Fleiri fréttir Umsögn borgarráðs í nektardansmálinu er ólögmæt „Þetta er svo vitlaust að það nær varla nokkurri átt,“ segir Brynjar Níelsson, lögmaður eiganda Nektarklúbbsins Bóhem, aðspurður hvað honum finnist um umsögn borgarráðs frá því í dag en í henni er lagst gegn því að starfssemi nektardansstaða sé leyfð í Reykjavík. Brynjar segir einn allsherjar miskilning vera á ferðinni því borgarráði sé alls ekki ætlað að byggja umsögn sína á því hvort þeim sem í ráðinu sitja sé vel eða illa við starfsemi af þessu tagi. 22.11.2007 18:35 Pakistan hefur verið vikið úr Samveldinu Pakistan hefur verið vikið úr Samveldinu, sambandi ríkja sem heyra undir eða hafa tilheyrt bresku krúnunni. Þær 53 þjóðir sem aðild eiga að Samveldinu höfðu gefið Pervez Musharraf frest fram á fimmtudag til þess að aflétta neyðarlögum sem eru í gildi í landinu og að segja af sér sem yfirmaður hersins. 22.11.2007 21:35 Sýknaðir af ákæru um barsmíðar á töðugjöldum Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í dag þrjá menn af því að hafa ráðist á þann fjórða fyrir utan skemmtistað á Hellu. Atvikið átti sér stað í 14. ágúst 2005 en þann dag voru töðugjöld á Hellu. 22.11.2007 21:29 Forsætisráðuneytið segir Þróunarfélagið fara að reglum Forsætisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu undanfarinna daga um Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar og hvernig staðið hefur verið að sölu fasteigna á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Í yfirlýsingunni kemur fram að það sé mat ráðuneytisins að Þróunarfélagið hafi unnið eftir settum lögum og þjónustusamningi við ráðuneytið þegar ákveðið var hverjum skildi selja fasteignirnar. 22.11.2007 20:05 Ásakanir um leynimakk og bakdyrasamruna Lagt er til að hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í Hitaveitu Suðurnesja renni inn Geysir Green Energy í vinnuskjali sem stýrihópur um málefni orkuveitunnar lagði fram í síðustu viku. Leynimakk segir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. 22.11.2007 19:16 Segir frumvarp sérsniðið að þörfum MS Eigandi Mjólku óttast að frumvarp landbúnaðarráðherra um breytingar á verðlagningu búvara eigi eftir að koma sér illa fyrir neytendur í landinu. Hann segir frumvarpið sérsniðið að þörfum Mjólkursamsölunnar. 22.11.2007 19:09 Dómur tvöfaldaður vegna aksturs án ökuréttinda Hæstiréttur þyngdi í dag dóm héraðsdóms yfir karlmanni sem sakfelldur var fyrir að aka bifreið án ökuréttinda. Hafði héraðsdómur dæmt hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en Hæstiréttur tvöfaldaði þann dóm. 22.11.2007 16:58 Dýr sopi: Þrjátíu daga fangelsi þrátt fyrir bakflæði Karlmaður var í dag dæmdur í 30 daga fangelsi í Hæstarétti en hann var tekinn fyrir ölvun við akstur í morgunsárið í febrúar á síðasta ári. Maðurinn bar því við að hann þjáðist af vélindarbakflæði og hefði drukkið áfengi kvöldið áður. 22.11.2007 16:48 Meintir nauðgarar eiga að baki dóma í Litháen Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur Litháum sem grunaðir eru um hrottafengna nauðgun í miðborg Reykjavíkur fyrr í mánuðinum. 