Fleiri fréttir Íbúar Kosovo varaðir við sjálfstæði Utanríkisráðherrar nokkurra Evrópusambandsríkja hafa hvatt Kosovo-Albana til að lýsa ekki yfir einhliða sjálfstæði eftir kosningar á laugardaginn. Sjálfstæði án stuðnings alþjóðasamfélagsins gæti einangrað héraðið að mati þeirra. 19.11.2007 16:25 Ástarævintýrinu lauk eftir landsleik á Ásláki Það var magnþrungið andrúmsloftið í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Flugmaður hjá Icelandair var þar mættur ásamt fyrrum unnustu sinni frá Venesúela. Flugmaðurinn er sakaður um heimilisofbeldi gegn stúlkunni en hún hefur mikið látið fyrir sér fara síðan hún kom hingað til lands í september á síðasta ári. 19.11.2007 16:06 Kannar hvort setja þurfi reglur um sölu á erfðamengi Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hyggst kanna hvort setja eigi sérstakar reglur um sölu á erfðamengi til einstaklinga 19.11.2007 16:01 Heimild Skipta skapar ekki óeðlileg fordæmi Geir H. Haarde forsætisráðherra segir þá ákvörðun fjármálaráðherra að veita fyrirtækinu Skiptum heimild til að fresta skráningu í Kauphöll Íslands ekki skapa óeðlileg fordæmi fyrir aðra samninga ríkisins. Hann segir að verið sé að bregðast við ófyrirséðum og óvenjulegum aðstæðum. 19.11.2007 15:48 YouTube hótun á skóla í Noregi Einn er í haldi lögreglunnar í Noregi eftir hótanir á YouTube gegn framhaldsskóla nálægt Bergen. Hinn grunaði var handtekinn eftir að hótanir gegn Erdal Skólanum á Askøy eyju voru birtar á vefnum. Odd Dale lögreglustjóri sagði að fylgst hefði verið með manninum frá því í gær en hann hefur ekki verið nafngreindur. 19.11.2007 15:42 Verður að loka torrent.is Sýslumaðurinn í Hafnarfirði hefur fallist á lögbannsbeiðni á starfsemi skráardeilingarsíðunnar torrent.is sem nokkur höfundarréttarsamtök lögðu fram fyrr í dag. 19.11.2007 15:25 Prúðustu ungmennin búa á Álftanesi Álftanes er með einna lægstu tíðni afbrota miðað við íbúafjölda og eru afbrot, svo sem innbrot og þjófnaðir, afar fátíð þar miðað við önnur svæði í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram á fundi sem lögreglan átti með lykilfólki frá Áfltanesi síðastliðinn miðvikudag. 19.11.2007 15:19 Óheimilt að fara í fermingafræðsluferðir á skólatíma Grunnskólar geta ekki skipulagt ferðir í tengslum við fermingarfræðslu á skólatíma. „Slíkt samræmist ekki aðalnámskrá eða grunnskólalögum," segir Arnór Guðmundsson, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu. 19.11.2007 15:04 Ísraelar frelsa 450 Palestínumenn Ríkisstjórn Ísraels hefur samþykkt að leysa 450 palestínska fanga úr haldi eftir viðræður á milli leiðtoga landanna. Ehud Olmert forsætisráðherra tilkynnti þetta í dag. Í næstu viku hittast leiðtogar landanna tveggja auk annarra leiðtoga á svæðinu á friðarráðstefnu Miðausturlanda í Bandaríkjunum. 19.11.2007 14:42 Þóttist vera eldri Pólverji Lögreglustjórinn á Eskifirði hefur höfðað opinbert mál á hendur Pavel Janas fyrir að þykjast vera annar en hann er. 19.11.2007 14:22 Hvetur OR og Ölfus til að endurskoða áform um Bitruvirkjun Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar leggst alfarið gegn áformum Orkuveitunnar um að reisa Bitruvirkjun og hvetur fyrirtækið og nágrannasveitarfélagið Ölfus til þess að endurskoða áform sín um framkvæmdir á og við Ölkelduháls og Bitru. 19.11.2007 14:01 Sextán ára fangelsi fyrir að smygla 13 tonnum af hassi Fertugur karlmaður var í dag dæmdur í 16 ára fangelsi í Kaupmannahöfn fyrir að reyna smygla 13 tonnum af hassi til Danmerkur. 