Fleiri fréttir Ráðgjafastarf Regnbogabarna lagt niður Töluverðar breytingar verða gerðar á starfsemi samtakanna Regnabogabörn á næstunni. Eina stöðugildi samtakanna verður lagt niður um áramótin vegna fjárskorts. 31.10.2007 10:47 Írak fjölgar varðstöðvum á landamærum Tyrklands Stjórnvöld í Írak hafa sett upp fleiri eftirlitsstöðvar við landamærin að Tyrklandi, til þess að hindra árásarferðir Kúrdiskra skæruliða. 31.10.2007 10:36 Forsætisráðherra afneitar lesbískri dóttur Jafnréttisbaráttufólk í Kambódíu hefur harðlega gagnrýnt Hun Sen forsætisráðherra fyrir að reyna að afneita ungri fósturdóttur sinni vegna þess að hún er samkynhneigð. 31.10.2007 10:23 Vó salt á hlöðnum kanti Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í Hnífsdal um sjöleytið í morgun vegna hálku með þeim afleiðingum að bíllinn rann útaf veginum og stoppaði ofan á hlöðnum kanti í fjöruborðinu þar sem hann síðan vó salt. Engan sakaði. 31.10.2007 10:13 Samkeppnishæfni Íslands minnkar Ísland fellur um þrjú sæti, úr því tuttugasta í það tuttugasta og þriðja, á lista World Economic Forum, eða Alþjóðlegu efnahagsstofnuninni, yfir samkeppnishæfni landa sem mæld er með samkeppnisvísitölu. 31.10.2007 09:45 Vöruskiptahalli minnkar milli ára Vöruskiptajöfnuður við útlönd reyndist nærri 78 milljarðar á fyrstu níu mánuðum ársins samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birtir í dag. Það er 33 milljörðum króna minni halli en á sama tíma í fyrra. 31.10.2007 09:10 Lyfjafyrirtæki svindla á þróunarríkjunum Lyfjafyrirtæki víðsvegar úr heiminum reyna að lokka lækna í þróunarríkjunum til þess að kaupa af sér lyf með því að bjóða þeim alls kyns fríðindi, allt frá þvottavélum til dýrra bifreiða. 31.10.2007 07:46 Mikill verðmunur á leikföngum Áttatíu og fjögurra prósenta verðmunur er á vinsælu dúkkuhúsi, eftir því hvar það er keypt, samkvæmt athugun Neytendasamtakanna. 31.10.2007 07:15 2600 milljörðum varið í njósnir Bandarísk stjórnvöld segjast hafa varið rúmum tvöþúsund og sexhundruð milljörðum íslenskra króna í njósnir á þessu ári. Þetta er í fyrsta sinn í áratug sem Bandaríkjamenn upplýsa um kostnað við njósnir. Upphæðin sem þeir verja í njósnir nú er um það bil tvöfalt hærri en hún var fyrir tíu árum. Ekki verður upplýst nákvæmlega um það í hvað fjármagnið var notað vegna þjóðaröryggishagsmuna. 31.10.2007 07:12 Þúsundir barna gegna hermennsku í Búrma Talið er að þúsundir barna gegni hermennsku fyrir herinn í Búrma. Mannréttindavaktin, sem eru amerísk mannréttindasamtök, segja í nýútkominni skýrslu sinni, að allt að 10 ára gömul börn séu neydd til að skrá sig í herinn með ofbeldi og hótunum um handtöku. Stjórnvöld í Búrma hafa fullyrt að þau reyni að koma í veg fyrir að börn starfi fyrir herinn en Mannréttindavaktin vill að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna beiti stjórnvöld þar hörðum refsingum vegna þessara meintu mannréttindabrota. 31.10.2007 07:00 Einkareknir spítalar dýrari en opinberir Einkareknir spítalar í Danmörku kosta skattgreiðendur mun meira en ríkisreknu spítalarnir segir dagblaðið 24 stundir, sem er dreift ókeypis þar í landi. 31.10.2007 07:00 Írösk stjórnvöld setja lög um málaliða Ríkisstjórnin í Írak hefur lagt fram lagafrumvarp fyrir þingið, sem felur í sér að erlendir málaliðar sem starfa í landinu heyri undir írösk lög. Slík lög myndu koma í veg fyrir að hægt sé að veita þeim friðhelgi. 31.10.2007 07:00 Fundu aðskotahlut í hjólabúnaði Dash vélar Sérfræðingar hjá dönsku Flugslysanefndinni fundu aðskotahlut í hjólabúnaði Dash vélarinnar sem hlekktist á lendingu á Kastrup-flugvelli á laugardaginn. Um er að ræða gúmmíhring sem ekki tilheyrir hjólabúnaðinum. 