Fleiri fréttir

Arnbjörg Sveinsdóttir gagnrýnd í Morgunblaðinu

Arnbjörg Sveinsdóttir formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins er sökuð um að beita þingmenn flokksins hörðu varðandi ræðutíma þeirra á Alþingi. Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag kemur fram að hún sé einnig með ríkar skoðanir á því hvaða mál þingmenn flokksins eigi yfirleitt að tjá sig um.

Sprengja grandar 20 á Sri Lanka

20 manns létu lífið og rúmlega fimmtíu særðust þegar sprengja sprakk í rútu á Sri Lanka í morgun. Stjórnvöld saka skæurliða tamíla um að hafa staðið fyrir tilræðinu. Tamíl-tígrar eru á lista Bandaríkjastjórnar yfir hryðjuverkasamtök, en þeir þvertaka jafnan fyrir aðild að slíkum árásum.

Varað við frekara óveðri í Kína

Kínversk stjórnvöld vara almenning í landinu við frekara óveðri um leið og reynt er að takast á við verstu vetrarveður í meira en hálfa öld. Næstum tvær milljónir Kínverja eru nú í neyðarskýlum vegna óvenjumikilla kulda undanfarna daga. Stjórnvöld í Kína vara almenning við frekari vetrarhörkum á næstunni.

Pólland hýsir eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna

Pólland og Bandaríkin hafa náð samkomulagi í helstu aðalatriðum um að koma upp umdeildu bandarísku eldflaugavarnarkerfi í landinu. Í samningnum fá Pólverjar hjálp Bandaríkjamanna við að efla loftvarnir sínar. Bandaríkjamenn vilja einnig koma upp stöð fyrir eldvarnarflaugar og radarstöð í Tékklandi.

Hálka um allt land

Hálka eða hálkublettir eru um allt land samkvæmt tilkynningu Vegagerðarinnar. Á Hellisheiði og í Þrengslum eru hálkublettir og á Suðurlandi einnig hálka og hálkublettir. Sömu sögu er að segja af öllum helstu leiðum á Vesturlandi eins og Bröttubrekku en snjóþekja og éljagangur er á Holtavörðuheiði. Snjóþekja er víða á Vestfjörðum og Ófært um Eyrarfjall.

Flest skíðasvæði landsins opin

Skíðasvæði landsins verða flest öll opin í dag. Í Bláfjöllum verða allar lyftur opnar frá klukkan tíu til sex í dag. Boðið verður upp á skíðakennslu fyrir byrjendur frá klukkan 11 og skíðaleigan og veitingasalan verður opin. 18 stiga frost er á svæðinu, lygnt og færi mjög gott.

Ólöglegar öryggismyndavélar á norskum skemmtistöðum

Ný skýrsla norsku persónuverndarinnar leiðir í ljós að skemmtistaðir í Noregi starfrækja þétt net öyrggismyndavéla, sem í sumum tilvikum eru ólöglegar. Skoðaðir voru átta staðir í Ósló, Stavanger og Þrándheimi. Þeir voru með samstals fimmtíu öryggismyndavélar sem fylgdust með gestum í öllum skúmaskotum bæði innandyra og utan.

Áhyggjur af átökum í Tsjad

Ráðamenn Afríkusambandsins hafa miklar áhyggjur af átökum í Tsjad. Þar takast á stjórnarherinn og skæruliðar, sem hafa sótt í átt að höfuðborg landsins, N'Djamena. Frakkar eru með orrustuflugvélar og um eitt þúsund manna hersveit í Tsjad, samkvæmt samningi við stjórnvöld.

Konur halda körlum blót í Súgandafirði

Í kvöld verður hið árlega þorrablóT Súgfirðinga haldið með pompi og prakt. Vefurinn bæjarins Besta greinir frá því að sá háttur sé á blótum sveitunga að annaðhvort ár haldi konur blótið til heiðurs bændum sínum, en hitt árið sjá karlarnir um góublót og bjóða þá konum sínum. Nú er ár kvennanna og hafa þær staðið að undirbúningnum fyrir blótið í kvöld.

Þrír ölvaðir og þrír undir áhrifum fíkniefna

Lögreglan á Selfossi tók þrjá ölvaða ökumenn úr umferð í nótt og einn, sem ók undir áhrifum fíkniefna. Þar með hafa átta verið teknir úr umferð í bænum á einum sólarhring, sem er óvenju mikið. Þar af voru tveir auk þess réttindalausir, og annar þeirra var á afskráðum bíl.