22.11.2007 16:46 Contalgenræningjar dæmdir í Hæstarétti Hæstiréttur staðfesti í dag fangelsisdóma yfir þremur síbrotamönnum fyrir rán, þjófnað, gripdeild og vörslu fíkniefna. Alvarlegasta brotið var þegar þeir réðust inn´i Laugarásapótek vopnaðir hníf og sprautu og kröfðust þess að þeim yfðir afhent allir skammtar sem til væru af lyfinu contalgen. 22.11.2007 16:40 Eldur í Kaffi Kró Eldur kviknaði í húsnæði veitingastaðarins Kaffi Kró, sem stendur við höfnina í Vestmannaeyjum, á fjórða tímanum í dag. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum var eldurinn býsna mikill á tímabili en enginn var í hættu. Lögreglan segir að búið sé að ráða niðurlögum eldsins að mestu leyti. Ekki er vitað á þessari stundu hversu miklar skemmdir hafi orðið vegna eldsins. 22.11.2007 16:02 Skattar lækkaðir og kosið um evruna Ný ríkisstjórn Danmerkur hyggst lækka tekjuskatta umtalsvert og þá á að kjósa um evruna. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Speglasalnum í forsætisráðuneyti Danmerkur í dag þar sem ný ríkisstjórn Venstre Íhaldsflokksins, Danska þjóðarflokksins og Nýja bandalagsins kynnti stefnumál sín. 22.11.2007 15:55 Ásláksástarævintýrinu lokið í Héraðsdómi Í dag fór fram seinnihluti aðalmeðferðar í máli flugstjórans og stúlkunnar frá Venesúela. Nokkur vitni gátu ekki mætt á mánudaginn þegar aðalmeðferðin fór fram og því þurfti að boða aftur til þinghalds seinnipartinn í dag. 22.11.2007 15:46 Valtýr Sigurðsson ráðinn ríkissaksóknari Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, hefur verið ráðinn í embætti ríkissaksóknara. Valtýr segist kveðja Fangelsismálastofnun með miklum söknuði. "Þetta er búið að vera alveg einstakur tími hér. Það er leitun að öðru eins fagfólki og hér starfar," segir hann. 22.11.2007 15:37 Aukinn áhersla á fíkniefnabrotamál skilar árangri „Lögreglan hefur lagt aukna áherslu á fíkniefnabrotamál," segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Fíkniefnabrotamálum fjölgaði um 25% á árinu 2006. 22.11.2007 15:10 Hótaði öryggisverði með insúlínsprautu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt síbrotamann í hálfs árs fangelsi fyrir fjölmörg hegningar- og fíkniefnabrot. 22.11.2007 15:07 Baðst fyrirgefningar á vopnuðu ráni í Mávahlíð "Hann ætlar aldrei að gera þetta aftur," segir Þórður Björnsson verslunarmaður í Sunnubúðinni í Mávahlíð en einn þeirra þriggja sem rændu búð hans á sunnudag, vopnaðir kylfu og öxi, kom á fund hans í dag til að biðjast fyrirgefningar á gjörðum sínum. 22.11.2007 14:55 Færri börn fá nafn við skírn í þjóðkirkju Börnum sem fengu nafn við skírn í þjóðkirkju fækkaði um þrettán prósentustig á tímabilinu 1996-2005. Þetta kemur fram í vefriti dómsmálaráðuneytisins. 22.11.2007 14:43 Gáfu sjúkrabíl til Nikargva Rauði krossinn í Camoapa í Nikargva fékk afhentan glænýjan sjúkrabíl frá Þróunarsamvinnustofnun Íslands nú á dögunum. 22.11.2007 14:39 Fimmtán mánaða fangelsi fyrir nauðgun Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir nauðgun með því að hafa haft samræði við konu og við það notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar. 22.11.2007 14:33 Samþykkt að leggjast gegn nektardansi í borginni Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag umsögn sem legið hefur fyrir í nokkrar vikur um að veitingahúsunum Club Óðal, Vegas og Bóhem verði ekki veitt leyfi til nektardans. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum meirihlutans en þrír borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. 22.11.2007 14:06 Sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar segja upp samningi við TR Allir sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar á Reykjavíkursvæðinu nema einn, eða 19 talsins, hafa sagt sig frá samninga við Tryggingastofnun ríkisins vegna óánægju með samskipti við stofnunina. 22.11.2007 13:52 Vaxandi kókaínneysla í Evrópu Fíkniefnastofnun Evrópusambandsins, EMCDDA, telur að meiri stöðugleiki sé að komast á í fíkniefnanotkun í Evrópu eftir áratug sem hefur einkennst af stöðugri fjölgun fíkniefnaneytenda. 22.11.2007 12:59 Fíkniefnabrotum fjölgaði um 25% á milli ára Árið 2006 voru 9.666 hegningarlagabrot tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er um 20% aukning frá árinu á undan þegar 7.742 brot voru skráð. 22.11.2007 12:58 Tvær milljónir fá mat í fjóra mánuði vegna hamfara Stjórnvöld í Bangladess sögðust í dag mundu útvega rúmlega tveimur milljónum manna matvæli næstu fjóra mánuði. 22.11.2007 12:34 Segja Musharraf ekki löglega kjörinn forseta Andstæðingar Musharrafs, forseta Pakistans, gengu um götur höfuðborgarinnar Islamabad í morgun og mótmæltu ákvörðun hæstaréttar að heimila honum að taka við embætti sem löglega kjörinn forseti landsins. 22.11.2007 12:30 Eðlilegt að fá undanþágu á mengunarkvóta flugvéla Samgönguráðherra telur eðlilegt að Íslendingar reyni að fá undanþágu frá reglugerð Evrópusambandsins um mengunarkvóta á flugvélar. Að öðrum kosti gætu íslensk flugfélög neyðst til að draga verulega úr flugumferð. 22.11.2007 12:15 Fáir komast í gegnum greiðslumat bankanna Sárafáir komast lengur í gegn um nálarauga greiðlumats bankanna vegna húsnæðislána eftir að þeir hertu skilyrði fyrir lánveitingum til muna. Er ástandinu líkt við að bankarnir séu nánast hættir að lána til íbúðakaupa. 22.11.2007 12:07 Svifryk hátt yfir heilsuverndarmörkum Svifryk í Reykjavík mælist nú hátt yfir heilsuverndarmörkum og mælist umhverfissvið borgarinnar til þess að þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri eða astma haldi sig fjarri fjölförnum umferðargötum. 22.11.2007 12:00 Sprautufíklar hreinsa nálar í ónotaðan klósettpappír á almenningssalernum Starfsmenn sem vinna við þrif í verslunarmiðstöðvum hafa orðið varir við að fíkniefnaneytendur hafi stungið nálum upp í klósettrúllur á almenningssalernum. Þannig hafi þeir hreinsað þær og skilið eftir örlitla blóðbletti í ónotuðum pappírnum. 22.11.2007 11:46 Þingmenn úthluta peningum úr tómum sjóði Þrátt fyrir að halli sé á rekstri fæðingaorlofssjóðs vilja allir stjórnmálaflokkar sem sæti eiga á Alþingi, nema Frjálslyndi flokkurinn, lengja fæðingarorlofið. 22.11.2007 11:42 Gengið að tilboði Red Vulcan í Orkuveitu Filippseyja Yfirvöld á Fillipseyjum ákváðu í morgun að taka tilboði hóps undir forystu filippseyska fyrirtækisins First Gen í 60 prósenta hlut í Orkuveitu Filippseyja, PNOC-EDC. Þetta kemur fram í netmiðlum á Filippseyjum. 