30.10.2007 23:38 Konungur belgískra strokufanga handtekinn í Hollandi Hinn ókrýndi konungur strokufanga í Belgíu, Nordin Benallal, var handtekinn í Hollandi í dag eftir misheppnað rán þar í landi. Benallal strauk úr fangelsi í Belgíu á sunnudaginn eftir að hann og félagar hans tóku tvo fangaverði í gíslingu. 30.10.2007 23:13 Köstuðu snjóboltum í bifreiðar á ferð Lögreglan á Hvolsvelli hafði í vikunni hendur í hári ungmenna sem höfðu gert það að leik sínum að kasta snjóboltum í bifreiðar sem ekið var yfir Ytri-Rangá. Hætt var við að ökumenn misstu stjórn á bifreiðum sínum vegna athæfis ungmennanna að sögn lögreglu. 30.10.2007 22:11 Telur Norðurlöndin geta haft áhrif á þróun umhverfismála Stór ríki á borð við Bandaríkin og Kína þurfa að samþykkja takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda til þess að árangur náist í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, í sjónvarpsþættinum Standpunkt í norska ríkissjónvarpinu, NRK 1, í kvöld. 30.10.2007 21:54 Hefja samþættingu heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu Heilbrigðisráðuneytið hefur hafið undirbúning að samþættingu heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu í samræmi við tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og ráðuneytisins. Nú þegar hafa nokkur sveitarfélög leitað eftir samstarfi um slíka samþættingu. 30.10.2007 21:41 Fjórði Pólverjinn handtekinn vegna nauðgunarinnar á Selfossi Fjórði maðurinn hefur verið handtekinn vegna nauðgunar sem kærð var til lögreglunnar á Selfossi um helgina. Þrír höfðu áður verið handteknir en sá fjórði var handtekinn í þágu rannsóknarinnar að sögn lögreglu. 30.10.2007 20:13 Tvær bílveltur og einn útafakstur Bílvelta varð á Biskupstungnabraut við Spóastaði um klukkan fjögur í dag. Þrír voru í bílnum ásamt ökumanni en enginn slasaðist alvarlega. Bíllinn skemmdist mikið. 30.10.2007 20:02 Sólarspegill alþjóðlegu geimstöðvarinnar skemmdist Sólarspegill alþjóðlegu geimstöðvarinnar skemmdist í dag þegar geimfarar úr áhöfn Discovery voru að skoða bilun í tækjabúnaði hans. Hlutar spegilsins rifnuðu í burtu þegar hann var dreginn út til skoðunar. 30.10.2007 20:00 Þrír Tyrkir láta lífið í Írak Þrír tyrkneskir hermenn hafa látið lífið síðasta sólarhring í átökum á svæðum Kúrda í norðurhluta Íraks. Tyrkneskar herþyrlur gerðu árásir á stöðvar Kúrda í dag en ekki liggur fyrir hvort mannfall hafi orðið. 30.10.2007 20:00 Fjórir létust og þrjár verksmiðjur eyðilögðust í eldsvoða Fjórir létu lífið í miklum eldsvoða á iðnaðarsvæðum í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum í dag. Þrjár verksmiðjur eyðilögðust í eldsvoðanum. 30.10.2007 20:00 Hótar innrás á Gaza ströndina Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísrael, hótaði því í dag að Ísraelsmenn myndu gera innrás á Gaza ströndina til þess að koma í veg fyrir frekari eldflaugaárásir Palestínumanna. 30.10.2007 19:45 Leggja áherslu á hækkun lægstu launa í komandi kjarasamningum Lögð verður megináhersla á hækkun lægstu launa og kaupmáttaraukningu í komandi kjarasamningum að sögn Sigurðar Bessasonar, formanns samningarnefndar Flóafélaganna og Boðans. Þetta kom fram á fundi félaganna með Samtökum atvinnulífsins í dag. 30.10.2007 19:30 Reiknað með töfum í Hvalfjarðargöngum í nótt Búast má við töfum í Hvalfjarðargöngum frá klukkan eitt og frameftir nóttu vegna framkvæmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 30.10.2007 19:30 Dæmdur svikari ver hálfíslenskan meintan fjárkúgara Lögmaður Pauls Aðalsteinssonar, sem nú situr í bresku fangelsi fyrir tilraun til að kúga fé út úr bresku kóngafólki, er dæmdur svikahrappur og sat um tíma í bresku fangelsi. Hann segist vera skráður til heimilis í Vestmannaeyjum og nota íslenskt kreditkort til að ferðast um Schengensvæðið. 