Bandaríkjamenn flýja til Mexíkó

Mexíkóskir tannlæknar streyma nú til bæja í grennd við Bandarísku landamærin til þess að þjónusta Bandaríkjamenn sem streyma þar yfir til þess að fá ódýrari þjónustu en í heimalandinu.

Myrti barn sitt í örbylgjuofni

Tuttugu og sjö ára gömul bandarísk kona hefur viðurkennt að hafa myrt barn sitt í örbylgjuofni. Hún var drukkin þegar þetta gerðist.

Eftirlitsaðilar bregðist við brotum á reykingabanni

Heilbrigðisráðuneytið hefur sent út bréf til heilbrigðisnefnda sveitarfélaga, Vinnueftirlitsins, Flugmálastjórnar og Siglingamálastofnunar, lögregluembætta, Umhverfisstofnunar og Lýðheilsustöðvar þar sem fram kemur hvernig hægt sé að bregðast við brotum á lögum um tóbaksvarnir.

Létust þar sem þeir voru ekki í bílbeltum

Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur lokið rannsókn á tveimur banaslysum sem urðu í fyrra. Í báðum tilvikum má rekja dauða ökumanna meðal annars til þess að þeir voru ekki bílbelti og köstuðust þeir af þeim sökum út úr bílum sínum.

Grunaðir smyglarar áfram í gæsluvarðhaldi

Tveir menn voru í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að smygli á rúmlega fimm kílóum af amfetamíni og kókaíni.

Faxaflóahafnir vilja Sundabraut í göng

Ný stjórn Faxaflóahafna tekur undir þá ályktun borgarráðs að Sundabraut skuli leggja í göngum. Þá ítrekar félagið vilja sinn til að koma að framkvæmd verkefnisins.

Launavandræði á Hvarfi bænum að kenna

Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar, segir það bæjarkerfinu að kenna að ekki voru til peningar til þess að greiða starfsfólki á leikskólanum hvarfi laun í morgun. Hann segir að reikningur sem bærinn átti að greiða hafi ekki verið greiddur og því hafi rekstraraðilar leiksskólans ekki átt fyrir launakostnaði.

Stóð til að loka leikskólanum Hvarfi í dag vegna ógreiddra launa

Foreldrar barna á leikskólanum Hvarfi í Vatnsendahverfi í Kópavogi fengu hringingu frá leikskólanum í dag og þau beðin um að sækja börnin sín. Ástæðan var sú að starfsmenn leikskólans höfðu ekki fengið greidd laun og því ætti að loka skólanum. Að sögn Eddu Guðrúnar Guðnadóttur, trúnaðarmanni starfsmanna á Hvarfi, kom þó ekki til þess þar sem laun voru greidd þegar fréttirnar fóru að kvisast út.

Faxaflóahafnir tilbúnar til viðræðna við HB Granda

Stjórn Faxaflóahafna lýsir sig reiðubúna að hefja þegar í stað viðræður og samvinnu við HB Granda ef félagið vilji byggja upp framtíðarstarfsemi sína á Akranesi. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundir stjórnarinnar í dag.

Kærleikar með Clinton og Obama í kappræðum

Barack Obama og Hillary Clinton sýndu á sér sínar bestu hliðar í kappræðum demókrata í Bandaríkjunum í gærkvöldi og féllust síðan í faðma að umræðum loknum.

Lögregla vill lengra gæsluvarðhald yfir smyglurum

Farið hefur verið fram á framlengingu gæsluvarðhalds yfir tveimur þeirra manna sem grunaðir eru um að hafa smyglað um fimm kílóum af amfetamíni og kókaíni til landsins í hraðsendingu. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum ætlar dómari að ákvarða í málinu seinnipartinn í dag.

Greinir á um hvort þvingunarúrræði séu í lögum

Reykingar voru leyfðar áfram á nokkrum veitingastöðum í miðbænum í gærkvöld án afskipta lögreglu. Umhverfissvið Reykjvíkurborgar telur ekki mögulegt að beita viðurlögum við því að reykingabannið sé hundsað.

Sjá næstu 50 fréttir