22.11.2007 11:33 Samgöngur lamaðar níunda daginn í röð Frakkar horfa nú fram á lamaðar almenningssamgöngur níunda daginn í röð vegna verkfalls sem ríkir þar í öllu landinu. Forystumenn stéttarfélaga starfsmanna í almenningssamgöngum sögðu í dag að töluverður árangur hafi náðst í viðræðum við stjórnvöld og aðra atvinnurekendur. 22.11.2007 11:14 Dönsk stjórnvöld vilja að ESB mótmæli dómi í Sádi-Arabíu Dönsk stjórnvöld hyggjast hafa forystu um það innan ESB að brugðist verði við dómi í Sádi-Arabíu yfir 19 ára stúlku sem var nauðgað. 22.11.2007 11:05 Grafhýsi Rómúlusar og Remusar fundið Ítalskir fornleifafræðingar hafa fundið grafhýsi Rómúlusar og Remusar, stofnenda Rómarborgar. Það er í hvelfingu undir höll Ágústusar, fyrsta keisara Rómaveldis. 22.11.2007 10:12 Bíða þess að komast inn á Breiðasund til veiða Nokkur síldveiðiskip bíða þess nú að birti af degi til að geta haldið til veiða inni á Breiðasundi rétt við Stykkishólm eftir að Áskell EA fékk þar 600 tonn af góðri síld í tveimur köstum í gær. 22.11.2007 10:03 Kannað hvort hægt sé að reisa nýtt sjúkrahús á hagkvæmari hátt Ný nefnd sem heilbrigðisráðherra skipaði í haust um fasteignir, nýbyggingar og aðstöðu heilbrigðisstofnana á að kanna hvort hægt verði að reisa nýtt háskólasjúkrahús með hagkvæmari hætti en núverandi áætlanir miðast við. 22.11.2007 09:30 Eingöngu konur í borgarráði í dag Við upphaf borgarráðsfundar í dag er borgarráð Reykjavíkur eingöngu skipað konum. 22.11.2007 08:45 Brotist inn í Bónus vídeó Brotist var inn í Bónus vídeó við Lóuhóla í nótt, en ekki liggur fyrir hverju var stolið þar. Vitni sá ungan mann hlaupa af vettvangi. 22.11.2007 08:39 Hillary krefst aðgerða vegna hópnauðgunarmálsins Hillary Clinton og fleiri frambjóðendur demókrataflokksins í Bandaríkjunum hafa fordæmt dóminn yfir 19 ára fórnarlambi hópnauðgunnar í Saudi-Arabíu. Hillary krefst þess að Bush Bandaríkjaforseti beiti áhrifum sínum til að fá dóminum aflétt. 22.11.2007 08:21 Danska lögreglan ræðst gegn vændi og mansali Lögreglan í Kaupmannahöfn lét til skarar skríða á Vestrbrú seint í gærkvöldi gegn skipulagðri vændisstarfsemi og mannsali með konur. Alls voru 53 handteknir. 22.11.2007 07:43 Símadóni truflaði neyðarlínuna Lögreglan handtók ölvaðan mann á heimili sínu í Reykjavík í nótt eftir að hann hafði hringt að minnstakosti hundrað sinnum í Neyðarlínuna og borið þar upp ýmis erindi. 22.11.2007 07:16 Risastór marglyttutorfa eyðilagði laxeldisstöð Innrás risastórrar torfu af marglyttum hefur þurrkað út eina laxeldi Norður-Írlands en marglytturnar drápu yfir 100.000 laxa í sjóeldiskvíum undan strönd landsins. 22.11.2007 06:43 REI og GGE fannst tilboð First Gen allt of hátt REI og Geysir Green Energy voru ekki með í tilboði í orkuveitu Filipseyja. Ástæða þess mun vera sú að verðhugmyndir Íslendinganna voru allt aðrar en samstarfsaðilans First Gen. Samkomulag mun hafa verið gert á meðal fyrirtækjanna þess efnis, að kæmu menn sér ekki saman um verðið gæti sá sem vildi bjóða hærra gert það, án aðildar hinna. 21.11.2007 19:54 Ekið á hreindýr á Fljótsdalsheiði Umferðareftirlitsmenn Vegagerðarinnar voru á ferð í morgun á Fljótsdalsheiði og komu þá að þar sem ekið hafði verið á tvö hreindýr. 21.11.2007 23:01 Sjá næstu 50 fréttir