19.11.2007 13:46 RKÍ leggur fram þrjár milljónir vegna hamfara í Bangladess Rauði kross Íslands sendi í dag þriggja milljóna króna framlag til neyðaraðstoðar í Bangladess vegna fellibyljarins Sidr sem gekk yfir landið á fimmtudag. 19.11.2007 13:29 Söfnuðu 400 þúsund krónum í zumba-dansi Fjögur hundruð þúsund krónur söfnuðust í hópdansi Hreyfingar í Valsheimilinu fyrir um tveimur vikum en þar dönsuðu gestir zumba til styrktar UNIFEM á Íslandi. 19.11.2007 13:01 Skila inn athugasemdum vegna rannsóknar á nemendafjölda Menntamálaráðuneytið hefur fengið athugasemdir frá framhaldsskólunum fimm sem eru til skoðunar vegna skila á upplýsingum um fjölda nemenda sem lokið hafa tilteknum prófum á árunum 2005 og 2006. 19.11.2007 12:48 Offita að verða stórt heilbrigðisvandamál „Offita er að verða eitt stærsta heilbrigðisvandamál á næstu árum, " segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Hún hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að þeir sem eru á auglýsingamarkaði beini ekki auglýsingum um óholla matvöru að börnum. Ásta Ragnheiður var í hádegisviðtalinu hjá Lillý Valgerði Pétursdóttur á Stöð 2 í dag. 19.11.2007 12:45 Fara fram á lögbann á torrent.is Samtök myndréttarhafa á Íslandi, Samtök tónlistarrétthafa og Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda hafa farið fram á tímabundið lögbann á starfsemi skráardeilningarsíðunnar torrent.is vegna gruns um höfundarréttarbrot. 19.11.2007 12:27 Fyrsta stórmyndin á ís Fyrsta Hollywood stórmyndin hefur verið sett á ís vegna verkfalls handritshöfunda. Tökum á framhaldinu af Da Vinci lyklinum hefur verið frestað. 19.11.2007 12:19 Komið í veg fyrir fjöldamorð í Köln Þýska lögreglan kom í veg fyrir fjöldamorð í menntaskóla í Köln. Ódæðin átti að fremja á morgun. Tveir námsmenn voru yfirheyrðir vegna málsins. Annar þeirra svipt sig lífi eftir það en hinn er nú í haldi lögreglu. 19.11.2007 12:13 70 námuverkamenn látnir í Úkraínu. Að minnsta kosti 70 námuverkamenn eru látnir eftir sprengingu neðanjarðar og óttast er um líf 30 til viðbótar í Donetsk héraði í Úkraínu. Eldar hindra björgunarstörf við námuna í Zasyadko sem er í austurhluta Donetsk. 19.11.2007 11:54 Fékk tundurdufl með vel virkt sprengiefni í veiðarfæri Togskipið Þorvarður Lárusson frá Grundarfirði fékk stórt tundurdufl í veiðarfæri sín á laugardag og reyndist sprengiefnið í því vel virkt. 19.11.2007 11:40 Hraðahindrun skemmd í annað sinn í Þorlákshöfn Óprúttnir aðilar eða aðili skemmdi um helgina hraðahindrun í Biskupabúðum í Þorlákshöfn 19.11.2007 11:31 Dómarar vísa endurkjörsmáli Musharrafs frá Hæstiréttur Pakistan hefur vísað frá fimm af sex efaatriðum um lögmæti endurkjörs Pervez Musharrafs forseta í síðasta mánuði. Rétturinn er nú settur dómurum sem eru vilhallir undir forsetann eftir að hann setti á neyðarlög í landinu. 19.11.2007 11:22 Vilja fresta flutningi ferðamála til iðnaðarráðuneytisins Ferðamálasamtök Íslands vilja að Alþingi fresti því um ár að flytja málefni ferðamála frá samgönguráðuneytinu til iðnaðarráðuneytisins. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi samtakanna í síðustu viku. 19.11.2007 11:19 Fimm í haldi vegna hnífstunguárásar Fimm manns eru nú í haldi lögreglunnar á Selfossi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á hnífstunguárás við Hellisheiðarvirkjun á laugardagskvöld. 