Fleiri fréttir Kynbundnum launamun eytt hjá Akureyrarbæ Ekki er marktækur munur á launum karla og kvenna hjá Akureyrarbæ, ef tekið er tillit til starfs, starfssviðs, aldurs, starfsaldurs og vinnutíma. Þetta kemur fram í könnun sem bærinn fól Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri að gera síðasta vor. Könnunin var kynnt í bæjarráði í gær. 1.2.2008 10:38 Á fimmta tug látinn í sprengjuárásum í Bagdad Rúmlega 40 manns hið minnsta létust í tveimur öflugum sprengingum á mörkuðum í Bagdad í morgun. 1.2.2008 10:25 Skýrslan um Breiðavíkurdrengina er tilbúin Skýrslan um Breiðavíkurdrengina sem forsætisráðherra hefur látið vinna er tilbúin. Róbert R. Spanó lagaprófessor segir að skýrslan verði kynnt í þar næstu viku en Róbert er formaður nefndarinnar sem vann skýrsluna. 1.2.2008 10:09 Greindi frá árangri í jafnréttismálum á ESB-fundi Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, situr nú fund jafnréttisráðherra Evrópusambandsríkja og EES-landa sem haldinn er í Slóveníu. 1.2.2008 09:10 Óttast frostskemmdir í sumarhúsum Tryggingafélög óttast að víða geti orðið frostskemmdir í húsum um helgina, ekki síst í sumarbústöðum. 1.2.2008 09:02 Þriggja og sex bíla árekstur í Ártúnsbrekku Tveir árekstrar urðu í Ártúnsbrekkunni um klukkan átta. í öðrum þeirra skullu þrír bílar saman en í hinum sex bílar. Ekki er vitað hvort slys hafi orðið á fólki. Nokkrar tafir mynduðust vegna þessa en greitt hefur verið úr flækjunni. 1.2.2008 08:43 McCain talinn nær öruggur um útnefningu Repúblikana Hver áhrifamaðurinn á fætur öðrum innan Repúblikanaflokksins lýsir nú yfir stuðningi við John McCain sem forsetaefni flokksins. Allar líkur eru á að hann tryggi sér útnefningu flokksins eftir forkosningarnar í 22 ríkjum Bandaríkjanna á þriðjudag. 1.2.2008 08:03 Sjálfsmorð bandarískra hermanna aukast um 20% Sjálfsmorð meðal bandarískra hermanna jukust um 20% á síðasta ári en alls framdi 121 hermaður sjálfsmorð á því ári. Yfir fjórðungur þeirra sem frömdu sjálfsmorð voru við störf í Írak. 1.2.2008 08:01 Árás á sendiráð Ísraela í Máritaníu Sex vopnaðir menn réðust á sendiráð Ísraels í Máritaníu á vesturströnd Afríku snemma í morgun. Nokkrir liggja sárir eftir árásina en ekki hafa borist fregnir um mannfall. 1.2.2008 07:57 Mikið óveður við Færeyjar Mikið óveður gengur nú yfir Færeyjar og hafsvæðið i grennd. Sjö íslensk kolmunnaskip sem voru við veiðar í grennd við Eyjarnar leituðu þar hafnar ásamt flota heimamanna. 1.2.2008 07:52 Átök á Kaffi Krús á Selfossi í nótt Til átaka kom á veitingahúsinu Kaffi Krús á Selfossi upp úr miðnætti þegar slettist upp á vinskapinn meðal fjögurra vinnufélaga, sem sátu þar að sumbli. 1.2.2008 07:51 Sundlaugar Árborgar lokaðar vegna heitavatnsskorts Báðar sundlaugarnar í Árborg, það er að segja Sundhöll Selfoss og sundlaugin á Stokkseyri eru lokaðar í dag vegna heitavatnsskorts. Verður svo um óákveðinn tíma. 1.2.2008 07:48 Áttundi hver íbúi Kaupmannahafnar undir fátæktarmörkum Í nýrri rannsókn sem unnin var af borgaryfirvöldum í Kaupmannahöfn kemur í ljós að áttundi hver íbúi borgarinnar lifir nú undir fátæktarmörkum. 