Fleiri fréttir Rúmföt Madeleine ekki rannsökuð Lögreglumenn sem komu á vettvang eftir hvarf Madeleine McCann úr sumarleyfisíbúð í Portúgal sendu ekki rúmföt stúlkunnar í rannsókn. Þannig gætu mikilvæg DNA spor eða fingraför hafa glatast af þeim sem tók Madeleine. 16.11.2007 10:50 Íbúðalánasjóður hækkar vexti Íbúðalánasjóður hefur hækkað vexti sína af íbúðalánum um 0,45 prósentustig 16.11.2007 10:34 Skapari.com horfin af Netinu Heimasíðuna skapari.com er ekki lengur að finna á Netinu. Síðan hefur vakið mikið umtal síðustu dagana en þar var haldið úti áróðri fyrir kynþáttastefnu. 16.11.2007 10:30 Kynlíf með dýrum algengt í Noregi Landbúnaðarráðherra Noregs vill banna með lögum að fólk stundi kynlíf með dýrum. Það er leyfilegt í Noregi eins og sakir standa. 16.11.2007 10:14 Andlit barnaníðinga gerð eldri Andlit barnaníðinga sem eru eftirlýstir í Bretlandi hafa verið gerð eldri með hjálp tölvutækni. Þetta er gert til að auðvelda almenningi að átta sig á hvernig hinir eftirlýstu barnaníðingar líta út í dag, því ljósmyndir af þeim geta verið nokkurra ára gamlar. 16.11.2007 09:46 Gunnari Wathne sleppt úr haldi en verður í farbanni Hæstiréttur í Nýju-Delí hefur farið fram á það að Gunnari Stefáni Wathne, Íslendingi sem bandarísk stjórnvöld hafa leitað vegna gruns um peningaþvætti, verði sleppt úr haldi. 16.11.2007 09:44 Ók á mannlausan bíl og stakk af Ekið var á mannlausan bíl á Laugarvatni í gær og stakk ökumaður af. 16.11.2007 09:22 Barnaníðingur dæmdur til að vinna á leikskóla Dæmdur barnaníðingur í Þýskalandi hefur verið ákærður fyrir að misnota tvö börn á leikskóla í borginni en honum hafði verið skipað að vinna í skólanum af dómara. 16.11.2007 08:45 Hæstiréttur frestar aftöku Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvaði í gærkvöldi aftöku á barnamorðingjanum Mark Dean Scwab, örfáum klukkustundum áður en aftakan átti að fara fram. Ákvörðun réttarins kemur ekki á óvart þar sem hann rannsakar nú lögmæti þess að taka fólk af lífi með eitursprautu en það áttu að verða örlög mannsins. 16.11.2007 08:31 Þrýst á um frekari refsiaðgerðir gegn Íran Bandaríkjamenn ætla að þrýsta á um að Íranar verði beittir enn frekari refsiaðgerðum í kjölfar niðurstaðna nýrrar skýrslu alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. 16.11.2007 08:28 Magni fánum prýddur Gamli dráttarbáturinn Magni, sem um árabil hefur staðið í Slipp í Reykjavík, var sjósettur í gærkvöldi og liggur nú fánum prýddur við bryggju. 16.11.2007 08:26 Lögreglumaðurinn á Ítalíu kærður fyrir morð Lögreglumaðurinn sem varð ítölskum fótboltaáhugamanni að bana í síðustu viku verður að öllum líkindum ákærður fyrir morð. Maðurinn lést þegar kom til átaka á milli tveggja hópa fótboltaáhugamanna á leið á leik í Ítölsku deildinni. 16.11.2007 08:14 250 látnir í kjölfar fellibyls Að minnsta kosti 250 létust þegar fellibylur skall á suðurhluta Bangladesh í gær. Stjórnvöld í landinu hafa varað við því að dánartalan muni hækka á næstu dögum þar sem stór svæði hafi einangrast vegna óveðursins. 16.11.2007 08:02 Bhutto laus úr prísund sinni Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra í Pakistan er laus úr stofufangelsi að því er yfirvöld í landinu segja. Bhutto hefur verið meinað að yfirgefa heimili sitt frá því á þriðjudag þegar hún hugðist fara fyrir mótmælagöngu sem hún hafði skipulagt. 