Fleiri fréttir

Dillandi göngulag kvenna villandi

Dillandi göngulag kvenna er líklegt til að vekja athygli karlmanna á konum, en er ekki merki um að þær séu tilbúinar að ala af sér börn. Rannsókn við Queen háskólann í Ontarío í Kanada leiddi þetta í ljós en í henni var meðal annars skoðað magn kynhormóna í munnvatni kvenna.

Íbúðalánsjóður veitti 13.500 viðbótarlán á fimm árum

Íbúðalánsjóður veitti alls 13.500 viðbótarlán vegna íbúðakaupa á árunum 1999 til 2004. Þetta kemur fram í svari Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra við fyrirspurn Birkis J. Jónssonar, alþingismanns, um félagslegar íbúðir og málefni íbúðalánasjóðs.

Byssumaðurinn skildi eftir sjálfsmorðsbréf

Finnska lögreglan segir að byssumaður sem varð átta manns að bana í menntaskóla í Tuusula í gær hafi skrifað sjálfsmorðsbréf áður en hann framdi ódæðin. Hún hefur einnig til rannsóknar hatursfull skrif sem hann skildi eftir sig á internetinu þar sem hann lýsti vanþóknun sinni á samfélaginu.

Lagt til að kaup á vændi verði gert refsivert

Lagt er til að Íslendingar innleiði hina svokölluðu sænsku leið og geri kaup á vændi refisvert samkvæmt frumvarpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Alls standa níu þingmenn úr þremur flokkum á bak frumvarpið.

Lögreglumenn á Selfossi sýknaðir eftir bumbuslagsmál

Tveir lögreglumenn frá Selfossi voru í dag sýknaðir af tæplega 16 milljón króna skaðabótakröfu frá konu sem heldur því fram að örorka sem hún hlaut eftir slys árið 2003 megi rekja til fyllerísláta lögreglumannanna.

Skipulagstillögur á Kársnesi formlega slegnar út af borðinu

Á fundi skipulagsnefndar Kópavogs síðastliðinn þriðjudag var tekin formleg ákvörðun um að hafna skipulagstillögunum sem lagðar voru fram í júlí um breytt aðal-, deili- og svæðisskipulag fyrir hafnarsvæði Kársness. Þetta var staðfest á fundi bæjarráðs í dag. Tillögurnar féllu í grýttan jarðveg hjá íbúum á Kársnesinu og bárust bæjaryfirvöldum um 1700 athugasemdir vegna málsins. Ákveðið var að draga í land með uppbyggingu á nesinu og var sú ákvörðun staðfest formlega á þriðjudag.

Skorinn upp á höfði í stað hnés

Emanuel Didas sem lagður var inn á sjúkrahús í Tansaníu eftir mótorhjólaslys og beið eftir hnéuppskurði liggur nú meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir uppskurð á höfði. Spítalinn gerði þessi afdrifaríku mistök eftir að nöfnum tveggja sjúklinga var ruglað saman, en mennirnir bera sama fornafn.

Tveir látnir eftir þyrluslys á Ítalíu

Tveir eru látnir eftir að bandarísk þyrla hrapaði til jarðar á Ítalíu í dag. Þyrlan var að gerðinni Blackhawk og hrapaði til jarðar á norðurhluta Ítalíu með 10 manns um borð. Að minnsta kosti tveir þeirra eru látnir samkvæmt heimildum lögreglu.

Neyðarástand í Georgíu

Neyðarástand ríkir nú í Tblisi höfuðborg Georgíu eftir að átök milli lögreglu og stjórnarandstæðinga í mótmælum í gær. Öll mótmæli eru nú bönnuð í landinu og einungis ríkissjónvarpið getur sent út efni.

Segir ráðherra skaða samningsstöðu Íslands

Misvísandi skilaboð ráðherrra varðandi afstöðu til íslenska ákvæðisins í loftlagssamningi Sameinuðu þjóðanna getur skaðað samningsstöðu Íslands. Þetta kom fram í máli Sivjar Friðleifsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, á Alþingi. Sagði hún ráðherrana tala í kross.

Landsvirkjun skiptir yfir í dollara

Ríkisfyrirtækið Landsvirkjun hættir að nota krónuna sem starfrækslumynt um áramót og skiptir yfir í bandaríkjadollar. Þetta gerist samhliða ákvörðun um að færa bókhald samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum, sem veldur því að heimsmarkaðsverð á áli hefur framvegis mun meiri áhrif á efnahag fyrirtækisins.