1.2.2008 07:43 Neitar að gefa upp nafn höfuðpaursins Einar Jökull Einarsson neitaði fyrir dómi að gefa upp nafn mannsins sem bað hann um að flytja fíkniefni landsins. Aðalmeðferð í Pólstjörnumálinu lauk í gær og hafa allir mennirnir sem ákærðir eru játað aðild sína. 1.2.2008 00:01 Þurfa skýrari heimild til að beita viðurlögum 31.1.2008 20:49 Vonskuveður víða um land 31.1.2008 22:15 Börn hjálpa börnum á morgun 31.1.2008 21:32 Þriðji æðsti leiðtogi al Kaida felldur Vestrænn embættismaður sagði við Reuter fréttastofuna í dag að engin ástæða væri til þess að efast um að þriðji æðsti leiðtogi Al Kaída hryðjuverkasamtakanna hafi verið felldur í Afganistan. 31.1.2008 20:14 Palestínumenn selja ísraelsk gróðurhús í Egyptalandi Þegar Hamas liðar sprengdu upp múr á landamærum Gaza strandarinnar og Egyptalands, þustu tugþúsundir Palestínumanna yfir landamærin til þess að kaupa nauðsynjar sem eru af skornum skammti á ströndinni. 31.1.2008 20:00 Stálu pörtum af 244 líkum Hjúkrunarfræðingur í Bandaríkjunum hefur játað að hafa stolið líkamshlutum af 244 líkum. Lee Cruceta tók einnig þátt í að falsa pappíra til þess að hægt væri að selja þessa líkamshluta til nota í sjúklingum. Sumir líkamshlutanna voru sýktir. 31.1.2008 19:45 Borgarstjóri segist ekki leika sér að almannafé Borgarstjórinn í Reykjavík segir ekki verið að leika sér með almannafé, en Samfylkingin sakar meirihluta borgarstjórnar um greiða ofurverð fyrir húsin við Laugaveg 4 og 6. 31.1.2008 19:29 Búðarhálsvirkjun miðuð við meiri vatnsmiðlun Landsvirkjun hyggst halda þeim möguleika opnum við gerð Búðarhálsvirkjunar að hún geti í framtíðinni fengið viðbótarvatn bæði með Norðlingaölduveitu og Skaftárveitu í gegnum Langasjó. 31.1.2008 18:38 Evrópusambandsaðild rædd fyrir luktum dyrum Forystumenn Samtaka atvinnulífsins ræddu fyrir luktum dyrum í dag hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að menn vilji ekki afskrifa þann kost að hægt verði að taka upp evru án þess að ganga í sambandið en það sé að verða almennari skoðun að evran sé betri en krónan. 31.1.2008 18:24 Ekki okkur að kenna -OPEC Ólíklegt er talið að OPEC fallist á kröfur viðskiptavina sinna um að auka olíuframleiðslu til þess að lækka verðið. OPEC ríkin funda á morgun. 31.1.2008 17:50 Slapp ómeiddur eftir árekstur við Vogaveg 31.1.2008 17:44 Danske Bank græddi á tá og fingri Danske Bank skilaði 192 milljarða króna hagnaði eftir skatta á síðasta ári. Bankinn býst við að á næsta ári aukist hagnaðurinn um milli 0 og 7 prósenta. 31.1.2008 17:25 Fimm ára fangelsi fyrir Jón Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag fimm ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir hinum hálfsextuga Jóni Péturssyni. Jón er dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að beita þáverandi sambýliskonu sína hrottalegu ofbeldi í desember síðastliðnum, halda henni nauðugri í íbúð þeirra í hátt í heilan sólarhring og nauðga henni. 