Innlent

Mest verðhækkun í klukkubúðum samkvæmt nýrri könnun ASÍ

Verð á vörukörfu ASÍ hækkaði mest í klukkubúðunum á milli annarar og þriðju viku í maí.

Hækkunin var mest í Samkaupum- Strax, eða um rösk tvö prósent, næst est hækkaði verðið í 11-11, um tæplega eitt prósnet og um 0,8 prósent í 10-11. Í öðrum stórverslunum var hækkunin heldur minni, en alls staðar varð einhver hækkun.

Frá því að ASÍ hóf verðlagseftirlit í matvöruverslunum í fyrri hluta aprílmánaðar hefur verð vörukörfunnar hækkað langmest í lágvöruverðsverslunum.

Hækkunin frá annarri vikunni í apríl til þriðju viku í maí er mest í Bónus þar sem karfan hefur hækkað um sjö prósent. Í Kaskó nemur hækkunin 5,9 prósenutm, í Krónunni 5,8 prósentum og í Nettó hefur vörukarfan hækkað um 4,5 prósent frá því mælingar hófust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×