16.11.2007 07:04 Erill hjá lögreglu í nótt Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna ölvunar og óspekta. Fangageymslur eru nær fullar eftir að menn voru teknir úr umferð á veitingahúsum, í heimahúsum eða ósjálfbjarga á götum úti. 16.11.2007 07:02 Með tvö kíló af fíkniefnum í bílskottinu Íslendingurinn sem situr í gæsluvarðhaldi í Þórshöfn í Færeyjum vegna stóra fíkniefnamálsins sem upp kom á Fáskrúðsfirði í september, geymdi tæp tvö kíló af fíkniefnum í skottinu á bíl sínum. 16.11.2007 00:01 Fíkniefnin voru í bílskottinu 16.11.2007 00:01 Enn frestað að afgreiða umsóknir nektardansstaða um rekstarleyfi Afgreiðsla á tillögu að umsögn borgarráðs um rekstarleyfi til handa nektardansstöðunum Bóhem, Club Óðal og Vegas var frestað enn og aftur á fundi borgarráðs í dag 15.11.2007 23:20 Refsing árásarmanns þyngd um sex mánuði Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í níu mánuði en þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir til þriggja ára. Maðurinn var einnig ákærður fyrir nauðgun. 15.11.2007 20:00 Rússneskur söfnuður hótar fjöldasjálfsmorði Dómsdagssöfnuður í Rússlandi hefur lokað sig af í helli í miðju landsins og bíður þar endaloka jarðarinnar. Lögreglan hefur reynt að fjarlægja meðlimi safnaðarins úr hellinum en þeir hóta að sprengja sig í loft upp ef lögreglan lætur þá ekki afskiptalausa. 15.11.2007 19:47 Orka til álvers í Helguvík gæti verið í uppnámi Óvíst er með orku til álvers í Helguvík eftir að Grindvíkingar ákváðu að nýta orku í bæjarlandinu í heimabyggð. Vogar, Hafnarfjörður og Grindavík ætla að stofna félag til að tryggja að orkulindir innan sveitarfélaganna verði alfarið í þeirra eigu. 15.11.2007 19:03 Fórnarlamb hópnauðgunnar hlaut fangelsisdóm Áfrýjunardómstóll í Saudi-Arabíu hefur tvöfaldað fjölda svipuhögga og bætt fangelsisvist við refsingu til handa fórnarlambi hópnauðgunnar þar í landi. Stúlkan var upphaflega ákærð fyrir brot á lögum landsins um aðskilnað kynjanna en hún var farþegi í bifreið manns sem ekki er skyldur henni er hópnauðgunin átti sér stað. 15.11.2007 18:59 Bæjarstjóri bíður ekki lengur eftir ríkinu Viðræður Kópavogs og stjórnvalda um uppbyggingu hjúkrunaríbúða í Kópavogi hafa staðið frá árinu 2003 en lítið hefur miðað. Gunnar Birgisson bæjarstjóri segist vera búinn að missa þolinmæðina gagnvart ríkinu og vill hefja framkvæmdir svo fljótt sem auðið er, með eða án þátttöku ríkisins. 15.11.2007 17:46 Rekum klíkuna frá Gaza Mahmoud Abbas, forseti Palestsínumanna, hefur hvatt þjóð sína til þess að reka Hamas samtökin frá Gaza ströndinni. 15.11.2007 17:00 Síld og ýsa bakvið aflaaukningu Heildarafli íslenskra fiskiskipa í október jókst um 2% á föstu verði samanborið við október í fyrra. Heildaraflinn jókst um tæp 8.000 tonn og varð 98.264 tonn skv. bráðabirgðatölum frá Hagstofunni. 15.11.2007 16:50 Óttast að fuglaflensusmit hafi breiðst út Óttast er að fuglaflensusmit sem greindist á bóndabýli í austurhluta Englands á mánudaginn hafi náð að breiðast út. Yfirvöld í Bretlandi rannsaka nú sýni frá kalkúnabúi í Suffolk en þar hafa fjölmargir fuglar drepist á undanförnum dögum. 