19.11.2007 11:07 Forsprakki torrent.is færður til yfirheyrslu til lögreglu Rétt í þessu var Svavar Lúthersson, eigandi torrent.is, færður til yfirheyrslu hjá lögreglunni í Hafnarfirði. Hann var vakinn upp í morgun af fulltrúum Sýslumanns í Hafnarfirði, lögreglumönnum og Hróbjarti Jónatanssyni, lögmanni SMÁÍS, samtaka myndrétthafa. 19.11.2007 11:06 Er miður sín yfir að hafa misst snákinn sinn Kristófer Leifsson, eigandi snáksins sem lögreglan á Egilsstöðum gerði upptækan um helginA, segir að hann sé miður sín yfir að hafa misst þetta gæludýr sitt. 19.11.2007 10:59 Svandísarmáli formlega lokið Gengið var frá sátt í máli Svandísar Svavarsdóttur, borgarfulltrúa Vinstri - grænna, á hendur Orkuveitu Reykjavíkur í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 19.11.2007 10:43 Verðbólgutölum í Zimbabwe seinkar vegna skorts Yfirvöld í Zimbabwe segja að skortur á nauðsynjavörum hafi orðið til þess að verðbólgutölum fyrir októbermánuð seinki. Tölurnar átti að birta í síðustu viku en verðbólga í landinu er nú um 8.000 prósent.Moffat Nyoni forstjóri Hagstofu landsins segir söfnun og útreikning hafa orðið fyrir barðinu á skortinum í landinu. 19.11.2007 10:42 Vitni sá kærustu Murats með Madeleine Leynilögreglumenn sögðu í gærkvöldi að þeir væru 100 prósent vissir um að finna Madeleine McCann á lífi. Þetta sögðu þeir eftir að vitni sagðist hafa séð kærustu Roberts Murat halda á barni sem vafið var inn í teppi. Vitnið sagði að Michaela Walczuch hafi haldið á barninu frá einum bíl inn í annan þar sem karlmaður tók við því aðeins tveimur dögum eftir að Maddie hvarf af hótelherberginu 3. maí síðastliðinn. 19.11.2007 10:07 Braust inn í Ferstiklu í Hvalfirði Lögreglan í Borgarnesi handtók í nótt karlmann sem braust inn í veitingastaðinn að Ferstiklu í Hvalfirði upp úr miðnætti. 19.11.2007 09:53 Aflaverðmæti eyskt um rúm 10 prósent milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam nærri 58 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum ársins samkvæmt samantekt Hagstofunnar 19.11.2007 09:46 Ellefu sækjast eftir prestsembætti í Grafarvogi Ellefu sóttu um embætti prests í Grafarvogsprestakalli. Þar af eru átta konur. 19.11.2007 09:35 Boeing þjónusti ekki Loftleiðir vegna Kúbuflugs Bandarísk stjórnvöld hafa óskað eftir því við Boeing-flugvélaverksmiðjurnar að þær þjónusti ekki þær Boeing-vélar sem Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, nota til Kúbuflugs vegna viðskiptabanns Bandaríkjanna á Kúbu. 19.11.2007 09:29 Fundu snák á Egilsstöðum Við húsleit lögreglunnar í íbúð á Egilsstöðum um helgina fannst m.a. svokallaður Cornsnákur. Snákurinn, sem var í glerbúri í opnu rými í íbúiðinni, var haldlagður og færður í trygga geymslu á varðstofu lögreglunnar. Var snákurinn síðan aflífaður og mun fulltrúi heilbrigðiseftirlits annast eyðingu á hræinu, segir í dagbók lögreglunnar. 19.11.2007 09:10 Færeyjar á lista sem mesta ferðamannaparadísin Færeyjar eru efstar á lista yfir eyjar í heiminum sem vert er að heimsækja. Þetta kemur fram í tímaritinu National Geographic, sem birt hefur lista yfir rúmlega eitt hundrað eyjar í heiminum. 19.11.2007 09:03 Neyðaraðstoð streymir til Bangladesh Neyðaraðstoð streymir nú til Bangladesh í kjölfar náttúruhamfaranna þar fyrir helgina. Stjórnvöld hafa staðfest að yfir 3.000 manns eru látnir en óttast er að þegar upp er staðið verði sú tala nokkuð yfir 10.000 manns. 19.11.2007 08:56 Yfirheyrslur yfir hnífstungumanninum í dag Yfirheyrslur hefjast í dag á Selfossi yfir erlendum verkamanni, sem veitti vinnufélaga sínum áverka með hnífi í vinnubúðum við Hellisheiðarvirkjun í fyrrinótt. 