Fleiri fréttir

Ákærður fyrir að stela frá vinnuveitandanum

Átján ára gamall fyrrverandi starfsmaður Húsasmiðjunnar, hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Hann er talinn hafa stolið 25 þúsund krónum úr verslun fyrirtækisins í Grafarholti í október í fyrra. Ákæra gegn manninum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Játaði kúrdamorð yfir kaffibolla

Þegar Bandaríkjamenn yfirheyrðu Saddam Hussein fóru þeir mjúku leiðina. Alríkislögreglumaðurinn George Piro eyddi fimm klukkustundum á dag í sjö mánuði við að yfirheyra einræðisherrann.

Happdrættisleyfi SÍBS og DAS verði framlengd

Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að bæði DAS og SÍBS verði áfram heimilt að reka happdrætti til þess að styðja við uppbyggingu félaganna.

Færeyingurinn styður Fogh ekki í innanríkismálum

Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur er strax lentur í vandmálum hvað varðar áframhaldandi stjórn hans á landinu. Í ljós kemur að Edmund Joensen, Færeyingurinn sem skapar Fogh eins atkvæðis meirihluta á þingi ætlar ekki að kjósa um dönsk innanríkismál.

Afnemur gjöld vegna mjólkurvara

Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að svokallað verðmiðlunargjald og verðtilfærslugjald, sem lagt hefur verið á hvern mjólkurlítra sem lagður er inn í afurðarstöð innan greiðslumarkskerfisins, verði afnumið.

Dagmamma undirbýr komu dæmds barnaníðings

"Atvinnuöryggi mínu er stefnt í hættu," segir dagmamma sem rekur daggæslu í sama húsi og barnaníðingurinn Sigurbjörn Sævar Grétarsson keypti nýlega íbúð.

Rúmlega 21 prósent barna finnst þau of feit

Um 21 prósent stráka og 23 prósent stúlkna í 7. bekk finnst þau vera of feit samkvæmt niðurstöðum nýrrar íslenskrar rannsóknar á líðan og lífi íslenskra barna í 5., 6. og 7. bekk. Rannsóknin Ungt fólk 2007 - grunnskólanemar var birt í dag, en hún er unnin af Rannsóknum og greiningu. Í henni kemur einnig fram að 11 prósent barna finnst þau of mjó.

Þrír Vítisenglar ætla í skaðabótamál við ríkið

Þrír norskir Vítisenglar undirbúa nú skaðabótamál gegn íslenska ríkinu eftir að hafa verið vísað úr landi fyrir tveimur vikum. Þeir hafa falið lögmanni sínum, Oddgeiri Einarssyni, að höfða málið.

Óvíst um fjármagn til leitar að ristilkrabbameini

Formaður fjárlaganefndar, Gunnar Svavarsson, vill ekkert um það segja hvort nægilegir fjármunir verði lagðir í hópleit að ristilkrabbameini til að leitin geti hafist strax á næsta ári.

Ekið á gangandi vegfaranda

Ekið var á gangandi vegfaranda á Suðurgötu í Reykjavík í morgun. Að sögn lögreglunnar var um minniháttar atvik að ræða og slasaðist viðkomandi ekki. Þá var ökumaður stöðvaður við umferðareftirlit á Suðurlandsbraut klukkan korter í tíu í morgun. Sá er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna.

Áfram unnið að virkjunum í neðri hluta Þjórsár

Landsvirkjun getur nýtt alla þá orku sem fæst úr virkjununum þremur sem áformað er að reisa í neðri hluta Þjórsár þar sem eftirspurnin eftir orku er langt umfram framboð, segir upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar.

Íslendingum boðið að kynna jarðvarmann í Brussel

Íslendingum hefur verið boðið að kynna möguleika á sviði jarðvarma í Brussel í lok janúar en þá stendur Evrópusambandið fyrir kynningarviku um endurnýjanlega orkugjafa. Þetta kom fram á fundi Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra og Andris Piebalgs, en hann er yfirmaður orkumála í framkvæmdastjórn ESB.

