Fleiri fréttir

Eldur logar um alla sveit og andstaðan hörð í Flóa

Sveitarstjórn Flóahrepps hefur hvorki látið Landsvirkjun hóta sér né kúga til að setja Urriðafossvirkjun á aðalskipulag, segir sveitarstjóri hreppsins. Talsmaður Sólar í Flóa segir eld loga um alla sveit vegna ákvörðunar sveitarstjórnar og andstaðan verði harðari en nokkru sinni fyrr.

Sá mann með Madeleine litlu

Jane Tanner, vinkona McCann hjónanna, sagði frá því í dag að hún hefði séð mann fara á brott með barn frá hótelinu sem hjónin gistu á í Portúgal í sumar.

Látnir í Bangladesh líklega yfir 1.100

Fjölmiðlar í Bangladesh segja að minnsta kosti 1.100 manns hafa týnt lífi í fellibylnum sem reið yfir landið í gær. Staðfest tala látinna frá yfirvöldum er komin yfir 600 manns. Enn er rúmlega eitt þúsund sjómanna saknað og 150 bátar hafa ekki skilað sér af Bengalflóa. Raunverulegur fjöldi látinna mun ekki skýrast fyrr en náðst hefur samband við fjölda svæða sem nú eru bæði rafmagns- og símasambandslaus.

Lögreglumenn vilja YouTube vopn

„Það er vilji Landssambands lögreglumanna að skoða möguleika á því að taka upp þessar taser byssur," segir Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri Landssambandsins, um svokallaðar taser byssur. Hann segir að setja þyrfti nákvæmar reglur um meðferð slíkra tækju yrðu þau tekin til notkunar.

Fáum allt að hálfrar milljón tonna afla úr deilistofnum

Veiðar Íslendinga á deilistofnum á Norðaustur Atlantshafi gætu numið allt að hálfri milljón tonna á næsta ári. Þetta kemur fram í frétt sjávarútvegsráðuneytisins um ársfund Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar, NEAFC sem lauk í dag.

Blysför í tilefni dagsins

Degi íslenskrar tungu var víða fagnað í dag. Á leikskóla í Hafnarfirði voru sungin lög eftir Megas og blysför var farin frá Háskóla Íslands.

Forsetinn: Tvítyngi kemur ekki til greina

Jónasarstofa var opnuð á Hrauni í Öxnadal í dag á 200 ára afmæli skáldsins. Forseti Íslands telur tvítyngi ekki koma til greina hér á landi, enda sé staða íslenskunnar sterk.

Vitni segir rafbyssu hafa verið óþarfa

Maður sem tók myndir af því þegar kanadíska lögreglan notaði rafbyssur á annan mann,með þeim afleiðingum að hann lést, segir ekki hafa verið þörf á svo harkalegum viðbrögðum. Lögreglan á Íslandi íhugar að taka slíkar byssur í notkun.

Undirvagninn vandamálið

Toyota í Evrópu hefur fyrirskipað að sölu á Hilux pallbíl fyrirtækisins á 16 tommu dekkjum verði hætt í allri álfunni. Bíllinn valt næstum í elgsprófi. Ritstjóri sænsks bílablaðs sem gerði prófið segir dekkin ekki vandamálið heldur undirvagninn.

Haft í hótunum

Bandarískur talsmaður þjóðernishyggju - sem hvetur til ofbeldis gegn minnihlutahópum - segir marga Íslendinga aðhyllast skoðanir sínar. Höfundar íslenskrar vefsíðu sem hann hýsir hafa í hótunum við nafngreint fólk á síðunni. Fréttamanni Stöðvar tvö var hótað þegar óskað var eftir viðtali.

1.100 manns týnt lífi hið minnsta

Að minnsta kosti 1.100 manns týndu lífi þegar fellibylurinn Sidr skall á suðurhluta Bangladess í gær. Mörg þúsund manns er enn saknað. Óttast er að fleiri séu látnir því mörg svæði hafa einangrast. Bjögrunarmenn reyna nú hvað þeir geta til að ferja mat og lyf til eftirlifenda.

Áfram í gæsluvarðhaldi vegna gruns um morð

Hæstiréttur staðfesti í dag gæslvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana í fjölbýlishúsi við Hringbraut í byrjun október.

Tala látinna í Bangladesh hækkar

Að minnsta kosti 587 manns hafa látið lífið vegna fellibylsins Sidr sem skall á suðurhluta Bangladesh í gær. Talið er að mörg hundruð manns hafi slasast og fjölmargra er enn saknað.

Tuttugu og fimm falla í átökum í Afganistan

Tuttugu og fimm liðsmenn Talibana féllu þegar til átaka kom milli þeirra og bandarískra hermanna í suðurhluta Afganistan í morgun. Þá féllu fjórir afganskir lögregluþjónar í sprengjuárás.

Búist við stórhríð fyrir norðan

Horfur eru á norðan stórhríð á Norðaustanlandi með ofankomu. Það gæti orðið illfært um vegi á Norðaustur- og Austurlandi þegar líður á daginn.

Breytingar í heilbrigðisráðuneytinu

Nýtt starfsskipulag tók gildi í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu í dag þar sem skrifstofum ráðuneytisins var skipt í verkefnasvið með tiltekið skilgreint hlutverk.

Lögregla lýsir eftir manni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að karlmamanni í tengslum við rannsókn á árás í miðborg Reykjavíkur og hefur birt mynd af honum úr öryggismyndavél.

Ég skar Crabb á háls

Ein mesta ráðgáta kalda stríðsins hefur nú verið leyst. Kannski. Hver urðu örlög breska sjóliðsforingjans og froskkafarans Lionels Crabb?