19.11.2007 07:55 Komið í veg fyrir fjöldamorð í þýskum skóla Þýska lögreglan tilkynnti í gær að henni hefði tekist að koma í veg fyrir fjöldamorð við menntaskóla í borginni Köln. Tveir námsmenn voru handteknir og hefur annar þeirra framið sjálfsmorð 19.11.2007 07:39 Fjórir játa stuld á skotvopnum Fjórir ungir menn á aldrinum 16 til 20 ára játuðu við yfirheyrslur hjá lögreglunni í Borgarnesi í gær, að hafa í fyrrinótt brotist inn í flugskýli við Húsafell og meðal annars stolið þaðan skotvopnum. 19.11.2007 07:35 Foreldrar sóttu ræningjana til lögreglu Foreldrar ræningjanna fjögurra, sem frömdu vopnað rán í Sunnubúð við Lönguhlíð í Reykjavík í gærmorgun, sóttu syni sína á lögreglustöðina í Reykjavík í gærkvöldi að loknum yfirheyrslum yfir þeim. 19.11.2007 07:33 Öryggisverðir náðu þjóf á flótta Brotist var inn í apótek á Akureyri í nótt og þaðan stolið lyfjum. Öryggisverðir urðu varir við innbortið, hlupu þjófinn uppi og héldu honum þartil lögregla kom á vettvang og handtók hann. 19.11.2007 07:30 Telur fleiri tengjast hnífsstungumáli Lögreglan á Selfossi telur að fleiri aðilar en meintur gerandi og þolandi í hnífstungumáli í Hellisheiðarvirkjun í gærkvöld hafi tekið þátt í átökunum sem leiddu til áverkanna 18.11.2007 22:58 Fjölskyldan í sjokki eftir vopnað rán "Vonandi lendi ég aldrei aftur í svona," segir Þórður Björnsson, kaupmaður í Sunnubúð, en þrír vopnaðir og grímuklæddir menn rændu verslun hans í morgun. 18.11.2007 16:27 Tvö hundruð milljóna króna tjón í fjósbruna 200 milljóna króna tjón varð þegar eitt fullkomnasta fjós landsins brann til ösku í gærkvöld ásamt 200 nautgripum. Bruninn er einn sá skelfilegasti sem slökkviðismenn hafa glímt við. 18.11.2007 23:19 Sjá næstu 50 fréttir
Íbúar Kosovo varaðir við sjálfstæði Utanríkisráðherrar nokkurra Evrópusambandsríkja hafa hvatt Kosovo-Albana til að lýsa ekki yfir einhliða sjálfstæði eftir kosningar á laugardaginn. Sjálfstæði án stuðnings alþjóðasamfélagsins gæti einangrað héraðið að mati þeirra. 19.11.2007 16:25
Ástarævintýrinu lauk eftir landsleik á Ásláki Það var magnþrungið andrúmsloftið í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Flugmaður hjá Icelandair var þar mættur ásamt fyrrum unnustu sinni frá Venesúela. Flugmaðurinn er sakaður um heimilisofbeldi gegn stúlkunni en hún hefur mikið látið fyrir sér fara síðan hún kom hingað til lands í september á síðasta ári. 19.11.2007 16:06
Kannar hvort setja þurfi reglur um sölu á erfðamengi Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hyggst kanna hvort setja eigi sérstakar reglur um sölu á erfðamengi til einstaklinga 19.11.2007 16:01
Heimild Skipta skapar ekki óeðlileg fordæmi Geir H. Haarde forsætisráðherra segir þá ákvörðun fjármálaráðherra að veita fyrirtækinu Skiptum heimild til að fresta skráningu í Kauphöll Íslands ekki skapa óeðlileg fordæmi fyrir aðra samninga ríkisins. Hann segir að verið sé að bregðast við ófyrirséðum og óvenjulegum aðstæðum. 19.11.2007 15:48
YouTube hótun á skóla í Noregi Einn er í haldi lögreglunnar í Noregi eftir hótanir á YouTube gegn framhaldsskóla nálægt Bergen. Hinn grunaði var handtekinn eftir að hótanir gegn Erdal Skólanum á Askøy eyju voru birtar á vefnum. Odd Dale lögreglustjóri sagði að fylgst hefði verið með manninum frá því í gær en hann hefur ekki verið nafngreindur. 19.11.2007 15:42
Verður að loka torrent.is Sýslumaðurinn í Hafnarfirði hefur fallist á lögbannsbeiðni á starfsemi skráardeilingarsíðunnar torrent.is sem nokkur höfundarréttarsamtök lögðu fram fyrr í dag. 19.11.2007 15:25
