Fleiri fréttir

Björgólfur Guðmundsson styrkir RÚV

Björgólfur Guðmundsson athafnamaður hefur gert samning við Ríkisútvarpið um að styrkja félagið næstu þrjú ár til þess að stórefla íslenska dagskrárgerð í sjónvarpi.

Óttast að fleiri árásir fylgi í kjölfarið

Kyrkonkyla skólinn í finnska bænum Kyrkslatt hefur verið rýmdur vegna hótunar. Lögregla er sögð taka hótunina alvarlega en Finnar eru enn í sárum vegna skotárásar í bænum Tuusula þar sem níu lágu í valnum.

Fundu landaverksmiðju í Þorlákshöfn

Lögreglan á Selfossi handtók í gær karlmann af erlendum uppruna eftir að 140 lítrar af landa og 75 lítrar af gambra fundust heimili hans í Þorlákshöfn í gær.

Gæslumenn sækja Puma-þyrlu

Flugáhöfn frá Landhelgisgæslunni er nú í Noregi að sækja Puma-þyrlu sem bætast mun í flugflota Gæslunnar um leið og veðurskilyrði verða til flugs yfir hafið.

Saksóknari gagnrýnir Kastljósið

Helgi Magnússon hjá efnhagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér greinargerð vegna fréttaskýringar sem birtist í Kastljósinu á miðvikudagskvöld. Telur hann umfjöllunin einhliða og villandi.

Vilja alþjóðaflugvöll á Suðurlandi

Samgöngunefnd Sambands sunnlenskra sveitarfélaga hvetur til þess að hafinn verði undirbúningur að gerð alþjóðaflugvallar á Suðurlandi.

Arnold í dómsmáli gegn Bush

Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri Kaliforníu leiðir nú hóp 14 ríkisstjóra í málaferlum þeirra gegn Bush-stjórninni.

Risaolíufundur undan strönd Brasilíu

Stjórnvöld í Brasilíu hafa tilkynnt að nýr olíufundur við strendur landsins geti gert það að verkum að Brasilía skipir sér í hóp mestu olíuframleiðenda í heiminum.

Bhutto umkringd af lögregluliði

Lögreglumenn á brynvörðum ökutækjum hafa umkringt heimili Benazir Bhutto í Pakistan nokkrum tímum áður en hún átti að koma fram á fjölmennum mótmælafundi í borginni Rawalpindi í dag.

Þremur sleppt úr haldi eftir líkamsárás

Þremur mönnum á fertugsaldri var sleppt úr haldi lögreglunnar í Reykjanesbæ í gærkvöldi, að loknum yfirheyrslum vegna alvarlegrar líkamsárásar þar í bæ í fyrrinótt.

Þúsundir Breta flýja undan sjávarflóðbylgju

Tugir þúsunda Breta búa sig nú undir eitt versta sjávarflóð í áratugi sem skella mun á austurströnd landsins eftir um tvo tíma. Starfsmenn flóðavarna Hollands eru í viðbragðsstöðu af sömu sökum.

Stórsmyglarar áfram í gæslu

Gæsluvarðhald yfir þremur mönnum sem eru í haldi vegna Pólstjörnumálsins svokallaða var framlengt um sex vikur í gær. Þeir munu því sitja inni til 20. desember.

Þriðja mest lesna blaðið

Danmörk Lesendahópur Nyhedsavisen, systurblaðs Fréttablaðsins í Danmörku, heldur áfram að vaxa. Samkvæmt nýrri könnun er blaðið með 550 þúsund lesendur, en í síðustu könnun mældist það með 503 þúsund lesendur.

Einn farþegi Titanic á lífi

Annar af tveimur eftirlifandi farþegum skipsins Titanic lést 16. október síðastliðinn á bresku hjúkrunarheimili.

Musharraf vill kosningar 15. febrúar

„Pakistanar munu ganga að kjörborðinu þann 15. febrúar næstkomandi,“ segir Pervez Musharraf forseti og hershöfðingi landsins. Musharraf tilkynnti um þetta eftir að George W. Bush Bandaríkjaforseti hafði lagt hart að honum að halda kosningar í janúar, eins og búið var að ákveða.

Smyglskútumenn í sex vikna gæsluvarðhald

Bjarni Hrafnkelsson, Einar Jökull Einarsson og Guðbjarni Traustason, sem allir eru grunaðir um aðild að smyglskútumálinu á Fáskrúðsfirði, voru í dag dæmdir í sex vikna gæsluvarðhald, fram til 20. desember.

Finnsk börn í miklu áfalli eftir skotárás

Gunnþóra Hafsteinsdóttir sem kennir í grennd við Jokela-menntaskólann segir finnsk börn í miklu áfalli eftir að átján ára gamall piltur skaut átta manns til bana í skotárás í gær. Hún segir erfitt að horfast í augu við það sem hefur gerst.