Móðir látins barns fundin

Það vakti mikinn óhug í Danmörku þegar hálft lík af nýfæddu barni fannst í vörubílsfarmi af gróðurmold í grennd við Álaborg í síðasta mánuði.

Afmælisrit SUS um Davíð Oddsson sextugan

Samband ungra sjálfstæðismanna vinnur nú að útgáfu rits til heiðurs Davíðs Oddssyni, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Davíð verður sextugur þann 17. janúar næstkomandi.

Meira en helmingur ók of hratt um Víkurveg

Fimmtíu og fimm prósent ökumanna sem óku Víkurveg í norðurátt að Hallsvegi í Grafarvogi á einni klukkustund í gær fóru of hratt og eiga von á sektum frá lögreglu.

Óljóst hvort þingsköp voru brotin

„Ég á eftir að fara yfir málið með þeim varaforseta og starfsmanni sem stóð vaktina," segir Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, um þingfund í gær. Skyndileg breyting varð á dagskrá fundarins þegar Björn Bjarnason dómsmálaráðherra átti samkvæmt dagskrá að kynna frumvarp um breytingar á hegningalögum. Sturla Böðvarsson var fjarverandi og Kjartan Ólafsson, varaforseti var í forsetastól.

Það á að hengja homma

Íranskur ráðherra sagði á einkafundi með breskum þingmönnum í maí síðastliðnum að það ætti að hengja samkynhneigða.

Afhenda ekki bíla úr bílakirkjugarði

Almenningur getur ekki fengið afhenta bíla sem fargað hefur verið í endurvinnslu Hringrásar í Sundahöfn. Tryggvi Sigurðsson skrifstofustjóri fyrirtækisins segir að almennt sé fólk að henda rúmlega 14-15 ára gömlum bílum. Þeir nýjustu séu um 10 ára. Bílarnir eru nánast allir það illa farnir að ekki borgi sig að gera við þá; „Þess vegna er fólk að losa sig við þá,“ segir Tryggvi.

Toyota Hilux aftur í sölu

Toyota umboðið í Noregi er aftur byrjað að selja Toyota Hilux pallbíla. Tilkynnt var um sölustopp í gær eftir að bíllinn hafði næstum oltið í elgsprufu sænska bílablaðsins Teknikens Värld.

Rasmussen býður Khader samstarf

Ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen hélt velli í dönsku þingkosningunum í gær en þarf að reiða sig á stuðning frá fæereyska þingmanninum Edmund Joensen úr Sambandsflokknum sem er systurflokkur Venstre. Rasmussen hefur boðið Khader til samstarfs.

Hætt við útboð á Gjábakkavegi

Vegagerðin er hætt við útboð á lagningu Gjábakkavegar á milli Þingvalla og Laugarvatns. Ástæðan er að í Bláskógabyggð gleymdist að gera nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi þannig að í gildandi skipulagi er ekki gert ráð fyrir fyrirhuguðum vegi.

Krókódíll stöðvaði ræningja á flótta

Ræningi í Flórída fór úr öskunni í eldinn þegar hann reyndi að sleppa undan armi laganna með því að synda yfir tjörn í Miami. Maðurinn virti viðvaranir á skiltum á bakka tjarnarinnar að vettugi og stakk sér til sunds.

Blackwater brotlegir í Bagdad

Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur komist að því að liðsmenn öryggisfyrirtækisins Blackwater hafi drepið að minnsta kosti 14 saklausa borgara í Írak sextánda september.

Frakkar leggja niður vinnu

Starfsmenn frönsku járnbrautanna fóru í verkfall í gærkvöldi og er búist við gríðarlegum töfum af þeim völdum nú í morgunsárið þegar fólk heldur til vinnu sinnar. Verkfall er einnig hafið í gas- og rafmagnsveitunum segja stjórnmálaskýrendur að næstu dagar verði gríðarleg þolraun fyrir Nicholas Sarkozy og ríkisstjórn hans.

