Fleiri fréttir McCann hjónin greiddu lán úr sjóði Madeleine Gerry og Kate McCann borguðu tvær afborganir af íbúðarláni úr sjóðnum sem settur var á stofn til að efla leitina að Madeleine og styðja fjölskylduna. Þegar hjónin fengu hins vegar réttarstöðu grunaðra í Portúgal ákváðu þau að nota sjóðinn ekki fyrir persónulegar greiðslur. 30.10.2007 13:20 10 manns segjast hafa séð Madeleine í Marokkó Tíu einstaklingar sem ekkert tengjast innbyrðis telja sig hafa séð Madeleine McCann í Marokkó á undanförnum misserum. 30.10.2007 13:10 Vilja lausn á viðvarandi manneklu á Skjóli Fulltrúi í stjórn Aðstandendafélags heimilisfólks á hjúkrunarheimilinu Skjóli segist hafa orðið fyrir ákveðnum vonbrigðum með fund með heilbrigðisnefnd Alþingis í morgun. Þangað leituðu fulltrúar í stjórninni ásamt fulltrúa frá aðstandendafélagi Droplaugastaða til þess að ræða viðvarandi manneklu á hjúkrunarheimilunum. 30.10.2007 12:51 Bretar framlengja takmarkanir á innflytjendur Breska ríkisstjórnin ætlar að framlengja takmarkanir á innflytjendur frá Búlgaríu og Rúmeníu til að minnsta kosti ársloka árið 2008. 30.10.2007 12:49 Litlar vonir um aukinn þorskkvóta á næstu árum Flest bendir til þess að 2007 stofninn af þorskseiðum sé álíka lélegur og stofnarnir frá 2004 til 2006. Það er því harla lítil von til þess að þorskkvótinn verði aukinn á næstu árum. 30.10.2007 12:30 Mótmæla Bitruvirkjun á Hengilssvæðinu Andstæðingar Bitruvirkjunar hafa nú opnað heimasíðu hengill.nu þar sem fyrirhugaðri jarðgufuvirkjun á Hengilssvæðinu rétt austan við Ölkelduháls er mótmælt. 30.10.2007 12:15 Seltjarnarnes einn allsherjar heitur reitur Íbúar Seltjarnarness fá aðgang að þráðlausu netsambandi snemma á næsta ári, samkvæmt samkomulagi sem Seltjarnarnesbær og Vodafone kynntu í morgun. 30.10.2007 12:05 Ofsagt að upptaka evru gæti útilokað ESB-aðild Það er ofsagt að einhliða upptaka evru gæti útilokað aðild að Evrópusambandinu, segir Ragnar Arnalds, formaður Heimssýnar. Það geti vissulega flækt málin en útilokar ekkert. 30.10.2007 12:00 Sonur stríðsglæpamanns yfirheyrður Sonur hershöfðingjans Ratkos Mladic hefur verið kallaður til yfirheyrslu hjá serbnesku lögreglunni. 30.10.2007 11:49 Fórnarlamb krúnukúgara sonur Margrétar prinsessu David Linley markgreifi, hefur verið nefndur sem sá meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar sem maður af íslenskum ættum er sakaður um að reyna að kúga fé út úr. 30.10.2007 11:25 Sakbending í nauðgunarmálinu á Selfossi á morgun Rannsókn nauðgunar sem kærð var til lögreglu á Selfossi á laugardag vindur enn upp á sig. Í tilkynningu frá lögreglu segir að í dag verði teknar skýrslur af vitnum og sakborningum í málinu sem telja á annan tug. Lögregla segir rannsóknina mjög viðamikla. 30.10.2007 11:16 Sjómenn sárreiðir stjórnvöldum Sjómenn eru sárreiðir stjórnmvöldum fyrir að gleyma þeim við undirbúning mótvægisaðgerða vegna niðurskurðar á þorskveiðiheimildum. 30.10.2007 11:11 Vill auðvelda fólki að hætta að reykja Sjö þingmenn úr Sjálfstæðisflokki og Samfylkingunni hafa lagt fram frumvarp sem felur í sér að þeir sem selja tóbak í smásölu fái heimild til sölu nikótínlyfja sem ekki eru lyfseðilsskyld. 