Útiloka ekki íkveikju á Grettisgötu

Enn er allt á huldu um eldsupptök í íbúðarhúsi við Grettisgötu í nótt, en rýma þurfti nokkur íbúðarhús í grendinni vegna reyks. Ekki er útilokað að kviknað hafi í af mannavöldum.

Geðheilsa ekki könnuð þegar veitt er skotvopnaleyfi

Geðheilsa manna er ekki könnuð þegar veitt er skotvopnaleyfi á Íslandi. Skilyrði fyrir slíku leyfi eru mjög svipuð á Íslandi og í Finnlandi. Tæplega þrettán þúsund og sjöhundruð einstaklingar eru með skotvopnaleyfi hér á landi.

Musharraf tilkynnir kosningar í febrúar

Pervez Musharraf forseti Pakistan tilkynnti í dag að hann myndi halda kosningar í landinu fyrir 15. febrúar næstkomandi samkvæmt heimildum ríkissjónvarps landsins. Musharraf hefur verið undir þrýstingi að halda sig við upphaflega tímasetningu kosninganna í janúar frá því hann setti á neyðarlög síðasta laugardag.

Hraðakstur í Grænatúni

Brot 50 ökumanna voru mynduð í Grænatúni í Kópavogi í gær. Lögregla fylgdist með ökutækjum sem var ekið Grænatún í austurrátt. „Á einni klukkustund, eftir hádegi, fór 71 ökutæki þessa akstursleið og því ók mikill meirihluti ökumanna, eða 71%, of hratt eða yfir afskiptahraða,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.

Öryggi á norðurslóðum nýtt forgangsmál í íslenskri utanríkisstefnu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, lagði áherslu á aukna þátttöku Íslands í þróunarverkefnum og friðargæslu í munnlegri skýrslu sinni um utanríkismál á Alþingi í morgun. Þá sagði hún öryggi á norðurslóðum nýtt forgangsmál í íslenskri utanríkisstefnu.

Leigubílstjóri: Leigubílstjórar nenna ekki að vera í miðbæ Reykjavíkur

Það er bull og vitleysa að leigubílstjórar þori ekki í miðbæ Reykjavíkur um helgar vegna ástandsins þar, eins og Kristján L. Möller, samgönguráðherra sagði í gær á Alþingi. Staðreyndin er sú að leigubílstjórar nenna ekki í miðbæinn um helgar. Þetta segir Lúðvík Friðriksson, leigubílstjóri hjá Hreyfli sem segist vera orðinn langþreyttur á umræðunni um ástandið í miðbænum.

NATO veitti ekki heimild til fangaflugs

NATO veitti ekki heimild til fangaflugs. Þetta kom fram í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra á Alþingi. Ráðherra hefur ákveðið að hlutast til um að þingmenn í utanríkisnefnd fái aðgang að NATO-skjölum.

Telur umhverfisáhrif vegna Bitruvirkjunar ekki umtalsverð

Umhverfisstofnun leggst ekki gegn Bitruvirkjun sem Orkuveita Reykjavíkur áformar að reisa á Hengilssvæðinu og telur að með fullnægjandi mótvægisaðgerðum sé ekki líklegt að umhverfisáhrif virkjunarinnar verði umtalsverð.

Íbúar Tuusula í algjöru sjokki

„Hér ríkir gríðarleg sorg og reiði eftir þessi voðaverk og fólk er í algjöru sjokki,“ segir Bryndís Hólm, fréttaritari Stöðvar 2. Hún er stödd fyrir utan Jokela-skólann í Tuusula í Finnlandi þar sem byssumaður skaut átta manns til bana í gær. Hún segir reiði fólks aðallega beinast að því af hverju ekki var hægt að koma í veg fyrir voðaverkin.

Franskar herþotur á Íslandi á næsta ári

Franskar flugsveitir verða staðsettar á Íslandi í fimm til sex vikur næsta vor. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra á Alþingi í morgun.

Vilja efla kristinfræðikennslu í grunnskólum

Hópur kristinna trúfélaga sem stendur fyrir svokallaðri bænagöngu á laugardag hefur sent alþingismönnum og sveitarstjórnarmönnum bréf þar sem farið er fram á það að kristinfræðikennsla verði efld í grunnskólum og að kristið siðferði fái aukið vægi í menntun og uppeldi komandi kynslóða.

