það er endanlega búið að eyðileggja gjafsóknarúrræðið, segir Anna Guðný Júlíusdóttir, héraðsdómslögmaður. Dómsmálaráðherra breytti nýverið skilyrðum til gjafsóknar, en ráðuneytið segir aðgengi efnalítilla einstaklinga að dómstólum ekki hafa verið skert.

Emírinn af Katar til Íslands

Von er á emírnum af Katar, Sheikh Hamad Bin Khalifa Al Thani, og Amr Moussa, framkvæmdastjóra Arababandalagsins, hingað til lands á næstu mánuðum. Þetta var ákveðið á fundi þeirra með Ólafi Ragnari Grímssynni, forsta Íslands, í Doha, höfuðborg Katars í gær. Á fundinum með emírnum var rætt um samstarf Íslands og Katars, meðal annars á sviði fjármála, orkumála og erfðafærði og læknavísinda og orku.

Grafa fór á hliðina í Laugardal

Grafa sem var við vinnu í Laugardalnum í dag fór á hliðina og valt niður brekku. Kalla þurfti til bíl með öflugan krana til að reisa hana við. Ekki er vitað til þess að gröfustjórinn hafi hlotið meiðsl af byltunni.

Ber skylda til að taka á móti palestínskum flóttamönnum

Bæjarstjórinn á Akranesi segir að bænum beri skylda til að taka á móti þrjátíu palestínskum flóttamönnum næsta haust. Hann segir Akranesskaupstað eitt stöndugasta bæjarfélag landsins sem ráði vel við móttöku flóttamanna.

Forseti viðskiptadeildar HR segir skólann ekki hafa keypt niðurstöður

Þorlákur Karlsson forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík segir alrangt að skólinn hafi keypt niðurstöður ráðgjafafyrirtækisins Eduniversal, sem segja skólann einn af bestu viðskiptaháskólum í Vestur-Evrópu. Forseti viðskiptadeildar Háskóla Íslands sendi nemendum bréf nýlega þar sem hann gagnrýnir niðurstöðuna og leiðir að því líkur að niðurstöðurnar hafi verið keyptar.

Þrjú kortasvikamál á skömmum tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ákveður síðar í dag hvort farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þremur Rúmenum sem grunaðir er um þjófnaði úr hraðbönkum hér á landi. Þrjú mál þessarar tegundar eru til rannsóknar á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.

Uppboð á óskilamunum hjá lögreglunni

Hið árlega uppboð óskilamunadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verður haldið laugardaginn 31. maí. Uppboðin eru gott tækifæri fyrir þá sem leita sér að tækjum og tólum og sérstaklega er úrvalið gott af reiðhjólum.

Guðni varaði við hvalveiðum þegar hann var ráðherra

Guðni Ágústsson hefur gagnrýnt afstöðu Samfylkingarinnar í hvalveiðimálinu harðlega. Hann sagði í fréttum RÚV í gær að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hafi gert Ísland að athlægi á alþjóðavettvangi með yfirlýsingu sinni á dögunum. Ingibjörg hefur sagt að allir ráðherrar flokks síns leggist gegn áframhaldandi hvalveiðum í atvinnuskyni þrátt fyrir að sjávarútvegsráðherra hafi heimilað veiðarnar.

Stærsta nagdýr sögunnar skreppur saman

Stærsta nagdýr sögunnar var ekki eins stórt og vísindamenn töldu áður. Er fyrstu fregnir bárust af fundi á steingerðri hauskúpu þess í Úrúgvæ var talið að það hefði verið á stærð við nautgrip og vegið eitt tonn. Nánari rannsóknir hafa leitt í ljós að þyngd þess og stærð var um þrefalt minni en það.

Sjá næstu 50 fréttir