30.10.2007 10:30 Ríkið sjái um hjónavígslur á Norðurlöndum Ríkið á að sjá um hjónavígslur, ekki kirkjan, og tryggja verður samkynhneigðum sama rétt og gagnkynhneigðum. Þetta er mat Norðurlandaráðsþings æskunnar. 30.10.2007 10:28 Vopnaframleiðendurnir óttast ekki mótmæli Íslendinga „Við erum hér í liðsstyrkingu (team building),“ segir John Suttle, starfsmannastjóri hins umdeilda vopnaframleiðslufyrirtækis BAE sem fundar þessa dagana á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík. 30.10.2007 10:23 Umdeildir vopnasalar funda á Íslandi Nú stendur yfir á Nordica Hilton hótelinu í Reykjavík fundur yfirmanna BAE vopnaframleiðslufyrirtækisins. BAE er eitt stærsta vopnaframleiðslufyrirtæki heims og jafnframt eitt það umdeildasta. 30.10.2007 09:08 Átján kærðir vegna barnaráns Líklegt er að átján manns verði ákærðir vegna tilraunar til að ræna um eitt hundrað börnum frá Chad. 30.10.2007 07:54 Meta tillögur um verklag við að mæla bremsuskilyrði Sérfræðingar Alþjóða flugmálastofnunarinnar eru að meta tillgöur rannsóknanefndar flugslysa á Íslandi, um verklag við að mæla bremsuskilyrði á flugbrautum. 30.10.2007 07:09 Blackwater: Morðingjar munu hugsanlega sleppa Bandaríska utanríkisráðuneytið lofaði málaliðum á vegum Blackwater, sem drápu 17 óbreyttra íraska borgara í síðasta mánuði, friðhelgi. Því er óvíst hvort þeir svari til saka. 30.10.2007 07:00 Árekstrahrina í hálkunni Árekstrahrina varð í Reykjavík í gær í fyrstu umtalsverðu hálku vetrarins. Engin slasaðist þó alvarlega en talsvert eignatjón varð. 30.10.2007 07:00 Fjöldi fólks lætur lífið í óveðri Að minnsta kosti 13 manns hafa farist í flóðum í Dóminíska lýðveldinu en hitabeltisstormur reið yfir landið í gær. 30.10.2007 07:00 Síldarævintýri á Grundarfirði Ekkert lát er á síldveiðinni í Grundarfirði og verður sára lítillar síldar vart á hefðbundinni veiðislóð út af Suðurströndinni. 30.10.2007 07:00 Clinton hræðir kjósendur Þótt skoðanakannanir bendi til að Hillary Clinton hafi sterka stöðu fyrir bandarísku forsetakosningarnar á næsta ári, virðist hún hræða landa sína meira en aðrir frambjóðendur. 30.10.2007 07:00 Forsetafrúin sigraði í forsetakosningunum Cristina Fernandes de Kirchner sigraði í forsetakosningunum í Argentínu. Þegar búið var að telja nærri öll atkvæði í kvöld hafði Kirchner fengið 44,91 prósent atkvæða en helsti keppinautur hennar Elisa Carrio 22,95 prósent atkvæða. 29.10.2007 23:45 Lítið fannst af rækju í haustkönnun Hafró Lítið magn fannst af rækju í haustkönnun Hafrannsóknarstofnunar á rækjumiðjum á Vestfjörðum og á fjörðum og flóum norðanlands. Þá benda fyrstu niðurstöður til þess að 2007 árgangur þorsks sé slakur. 29.10.2007 23:12 Sökkti tveimur sjóræningjaskipum Bandarískt herskip sökkti tveimur sjóræningjaskipum úti fyrir strönd Sómalíu í dag. Sjóræningjaskipin voru í þann mund að ráðast á flutningaskip þegar bandaríska herskipið hóf skothríð. 29.10.2007 22:58 Ók útaf eftir árekstur Fólksbíll fór útaf veginum efst í Norðurárdal eftir að pallbíl með kerru í eftirdragi var ekið utan í hann um klukkan hálf tíu í kvöld. Tveir voru í bílnum en þá sakaði ekki að sögn lögreglu. Bíllinn var fluttur í burtu með kranabíl. 