15.11.2007 16:47 Dagur vill sátt í dómsmáli Svandísar Borgarstjóri lagði fram tillögu á borgarráðsfundi í dag um að leitað yrði sátta í dómsmáli Orkuveitu Reykjavíkur og Svandísar Svavarsdóttur. 15.11.2007 16:42 Sphinxinn er ekki í hættu Fornleifaráð Egyptalands gaf í dag út yfirlýsingu um að hið ævaforna mannvirki Sphinxinn sé ekki í neinni hættu út af söltu neðanjarðarvatni sem er í grennd við hann. 15.11.2007 16:13 Segir sveitastjórn Flóahrepps hafa bakkað undan ægivaldi Landsvirkjunar Sveitarstjórn Flóahrepps lét undan þrýstingi frá Landsvirkjun þegar hún ákvað að breyta aðalskipulagi fyrrum Villingaholtshrepps til að koma fyrir Urriðafossvirkjun. Þetta kom fram í máli Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, varaþingmanns Vinstri grænna, í umræðu um störf þingsins á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði Landsvirkjun fara fram með ofríki. 15.11.2007 16:07 Gísli Baldur nýr formaður landskjörstjórnar Gísli Baldur Garðarsson hæstaréttarlögmaður var í dag kjörinn formaður landskjörstjórnar á fundi hennar í dag. 15.11.2007 16:03 Tveir jarðskjálftar í Chile Tveir jarðskjálftar skóku norðurhluta Chile í dag. Ekki er vitað til þess að fólk hafi slasast eða um tjón á mannvirkjum. 15.11.2007 15:59 Tveggja mánaða fangelsi fyrir ölvunarakstur og skjalafals Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir övlunarakstur og skjalafals. 15.11.2007 15:55 Lögregla minnir á endurskinsmerkin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir fólk að setja upp endurskinsmerki á göngu nú þegar svartasta skammdegið grúfir yfir. 15.11.2007 15:42 Notaði rafmagns hundaól við að nauðga dætrum sínum Heimilisfaðir í Tennessee hefur verið handtekinn fyrir að nota rafmagnaðar hundaólar við að nauðga tveim táningsdætrum sínum um margra ára skeið. 15.11.2007 15:27 Fjögurra ára stúlka vitni að heimilisofbeldi Tuttugu og sex ára gamall karlmaður var dæmdur í fimm mánaða fangelsi Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir líkamsárás á barnsmóður sína í desember í fyrra. 15.11.2007 15:26 Hvít-Rússar mótmæla bandarískum refsiaðgerðum Stjórnvöld í Hvíta-Rússland kölluðu í morgun sendiherra Bandaríkjamanna á sinn fund til að mótmæla þeirri ákvörðun bandarískra stjórnvalda að frysta bankainnistæður hvít-rússneska olíufyrirtækisins Belnekeftekhim og setja það á svartan lista. Telja Hvít-Rússar að Bandaríkjamenn hafi með þessu rofið viðskiptasáttmála sem er í gildi milli landanna. 15.11.2007 15:23 Áform um a.m.k. tvær kílsilverksmiðjur á landinu Hugmyndir eru uppi um að reisa að minnsta kosti tvær kísilhreinsunarverskmiðjur hér á landi, aðra í Þorlákhsöfn en hina í Helguvík. Enn á þó eftir að ganga frá samningum um orkusölu vegna þeirra. 15.11.2007 15:11 Formaður viðskiptanefndar fagnar rannsókn Samkeppniseftirlitsins Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður viðskiptanefndar Alþingis, fagnar því að Samkeppniseftirlitið skoði meint samráð matvöruverslana. Eins og greint hefur verið frá í dag gerði Samkeppniseftirlitið húsleit hjá Bónus og Krónunni í morgun. 15.11.2007 14:56 Barnaníðingur fékk vinnu á leikskóla Mistök hjá starfsmanni þýsks dómstóls urðu til þess að barnaníðingi var gert að taka út samfélagsvinnu á leikskóla. Þar misnotaði maðurinn tvö börn. 15.11.2007 14:54 Chavez hótar spænskum fyrirtækjum Hugo Chavez forseti Venesúela hótar spænskum fyrirtækjum öllu illu ef Juan Carlos konungur biður hann ekki afsökunar á því að segja honum að halda kjafti. 