31.1.2008 17:09 Hæstiréttur mildaði dóm körfuknattleiksmanns Körfuknattleiksmaðurinn Ólafur Aron Ingvason var dæmdur í 22 mánaða fangelsi í Hérðasdómi á síðasta ári fyrir vörslu á 418 e-töflum. Hæstiréttur mildaði dóminn yfir Ólafi í dag og fékk hann 12 mánað silorðsbundið fangelsi. 31.1.2008 16:56 Hæstiréttur lækkar fangelsisdóm yfir barnaperra Hæstiréttur lækkaði í dag fangelsisdóm fertugus Hafnfirðings sem hafði í fórum sínum rúmlega sjö þúsund barnaklámsmyndir úr tólf mánuðum í tíu. 31.1.2008 16:49 ESB vill selja meira lambakjöt Þau ríki Evrópusambandsins sem mest framleiða af lambakjöti vilja fá peninga frá sambandinu til þess að auglýsa vöru sína. 31.1.2008 16:14 Saksóknari vill Einar Jökul í 12 ára fangelsi Fram kom í máli Kolbrúnar Sævarsdóttur saksóknara í Fáskrúðsfjarðarmálinu í dag að ákæruvaldið fer fram á að héraðsdómur dæmi Einar Jökul Einarsson, skipuleggjanda smyglsins, í 12 ára fangelsi. Það er hámarksrefsing fyrir fíkniefnabrot. 31.1.2008 16:02 20 mánaða fangelsi efir brot á skilorði Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 20 mánaða fangelsi fyrir ýmis brot sem hann framdi í fyrra. Meðal þess sem hann var dæmdur fyrir var að hafa ráðist á mann í afgreiðslu Sjóvá við Eldshöfða, stolið átján tveggja lítra kókflöskum úr Krónunni við Jafnasel, brotist inn í íbúðarhús og stolið fartölvu og ekið alloft hér og þar um bæinn undir áhrifum eiturlyfja. 31.1.2008 15:49 Bjóða Sarkozy og Bruni evru í dómssátt vegna auglýsingar Írska flugfélagið Ryanair hefur boðist til þess að láta fimm þúsund evrur, jafnvirði um 480 þúsund króna, renna til góðgerðasamtaka til þess að ná sáttum í deilu við Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta og kærustu hans, Cörlu Bruni. 31.1.2008 15:47 Kemur til greina að fjölga meðferðargöngum á Litla-Hrauni Í máli eins sakbornings í Fáskrúðsfjarðarmálinu í dag kom fram að hann hefði sótt um vera vistaður á svokölluðum meðferðargangi á Litla-Hrauni. Hann sagði að hann væri á biðlista þar sem gangurinn væri fullur. 31.1.2008 15:30 ASÍ reki mál á hendur HB Granda Alþýðusamband Íslands mun að líkindum reka mál fyrir hönd Verkalýðsfélags Akraness sem hygst stefna HB Granda fyrir að virða ekki lög um hópuppsagnir í tengslum við uppsagnir hjá félaginu á Akranesi. 31.1.2008 15:19 Annþór í gæsluvarðhald til 15. febrúar Annþór Kristján Karlsson var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar fí tengslum við rannsókn á svokölluðu hraðsendingarsmyglmáli. 31.1.2008 15:15 Mátti ekki sýna mynd um eldgosið Eigandi veitingastaðarins Kaffi Kró í Vestmannaeyjum var í dag sýknaður í héraðsdómi af því að hafa sýnt tvær heimildarmyndir um gosið í Vestmannaeyjum. 31.1.2008 14:53 Enn vonskuveður víða á landinu Tveir þriggja bíla árekstrar urðu með stuttu millibili um áttaleytið í morgun í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. 