29.10.2007 22:41 Noel veldur miklum skaða Að minnsta kosti 13 létu lífið þegar hitabeltisstormurinn Noel gekk yfir Dóminíska lýðveldið í dag. Mikil úrkoma fylgdi storminum og þá gengu flóðbylgjur víða á land. 29.10.2007 22:21 Finnskir hjúkrunarfræðingar hóta uppsögnum Rúmlega tólf þúsund hjúkrunarfræðingar í Finnlandi hafa ákveðið að segja upp störfum í næsta mánuði verði laun þeirra ekki hækkuðu. Hjúkrunarfræðingarnir vilja fá 24 prósenta launahækkun á næstu 28 mánuðum. 29.10.2007 21:39 Kristín S. Kvaran, fyrrverandi alþingismaður, látin Kristín S. Kvaran, fyrrverandi alþingismaður, er látin, 61 árs að aldri. Banamein hennar var krabbamein. Hún sat á Alþingi fyrir Bandalag jafnaðarmanna og síðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1983–1987. 29.10.2007 21:00 Bandarískur hershöfðingi særist í Írak Bandarískur hershöfðingi særðist þegar sprengja sprakk við bílalest hans í Bagdad í Írak í dag. Hann var fluttur úr landi og er ekki talinn í lífshættu. 29.10.2007 20:38 Fjölmörg umferðaróhöpp vegna hálku í höfuðborginni Alls urðu 23 umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu á aðeins fjórum og hálfum klukkutíma síðdegis í dag vegna mikillar hálku. Engan sakaði. 29.10.2007 20:28 Banaslys við Egilsstaði Banaslys varð við Ærlæk rétt norðan við Egilsstaði um klukkan fimm í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilsstöðum virðist ökumaður hafa misst stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann fór útaf veginum og hafnaði á staur. 29.10.2007 19:49 Heimkomu Discovery frestað um einn dag Lengja á dvöl geimsskutlunnar Discovery við alþjóðlegu geimstöðina um einn dag til að áhöfn hennar geti rannsakað skemmdir á sólarspeglum stöðvarinnar. Tækjabúnaður sem snýr speglunum bilaði fyrir skemmstu en án þeirra getur stöðin ekki fengið nægt rafmagn. 29.10.2007 19:45 Konungur strokufanga flýr í fjórða skiptið Tveir slösuðust lítillega þegar Nordin Benallal, ókrýndur konungur strokufanga í Belgíu, tókst í fjórða skiptið að brjótast út úr fangelsi þar í landi. Vinir hans lentu þyrlu í miðjum fangelsisgarðinum og ætluðu síðan að fljúga í burtu. 29.10.2007 19:42 Með tófu sem húsdýr Fjölskyldan að Goðatúni 4 á Flateyri hefur frá því í vor haft nokkuð óvenjulegt húsdýr en það er tófan hún Birtan. 29.10.2007 19:31 Dauðadrukkinn og alblóðugur Lögreglunni í Hamborg í Þýskalandi barst tilkynning í dag að maður hefði verið myrtur um borð í neðanjarðarlest. Maðurinn var alblóðugur og lá hreyfingarlaus í sæti sínu. Við nánari skoðun kom hins vegar í ljós að maðurinn var dáinn drykkjudauða og þakinn gerviblóði. 29.10.2007 19:30 Fundu leifar af geislavirku efni í gámaflutningaskipi Yfirvöld í Hondúras í Mið-Ameríku fundu í dag leifar af geislavirku efni um borð í gámaflutningaskipi í höfninni í Puerto Cortes. Skipið var að flytja stál frá Hondúras til Hong Kong. 29.10.2007 19:30 Færsla hringvegar í Hrútafirði boðin út Staðarskáli verður byggður upp á nýjum stað vestan Hrútafjarðarár samfara færslu hringvegarins, sem Vegagerðin bauð út í dag. 29.10.2007 19:14 Fossinn við Kárahnjúka hannaður með líkanaprófunum í Sviss Afl nýja fossins við Kárahnjúka er þvílíkt að menn óttuðust að hann gæti brotið niður barma Hafrahvammagljúfurs. Því var ákveðið að hanna fossinn með líkanaprófunum í háskóla í Sviss. 