Khader sakaður um að hafa keypt svarta vinnu

Danska slúðurblaðið Se og Hör hefur aftur birt frétt um að Naser Khader formaður Ny Alliance flokksins hafi keypt svarta vinnu við endurbætur á íbúð sinni. Það er þrítugur iðnaðarmaður frá Vanlöse sem heldur þessu fram.

Fyrirtækjarekstur gæti komið Rudy í koll

Rudi Giuliani er einn af fáum stjórnmálamönnum í Bandaríkjunum sem sóst hafa eftir forsetaembættinu, á sama tíma og þeir reka einkafyrirtæki. Þetta gæti komið honum í koll í baráttunni við að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins.

Engan sakaði í eldsvoða á Grettisgötu

Nokkur íbúðarhús voru rýmd við Grettisgötu í nótt, eftir að eldur kom upp í húsi númer 61 við götuna og mikinn reyk lagði frá því. Engan sakaði

Finnski fjöldamorðinginn lést á sjúkrahúsi

Nemandinn sem gekk berserksgang í menntaskóla í bænum Tuusula í suðu Finnlandi í dag lést af völdum skotsárs sem hann veitti sjálfum sér. Pilturinn sem var 18 ára gamall, myrti sjö nemendur og einn kennara áður en hann skaut sjálfan sig. Hann hét Pekka Eric Auvinen.

Ólafur Ragnar sendi Halonen samúðarkveðju

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi í kvöld Tarja Halonen forseta Finnlands samúðarkveðju. Finnska þjóðin er felmtri slegin yfir atburðunum í Tuusula fyrr í dag þegar nemandi í menntaskóla myrti átta manns.

Belgía að klofna

Stjórnarkreppan í Belgíu dýpkaði enn í dag þegar Vallónar stormuðu út af samningafundi eftir að Flæmingjar þvinguðu í gegn atkvæðagreiðslu um að skipta upp kjördæminu sem Brussel tilheyrir.

Forsætis- og umhverfisráðherra ósammála

Forsætisráðherra og umhverfisráðherra eru á öndverðum meiði varðandi hvort Íslendingar eigi að sækjast eftir sérákvæði í samningum um endurnýjun Kyoto samkomlagsins. Bæði eru þó sammála um að mikilvægast sé að fá stærstu mengunarþjóðirnar inn í samninginn.

Fundað um öryggis- og varnarmál

Á mánudaginn var fór fram fyrsti reglulegi samsráðsfundur embættismanna á grundvelli samkomulags Íslands og Danmerkur um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Fundurinn fór fram í Kaupmannahöfn og tóku þátt í honum embættismenn frá utanríkisráðuneytinu, forsætisráðuneytinu og dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að umfjöllunarefni fundarins hafi verið sameiginleg hagsmunamál og viðfangsefni á Norður-Atlantshafi og aukið hagnýtt samstarf á ýmsum sviðum.

Allir oní skúffu

Þegar Alastair Gibson listmunafræðingur hjá Southebys heyrði konu segja; "Ég á svona vasa," varð hann forvitinn og gaf sig á tal við hana.

Kviknaði í rafmagnstöflu í Vesturhúsum

Eldur kom upp í Vesturhúsum í Grafarvogi nú fyrir skömmu. Slökkvi´- og sjúkralið fór á vettvang en húsráðendum hafði tekist að slökkva eldinn sem kom upp í rafmangstöflu áður en liðið kom á vettvang. Skemmdir urðu litlar að því er virðist og enginn kenndi sér meins. Reykræsta þurfti húsið sem er tvíbýli.

Fokkerinn kominn til Reykjavíkur

Fokker-vélinni, sem nauðlenti á Egilsstaðaflugvelli í gærkvöldi, var flogið aftur til Reykjavíkur nú síðdegis að viðgerð lokinni.

Lögregla varar við umferð um Mýrdalssand

Mikil snjókoma er nú á Mýrdalssandi og varar lögreglan á Hvolsvelli fólk við því að fara yfir sandinn á vanbúnum bílum. Tveir bílar hafa oltið á veginum í dag en ökumenn og farþegar sluppu blessunarlega án meiðsla.

Sjá næstu 50 fréttir