31.1.2008 14:51 Vill refsilækkun fyrir nýbakaðan föður Brynjar Níelsson, verjandi Guðbjarna Traustasonar sem er einn ákærðu í Fáskrúðsfjarðarmálinu svokallaða, sló á létta strengi í málflutningi sínum í Hérðasdómi Reykjavíkur þegar hann rakti hvaða málsbætur Guðbjarni ætti. 31.1.2008 14:47 Atlantsolía neyðist til að fá lánaða birgðaraðstöðu „Birgðaraðstaðan okkar í Hafnarfirði dugar stundum ekki og því höfum við undanfarið neyðst til þess að sækja til þeirra aðila sem hafa yfir slíkri aðstöðu að ráða,“ segir Albert Þór Magnússon framkvæmdarstjóri Atlantsolíu. 31.1.2008 14:37 Hættiði að leggja uppi á gangstéttum Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar beinir því til ökumanna að leggja bílum sínum þannig að snjómoksturstæki geti með auðveldum hætti rutt gangstéttir. 31.1.2008 14:07 Fundu fíkniefni við húsleit í Breiðholti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann bæði amfetamín og kannabisefni við húsleit í Breiðholti eftir hádegi í gær. 31.1.2008 13:53 Segja morð á þingmanni stjórnarandstöðu ástríðuglæp Lögregla í Kenía segir að morð á þingmanni stjórnarandstöðunnar í dag hafi verið ástríðuglæpur. 31.1.2008 13:15 Ekki hægt að útiloka beitingu kynjakvóta Ekki er hægt að útiloka beitingu lögbundins kynjakvóta hjá íslenskum fyrirtækjum, takist ekki að leiðrétta hlut kvenna í stjórnum og stjórnunarstöðum. Þetta kom fram í máli viðskiptaráðherra Björgvins G. Sigurðssonar á fundi sem hópur kvenna stóð fyrir í dag. Fundurinn var haldinn í tengslum við auglýsingar sem birtust í blöðum í morgun þar sem rúmlega hundrað konur lýstu sig reiðubúnar til þess að taka sæti í stjórnum íslenskra fyrirtækja. 31.1.2008 13:04 Borgarráð blessar viljayfirlýsingu um Kolaportið Borgarráð lagði í dag blessun sína yfir viljayfirlýsingu um framtíð Kolaportsins sem Dagur B. Eggertsson undirritaði fyrir hönd borgarinnar í síðustu viku. 31.1.2008 12:54 Sjá næstu 50 fréttir
Kynbundnum launamun eytt hjá Akureyrarbæ Ekki er marktækur munur á launum karla og kvenna hjá Akureyrarbæ, ef tekið er tillit til starfs, starfssviðs, aldurs, starfsaldurs og vinnutíma. Þetta kemur fram í könnun sem bærinn fól Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri að gera síðasta vor. Könnunin var kynnt í bæjarráði í gær. 1.2.2008 10:38
Á fimmta tug látinn í sprengjuárásum í Bagdad Rúmlega 40 manns hið minnsta létust í tveimur öflugum sprengingum á mörkuðum í Bagdad í morgun. 1.2.2008 10:25
Skýrslan um Breiðavíkurdrengina er tilbúin Skýrslan um Breiðavíkurdrengina sem forsætisráðherra hefur látið vinna er tilbúin. Róbert R. Spanó lagaprófessor segir að skýrslan verði kynnt í þar næstu viku en Róbert er formaður nefndarinnar sem vann skýrsluna. 1.2.2008 10:09
Greindi frá árangri í jafnréttismálum á ESB-fundi Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, situr nú fund jafnréttisráðherra Evrópusambandsríkja og EES-landa sem haldinn er í Slóveníu. 1.2.2008 09:10
Óttast frostskemmdir í sumarhúsum Tryggingafélög óttast að víða geti orðið frostskemmdir í húsum um helgina, ekki síst í sumarbústöðum. 1.2.2008 09:02
Þriggja og sex bíla árekstur í Ártúnsbrekku Tveir árekstrar urðu í Ártúnsbrekkunni um klukkan átta. í öðrum þeirra skullu þrír bílar saman en í hinum sex bílar. Ekki er vitað hvort slys hafi orðið á fólki. Nokkrar tafir mynduðust vegna þessa en greitt hefur verið úr flækjunni. 1.2.2008 08:43
