Erlent

150 látnir eftir að hafa drukkið göróttan drykk í Indlandi

Líkum af fólki sem lést eftir neyslu áfengisins komið fyrir í sjúkrabíl.
Líkum af fólki sem lést eftir neyslu áfengisins komið fyrir í sjúkrabíl. MYND/AP

Um 150 manns eru látnir í suðurhluta Indlands eftir að hafa drukkið eitrað áfengi. Þá eru um 130 til viðbótar veikir á sjúkrahúsi.

Ólöglegir sprúttsalar eru grunaðir um að hafa selt fólkinu áfengið en viðskiptavinirnir voru flestir fátækir farandverkamenn sem vantaði áfengi þar sem búið var að loka verslunum.

Óttast er að tala látinna muni hækka en þegar er búið að handtaka sextán manns fyrir að selja drykkina göróttu. Rannsókn yfirvalda beinist meðal annars að því hvort öll dauðsföllinn megi rekja til sama bruggs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×