15.11.2007 14:48 Skýrarir reglur til þess að meta veikindi ökumanna Rannsóknarnefnd umferðarslysa vill að yfirvöld setji sérstækar reglur fyrir lækna til þess að þeir geti komið í veg fyrir að fólk sem er langt leitt af sjúkdómum eða af notkun tiltekinna lyfja setjist undir stýri. 15.11.2007 14:42 Ráðherra skálaði í blóðbergsdrykk Einar K. Guðfinnsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra skálaði í blóðbergsdrykk og gæddi sér á fjallakonfekti, sem var í boði í upphafi ráðstefnu Matís, Matvælarannsóknir Íslands, í dag. 15.11.2007 14:24 Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn frænkum sínum 41 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir ítrekuð og gróf kynferðisbrot gegn sex stúlkum. Þær voru á aldrinum 4 - 13 ára þegar maðurinn framdi brotinn. Ein stúlknana sem maðurinn braut gegn er bróðurdóttur hans. 15.11.2007 14:07 Upplýsingar sem fengust eftir fjölmiðlaumfjöllun voru ástæða húsleitar Samkeppniseftirlitið segir að upplýsingar hafi borist frá einstaklingum og fyrirtækjum í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um matvörumarkaðinn nú um daginn, sem leiddu til þess að húsleit var gerð hjá tveimur aðilum í smásölu og þremur aðilum í innflutningi og heildsölu í dag. 15.11.2007 13:53 Horfir til betri vegar í Hvalfjarðargöngum Einungis eitt prósent ökumanna sem fóru um Hvalfjarðargöng frá mánudegi til miðvikudags reyndist hafa ekið of hratt. 15.11.2007 13:47 Sjá næstu 50 fréttir
Rúmföt Madeleine ekki rannsökuð Lögreglumenn sem komu á vettvang eftir hvarf Madeleine McCann úr sumarleyfisíbúð í Portúgal sendu ekki rúmföt stúlkunnar í rannsókn. Þannig gætu mikilvæg DNA spor eða fingraför hafa glatast af þeim sem tók Madeleine. 16.11.2007 10:50
Íbúðalánasjóður hækkar vexti Íbúðalánasjóður hefur hækkað vexti sína af íbúðalánum um 0,45 prósentustig 16.11.2007 10:34
Skapari.com horfin af Netinu Heimasíðuna skapari.com er ekki lengur að finna á Netinu. Síðan hefur vakið mikið umtal síðustu dagana en þar var haldið úti áróðri fyrir kynþáttastefnu. 16.11.2007 10:30
Kynlíf með dýrum algengt í Noregi Landbúnaðarráðherra Noregs vill banna með lögum að fólk stundi kynlíf með dýrum. Það er leyfilegt í Noregi eins og sakir standa. 16.11.2007 10:14
Andlit barnaníðinga gerð eldri Andlit barnaníðinga sem eru eftirlýstir í Bretlandi hafa verið gerð eldri með hjálp tölvutækni. Þetta er gert til að auðvelda almenningi að átta sig á hvernig hinir eftirlýstu barnaníðingar líta út í dag, því ljósmyndir af þeim geta verið nokkurra ára gamlar. 16.11.2007 09:46
Gunnari Wathne sleppt úr haldi en verður í farbanni Hæstiréttur í Nýju-Delí hefur farið fram á það að Gunnari Stefáni Wathne, Íslendingi sem bandarísk stjórnvöld hafa leitað vegna gruns um peningaþvætti, verði sleppt úr haldi. 16.11.2007 09:44
Ók á mannlausan bíl og stakk af Ekið var á mannlausan bíl á Laugarvatni í gær og stakk ökumaður af. 16.11.2007 09:22
Barnaníðingur dæmdur til að vinna á leikskóla Dæmdur barnaníðingur í Þýskalandi hefur verið ákærður fyrir að misnota tvö börn á leikskóla í borginni en honum hafði verið skipað að vinna í skólanum af dómara. 16.11.2007 08:45