McCain talinn nær öruggur um útnefningu Repúblikana Hver áhrifamaðurinn á fætur öðrum innan Repúblikanaflokksins lýsir nú yfir stuðningi við John McCain sem forsetaefni flokksins. Allar líkur eru á að hann tryggi sér útnefningu flokksins eftir forkosningarnar í 22 ríkjum Bandaríkjanna á þriðjudag. 1.2.2008 08:03
Sjálfsmorð bandarískra hermanna aukast um 20% Sjálfsmorð meðal bandarískra hermanna jukust um 20% á síðasta ári en alls framdi 121 hermaður sjálfsmorð á því ári. Yfir fjórðungur þeirra sem frömdu sjálfsmorð voru við störf í Írak. 1.2.2008 08:01
Árás á sendiráð Ísraela í Máritaníu Sex vopnaðir menn réðust á sendiráð Ísraels í Máritaníu á vesturströnd Afríku snemma í morgun. Nokkrir liggja sárir eftir árásina en ekki hafa borist fregnir um mannfall. 1.2.2008 07:57
Mikið óveður við Færeyjar Mikið óveður gengur nú yfir Færeyjar og hafsvæðið i grennd. Sjö íslensk kolmunnaskip sem voru við veiðar í grennd við Eyjarnar leituðu þar hafnar ásamt flota heimamanna. 1.2.2008 07:52
Átök á Kaffi Krús á Selfossi í nótt Til átaka kom á veitingahúsinu Kaffi Krús á Selfossi upp úr miðnætti þegar slettist upp á vinskapinn meðal fjögurra vinnufélaga, sem sátu þar að sumbli. 1.2.2008 07:51
Sundlaugar Árborgar lokaðar vegna heitavatnsskorts Báðar sundlaugarnar í Árborg, það er að segja Sundhöll Selfoss og sundlaugin á Stokkseyri eru lokaðar í dag vegna heitavatnsskorts. Verður svo um óákveðinn tíma. 1.2.2008 07:48
Áttundi hver íbúi Kaupmannahafnar undir fátæktarmörkum Í nýrri rannsókn sem unnin var af borgaryfirvöldum í Kaupmannahöfn kemur í ljós að áttundi hver íbúi borgarinnar lifir nú undir fátæktarmörkum. 1.2.2008 07:43
Neitar að gefa upp nafn höfuðpaursins Einar Jökull Einarsson neitaði fyrir dómi að gefa upp nafn mannsins sem bað hann um að flytja fíkniefni landsins. Aðalmeðferð í Pólstjörnumálinu lauk í gær og hafa allir mennirnir sem ákærðir eru játað aðild sína. 1.2.2008 00:01
Þriðji æðsti leiðtogi al Kaida felldur Vestrænn embættismaður sagði við Reuter fréttastofuna í dag að engin ástæða væri til þess að efast um að þriðji æðsti leiðtogi Al Kaída hryðjuverkasamtakanna hafi verið felldur í Afganistan. 31.1.2008 20:14
Palestínumenn selja ísraelsk gróðurhús í Egyptalandi Þegar Hamas liðar sprengdu upp múr á landamærum Gaza strandarinnar og Egyptalands, þustu tugþúsundir Palestínumanna yfir landamærin til þess að kaupa nauðsynjar sem eru af skornum skammti á ströndinni. 31.1.2008 20:00
Stálu pörtum af 244 líkum Hjúkrunarfræðingur í Bandaríkjunum hefur játað að hafa stolið líkamshlutum af 244 líkum. Lee Cruceta tók einnig þátt í að falsa pappíra til þess að hægt væri að selja þessa líkamshluta til nota í sjúklingum. Sumir líkamshlutanna voru sýktir. 31.1.2008 19:45
Borgarstjóri segist ekki leika sér að almannafé Borgarstjórinn í Reykjavík segir ekki verið að leika sér með almannafé, en Samfylkingin sakar meirihluta borgarstjórnar um greiða ofurverð fyrir húsin við Laugaveg 4 og 6. 31.1.2008 19:29