Ók á hreindýr við Höfn í Hornafirði

Ekið var á hreindýr í Nesjum, vestan við Höfn i Hornafirði í gær, og drapst dýrið. Mikið er um hreindýr á þessum slóðum og varar lögregla ökumenn við þeim. Annar ók yfir á rauðu á gatnamótum í Akureyrarbæ í gærkvöldi og lenti þar á bíl á ferð, en engan sakaði í bílunum.

Ríkisstjórn Rasmussens hélt velli

Ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, fékk stuðning til áframhaldandi starfa fyrir þjóðina í þingkosingum í landinu í dag.

Steingrímur í kosningavímu í Köben

"Það er rosaleg stemmning hérna og formaðurinn var að klára ræðuna sína. Hann var að vonum hylltur og tekið sem þjóðhetju," segir Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna sem staddur var í Pumpehuset í miðborg Danmerkur á kosningavöku Sósíalíska Þjóðarflokksins.

Kalla eftir upplýsingum um fyrirætlanir OR

Meirihlutinn í borgarstjórn hefur falið Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að kalla eftir öllum upplýsingum um fyrirætlanir Orkuveitu Reykjavíkur í virkjanamálum.

Ofbeldi gegn kynferðisafbrotamönnum fer minnkandi

Sigurbjörn Sævar Grétarsson sem hlaut fjögurra ára fangelsisdóm fyrir kynferðislegt ofbeldi var í viðtali við Kastljósið fyrr í kvöld. Þar sagði hann meðal annars að ofbeldi gegn kynferðisafbrotamönnum innan veggja fangelsins hafi minnkað á síðustu 2-3 árum.

Hægri stjórnin þarf ekki stuðning Khader

Þegar búið er að telja 20% atkvæða í dönsku þingkosningunum er hægri stjórn Anders Fogh með hreinan meirihluta á þingi og þarf ekki að reiða sig á stuðning Ny Alliance flokks Naser Khader.

Fyrstu tölur benda til að danska stjórnin haldi velli

Fyrstu tölur í dönsku þingkosningunum benda til að hægri stjórn Anders Fogh Rasmussen haldi. Þegar búið er að telja tæp 9% atkvæða eru hægri flokkarnir með 97 þingsæti á móti 82 þingsætum vinstriflokkana.

Dómur yfir morðingja Gísla í desember

Dómsuppkvaðningu í máli Willie Theron - sem var sakfelldur í gær fyrir morðið á Gísla Þorkelssyni - hefur verið frestað fram í desember. Dómari í Jóhannesarborg í Suður-Afríku greindi frá þessu í morgun en dómsuppkvaðning hafði verið boðuð í dag.

Fimm konum nauðgað um helgina

Fimm konum var nauðgað um helgina, að sögn deildarstjóra Neyðarmóttöku nauðgana. Þrjár þeirra áttu sér stað í heimahúsum og tvær í miðbæ Reykjavíkur. Ein kona hefur kært til lögreglu.

Kjörstöðum lokað, Fogh með nauma forystu

Kjörstöðum í Danmörku var lokað fyrir nokkrum mínútum. Samhliða var birt síðasta útgönguspá TV 2 sem sýnir að Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra og samsteypustjórn hans hefur nauma forystu.

Björn sakaður um hervæðingu

Dómsmálaráðherra var sakaður á Alþingi í dag um hervæðingu og að fela ríkislögreglustjóra of mikið vald með frumvarpi um breytingar á almannavörnum.

Khader virðist í oddastöðu í Danmörku

Samkvæmt nýrri útgönguspá sem TV 2 var að birta í Danmörku virðist Naser Khader og flokkur hans Ny Alliance vera í oddastöðu eftir kosningarnar. Þingsætin skiptast nær hnífjafnt á milli hægri og vinstriflokkana samkvæmt TV 2 eða 85 á móti 84.

Lýsa þungum áhyggjum af áfengisfrumvarpi

SAMAN-hópurinn svokallaði, sem meðal annars vinnur gegn unglingadrykkju, lýsir þungum áhyggjum af frumvarpi um sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum.

Sjá næstu 50 fréttir