Hæstiréttur frestar aftöku Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvaði í gærkvöldi aftöku á barnamorðingjanum Mark Dean Scwab, örfáum klukkustundum áður en aftakan átti að fara fram. Ákvörðun réttarins kemur ekki á óvart þar sem hann rannsakar nú lögmæti þess að taka fólk af lífi með eitursprautu en það áttu að verða örlög mannsins. 16.11.2007 08:31
Þrýst á um frekari refsiaðgerðir gegn Íran Bandaríkjamenn ætla að þrýsta á um að Íranar verði beittir enn frekari refsiaðgerðum í kjölfar niðurstaðna nýrrar skýrslu alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. 16.11.2007 08:28
Magni fánum prýddur Gamli dráttarbáturinn Magni, sem um árabil hefur staðið í Slipp í Reykjavík, var sjósettur í gærkvöldi og liggur nú fánum prýddur við bryggju. 16.11.2007 08:26
Lögreglumaðurinn á Ítalíu kærður fyrir morð Lögreglumaðurinn sem varð ítölskum fótboltaáhugamanni að bana í síðustu viku verður að öllum líkindum ákærður fyrir morð. Maðurinn lést þegar kom til átaka á milli tveggja hópa fótboltaáhugamanna á leið á leik í Ítölsku deildinni. 16.11.2007 08:14
250 látnir í kjölfar fellibyls Að minnsta kosti 250 létust þegar fellibylur skall á suðurhluta Bangladesh í gær. Stjórnvöld í landinu hafa varað við því að dánartalan muni hækka á næstu dögum þar sem stór svæði hafi einangrast vegna óveðursins. 16.11.2007 08:02
Bhutto laus úr prísund sinni Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra í Pakistan er laus úr stofufangelsi að því er yfirvöld í landinu segja. Bhutto hefur verið meinað að yfirgefa heimili sitt frá því á þriðjudag þegar hún hugðist fara fyrir mótmælagöngu sem hún hafði skipulagt. 16.11.2007 07:04
Erill hjá lögreglu í nótt Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna ölvunar og óspekta. Fangageymslur eru nær fullar eftir að menn voru teknir úr umferð á veitingahúsum, í heimahúsum eða ósjálfbjarga á götum úti. 16.11.2007 07:02
Með tvö kíló af fíkniefnum í bílskottinu Íslendingurinn sem situr í gæsluvarðhaldi í Þórshöfn í Færeyjum vegna stóra fíkniefnamálsins sem upp kom á Fáskrúðsfirði í september, geymdi tæp tvö kíló af fíkniefnum í skottinu á bíl sínum. 16.11.2007 00:01
Enn frestað að afgreiða umsóknir nektardansstaða um rekstarleyfi Afgreiðsla á tillögu að umsögn borgarráðs um rekstarleyfi til handa nektardansstöðunum Bóhem, Club Óðal og Vegas var frestað enn og aftur á fundi borgarráðs í dag 15.11.2007 23:20
Refsing árásarmanns þyngd um sex mánuði Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í níu mánuði en þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir til þriggja ára. Maðurinn var einnig ákærður fyrir nauðgun. 15.11.2007 20:00
Rússneskur söfnuður hótar fjöldasjálfsmorði Dómsdagssöfnuður í Rússlandi hefur lokað sig af í helli í miðju landsins og bíður þar endaloka jarðarinnar. Lögreglan hefur reynt að fjarlægja meðlimi safnaðarins úr hellinum en þeir hóta að sprengja sig í loft upp ef lögreglan lætur þá ekki afskiptalausa. 15.11.2007 19:47
Orka til álvers í Helguvík gæti verið í uppnámi Óvíst er með orku til álvers í Helguvík eftir að Grindvíkingar ákváðu að nýta orku í bæjarlandinu í heimabyggð. Vogar, Hafnarfjörður og Grindavík ætla að stofna félag til að tryggja að orkulindir innan sveitarfélaganna verði alfarið í þeirra eigu. 15.11.2007 19:03