Búðarhálsvirkjun miðuð við meiri vatnsmiðlun Landsvirkjun hyggst halda þeim möguleika opnum við gerð Búðarhálsvirkjunar að hún geti í framtíðinni fengið viðbótarvatn bæði með Norðlingaölduveitu og Skaftárveitu í gegnum Langasjó. 31.1.2008 18:38
Evrópusambandsaðild rædd fyrir luktum dyrum Forystumenn Samtaka atvinnulífsins ræddu fyrir luktum dyrum í dag hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að menn vilji ekki afskrifa þann kost að hægt verði að taka upp evru án þess að ganga í sambandið en það sé að verða almennari skoðun að evran sé betri en krónan. 31.1.2008 18:24
Ekki okkur að kenna -OPEC Ólíklegt er talið að OPEC fallist á kröfur viðskiptavina sinna um að auka olíuframleiðslu til þess að lækka verðið. OPEC ríkin funda á morgun. 31.1.2008 17:50
Danske Bank græddi á tá og fingri Danske Bank skilaði 192 milljarða króna hagnaði eftir skatta á síðasta ári. Bankinn býst við að á næsta ári aukist hagnaðurinn um milli 0 og 7 prósenta. 31.1.2008 17:25
Fimm ára fangelsi fyrir Jón Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag fimm ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir hinum hálfsextuga Jóni Péturssyni. Jón er dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að beita þáverandi sambýliskonu sína hrottalegu ofbeldi í desember síðastliðnum, halda henni nauðugri í íbúð þeirra í hátt í heilan sólarhring og nauðga henni. 31.1.2008 17:09
Hæstiréttur mildaði dóm körfuknattleiksmanns Körfuknattleiksmaðurinn Ólafur Aron Ingvason var dæmdur í 22 mánaða fangelsi í Hérðasdómi á síðasta ári fyrir vörslu á 418 e-töflum. Hæstiréttur mildaði dóminn yfir Ólafi í dag og fékk hann 12 mánað silorðsbundið fangelsi. 31.1.2008 16:56
Hæstiréttur lækkar fangelsisdóm yfir barnaperra Hæstiréttur lækkaði í dag fangelsisdóm fertugus Hafnfirðings sem hafði í fórum sínum rúmlega sjö þúsund barnaklámsmyndir úr tólf mánuðum í tíu. 31.1.2008 16:49
ESB vill selja meira lambakjöt Þau ríki Evrópusambandsins sem mest framleiða af lambakjöti vilja fá peninga frá sambandinu til þess að auglýsa vöru sína. 31.1.2008 16:14
Saksóknari vill Einar Jökul í 12 ára fangelsi Fram kom í máli Kolbrúnar Sævarsdóttur saksóknara í Fáskrúðsfjarðarmálinu í dag að ákæruvaldið fer fram á að héraðsdómur dæmi Einar Jökul Einarsson, skipuleggjanda smyglsins, í 12 ára fangelsi. Það er hámarksrefsing fyrir fíkniefnabrot. 31.1.2008 16:02
20 mánaða fangelsi efir brot á skilorði Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 20 mánaða fangelsi fyrir ýmis brot sem hann framdi í fyrra. Meðal þess sem hann var dæmdur fyrir var að hafa ráðist á mann í afgreiðslu Sjóvá við Eldshöfða, stolið átján tveggja lítra kókflöskum úr Krónunni við Jafnasel, brotist inn í íbúðarhús og stolið fartölvu og ekið alloft hér og þar um bæinn undir áhrifum eiturlyfja. 31.1.2008 15:49
Bjóða Sarkozy og Bruni evru í dómssátt vegna auglýsingar Írska flugfélagið Ryanair hefur boðist til þess að láta fimm þúsund evrur, jafnvirði um 480 þúsund króna, renna til góðgerðasamtaka til þess að ná sáttum í deilu við Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta og kærustu hans, Cörlu Bruni. 31.1.2008 15:47