29.10.2007 19:09 Mikið um umferðaróhöpp vegna hálku Talsvert var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í dag vegna hálku. Harður árekstur varð á Reykjanesbraut við Stekk í Reykjanesbæ og þá hafnaði einn bíll á ljósastaur á Vallarheiði. 29.10.2007 19:07 Meintur fjárkúgari og lögfræðingur hans með sterk tengsl til Íslands Einn hinna meintu fjárkúgara sem hótuðu að birta kynlífsmyndband af meðlimum bresku konungsfjölskyldunnar er Skoti af íslenskum ættum. Mikil og óvenjuleg tengsl eru við málið til Íslands. 29.10.2007 18:47 Fjórtán ökumenn stungu af frá slysstað Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um 51 umferðaróhapp um helgina. í fjórtán tilfellum stungu ökumenn af frá slysstað. 29.10.2007 18:21 Reyndu að villa á sér heimildir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði um helgina ellefu ökumenn sem ýmist höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi eða aldrei öðlast ökuréttindi. Tveir þeirra reyndu að villa á sér heimildir og gaf annar þeirra upp nafn bróður síns. Þá framvísaði einn ökuskírteinin sem rann út fyrir hálfum öðrum áratug. 29.10.2007 18:20 Segist hafa varað Breta við yfirvofandi hryðjuverkaárásum Bresk yfirvöld hefðu getað komið í veg fyrir hryðjuverkaárásirnar í London árið 2005 ef þau hefðu brugðist við upplýsingum frá yfirvöldum í Sádí Arabíu. Þetta kom fram í máli Abdullah Al Saud, konungs Sádí Arabíu, í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í dag. 29.10.2007 18:10 Sjá næstu 50 fréttir
McCann hjónin greiddu lán úr sjóði Madeleine Gerry og Kate McCann borguðu tvær afborganir af íbúðarláni úr sjóðnum sem settur var á stofn til að efla leitina að Madeleine og styðja fjölskylduna. Þegar hjónin fengu hins vegar réttarstöðu grunaðra í Portúgal ákváðu þau að nota sjóðinn ekki fyrir persónulegar greiðslur. 30.10.2007 13:20
10 manns segjast hafa séð Madeleine í Marokkó Tíu einstaklingar sem ekkert tengjast innbyrðis telja sig hafa séð Madeleine McCann í Marokkó á undanförnum misserum. 30.10.2007 13:10
Vilja lausn á viðvarandi manneklu á Skjóli Fulltrúi í stjórn Aðstandendafélags heimilisfólks á hjúkrunarheimilinu Skjóli segist hafa orðið fyrir ákveðnum vonbrigðum með fund með heilbrigðisnefnd Alþingis í morgun. Þangað leituðu fulltrúar í stjórninni ásamt fulltrúa frá aðstandendafélagi Droplaugastaða til þess að ræða viðvarandi manneklu á hjúkrunarheimilunum. 30.10.2007 12:51
Bretar framlengja takmarkanir á innflytjendur Breska ríkisstjórnin ætlar að framlengja takmarkanir á innflytjendur frá Búlgaríu og Rúmeníu til að minnsta kosti ársloka árið 2008. 30.10.2007 12:49
Litlar vonir um aukinn þorskkvóta á næstu árum Flest bendir til þess að 2007 stofninn af þorskseiðum sé álíka lélegur og stofnarnir frá 2004 til 2006. Það er því harla lítil von til þess að þorskkvótinn verði aukinn á næstu árum. 30.10.2007 12:30
Mótmæla Bitruvirkjun á Hengilssvæðinu Andstæðingar Bitruvirkjunar hafa nú opnað heimasíðu hengill.nu þar sem fyrirhugaðri jarðgufuvirkjun á Hengilssvæðinu rétt austan við Ölkelduháls er mótmælt. 30.10.2007 12:15