Fundað um málefni orkufyrirtækjanna

Sjálfstæðisfélögin í Reykjanesbæ héldu fjölmennan fund um málefni Hitaveitu Suðurnesja í Njarðvíkurskóla í kvöld. Frummælendur á fundinum voru Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja, Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, og Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja.

Tony Blair tekur kaþólska trú

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands mun taka kaþólska trú, líklega fyrir lok þessa mánaðar.

Þrír nazistar fengu lífstíðar fangelsi

Hæstiréttur Ítalíu staðfesti í dag lífstíðar fangelsisdóm yfir þrem foringjum í SS sveitum nazista sem myrtu 560 íbúa þorpsins Sant 'Anna di Stazzema í Toscana héraði.

Tólf ára gamall drengur slasaðist í árekstri við bíl

Tólf ára gamall drengur slasaðist þegar hann hjólaði harkalega á bifreið í Reykjanesbæ um klukkan tvö í dag. Drengurinn skall á bifreiðinni og mun hafa rotast en ekki skaðast að öðru leyti. Hann var ekki með reiðhjólahjálm.

Bifreið brann í Engjaseli

Bifreið brann til kaldra kola í Engjaseli rétt fyrir klukkan fimm í dag. Að sögn slökkviliðsins var bifreiðin mannlaus þegar eldurinn kom upp en eldsupptök eru ekki kunn.

Nýtt leikrit eftir Havel

Nýtt leikrit eftir Vaclav Havel, fyrrverandi forseta Tékklands kemur í bókabúðir síðar í þessum mánuði.

Mannréttindi samþætt í utanríkisstefnuna

Mannréttindi eiga að vera samofin öllu atferli í utanríkisstefnu Íslendinga, sagði utanríkisráðherra þegar hann gaf Alþingi skýrslu um utanríkismál í dag. Formaður Vinstri grænna segir sömu hernaðarhyggjuna og áður ráða áherslum ríkisstjórnarinnar í varnarmálum.

Dómur yfir bílaþjófi mildaður

Hæstiréttur mildaði dóm yfir karlmanni sem sakfelldur var fyrir að stela bíl og keyra hann í klessu. Maðurinn var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti eins og í héraðsdómi en í héraðsdómi voru þrír mánuðir af dómnum óskilorðsbundnir

Milljóna tjón af völdum hraðahindrana

Hraðahindrandir á götum höfuðborgarinnar valda skemmdum á strætisvögnum upp á margar milljónir króna á ári hverju. Verst er ástandið á leið 28 í Kópavogi en þar hafa þrír gírkassar eyðilagst það sem af er þessu ári. Hver viðgerð kostar um eina milljón. Strætó bs. og borgaryfirvöld funda um málið á næstunni.

Dómi vegna blygðunarbrots vísað heim í hérað

Hæstiréttur hefur ómerkt og sent heim í hérað dóm yfir karlmanni sem dæmdur var í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir húsbrot, brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum.

Bruninn á Grettisgötu: Eigandinn vaktaði húsið

Sigurður Ólason eigandi Grettisgötu 61 sem kviknaði í í nótt segist sjálfur hafa vaktað húsið í vikunni. Hann sagði i leigjendum upp um mánaðarmótin og enginn hefur verið í húsinu síðan um helgina.

Tófan Birta aflífuð af lögreglu

"Þetta var algjör óþarfi," segir Kristján Einarsson grenjaskytta á Flateyri en tófan Birta, sem hann hefur haft sem húsdýr í garði sínum frá því í vor, var aflífuð í gær.

Sex mánaða fangelsi fyrir árás með glerflösku

Hæstiréttur staðfesti í dag hálfs árs fangelsisdóm héraðsdóms yfir karlmanni sem ákærður var fyrir líkamsárás. Manninum var gefið að sök að hafa slegið annan karlmann með glerflösku í andlitið þannig að hún brotnaði og fórnarlambið hlaut tvo alldjúpa skurði fyrir ofan vinstra auga.

Sjö létust þegar brú í Dubai hrundi

Sjö manns létust og meira en 15 manns slösuðust þegar brú sem var í byggingu féll saman í Dubai fyrr í dag. Samkvæmt heimildum lögreglu virðist hrun brúarinnar vera afleiðing galla í byggingarvinnunni.

Félagasamtök barna með geðraskanir styrkt

Jón Gnarr hleypti í dag af stokkunum verkefninu Þú gefur styrk sem er á vegum Sparisjóðsins og félagasamtaka barna og unglinga með geðraskanir. Jón hefur tekið þátt í starfi ADHD samtakanna, sem eru ein þeirra samtaka sem styrkt eru í ár. Samtökin eru til stuðnings fólki með athyglisbrest og ofvirkni.

Sjá næstu 50 fréttir