Umsögn borgarráðs í nektardansmálinu er ólögmæt „Þetta er svo vitlaust að það nær varla nokkurri átt,“ segir Brynjar Níelsson, lögmaður eiganda Nektarklúbbsins Bóhem, aðspurður hvað honum finnist um umsögn borgarráðs frá því í dag en í henni er lagst gegn því að starfssemi nektardansstaða sé leyfð í Reykjavík. Brynjar segir einn allsherjar miskilning vera á ferðinni því borgarráði sé alls ekki ætlað að byggja umsögn sína á því hvort þeim sem í ráðinu sitja sé vel eða illa við starfsemi af þessu tagi. 22.11.2007 18:35
Pakistan hefur verið vikið úr Samveldinu Pakistan hefur verið vikið úr Samveldinu, sambandi ríkja sem heyra undir eða hafa tilheyrt bresku krúnunni. Þær 53 þjóðir sem aðild eiga að Samveldinu höfðu gefið Pervez Musharraf frest fram á fimmtudag til þess að aflétta neyðarlögum sem eru í gildi í landinu og að segja af sér sem yfirmaður hersins. 22.11.2007 21:35
Sýknaðir af ákæru um barsmíðar á töðugjöldum Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í dag þrjá menn af því að hafa ráðist á þann fjórða fyrir utan skemmtistað á Hellu. Atvikið átti sér stað í 14. ágúst 2005 en þann dag voru töðugjöld á Hellu. 22.11.2007 21:29
Forsætisráðuneytið segir Þróunarfélagið fara að reglum Forsætisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu undanfarinna daga um Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar og hvernig staðið hefur verið að sölu fasteigna á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Í yfirlýsingunni kemur fram að það sé mat ráðuneytisins að Þróunarfélagið hafi unnið eftir settum lögum og þjónustusamningi við ráðuneytið þegar ákveðið var hverjum skildi selja fasteignirnar. 22.11.2007 20:05
Ásakanir um leynimakk og bakdyrasamruna Lagt er til að hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í Hitaveitu Suðurnesja renni inn Geysir Green Energy í vinnuskjali sem stýrihópur um málefni orkuveitunnar lagði fram í síðustu viku. Leynimakk segir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. 22.11.2007 19:16
Segir frumvarp sérsniðið að þörfum MS Eigandi Mjólku óttast að frumvarp landbúnaðarráðherra um breytingar á verðlagningu búvara eigi eftir að koma sér illa fyrir neytendur í landinu. Hann segir frumvarpið sérsniðið að þörfum Mjólkursamsölunnar. 22.11.2007 19:09
Dómur tvöfaldaður vegna aksturs án ökuréttinda Hæstiréttur þyngdi í dag dóm héraðsdóms yfir karlmanni sem sakfelldur var fyrir að aka bifreið án ökuréttinda. Hafði héraðsdómur dæmt hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en Hæstiréttur tvöfaldaði þann dóm. 22.11.2007 16:58
Dýr sopi: Þrjátíu daga fangelsi þrátt fyrir bakflæði Karlmaður var í dag dæmdur í 30 daga fangelsi í Hæstarétti en hann var tekinn fyrir ölvun við akstur í morgunsárið í febrúar á síðasta ári. Maðurinn bar því við að hann þjáðist af vélindarbakflæði og hefði drukkið áfengi kvöldið áður. 22.11.2007 16:48
Meintir nauðgarar eiga að baki dóma í Litháen Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur Litháum sem grunaðir eru um hrottafengna nauðgun í miðborg Reykjavíkur fyrr í mánuðinum. 22.11.2007 16:46