Fórnarlamb hópnauðgunnar hlaut fangelsisdóm Áfrýjunardómstóll í Saudi-Arabíu hefur tvöfaldað fjölda svipuhögga og bætt fangelsisvist við refsingu til handa fórnarlambi hópnauðgunnar þar í landi. Stúlkan var upphaflega ákærð fyrir brot á lögum landsins um aðskilnað kynjanna en hún var farþegi í bifreið manns sem ekki er skyldur henni er hópnauðgunin átti sér stað. 15.11.2007 18:59
Bæjarstjóri bíður ekki lengur eftir ríkinu Viðræður Kópavogs og stjórnvalda um uppbyggingu hjúkrunaríbúða í Kópavogi hafa staðið frá árinu 2003 en lítið hefur miðað. Gunnar Birgisson bæjarstjóri segist vera búinn að missa þolinmæðina gagnvart ríkinu og vill hefja framkvæmdir svo fljótt sem auðið er, með eða án þátttöku ríkisins. 15.11.2007 17:46
Rekum klíkuna frá Gaza Mahmoud Abbas, forseti Palestsínumanna, hefur hvatt þjóð sína til þess að reka Hamas samtökin frá Gaza ströndinni. 15.11.2007 17:00
Síld og ýsa bakvið aflaaukningu Heildarafli íslenskra fiskiskipa í október jókst um 2% á föstu verði samanborið við október í fyrra. Heildaraflinn jókst um tæp 8.000 tonn og varð 98.264 tonn skv. bráðabirgðatölum frá Hagstofunni. 15.11.2007 16:50
Óttast að fuglaflensusmit hafi breiðst út Óttast er að fuglaflensusmit sem greindist á bóndabýli í austurhluta Englands á mánudaginn hafi náð að breiðast út. Yfirvöld í Bretlandi rannsaka nú sýni frá kalkúnabúi í Suffolk en þar hafa fjölmargir fuglar drepist á undanförnum dögum. 15.11.2007 16:47
Dagur vill sátt í dómsmáli Svandísar Borgarstjóri lagði fram tillögu á borgarráðsfundi í dag um að leitað yrði sátta í dómsmáli Orkuveitu Reykjavíkur og Svandísar Svavarsdóttur. 15.11.2007 16:42
Sphinxinn er ekki í hættu Fornleifaráð Egyptalands gaf í dag út yfirlýsingu um að hið ævaforna mannvirki Sphinxinn sé ekki í neinni hættu út af söltu neðanjarðarvatni sem er í grennd við hann. 15.11.2007 16:13
Segir sveitastjórn Flóahrepps hafa bakkað undan ægivaldi Landsvirkjunar Sveitarstjórn Flóahrepps lét undan þrýstingi frá Landsvirkjun þegar hún ákvað að breyta aðalskipulagi fyrrum Villingaholtshrepps til að koma fyrir Urriðafossvirkjun. Þetta kom fram í máli Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, varaþingmanns Vinstri grænna, í umræðu um störf þingsins á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði Landsvirkjun fara fram með ofríki. 15.11.2007 16:07
Gísli Baldur nýr formaður landskjörstjórnar Gísli Baldur Garðarsson hæstaréttarlögmaður var í dag kjörinn formaður landskjörstjórnar á fundi hennar í dag. 15.11.2007 16:03
Tveir jarðskjálftar í Chile Tveir jarðskjálftar skóku norðurhluta Chile í dag. Ekki er vitað til þess að fólk hafi slasast eða um tjón á mannvirkjum. 15.11.2007 15:59
Tveggja mánaða fangelsi fyrir ölvunarakstur og skjalafals Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir övlunarakstur og skjalafals. 15.11.2007 15:55
Lögregla minnir á endurskinsmerkin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir fólk að setja upp endurskinsmerki á göngu nú þegar svartasta skammdegið grúfir yfir. 15.11.2007 15:42