Kemur til greina að fjölga meðferðargöngum á Litla-Hrauni Í máli eins sakbornings í Fáskrúðsfjarðarmálinu í dag kom fram að hann hefði sótt um vera vistaður á svokölluðum meðferðargangi á Litla-Hrauni. Hann sagði að hann væri á biðlista þar sem gangurinn væri fullur. 31.1.2008 15:30
ASÍ reki mál á hendur HB Granda Alþýðusamband Íslands mun að líkindum reka mál fyrir hönd Verkalýðsfélags Akraness sem hygst stefna HB Granda fyrir að virða ekki lög um hópuppsagnir í tengslum við uppsagnir hjá félaginu á Akranesi. 31.1.2008 15:19
Annþór í gæsluvarðhald til 15. febrúar Annþór Kristján Karlsson var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar fí tengslum við rannsókn á svokölluðu hraðsendingarsmyglmáli. 31.1.2008 15:15
Mátti ekki sýna mynd um eldgosið Eigandi veitingastaðarins Kaffi Kró í Vestmannaeyjum var í dag sýknaður í héraðsdómi af því að hafa sýnt tvær heimildarmyndir um gosið í Vestmannaeyjum. 31.1.2008 14:53
Enn vonskuveður víða á landinu Tveir þriggja bíla árekstrar urðu með stuttu millibili um áttaleytið í morgun í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. 31.1.2008 14:51
Vill refsilækkun fyrir nýbakaðan föður Brynjar Níelsson, verjandi Guðbjarna Traustasonar sem er einn ákærðu í Fáskrúðsfjarðarmálinu svokallaða, sló á létta strengi í málflutningi sínum í Hérðasdómi Reykjavíkur þegar hann rakti hvaða málsbætur Guðbjarni ætti. 31.1.2008 14:47
Atlantsolía neyðist til að fá lánaða birgðaraðstöðu „Birgðaraðstaðan okkar í Hafnarfirði dugar stundum ekki og því höfum við undanfarið neyðst til þess að sækja til þeirra aðila sem hafa yfir slíkri aðstöðu að ráða,“ segir Albert Þór Magnússon framkvæmdarstjóri Atlantsolíu. 31.1.2008 14:37
Hættiði að leggja uppi á gangstéttum Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar beinir því til ökumanna að leggja bílum sínum þannig að snjómoksturstæki geti með auðveldum hætti rutt gangstéttir. 31.1.2008 14:07
Fundu fíkniefni við húsleit í Breiðholti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann bæði amfetamín og kannabisefni við húsleit í Breiðholti eftir hádegi í gær. 31.1.2008 13:53
Segja morð á þingmanni stjórnarandstöðu ástríðuglæp Lögregla í Kenía segir að morð á þingmanni stjórnarandstöðunnar í dag hafi verið ástríðuglæpur. 31.1.2008 13:15
Ekki hægt að útiloka beitingu kynjakvóta Ekki er hægt að útiloka beitingu lögbundins kynjakvóta hjá íslenskum fyrirtækjum, takist ekki að leiðrétta hlut kvenna í stjórnum og stjórnunarstöðum. Þetta kom fram í máli viðskiptaráðherra Björgvins G. Sigurðssonar á fundi sem hópur kvenna stóð fyrir í dag. Fundurinn var haldinn í tengslum við auglýsingar sem birtust í blöðum í morgun þar sem rúmlega hundrað konur lýstu sig reiðubúnar til þess að taka sæti í stjórnum íslenskra fyrirtækja. 31.1.2008 13:04
Borgarráð blessar viljayfirlýsingu um Kolaportið Borgarráð lagði í dag blessun sína yfir viljayfirlýsingu um framtíð Kolaportsins sem Dagur B. Eggertsson undirritaði fyrir hönd borgarinnar í síðustu viku. 31.1.2008 12:54