Rannsókn lokið á E.Coli faraldri

Sóttvarnalæknir hefur lokið rannsókn á E.Coli smiti sem varð til þess að níu einstaklingar sýktust af bakteríunni hér á landi í byrjun september. Talið er líklegt að fólkið hafi smitast eftir að hafa borðað innflutt salat frá Hollandi.

Helmingur kynferðisbrota á heimili eða einkalóð

Helmingur kynferðisbrota sem kærð voru á fyrstu tíu mánuðum ársins áttu sér stað á heimili eða einkalóð samkvæmt bráðabirgðatölum úr afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra í október.

Fjölga móttökustöðvum umsókna um vegabréf

Utanríkisráðuneytið hefur tekið í notkun nýja færanlega móttökustöð sem fjölgar þeim stöðum erlendis þar sem hægt er að sækja um íslensk vegabréf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Umsóknarstöðum fækkaði töluvert þegar rafræna vegabréf voru tekin upp fyrir nokkrum árum.

Sala á kindakjöti minnkar milli ára

Sala á kindakjöti dróst saman um nærri fimm prósent á þriðja ársfjórðungi eftir því sem segir á vef Landssambands sauðfjárbænda

Fjórburasjokk fyrir sáðrásarrof

Breskt par komst að því að þau ættu von á fjórburum, einungis fjórum dögum fyrir sáðrásarrofsaðgerð mannsins. Fyrir eiga æskuástirnar Daniel Morley og Dawn Tilt þrjú börn. Parið er rúmlega þrítugt og fannst nóg um börnin þrjú, þess vegna höfðu þau ákveðið að maðurinn skyldi láta rjúfa sáðrásina.

Íslenskunemar eftirsóttir í íslenskukennslu fyrir útlendinga

Íslenskuskor Háskóla Íslands hyggst bjóða upp á hagnýtt námskeið í íslenskukennslu fyrir útlendinga á vorönn vegna þess hve nemendur skorarinnar eru orðnir eftirsóttir sem íslenskukennarar hjá fyrirtækjum. Námskeiðið er sett á laggirnar að frumkvæði nemenda.

Fljúga með börn með krabbamein í skemmtiferðir

Icelandair og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna undirrituðu í dag fimm ára samstarfssamning um að flugfélagið fljúgi með börn á vegum samtakanna í ævintýraferðir til útlanda.

Íslendingar hlusta ekki á Seðlabankann

Velta í dagvöruverslun, þ.e. verslun með matvörur og aðrar heimilisvörur, jókst um 10,5% í október síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra á breytilegu verðlagi. Þetta kemur fram á vef Rannsóknarseturs verslunarinnar.

Svandísarmálið úr sögunni og samrunanum hafnað

Samþykkt var á aukafundi í borgarráði í dag að fara að tillögum stjórnar OR að hafna samruna REI og Geysir Green Energy. Jafnframt var borin upp tillaga um að leita sátta í Svandísarmálinu svokallaða en Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi VG hefur höfðað mál sem skera átti úr um lögmæti eigendafundarins hjá OR þegar sameining fyrirtækjanna var samþykkt.

500 hafa farist

Að minnsta kosti 500 manns létu lífið þegar fellibylur skall á suðurhluta Bangladess í gær. Tré rifnuðu upp með rótum og heilu þorpin voru jöfnuð við jörðu í veðurofsanum.

Fengu nýja bók um þjóðskáldið

Forseti Íslands færði nemendum Þelamerkurskóla í Hörgárbyggð fyrstu eintökin af nýrri bók um Jónas Hallgrímsson í dag.

Mikil hækkun á íbúðaverði í október

Verð á íbúðarhúsnæði hækkaði um hátt í þrjú prósent í síðasta mánuði frá mánuðinum á undan og er hækkunin langt yfir meðaltalshækkun síðustu tólf mánuðina.

Vill banna Jafnaðarmannaflokk Kúrda

Ríkissaksóknari Tyrklands hefur höfðað mál á hendur Jafnaðarmannaflokki Kúrda, DTP, og vill að flokkurinn verði bannaður. Flokkurinn hefur nú 20 þingmenn á tyrkneska þinginu en leiðtogar hans hafa neitað öllum tengslum við hinn herskáa Verkamannaflokk Kúrda, PKK.

Vill slysalaust ár á sjó

Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna fékk viðurkenningu írskra slysavarnarsamtaka í Dublin á Írlandi. „Um er að ræða Safety Award viðurkenningu sem Sea and Shore Safety Services í Dublin veitir árlega tveimur einstaklingum eða samtökum sem stuðlað hafa að auknu öryggi meðal sjófarenda,“ segir í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu.

ÍE skoðar erfðaupplýsingar út frá áhættu á sjúkdómum

Íslensk erfðagreining hyggst frá og með deginum í dag bjóða fólki upp á að skoða erfðaupplýsingar þess meðal annars með tilliti til hættu á tilteknum sjúkdómum. Þjónustna mun kosta 985 dollara eða um 60 þúsund krónur.

Foreldrar aftur í kvikmyndahús

Kvikmyndin Foreldrar sem hlaut sex verðlaun á Edduhátíðinni um síðustu helgi hefur verið tekin aftur til sýninga í bíóhúsum vegna fjölda áskoranna. Myndin hlaut flest verðlaunin á hátíðinni og var meðal annars valin kvikmynd ársins. Myndin er sýnd í SAM bíóunum í Reykjavík og á Akureyri. Sýningarfjöldi er takmarkaður.

Flokki Pútíns spáð kosningasigri

Flokki Vladimir Pútíns, forseta Rússlands, er spáð sigri í þingkosningunum sem fram fara þar í landi í næsta mánuði. Samkvæmt nýútkominni skoðunarkönnun mun flokkurinn fá yfirgnæfandi meirihluta þingsæta.

Sjá næstu 50 fréttir