Prúðustu ungmennin búa á Álftanesi Álftanes er með einna lægstu tíðni afbrota miðað við íbúafjölda og eru afbrot, svo sem innbrot og þjófnaðir, afar fátíð þar miðað við önnur svæði í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram á fundi sem lögreglan átti með lykilfólki frá Áfltanesi síðastliðinn miðvikudag. 19.11.2007 15:19
Óheimilt að fara í fermingafræðsluferðir á skólatíma Grunnskólar geta ekki skipulagt ferðir í tengslum við fermingarfræðslu á skólatíma. „Slíkt samræmist ekki aðalnámskrá eða grunnskólalögum," segir Arnór Guðmundsson, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu. 19.11.2007 15:04
Ísraelar frelsa 450 Palestínumenn Ríkisstjórn Ísraels hefur samþykkt að leysa 450 palestínska fanga úr haldi eftir viðræður á milli leiðtoga landanna. Ehud Olmert forsætisráðherra tilkynnti þetta í dag. Í næstu viku hittast leiðtogar landanna tveggja auk annarra leiðtoga á svæðinu á friðarráðstefnu Miðausturlanda í Bandaríkjunum. 19.11.2007 14:42
Þóttist vera eldri Pólverji Lögreglustjórinn á Eskifirði hefur höfðað opinbert mál á hendur Pavel Janas fyrir að þykjast vera annar en hann er. 19.11.2007 14:22
Hvetur OR og Ölfus til að endurskoða áform um Bitruvirkjun Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar leggst alfarið gegn áformum Orkuveitunnar um að reisa Bitruvirkjun og hvetur fyrirtækið og nágrannasveitarfélagið Ölfus til þess að endurskoða áform sín um framkvæmdir á og við Ölkelduháls og Bitru. 19.11.2007 14:01
Sextán ára fangelsi fyrir að smygla 13 tonnum af hassi Fertugur karlmaður var í dag dæmdur í 16 ára fangelsi í Kaupmannahöfn fyrir að reyna smygla 13 tonnum af hassi til Danmerkur. 19.11.2007 13:46
RKÍ leggur fram þrjár milljónir vegna hamfara í Bangladess Rauði kross Íslands sendi í dag þriggja milljóna króna framlag til neyðaraðstoðar í Bangladess vegna fellibyljarins Sidr sem gekk yfir landið á fimmtudag. 19.11.2007 13:29
Söfnuðu 400 þúsund krónum í zumba-dansi Fjögur hundruð þúsund krónur söfnuðust í hópdansi Hreyfingar í Valsheimilinu fyrir um tveimur vikum en þar dönsuðu gestir zumba til styrktar UNIFEM á Íslandi. 19.11.2007 13:01
Skila inn athugasemdum vegna rannsóknar á nemendafjölda Menntamálaráðuneytið hefur fengið athugasemdir frá framhaldsskólunum fimm sem eru til skoðunar vegna skila á upplýsingum um fjölda nemenda sem lokið hafa tilteknum prófum á árunum 2005 og 2006. 19.11.2007 12:48
Offita að verða stórt heilbrigðisvandamál „Offita er að verða eitt stærsta heilbrigðisvandamál á næstu árum, " segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Hún hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að þeir sem eru á auglýsingamarkaði beini ekki auglýsingum um óholla matvöru að börnum. Ásta Ragnheiður var í hádegisviðtalinu hjá Lillý Valgerði Pétursdóttur á Stöð 2 í dag. 19.11.2007 12:45
Fara fram á lögbann á torrent.is Samtök myndréttarhafa á Íslandi, Samtök tónlistarrétthafa og Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda hafa farið fram á tímabundið lögbann á starfsemi skráardeilningarsíðunnar torrent.is vegna gruns um höfundarréttarbrot. 19.11.2007 12:27
Fyrsta stórmyndin á ís Fyrsta Hollywood stórmyndin hefur verið sett á ís vegna verkfalls handritshöfunda. Tökum á framhaldinu af Da Vinci lyklinum hefur verið frestað. 19.11.2007 12:19