Contalgenræningjar dæmdir í Hæstarétti Hæstiréttur staðfesti í dag fangelsisdóma yfir þremur síbrotamönnum fyrir rán, þjófnað, gripdeild og vörslu fíkniefna. Alvarlegasta brotið var þegar þeir réðust inn´i Laugarásapótek vopnaðir hníf og sprautu og kröfðust þess að þeim yfðir afhent allir skammtar sem til væru af lyfinu contalgen. 22.11.2007 16:40
Eldur í Kaffi Kró Eldur kviknaði í húsnæði veitingastaðarins Kaffi Kró, sem stendur við höfnina í Vestmannaeyjum, á fjórða tímanum í dag. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum var eldurinn býsna mikill á tímabili en enginn var í hættu. Lögreglan segir að búið sé að ráða niðurlögum eldsins að mestu leyti. Ekki er vitað á þessari stundu hversu miklar skemmdir hafi orðið vegna eldsins. 22.11.2007 16:02
Skattar lækkaðir og kosið um evruna Ný ríkisstjórn Danmerkur hyggst lækka tekjuskatta umtalsvert og þá á að kjósa um evruna. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Speglasalnum í forsætisráðuneyti Danmerkur í dag þar sem ný ríkisstjórn Venstre Íhaldsflokksins, Danska þjóðarflokksins og Nýja bandalagsins kynnti stefnumál sín. 22.11.2007 15:55
Ásláksástarævintýrinu lokið í Héraðsdómi Í dag fór fram seinnihluti aðalmeðferðar í máli flugstjórans og stúlkunnar frá Venesúela. Nokkur vitni gátu ekki mætt á mánudaginn þegar aðalmeðferðin fór fram og því þurfti að boða aftur til þinghalds seinnipartinn í dag. 22.11.2007 15:46
Valtýr Sigurðsson ráðinn ríkissaksóknari Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, hefur verið ráðinn í embætti ríkissaksóknara. Valtýr segist kveðja Fangelsismálastofnun með miklum söknuði. "Þetta er búið að vera alveg einstakur tími hér. Það er leitun að öðru eins fagfólki og hér starfar," segir hann. 22.11.2007 15:37
Aukinn áhersla á fíkniefnabrotamál skilar árangri „Lögreglan hefur lagt aukna áherslu á fíkniefnabrotamál," segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Fíkniefnabrotamálum fjölgaði um 25% á árinu 2006. 22.11.2007 15:10
Hótaði öryggisverði með insúlínsprautu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt síbrotamann í hálfs árs fangelsi fyrir fjölmörg hegningar- og fíkniefnabrot. 22.11.2007 15:07
Baðst fyrirgefningar á vopnuðu ráni í Mávahlíð "Hann ætlar aldrei að gera þetta aftur," segir Þórður Björnsson verslunarmaður í Sunnubúðinni í Mávahlíð en einn þeirra þriggja sem rændu búð hans á sunnudag, vopnaðir kylfu og öxi, kom á fund hans í dag til að biðjast fyrirgefningar á gjörðum sínum. 22.11.2007 14:55
Færri börn fá nafn við skírn í þjóðkirkju Börnum sem fengu nafn við skírn í þjóðkirkju fækkaði um þrettán prósentustig á tímabilinu 1996-2005. Þetta kemur fram í vefriti dómsmálaráðuneytisins. 22.11.2007 14:43
Gáfu sjúkrabíl til Nikargva Rauði krossinn í Camoapa í Nikargva fékk afhentan glænýjan sjúkrabíl frá Þróunarsamvinnustofnun Íslands nú á dögunum. 22.11.2007 14:39
Fimmtán mánaða fangelsi fyrir nauðgun Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir nauðgun með því að hafa haft samræði við konu og við það notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar. 22.11.2007 14:33