Seltjarnarnes einn allsherjar heitur reitur Íbúar Seltjarnarness fá aðgang að þráðlausu netsambandi snemma á næsta ári, samkvæmt samkomulagi sem Seltjarnarnesbær og Vodafone kynntu í morgun. 30.10.2007 12:05
Ofsagt að upptaka evru gæti útilokað ESB-aðild Það er ofsagt að einhliða upptaka evru gæti útilokað aðild að Evrópusambandinu, segir Ragnar Arnalds, formaður Heimssýnar. Það geti vissulega flækt málin en útilokar ekkert. 30.10.2007 12:00
Sonur stríðsglæpamanns yfirheyrður Sonur hershöfðingjans Ratkos Mladic hefur verið kallaður til yfirheyrslu hjá serbnesku lögreglunni. 30.10.2007 11:49
Fórnarlamb krúnukúgara sonur Margrétar prinsessu David Linley markgreifi, hefur verið nefndur sem sá meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar sem maður af íslenskum ættum er sakaður um að reyna að kúga fé út úr. 30.10.2007 11:25
Sakbending í nauðgunarmálinu á Selfossi á morgun Rannsókn nauðgunar sem kærð var til lögreglu á Selfossi á laugardag vindur enn upp á sig. Í tilkynningu frá lögreglu segir að í dag verði teknar skýrslur af vitnum og sakborningum í málinu sem telja á annan tug. Lögregla segir rannsóknina mjög viðamikla. 30.10.2007 11:16
Sjómenn sárreiðir stjórnvöldum Sjómenn eru sárreiðir stjórnmvöldum fyrir að gleyma þeim við undirbúning mótvægisaðgerða vegna niðurskurðar á þorskveiðiheimildum. 30.10.2007 11:11
Vill auðvelda fólki að hætta að reykja Sjö þingmenn úr Sjálfstæðisflokki og Samfylkingunni hafa lagt fram frumvarp sem felur í sér að þeir sem selja tóbak í smásölu fái heimild til sölu nikótínlyfja sem ekki eru lyfseðilsskyld. 30.10.2007 10:30
Ríkið sjái um hjónavígslur á Norðurlöndum Ríkið á að sjá um hjónavígslur, ekki kirkjan, og tryggja verður samkynhneigðum sama rétt og gagnkynhneigðum. Þetta er mat Norðurlandaráðsþings æskunnar. 30.10.2007 10:28
Vopnaframleiðendurnir óttast ekki mótmæli Íslendinga „Við erum hér í liðsstyrkingu (team building),“ segir John Suttle, starfsmannastjóri hins umdeilda vopnaframleiðslufyrirtækis BAE sem fundar þessa dagana á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík. 30.10.2007 10:23
Umdeildir vopnasalar funda á Íslandi Nú stendur yfir á Nordica Hilton hótelinu í Reykjavík fundur yfirmanna BAE vopnaframleiðslufyrirtækisins. BAE er eitt stærsta vopnaframleiðslufyrirtæki heims og jafnframt eitt það umdeildasta. 30.10.2007 09:08
Átján kærðir vegna barnaráns Líklegt er að átján manns verði ákærðir vegna tilraunar til að ræna um eitt hundrað börnum frá Chad. 30.10.2007 07:54
Meta tillögur um verklag við að mæla bremsuskilyrði Sérfræðingar Alþjóða flugmálastofnunarinnar eru að meta tillgöur rannsóknanefndar flugslysa á Íslandi, um verklag við að mæla bremsuskilyrði á flugbrautum. 30.10.2007 07:09
Blackwater: Morðingjar munu hugsanlega sleppa Bandaríska utanríkisráðuneytið lofaði málaliðum á vegum Blackwater, sem drápu 17 óbreyttra íraska borgara í síðasta mánuði, friðhelgi. Því er óvíst hvort þeir svari til saka. 30.10.2007 07:00
Árekstrahrina í hálkunni Árekstrahrina varð í Reykjavík í gær í fyrstu umtalsverðu hálku vetrarins. Engin slasaðist þó alvarlega en talsvert eignatjón varð. 30.10.2007 07:00