Komið í veg fyrir fjöldamorð í Köln Þýska lögreglan kom í veg fyrir fjöldamorð í menntaskóla í Köln. Ódæðin átti að fremja á morgun. Tveir námsmenn voru yfirheyrðir vegna málsins. Annar þeirra svipt sig lífi eftir það en hinn er nú í haldi lögreglu. 19.11.2007 12:13
70 námuverkamenn látnir í Úkraínu. Að minnsta kosti 70 námuverkamenn eru látnir eftir sprengingu neðanjarðar og óttast er um líf 30 til viðbótar í Donetsk héraði í Úkraínu. Eldar hindra björgunarstörf við námuna í Zasyadko sem er í austurhluta Donetsk. 19.11.2007 11:54
Fékk tundurdufl með vel virkt sprengiefni í veiðarfæri Togskipið Þorvarður Lárusson frá Grundarfirði fékk stórt tundurdufl í veiðarfæri sín á laugardag og reyndist sprengiefnið í því vel virkt. 19.11.2007 11:40
Hraðahindrun skemmd í annað sinn í Þorlákshöfn Óprúttnir aðilar eða aðili skemmdi um helgina hraðahindrun í Biskupabúðum í Þorlákshöfn 19.11.2007 11:31
Dómarar vísa endurkjörsmáli Musharrafs frá Hæstiréttur Pakistan hefur vísað frá fimm af sex efaatriðum um lögmæti endurkjörs Pervez Musharrafs forseta í síðasta mánuði. Rétturinn er nú settur dómurum sem eru vilhallir undir forsetann eftir að hann setti á neyðarlög í landinu. 19.11.2007 11:22
Vilja fresta flutningi ferðamála til iðnaðarráðuneytisins Ferðamálasamtök Íslands vilja að Alþingi fresti því um ár að flytja málefni ferðamála frá samgönguráðuneytinu til iðnaðarráðuneytisins. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi samtakanna í síðustu viku. 19.11.2007 11:19
Fimm í haldi vegna hnífstunguárásar Fimm manns eru nú í haldi lögreglunnar á Selfossi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á hnífstunguárás við Hellisheiðarvirkjun á laugardagskvöld. 19.11.2007 11:07
Forsprakki torrent.is færður til yfirheyrslu til lögreglu Rétt í þessu var Svavar Lúthersson, eigandi torrent.is, færður til yfirheyrslu hjá lögreglunni í Hafnarfirði. Hann var vakinn upp í morgun af fulltrúum Sýslumanns í Hafnarfirði, lögreglumönnum og Hróbjarti Jónatanssyni, lögmanni SMÁÍS, samtaka myndrétthafa. 19.11.2007 11:06
Er miður sín yfir að hafa misst snákinn sinn Kristófer Leifsson, eigandi snáksins sem lögreglan á Egilsstöðum gerði upptækan um helginA, segir að hann sé miður sín yfir að hafa misst þetta gæludýr sitt. 19.11.2007 10:59
Svandísarmáli formlega lokið Gengið var frá sátt í máli Svandísar Svavarsdóttur, borgarfulltrúa Vinstri - grænna, á hendur Orkuveitu Reykjavíkur í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 19.11.2007 10:43
Verðbólgutölum í Zimbabwe seinkar vegna skorts Yfirvöld í Zimbabwe segja að skortur á nauðsynjavörum hafi orðið til þess að verðbólgutölum fyrir októbermánuð seinki. Tölurnar átti að birta í síðustu viku en verðbólga í landinu er nú um 8.000 prósent.Moffat Nyoni forstjóri Hagstofu landsins segir söfnun og útreikning hafa orðið fyrir barðinu á skortinum í landinu. 19.11.2007 10:42
Vitni sá kærustu Murats með Madeleine Leynilögreglumenn sögðu í gærkvöldi að þeir væru 100 prósent vissir um að finna Madeleine McCann á lífi. Þetta sögðu þeir eftir að vitni sagðist hafa séð kærustu Roberts Murat halda á barni sem vafið var inn í teppi. Vitnið sagði að Michaela Walczuch hafi haldið á barninu frá einum bíl inn í annan þar sem karlmaður tók við því aðeins tveimur dögum eftir að Maddie hvarf af hótelherberginu 3. maí síðastliðinn. 19.11.2007 10:07
Braust inn í Ferstiklu í Hvalfirði Lögreglan í Borgarnesi handtók í nótt karlmann sem braust inn í veitingastaðinn að Ferstiklu í Hvalfirði upp úr miðnætti. 19.11.2007 09:53