Samþykkt að leggjast gegn nektardansi í borginni Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag umsögn sem legið hefur fyrir í nokkrar vikur um að veitingahúsunum Club Óðal, Vegas og Bóhem verði ekki veitt leyfi til nektardans. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum meirihlutans en þrír borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. 22.11.2007 14:06
Sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar segja upp samningi við TR Allir sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar á Reykjavíkursvæðinu nema einn, eða 19 talsins, hafa sagt sig frá samninga við Tryggingastofnun ríkisins vegna óánægju með samskipti við stofnunina. 22.11.2007 13:52
Vaxandi kókaínneysla í Evrópu Fíkniefnastofnun Evrópusambandsins, EMCDDA, telur að meiri stöðugleiki sé að komast á í fíkniefnanotkun í Evrópu eftir áratug sem hefur einkennst af stöðugri fjölgun fíkniefnaneytenda. 22.11.2007 12:59
Fíkniefnabrotum fjölgaði um 25% á milli ára Árið 2006 voru 9.666 hegningarlagabrot tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er um 20% aukning frá árinu á undan þegar 7.742 brot voru skráð. 22.11.2007 12:58
Tvær milljónir fá mat í fjóra mánuði vegna hamfara Stjórnvöld í Bangladess sögðust í dag mundu útvega rúmlega tveimur milljónum manna matvæli næstu fjóra mánuði. 22.11.2007 12:34
Segja Musharraf ekki löglega kjörinn forseta Andstæðingar Musharrafs, forseta Pakistans, gengu um götur höfuðborgarinnar Islamabad í morgun og mótmæltu ákvörðun hæstaréttar að heimila honum að taka við embætti sem löglega kjörinn forseti landsins. 22.11.2007 12:30
Eðlilegt að fá undanþágu á mengunarkvóta flugvéla Samgönguráðherra telur eðlilegt að Íslendingar reyni að fá undanþágu frá reglugerð Evrópusambandsins um mengunarkvóta á flugvélar. Að öðrum kosti gætu íslensk flugfélög neyðst til að draga verulega úr flugumferð. 22.11.2007 12:15
Fáir komast í gegnum greiðslumat bankanna Sárafáir komast lengur í gegn um nálarauga greiðlumats bankanna vegna húsnæðislána eftir að þeir hertu skilyrði fyrir lánveitingum til muna. Er ástandinu líkt við að bankarnir séu nánast hættir að lána til íbúðakaupa. 22.11.2007 12:07
Svifryk hátt yfir heilsuverndarmörkum Svifryk í Reykjavík mælist nú hátt yfir heilsuverndarmörkum og mælist umhverfissvið borgarinnar til þess að þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri eða astma haldi sig fjarri fjölförnum umferðargötum. 22.11.2007 12:00
Sprautufíklar hreinsa nálar í ónotaðan klósettpappír á almenningssalernum Starfsmenn sem vinna við þrif í verslunarmiðstöðvum hafa orðið varir við að fíkniefnaneytendur hafi stungið nálum upp í klósettrúllur á almenningssalernum. Þannig hafi þeir hreinsað þær og skilið eftir örlitla blóðbletti í ónotuðum pappírnum. 22.11.2007 11:46
Þingmenn úthluta peningum úr tómum sjóði Þrátt fyrir að halli sé á rekstri fæðingaorlofssjóðs vilja allir stjórnmálaflokkar sem sæti eiga á Alþingi, nema Frjálslyndi flokkurinn, lengja fæðingarorlofið. 22.11.2007 11:42
Gengið að tilboði Red Vulcan í Orkuveitu Filippseyja Yfirvöld á Fillipseyjum ákváðu í morgun að taka tilboði hóps undir forystu filippseyska fyrirtækisins First Gen í 60 prósenta hlut í Orkuveitu Filippseyja, PNOC-EDC. Þetta kemur fram í netmiðlum á Filippseyjum. 22.11.2007 11:33