Fjöldi fólks lætur lífið í óveðri Að minnsta kosti 13 manns hafa farist í flóðum í Dóminíska lýðveldinu en hitabeltisstormur reið yfir landið í gær. 30.10.2007 07:00
Síldarævintýri á Grundarfirði Ekkert lát er á síldveiðinni í Grundarfirði og verður sára lítillar síldar vart á hefðbundinni veiðislóð út af Suðurströndinni. 30.10.2007 07:00
Clinton hræðir kjósendur Þótt skoðanakannanir bendi til að Hillary Clinton hafi sterka stöðu fyrir bandarísku forsetakosningarnar á næsta ári, virðist hún hræða landa sína meira en aðrir frambjóðendur. 30.10.2007 07:00
Forsetafrúin sigraði í forsetakosningunum Cristina Fernandes de Kirchner sigraði í forsetakosningunum í Argentínu. Þegar búið var að telja nærri öll atkvæði í kvöld hafði Kirchner fengið 44,91 prósent atkvæða en helsti keppinautur hennar Elisa Carrio 22,95 prósent atkvæða. 29.10.2007 23:45
Lítið fannst af rækju í haustkönnun Hafró Lítið magn fannst af rækju í haustkönnun Hafrannsóknarstofnunar á rækjumiðjum á Vestfjörðum og á fjörðum og flóum norðanlands. Þá benda fyrstu niðurstöður til þess að 2007 árgangur þorsks sé slakur. 29.10.2007 23:12
Sökkti tveimur sjóræningjaskipum Bandarískt herskip sökkti tveimur sjóræningjaskipum úti fyrir strönd Sómalíu í dag. Sjóræningjaskipin voru í þann mund að ráðast á flutningaskip þegar bandaríska herskipið hóf skothríð. 29.10.2007 22:58
Ók útaf eftir árekstur Fólksbíll fór útaf veginum efst í Norðurárdal eftir að pallbíl með kerru í eftirdragi var ekið utan í hann um klukkan hálf tíu í kvöld. Tveir voru í bílnum en þá sakaði ekki að sögn lögreglu. Bíllinn var fluttur í burtu með kranabíl. 29.10.2007 22:41
Noel veldur miklum skaða Að minnsta kosti 13 létu lífið þegar hitabeltisstormurinn Noel gekk yfir Dóminíska lýðveldið í dag. Mikil úrkoma fylgdi storminum og þá gengu flóðbylgjur víða á land. 29.10.2007 22:21
Finnskir hjúkrunarfræðingar hóta uppsögnum Rúmlega tólf þúsund hjúkrunarfræðingar í Finnlandi hafa ákveðið að segja upp störfum í næsta mánuði verði laun þeirra ekki hækkuðu. Hjúkrunarfræðingarnir vilja fá 24 prósenta launahækkun á næstu 28 mánuðum. 29.10.2007 21:39
Kristín S. Kvaran, fyrrverandi alþingismaður, látin Kristín S. Kvaran, fyrrverandi alþingismaður, er látin, 61 árs að aldri. Banamein hennar var krabbamein. Hún sat á Alþingi fyrir Bandalag jafnaðarmanna og síðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1983–1987. 29.10.2007 21:00
Bandarískur hershöfðingi særist í Írak Bandarískur hershöfðingi særðist þegar sprengja sprakk við bílalest hans í Bagdad í Írak í dag. Hann var fluttur úr landi og er ekki talinn í lífshættu. 29.10.2007 20:38
Fjölmörg umferðaróhöpp vegna hálku í höfuðborginni Alls urðu 23 umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu á aðeins fjórum og hálfum klukkutíma síðdegis í dag vegna mikillar hálku. Engan sakaði. 29.10.2007 20:28
Banaslys við Egilsstaði Banaslys varð við Ærlæk rétt norðan við Egilsstaði um klukkan fimm í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilsstöðum virðist ökumaður hafa misst stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann fór útaf veginum og hafnaði á staur. 29.10.2007 19:49