30.10.2007 19:01 Efling netsambands í samkeppni um fólk og fyrirtæki Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi segir samkeppni ríkja milli sveitarfélaga um fólk og fyrirtæki og til að bæta samkeppnisstöðu Seltjarnarness verði öllum boðin endurgjaldslaus aðgangur að þráðlausu netsambandi. 30.10.2007 18:45 Svör um meðferð valds og eftirlits Umboðsmanni Alþingis hefur borist svör frá sveitarfélögunum þremur sem eiga Orkuveitu Reykjavíkur, við bréfi þar sem umboðsmaður óskar skýringa um meðferð valds og eftirlits þeirra með Orkuveitunni. 30.10.2007 18:30 Mikið um minniháttar árekstra á Akureyri Átta minniháttar árekstrar urðu á Akureyri í dag vegna hálku. Engan sakaði. 30.10.2007 18:24 REI hafnar útreikningum ráðherra „Við getum ekki fallist á þessa tölu sem Össur nefnir. Enn er aðeins um þreifinagar að ræða og því er of snemmt að festa einhverja tölu á samninginn, það er ekkert í hendi enn“ segir Hafliði Helgason upplýsingafulltrúi REI í samtali við Vísi. 30.10.2007 18:06 Rúða brotnar í flugvél í lendingu Slökkvilið Akureyrar var sett í viðbragðsstöðu í morgun eftir að framrúða í flugvél brotnaði skyndilega í aðflugi að flugvellinum á Akureyri. Um var að ræða flugvél Flugfélags Íslands. 30.10.2007 18:05 Andófsmönnum sleppt í Búrma Herforingjastjórnin í Búrma sleppti í dag sex andófsmönnum sem handteknir voru í mótmælunum í síðasta mánuði. Þar á meðal eru þrír meðlimir í lýðræðisflokki Aung San Suu Kyi. 30.10.2007 17:45 Svipt ökuréttindum fyrir að aka undir áhrifum lyfja Konu var í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag gert að greiða 60 krónur í sekt auk þess að vera svipt ökuréttindum í þrjá mánuði fyrir akstur undir áhrifum lyfja. 30.10.2007 17:30 790 króna hækkun á gjaldi í Framkvæmdasjóð aldraðra Lagt hefur verið fram stjórnarfrumvarp á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir að gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra verði hækkað um 789 krónur á mann eða um 12,5 prósent. 30.10.2007 17:07 Fjórar bílveltur í umdæmi Selfosslögreglu Sjö umferðaróhöpp, þar af fjórar bílveltur áttu sér stað í umdæmi Selfosslögreglunnar í dag. Einn varð fyrir minniháttar meiðslum þegar bíll hans valt en aðrir sluppu ómeiddir. Að sögn lögreglu er mikil hálka á svæðinu og margir enn á sumardekkjunum. 30.10.2007 17:04 Setur skilyrði fyrir samruna á fóðurvörumarkaði Samkeppniseftirlitið hefur sett nokkur skilyrði fyrir samruna Fóðurblöndunnar og KHB-Miðbæjar sem varð að veruleika í sumar. 30.10.2007 16:54 Allt allsherjarþing Sþ gegn Bandaríkjunum Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að hvetja Bandaríkin til þess að aflétta viðskiptabanni af Kúbu. 30.10.2007 16:46 Fýkur í skattaskjólin Breska eyjan Mön er ekki lengur skattaskjól fyrir Norðurlandabúa. Yfirvöld þar hafa gert samkomulag við ríkisstjórnir Norðurlandanna um að skattstofur landanna skiptist á upplýsingum. 30.10.2007 16:29 Fjörutíu og sjö umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu Hálkan í gær virðist hafa komið borgarbúum á óvart en tilkynnt var um fjörutíu og sjö umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að það sé óvenju mikið. Flest voru óhöppin minniháttar en fjórir ökumenn stungu af eftir áreksturinn. 30.10.2007 16:24 Ekki þörf fyrir kjarnorkuver á Íslandi Leiðtogafundurinn um loftslagsmál í Kaupmannahöfn 2009 mun verða mikilvægur norrænu samstarfi. 30.10.2007 15:30 Bæjarstjórinn svarar ásökunum Bæjarstjórinn á Akureyri hefur sent frá sér tilkynningu vegna frétta af samskiptum bæjarins og eiganda verslunarinnar Síðu. Sigrún Björk Jakobsdóttir segir að í kjölfar ásakana Höskulds Stefánssonar um að bærinn hafi sýnt honum yfirgang varðandi brottflutning verslunarinnar vegna byggingarframkvæmda vilji bærinn koma sínum sjónarmiðum á framfæri. 30.10.2007 15:25 Klámkóngar fengu fimm milljónir frá Hótel Sögu „Þau fengu greiddar skaðabætur í sumar og var samið um upphæðina utan réttar,“ segir Oddgeir Einarsson fyrrum lögmaður skipuleggjenda Snowgathering klámráðstefnunnar sem átti að fara fram í Reykjavík í mars á þessu ári. 30.10.2007 15:24 SGS kynnir markmið sín í komandi samningum Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins kynntu Samtökum atvinnulífsins markmið sín í komandi kjarasamingum. Kaupmáttaraukning og efnahagslegur stöðugleiki, - hækkun lægstu launa og launaþróunartrygging ber hæst í markmiðum SGS. 30.10.2007 15:04 Feministar lifa betra kynlífi Feministar af báðum kynjum lifa betra kynlífi og hafa meiri kynfýsn en annað fólk, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarteymis við Rutgers háskólann í Bandaríkjunum. 30.10.2007 14:33 Hætta á að írösk stífla bresti Hætta er á að stærsta stífla í Írak bresti með þeim afleiðingum að 20 metra há vatnsalda skelli á borginni Mosul þar sem 1,7 milljón manns búa. Í maí síðastliðnum hvöttu Bandaríkjamenn írösk stjórnvöld til að setja viðgerð á stíflunni í forgang þar sem afleiðingarnar gætu kostað fjölda mannslífa. 30.10.2007 14:24 Sjá næstu 50 fréttir
Ráðgjafastarf Regnbogabarna lagt niður Töluverðar breytingar verða gerðar á starfsemi samtakanna Regnabogabörn á næstunni. Eina stöðugildi samtakanna verður lagt niður um áramótin vegna fjárskorts. 31.10.2007 10:47
Írak fjölgar varðstöðvum á landamærum Tyrklands Stjórnvöld í Írak hafa sett upp fleiri eftirlitsstöðvar við landamærin að Tyrklandi, til þess að hindra árásarferðir Kúrdiskra skæruliða. 31.10.2007 10:36
Forsætisráðherra afneitar lesbískri dóttur Jafnréttisbaráttufólk í Kambódíu hefur harðlega gagnrýnt Hun Sen forsætisráðherra fyrir að reyna að afneita ungri fósturdóttur sinni vegna þess að hún er samkynhneigð. 31.10.2007 10:23
Vó salt á hlöðnum kanti Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í Hnífsdal um sjöleytið í morgun vegna hálku með þeim afleiðingum að bíllinn rann útaf veginum og stoppaði ofan á hlöðnum kanti í fjöruborðinu þar sem hann síðan vó salt. Engan sakaði. 31.10.2007 10:13
Samkeppnishæfni Íslands minnkar Ísland fellur um þrjú sæti, úr því tuttugasta í það tuttugasta og þriðja, á lista World Economic Forum, eða Alþjóðlegu efnahagsstofnuninni, yfir samkeppnishæfni landa sem mæld er með samkeppnisvísitölu. 31.10.2007 09:45
Vöruskiptahalli minnkar milli ára Vöruskiptajöfnuður við útlönd reyndist nærri 78 milljarðar á fyrstu níu mánuðum ársins samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birtir í dag. Það er 33 milljörðum króna minni halli en á sama tíma í fyrra. 31.10.2007 09:10
Lyfjafyrirtæki svindla á þróunarríkjunum Lyfjafyrirtæki víðsvegar úr heiminum reyna að lokka lækna í þróunarríkjunum til þess að kaupa af sér lyf með því að bjóða þeim alls kyns fríðindi, allt frá þvottavélum til dýrra bifreiða. 31.10.2007 07:46
Mikill verðmunur á leikföngum Áttatíu og fjögurra prósenta verðmunur er á vinsælu dúkkuhúsi, eftir því hvar það er keypt, samkvæmt athugun Neytendasamtakanna. 31.10.2007 07:15
2600 milljörðum varið í njósnir Bandarísk stjórnvöld segjast hafa varið rúmum tvöþúsund og sexhundruð milljörðum íslenskra króna í njósnir á þessu ári. Þetta er í fyrsta sinn í áratug sem Bandaríkjamenn upplýsa um kostnað við njósnir. Upphæðin sem þeir verja í njósnir nú er um það bil tvöfalt hærri en hún var fyrir tíu árum. Ekki verður upplýst nákvæmlega um það í hvað fjármagnið var notað vegna þjóðaröryggishagsmuna. 31.10.2007 07:12
Þúsundir barna gegna hermennsku í Búrma Talið er að þúsundir barna gegni hermennsku fyrir herinn í Búrma. Mannréttindavaktin, sem eru amerísk mannréttindasamtök, segja í nýútkominni skýrslu sinni, að allt að 10 ára gömul börn séu neydd til að skrá sig í herinn með ofbeldi og hótunum um handtöku. Stjórnvöld í Búrma hafa fullyrt að þau reyni að koma í veg fyrir að börn starfi fyrir herinn en Mannréttindavaktin vill að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna beiti stjórnvöld þar hörðum refsingum vegna þessara meintu mannréttindabrota. 31.10.2007 07:00
Einkareknir spítalar dýrari en opinberir Einkareknir spítalar í Danmörku kosta skattgreiðendur mun meira en ríkisreknu spítalarnir segir dagblaðið 24 stundir, sem er dreift ókeypis þar í landi. 31.10.2007 07:00
Írösk stjórnvöld setja lög um málaliða Ríkisstjórnin í Írak hefur lagt fram lagafrumvarp fyrir þingið, sem felur í sér að erlendir málaliðar sem starfa í landinu heyri undir írösk lög. Slík lög myndu koma í veg fyrir að hægt sé að veita þeim friðhelgi. 31.10.2007 07:00
Fundu aðskotahlut í hjólabúnaði Dash vélar Sérfræðingar hjá dönsku Flugslysanefndinni fundu aðskotahlut í hjólabúnaði Dash vélarinnar sem hlekktist á lendingu á Kastrup-flugvelli á laugardaginn. Um er að ræða gúmmíhring sem ekki tilheyrir hjólabúnaðinum. 30.10.2007 23:38
Konungur belgískra strokufanga handtekinn í Hollandi Hinn ókrýndi konungur strokufanga í Belgíu, Nordin Benallal, var handtekinn í Hollandi í dag eftir misheppnað rán þar í landi. Benallal strauk úr fangelsi í Belgíu á sunnudaginn eftir að hann og félagar hans tóku tvo fangaverði í gíslingu. 30.10.2007 23:13
Köstuðu snjóboltum í bifreiðar á ferð Lögreglan á Hvolsvelli hafði í vikunni hendur í hári ungmenna sem höfðu gert það að leik sínum að kasta snjóboltum í bifreiðar sem ekið var yfir Ytri-Rangá. Hætt var við að ökumenn misstu stjórn á bifreiðum sínum vegna athæfis ungmennanna að sögn lögreglu. 30.10.2007 22:11
Telur Norðurlöndin geta haft áhrif á þróun umhverfismála Stór ríki á borð við Bandaríkin og Kína þurfa að samþykkja takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda til þess að árangur náist í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, í sjónvarpsþættinum Standpunkt í norska ríkissjónvarpinu, NRK 1, í kvöld. 30.10.2007 21:54
Hefja samþættingu heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu Heilbrigðisráðuneytið hefur hafið undirbúning að samþættingu heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu í samræmi við tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og ráðuneytisins. Nú þegar hafa nokkur sveitarfélög leitað eftir samstarfi um slíka samþættingu. 30.10.2007 21:41
Fjórði Pólverjinn handtekinn vegna nauðgunarinnar á Selfossi Fjórði maðurinn hefur verið handtekinn vegna nauðgunar sem kærð var til lögreglunnar á Selfossi um helgina. Þrír höfðu áður verið handteknir en sá fjórði var handtekinn í þágu rannsóknarinnar að sögn lögreglu. 30.10.2007 20:13
Tvær bílveltur og einn útafakstur Bílvelta varð á Biskupstungnabraut við Spóastaði um klukkan fjögur í dag. Þrír voru í bílnum ásamt ökumanni en enginn slasaðist alvarlega. Bíllinn skemmdist mikið. 30.10.2007 20:02
Sólarspegill alþjóðlegu geimstöðvarinnar skemmdist Sólarspegill alþjóðlegu geimstöðvarinnar skemmdist í dag þegar geimfarar úr áhöfn Discovery voru að skoða bilun í tækjabúnaði hans. Hlutar spegilsins rifnuðu í burtu þegar hann var dreginn út til skoðunar. 30.10.2007 20:00
Þrír Tyrkir láta lífið í Írak Þrír tyrkneskir hermenn hafa látið lífið síðasta sólarhring í átökum á svæðum Kúrda í norðurhluta Íraks. Tyrkneskar herþyrlur gerðu árásir á stöðvar Kúrda í dag en ekki liggur fyrir hvort mannfall hafi orðið. 30.10.2007 20:00
Fjórir létust og þrjár verksmiðjur eyðilögðust í eldsvoða Fjórir létu lífið í miklum eldsvoða á iðnaðarsvæðum í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum í dag. Þrjár verksmiðjur eyðilögðust í eldsvoðanum. 30.10.2007 20:00
Hótar innrás á Gaza ströndina Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísrael, hótaði því í dag að Ísraelsmenn myndu gera innrás á Gaza ströndina til þess að koma í veg fyrir frekari eldflaugaárásir Palestínumanna. 30.10.2007 19:45
Leggja áherslu á hækkun lægstu launa í komandi kjarasamningum Lögð verður megináhersla á hækkun lægstu launa og kaupmáttaraukningu í komandi kjarasamningum að sögn Sigurðar Bessasonar, formanns samningarnefndar Flóafélaganna og Boðans. Þetta kom fram á fundi félaganna með Samtökum atvinnulífsins í dag. 30.10.2007 19:30
Reiknað með töfum í Hvalfjarðargöngum í nótt Búast má við töfum í Hvalfjarðargöngum frá klukkan eitt og frameftir nóttu vegna framkvæmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 30.10.2007 19:30
Dæmdur svikari ver hálfíslenskan meintan fjárkúgara Lögmaður Pauls Aðalsteinssonar, sem nú situr í bresku fangelsi fyrir tilraun til að kúga fé út úr bresku kóngafólki, er dæmdur svikahrappur og sat um tíma í bresku fangelsi. Hann segist vera skráður til heimilis í Vestmannaeyjum og nota íslenskt kreditkort til að ferðast um Schengensvæðið. 30.10.2007 19:01
Efling netsambands í samkeppni um fólk og fyrirtæki Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi segir samkeppni ríkja milli sveitarfélaga um fólk og fyrirtæki og til að bæta samkeppnisstöðu Seltjarnarness verði öllum boðin endurgjaldslaus aðgangur að þráðlausu netsambandi. 30.10.2007 18:45
Svör um meðferð valds og eftirlits Umboðsmanni Alþingis hefur borist svör frá sveitarfélögunum þremur sem eiga Orkuveitu Reykjavíkur, við bréfi þar sem umboðsmaður óskar skýringa um meðferð valds og eftirlits þeirra með Orkuveitunni. 30.10.2007 18:30
Mikið um minniháttar árekstra á Akureyri Átta minniháttar árekstrar urðu á Akureyri í dag vegna hálku. Engan sakaði. 30.10.2007 18:24
REI hafnar útreikningum ráðherra „Við getum ekki fallist á þessa tölu sem Össur nefnir. Enn er aðeins um þreifinagar að ræða og því er of snemmt að festa einhverja tölu á samninginn, það er ekkert í hendi enn“ segir Hafliði Helgason upplýsingafulltrúi REI í samtali við Vísi. 30.10.2007 18:06
Rúða brotnar í flugvél í lendingu Slökkvilið Akureyrar var sett í viðbragðsstöðu í morgun eftir að framrúða í flugvél brotnaði skyndilega í aðflugi að flugvellinum á Akureyri. Um var að ræða flugvél Flugfélags Íslands. 30.10.2007 18:05
Andófsmönnum sleppt í Búrma Herforingjastjórnin í Búrma sleppti í dag sex andófsmönnum sem handteknir voru í mótmælunum í síðasta mánuði. Þar á meðal eru þrír meðlimir í lýðræðisflokki Aung San Suu Kyi. 30.10.2007 17:45
Svipt ökuréttindum fyrir að aka undir áhrifum lyfja Konu var í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag gert að greiða 60 krónur í sekt auk þess að vera svipt ökuréttindum í þrjá mánuði fyrir akstur undir áhrifum lyfja. 30.10.2007 17:30
790 króna hækkun á gjaldi í Framkvæmdasjóð aldraðra Lagt hefur verið fram stjórnarfrumvarp á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir að gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra verði hækkað um 789 krónur á mann eða um 12,5 prósent. 30.10.2007 17:07
Fjórar bílveltur í umdæmi Selfosslögreglu Sjö umferðaróhöpp, þar af fjórar bílveltur áttu sér stað í umdæmi Selfosslögreglunnar í dag. Einn varð fyrir minniháttar meiðslum þegar bíll hans valt en aðrir sluppu ómeiddir. Að sögn lögreglu er mikil hálka á svæðinu og margir enn á sumardekkjunum. 30.10.2007 17:04
Setur skilyrði fyrir samruna á fóðurvörumarkaði Samkeppniseftirlitið hefur sett nokkur skilyrði fyrir samruna Fóðurblöndunnar og KHB-Miðbæjar sem varð að veruleika í sumar. 30.10.2007 16:54
Allt allsherjarþing Sþ gegn Bandaríkjunum Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að hvetja Bandaríkin til þess að aflétta viðskiptabanni af Kúbu. 30.10.2007 16:46
Fýkur í skattaskjólin Breska eyjan Mön er ekki lengur skattaskjól fyrir Norðurlandabúa. Yfirvöld þar hafa gert samkomulag við ríkisstjórnir Norðurlandanna um að skattstofur landanna skiptist á upplýsingum. 30.10.2007 16:29
Fjörutíu og sjö umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu Hálkan í gær virðist hafa komið borgarbúum á óvart en tilkynnt var um fjörutíu og sjö umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að það sé óvenju mikið. Flest voru óhöppin minniháttar en fjórir ökumenn stungu af eftir áreksturinn. 30.10.2007 16:24
Ekki þörf fyrir kjarnorkuver á Íslandi Leiðtogafundurinn um loftslagsmál í Kaupmannahöfn 2009 mun verða mikilvægur norrænu samstarfi. 30.10.2007 15:30
Bæjarstjórinn svarar ásökunum Bæjarstjórinn á Akureyri hefur sent frá sér tilkynningu vegna frétta af samskiptum bæjarins og eiganda verslunarinnar Síðu. Sigrún Björk Jakobsdóttir segir að í kjölfar ásakana Höskulds Stefánssonar um að bærinn hafi sýnt honum yfirgang varðandi brottflutning verslunarinnar vegna byggingarframkvæmda vilji bærinn koma sínum sjónarmiðum á framfæri. 30.10.2007 15:25
Klámkóngar fengu fimm milljónir frá Hótel Sögu „Þau fengu greiddar skaðabætur í sumar og var samið um upphæðina utan réttar,“ segir Oddgeir Einarsson fyrrum lögmaður skipuleggjenda Snowgathering klámráðstefnunnar sem átti að fara fram í Reykjavík í mars á þessu ári. 30.10.2007 15:24
SGS kynnir markmið sín í komandi samningum Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins kynntu Samtökum atvinnulífsins markmið sín í komandi kjarasamingum. Kaupmáttaraukning og efnahagslegur stöðugleiki, - hækkun lægstu launa og launaþróunartrygging ber hæst í markmiðum SGS. 30.10.2007 15:04
Feministar lifa betra kynlífi Feministar af báðum kynjum lifa betra kynlífi og hafa meiri kynfýsn en annað fólk, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarteymis við Rutgers háskólann í Bandaríkjunum. 30.10.2007 14:33
Hætta á að írösk stífla bresti Hætta er á að stærsta stífla í Írak bresti með þeim afleiðingum að 20 metra há vatnsalda skelli á borginni Mosul þar sem 1,7 milljón manns búa. Í maí síðastliðnum hvöttu Bandaríkjamenn írösk stjórnvöld til að setja viðgerð á stíflunni í forgang þar sem afleiðingarnar gætu kostað fjölda mannslífa. 30.10.2007 14:24