Notaði rafmagns hundaól við að nauðga dætrum sínum Heimilisfaðir í Tennessee hefur verið handtekinn fyrir að nota rafmagnaðar hundaólar við að nauðga tveim táningsdætrum sínum um margra ára skeið. 15.11.2007 15:27
Fjögurra ára stúlka vitni að heimilisofbeldi Tuttugu og sex ára gamall karlmaður var dæmdur í fimm mánaða fangelsi Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir líkamsárás á barnsmóður sína í desember í fyrra. 15.11.2007 15:26
Hvít-Rússar mótmæla bandarískum refsiaðgerðum Stjórnvöld í Hvíta-Rússland kölluðu í morgun sendiherra Bandaríkjamanna á sinn fund til að mótmæla þeirri ákvörðun bandarískra stjórnvalda að frysta bankainnistæður hvít-rússneska olíufyrirtækisins Belnekeftekhim og setja það á svartan lista. Telja Hvít-Rússar að Bandaríkjamenn hafi með þessu rofið viðskiptasáttmála sem er í gildi milli landanna. 15.11.2007 15:23
Áform um a.m.k. tvær kílsilverksmiðjur á landinu Hugmyndir eru uppi um að reisa að minnsta kosti tvær kísilhreinsunarverskmiðjur hér á landi, aðra í Þorlákhsöfn en hina í Helguvík. Enn á þó eftir að ganga frá samningum um orkusölu vegna þeirra. 15.11.2007 15:11
Formaður viðskiptanefndar fagnar rannsókn Samkeppniseftirlitsins Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður viðskiptanefndar Alþingis, fagnar því að Samkeppniseftirlitið skoði meint samráð matvöruverslana. Eins og greint hefur verið frá í dag gerði Samkeppniseftirlitið húsleit hjá Bónus og Krónunni í morgun. 15.11.2007 14:56
Barnaníðingur fékk vinnu á leikskóla Mistök hjá starfsmanni þýsks dómstóls urðu til þess að barnaníðingi var gert að taka út samfélagsvinnu á leikskóla. Þar misnotaði maðurinn tvö börn. 15.11.2007 14:54
Chavez hótar spænskum fyrirtækjum Hugo Chavez forseti Venesúela hótar spænskum fyrirtækjum öllu illu ef Juan Carlos konungur biður hann ekki afsökunar á því að segja honum að halda kjafti. 15.11.2007 14:48
Skýrarir reglur til þess að meta veikindi ökumanna Rannsóknarnefnd umferðarslysa vill að yfirvöld setji sérstækar reglur fyrir lækna til þess að þeir geti komið í veg fyrir að fólk sem er langt leitt af sjúkdómum eða af notkun tiltekinna lyfja setjist undir stýri. 15.11.2007 14:42
Ráðherra skálaði í blóðbergsdrykk Einar K. Guðfinnsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra skálaði í blóðbergsdrykk og gæddi sér á fjallakonfekti, sem var í boði í upphafi ráðstefnu Matís, Matvælarannsóknir Íslands, í dag. 15.11.2007 14:24
Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn frænkum sínum 41 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir ítrekuð og gróf kynferðisbrot gegn sex stúlkum. Þær voru á aldrinum 4 - 13 ára þegar maðurinn framdi brotinn. Ein stúlknana sem maðurinn braut gegn er bróðurdóttur hans. 15.11.2007 14:07
Upplýsingar sem fengust eftir fjölmiðlaumfjöllun voru ástæða húsleitar Samkeppniseftirlitið segir að upplýsingar hafi borist frá einstaklingum og fyrirtækjum í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um matvörumarkaðinn nú um daginn, sem leiddu til þess að húsleit var gerð hjá tveimur aðilum í smásölu og þremur aðilum í innflutningi og heildsölu í dag. 15.11.2007 13:53
Horfir til betri vegar í Hvalfjarðargöngum Einungis eitt prósent ökumanna sem fóru um Hvalfjarðargöng frá mánudegi til miðvikudags reyndist hafa ekið of hratt. 15.11.2007 13:47