Heimkomu Discovery frestað um einn dag Lengja á dvöl geimsskutlunnar Discovery við alþjóðlegu geimstöðina um einn dag til að áhöfn hennar geti rannsakað skemmdir á sólarspeglum stöðvarinnar. Tækjabúnaður sem snýr speglunum bilaði fyrir skemmstu en án þeirra getur stöðin ekki fengið nægt rafmagn. 29.10.2007 19:45
Konungur strokufanga flýr í fjórða skiptið Tveir slösuðust lítillega þegar Nordin Benallal, ókrýndur konungur strokufanga í Belgíu, tókst í fjórða skiptið að brjótast út úr fangelsi þar í landi. Vinir hans lentu þyrlu í miðjum fangelsisgarðinum og ætluðu síðan að fljúga í burtu. 29.10.2007 19:42
Með tófu sem húsdýr Fjölskyldan að Goðatúni 4 á Flateyri hefur frá því í vor haft nokkuð óvenjulegt húsdýr en það er tófan hún Birtan. 29.10.2007 19:31
Dauðadrukkinn og alblóðugur Lögreglunni í Hamborg í Þýskalandi barst tilkynning í dag að maður hefði verið myrtur um borð í neðanjarðarlest. Maðurinn var alblóðugur og lá hreyfingarlaus í sæti sínu. Við nánari skoðun kom hins vegar í ljós að maðurinn var dáinn drykkjudauða og þakinn gerviblóði. 29.10.2007 19:30
Fundu leifar af geislavirku efni í gámaflutningaskipi Yfirvöld í Hondúras í Mið-Ameríku fundu í dag leifar af geislavirku efni um borð í gámaflutningaskipi í höfninni í Puerto Cortes. Skipið var að flytja stál frá Hondúras til Hong Kong. 29.10.2007 19:30
Færsla hringvegar í Hrútafirði boðin út Staðarskáli verður byggður upp á nýjum stað vestan Hrútafjarðarár samfara færslu hringvegarins, sem Vegagerðin bauð út í dag. 29.10.2007 19:14
Fossinn við Kárahnjúka hannaður með líkanaprófunum í Sviss Afl nýja fossins við Kárahnjúka er þvílíkt að menn óttuðust að hann gæti brotið niður barma Hafrahvammagljúfurs. Því var ákveðið að hanna fossinn með líkanaprófunum í háskóla í Sviss. 29.10.2007 19:09
Mikið um umferðaróhöpp vegna hálku Talsvert var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í dag vegna hálku. Harður árekstur varð á Reykjanesbraut við Stekk í Reykjanesbæ og þá hafnaði einn bíll á ljósastaur á Vallarheiði. 29.10.2007 19:07
Meintur fjárkúgari og lögfræðingur hans með sterk tengsl til Íslands Einn hinna meintu fjárkúgara sem hótuðu að birta kynlífsmyndband af meðlimum bresku konungsfjölskyldunnar er Skoti af íslenskum ættum. Mikil og óvenjuleg tengsl eru við málið til Íslands. 29.10.2007 18:47
Fjórtán ökumenn stungu af frá slysstað Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um 51 umferðaróhapp um helgina. í fjórtán tilfellum stungu ökumenn af frá slysstað. 29.10.2007 18:21
Reyndu að villa á sér heimildir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði um helgina ellefu ökumenn sem ýmist höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi eða aldrei öðlast ökuréttindi. Tveir þeirra reyndu að villa á sér heimildir og gaf annar þeirra upp nafn bróður síns. Þá framvísaði einn ökuskírteinin sem rann út fyrir hálfum öðrum áratug. 29.10.2007 18:20
Segist hafa varað Breta við yfirvofandi hryðjuverkaárásum Bresk yfirvöld hefðu getað komið í veg fyrir hryðjuverkaárásirnar í London árið 2005 ef þau hefðu brugðist við upplýsingum frá yfirvöldum í Sádí Arabíu. Þetta kom fram í máli Abdullah Al Saud, konungs Sádí Arabíu, í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í dag. 29.10.2007 18:10