Samgöngur lamaðar níunda daginn í röð Frakkar horfa nú fram á lamaðar almenningssamgöngur níunda daginn í röð vegna verkfalls sem ríkir þar í öllu landinu. Forystumenn stéttarfélaga starfsmanna í almenningssamgöngum sögðu í dag að töluverður árangur hafi náðst í viðræðum við stjórnvöld og aðra atvinnurekendur. 22.11.2007 11:14
Dönsk stjórnvöld vilja að ESB mótmæli dómi í Sádi-Arabíu Dönsk stjórnvöld hyggjast hafa forystu um það innan ESB að brugðist verði við dómi í Sádi-Arabíu yfir 19 ára stúlku sem var nauðgað. 22.11.2007 11:05
Grafhýsi Rómúlusar og Remusar fundið Ítalskir fornleifafræðingar hafa fundið grafhýsi Rómúlusar og Remusar, stofnenda Rómarborgar. Það er í hvelfingu undir höll Ágústusar, fyrsta keisara Rómaveldis. 22.11.2007 10:12
Bíða þess að komast inn á Breiðasund til veiða Nokkur síldveiðiskip bíða þess nú að birti af degi til að geta haldið til veiða inni á Breiðasundi rétt við Stykkishólm eftir að Áskell EA fékk þar 600 tonn af góðri síld í tveimur köstum í gær. 22.11.2007 10:03
Kannað hvort hægt sé að reisa nýtt sjúkrahús á hagkvæmari hátt Ný nefnd sem heilbrigðisráðherra skipaði í haust um fasteignir, nýbyggingar og aðstöðu heilbrigðisstofnana á að kanna hvort hægt verði að reisa nýtt háskólasjúkrahús með hagkvæmari hætti en núverandi áætlanir miðast við. 22.11.2007 09:30
Eingöngu konur í borgarráði í dag Við upphaf borgarráðsfundar í dag er borgarráð Reykjavíkur eingöngu skipað konum. 22.11.2007 08:45
Brotist inn í Bónus vídeó Brotist var inn í Bónus vídeó við Lóuhóla í nótt, en ekki liggur fyrir hverju var stolið þar. Vitni sá ungan mann hlaupa af vettvangi. 22.11.2007 08:39
Hillary krefst aðgerða vegna hópnauðgunarmálsins Hillary Clinton og fleiri frambjóðendur demókrataflokksins í Bandaríkjunum hafa fordæmt dóminn yfir 19 ára fórnarlambi hópnauðgunnar í Saudi-Arabíu. Hillary krefst þess að Bush Bandaríkjaforseti beiti áhrifum sínum til að fá dóminum aflétt. 22.11.2007 08:21
Danska lögreglan ræðst gegn vændi og mansali Lögreglan í Kaupmannahöfn lét til skarar skríða á Vestrbrú seint í gærkvöldi gegn skipulagðri vændisstarfsemi og mannsali með konur. Alls voru 53 handteknir. 22.11.2007 07:43
Símadóni truflaði neyðarlínuna Lögreglan handtók ölvaðan mann á heimili sínu í Reykjavík í nótt eftir að hann hafði hringt að minnstakosti hundrað sinnum í Neyðarlínuna og borið þar upp ýmis erindi. 22.11.2007 07:16
Risastór marglyttutorfa eyðilagði laxeldisstöð Innrás risastórrar torfu af marglyttum hefur þurrkað út eina laxeldi Norður-Írlands en marglytturnar drápu yfir 100.000 laxa í sjóeldiskvíum undan strönd landsins. 22.11.2007 06:43
REI og GGE fannst tilboð First Gen allt of hátt REI og Geysir Green Energy voru ekki með í tilboði í orkuveitu Filipseyja. Ástæða þess mun vera sú að verðhugmyndir Íslendinganna voru allt aðrar en samstarfsaðilans First Gen. Samkomulag mun hafa verið gert á meðal fyrirtækjanna þess efnis, að kæmu menn sér ekki saman um verðið gæti sá sem vildi bjóða hærra gert það, án aðildar hinna. 21.11.2007 19:54
Ekið á hreindýr á Fljótsdalsheiði Umferðareftirlitsmenn Vegagerðarinnar voru á ferð í morgun á Fljótsdalsheiði og komu þá að þar sem ekið hafði verið á tvö hreindýr. 21.11.2007 23:01
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent