Innlent

Sex metra skekkja þrengir að íbúa í Lundi

Andri Ólafsson skrifar

Guðrún Hrönn Einarsdóttir, sem keypti íbúð á jarðhæð í nýju fjölbýlishúsi við Lund í Kópavogi í janúar, er afar ósátt við framkvæmd Vegagerðarinnar sem nýlega lagði hringtorg skammt frá húsinu hennar.

Guðrún segir að hringtorgið sé sex metrum nær húsinu en teikningar gera ráð fyrir. Þessi skekkja þrengir verulega að garði Guðrúnar sem vill að hringtorgið verði fært.

Vísir fór og hitti Guðrúnu að málið í dag. Smelltu á hlekkinn hér að ofan til að sjá hvað hún hafði um málið að segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×