Aflaverðmæti eyskt um rúm 10 prósent milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam nærri 58 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum ársins samkvæmt samantekt Hagstofunnar 19.11.2007 09:46
Ellefu sækjast eftir prestsembætti í Grafarvogi Ellefu sóttu um embætti prests í Grafarvogsprestakalli. Þar af eru átta konur. 19.11.2007 09:35
Boeing þjónusti ekki Loftleiðir vegna Kúbuflugs Bandarísk stjórnvöld hafa óskað eftir því við Boeing-flugvélaverksmiðjurnar að þær þjónusti ekki þær Boeing-vélar sem Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, nota til Kúbuflugs vegna viðskiptabanns Bandaríkjanna á Kúbu. 19.11.2007 09:29
Fundu snák á Egilsstöðum Við húsleit lögreglunnar í íbúð á Egilsstöðum um helgina fannst m.a. svokallaður Cornsnákur. Snákurinn, sem var í glerbúri í opnu rými í íbúiðinni, var haldlagður og færður í trygga geymslu á varðstofu lögreglunnar. Var snákurinn síðan aflífaður og mun fulltrúi heilbrigðiseftirlits annast eyðingu á hræinu, segir í dagbók lögreglunnar. 19.11.2007 09:10
Færeyjar á lista sem mesta ferðamannaparadísin Færeyjar eru efstar á lista yfir eyjar í heiminum sem vert er að heimsækja. Þetta kemur fram í tímaritinu National Geographic, sem birt hefur lista yfir rúmlega eitt hundrað eyjar í heiminum. 19.11.2007 09:03
Neyðaraðstoð streymir til Bangladesh Neyðaraðstoð streymir nú til Bangladesh í kjölfar náttúruhamfaranna þar fyrir helgina. Stjórnvöld hafa staðfest að yfir 3.000 manns eru látnir en óttast er að þegar upp er staðið verði sú tala nokkuð yfir 10.000 manns. 19.11.2007 08:56
Yfirheyrslur yfir hnífstungumanninum í dag Yfirheyrslur hefjast í dag á Selfossi yfir erlendum verkamanni, sem veitti vinnufélaga sínum áverka með hnífi í vinnubúðum við Hellisheiðarvirkjun í fyrrinótt. 19.11.2007 07:55
Komið í veg fyrir fjöldamorð í þýskum skóla Þýska lögreglan tilkynnti í gær að henni hefði tekist að koma í veg fyrir fjöldamorð við menntaskóla í borginni Köln. Tveir námsmenn voru handteknir og hefur annar þeirra framið sjálfsmorð 19.11.2007 07:39
Fjórir játa stuld á skotvopnum Fjórir ungir menn á aldrinum 16 til 20 ára játuðu við yfirheyrslur hjá lögreglunni í Borgarnesi í gær, að hafa í fyrrinótt brotist inn í flugskýli við Húsafell og meðal annars stolið þaðan skotvopnum. 19.11.2007 07:35
Foreldrar sóttu ræningjana til lögreglu Foreldrar ræningjanna fjögurra, sem frömdu vopnað rán í Sunnubúð við Lönguhlíð í Reykjavík í gærmorgun, sóttu syni sína á lögreglustöðina í Reykjavík í gærkvöldi að loknum yfirheyrslum yfir þeim. 19.11.2007 07:33
Öryggisverðir náðu þjóf á flótta Brotist var inn í apótek á Akureyri í nótt og þaðan stolið lyfjum. Öryggisverðir urðu varir við innbortið, hlupu þjófinn uppi og héldu honum þartil lögregla kom á vettvang og handtók hann. 19.11.2007 07:30
Telur fleiri tengjast hnífsstungumáli Lögreglan á Selfossi telur að fleiri aðilar en meintur gerandi og þolandi í hnífstungumáli í Hellisheiðarvirkjun í gærkvöld hafi tekið þátt í átökunum sem leiddu til áverkanna 18.11.2007 22:58
Fjölskyldan í sjokki eftir vopnað rán "Vonandi lendi ég aldrei aftur í svona," segir Þórður Björnsson, kaupmaður í Sunnubúð, en þrír vopnaðir og grímuklæddir menn rændu verslun hans í morgun. 18.11.2007 16:27
Tvö hundruð milljóna króna tjón í fjósbruna 200 milljóna króna tjón varð þegar eitt fullkomnasta fjós landsins brann til ösku í gærkvöld ásamt 200 nautgripum. Bruninn er einn sá skelfilegasti sem slökkviðismenn hafa glímt við. 18.11.2007 23:19