Fleiri fréttir Staðfestir farbann yfir manni í Hraunaveitumáli Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Austurlands yfir Letta sem tengist rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á kæru á hendur starfsmannaleigunni NCL og GT verktökum. 29.10.2007 16:46 Fráleitt að Viðskiptaráð vinni gegn samkeppni á bankamarkaði Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hafnar því sem fram kom í hádegisfréttum Stöðvar 2 að ráðið vinni gegn samkeppni á bankamarkaði. 29.10.2007 16:25 Samstarf Norðurlandanna gríðarlega mikilvægt Bryndís Hólm skrifar frá Noregi:"Það er brýnt að Norðurlöndin samræmi sín ólíku sjónarmið í umhverfismálum og takist sameiginlega á við loftslagsbreytingarnar í heiminum. 29.10.2007 15:39 Dauðafley á Miðjarðarhafi Fimmtíu og sex Afríkubúar sem reyndu að komast ólöglega til Spánar, sultu í hel eða frömdu sjálfsmorð eftir að í ljós kom að varabirgðir þeirra af eldsneyti voru bara vatn. 29.10.2007 15:32 Á 186 km hraða á Jökuldal Lögreglumenn hjá embætti lögreglunnar á Seyðisfirði höfðu hendur í hári ökumanns aðfaranótt laugardagsins eftir að hann var mældur á 186 kílómetra hraða á klukkustund á þjóðvegi 1 á Jökuldal. 29.10.2007 15:18 Spánverjar ætla að tæta upp strandlengju sína Spænsk yfirvöld ætla að rífa ólögleg hús og hótel á 776 kílómetra belti meðfram ströndum landsins. 29.10.2007 15:04 Lögðu vegslóða án leyfis Umhverfisnefnd og bæjarráð Akureyrar átelja vinnubrögð forsvarsmanna skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli sem gerðu vegslóða upp á brún Hlíðarfjalls án þess að hafa fyrir því tilskilin leyfi. 29.10.2007 15:03 Telur flugmenn hafa brugðist hárrétt við Framkvæmdastjóri flugfélagsins JetX, sem á flugvélina sem hafnaði utan flugbrautar á Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt, telur að flugmenn vélarinnar hafi brugðist hárrétt við þeim aðstæðum sem komu upp í lendingunni. 29.10.2007 14:55 Negrastrákarnir seljast eins og heitar lummur Barnabókin Tíu litlir negrastrákar hefur selst gríðarlega vel en útgáfa bókarinnar hefur valdið nokkru fjaðrafoki. Bryndís Loftsdóttir, sölustjóri íslenskra bóka hjá Eymundsson segir að bókin hafi selst feykilega vel um helgina og að svo virðist sem sumir standi í þeirri trú að til standi að banna bókina og ætli sér því að tryggja sér eintak í tíma. 29.10.2007 14:34 Strætó kvartar yfir aðstæðum á Hverfisgötunni Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir að þar á bæ hafi menn ekki enn heyrt í konunni sem Vísir sagði frá fyrir helgi en hún varð fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu í leið 13 á Hverfisgötunni þegar vagnstjórinn hótaði að henda henda henni út úr vagninum þegar hún kvartaði yfir aksturslagi hans. Í framhaldi fréttaflutnings Vísis af málinu sendi Strætó frá sér yfirlýsingu þar sem atvikið var harmað og óskaði Reynir eftir því að konan hefði samband við Strætó til þess að þeir gætu beðið hafa afsökunar. Af því hefur þó ekki orðið enn. Reynir segir að aðstæður á Hverfisgötunni geri vagnstjórum kjög erfitt fyrir. 29.10.2007 13:57 Geir fundar með norrænum starfsbræðrum Geir H. Haarde forsætisráðherra fundar í dag með norrænum starfsbræðrum sínum og forsætisráðherrum Eistlands, Lettlands og Litháens. 29.10.2007 13:57 Vakningu þarf til þess að uppfræða erlenda ökumenn Af þeim ellefu sem látist hafa í umferðinni á þessu ári eru þrír útlendingar. Talsmaður Umferðarstofu segir ekki einfalt að fræða útlendinga um hættur í umferðinni hér. Hann segir að vakningu þurfi meðal almennings við að uppfræða erlenda ökumenn. 29.10.2007 12:58 Áfram þvaglát og ólæti miðborginni um helgar Ekkert lát virðist vera á því að fólki kasti af sér vatni á almannafæri eða hafi í frammi ýmiss konar ólæti í miðbænum um helgar þrátt fyrir að lögregla hafi tekið harðar á slíkum brotum undanfarna mánuði. 29.10.2007 12:45 Fasteignasali kærður fyrir svindl L94 ehf, sem er í eigu athafnamannsins Andrésar Péturs Rúnarssonar, hefur kært Ernu Valsdóttur, löggiltan fasteignasala, hjá fasteignasölunni Fasteignakaup hf. til eftirlitsnefndar Félags fasteignasala. 29.10.2007 12:45 Stóri nagladekkjadagurinn í dag Stóri nagladekkjadagurinn er á höfuðborgarsvæðinu í dag, eftir að fólk vaknaði í fyrsta sinn við alhvíta jörð á þessu svæði í haust. 29.10.2007 12:37 Stjórnvöld hemji gjaldtöku bankanna Stjórnvöld verða að grípa inn í og hemja gjaldtöku bankanna, að mati Jóhannesar Gunnarssonar, formanns Neytendasamtakanna. Hann segir fámennið og krónuna hindra erlenda banka í að koma til Íslands. 29.10.2007 12:29 Fékk tveggja mánaða fangelsi fyrir ölvunarakstur 22 ára karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í sextíu daga fangelsi fyrir ölvunarakstur. Hann var einnig sviptur ökuréttindum ævilangt. Þetta er í fjórða skiptið á tveimur árum sem maðurinn var dæmdur fyrir að aka undir áhrifum áfengis. 29.10.2007 12:21 Flugriti sendur út til rannsóknar Flugstjóri JetX-farþegavélarinnar, sem hafnaði utan brautar á Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt, segist hafa fengið rangar upplýsingar um bremsuskilyrði á vellinum áður en hann lenti. Flugriti vélarilnnar verður sendur út til rannsóknar. 29.10.2007 12:13 Heilbrigðisráðherra ekki starfi sínu vaxinn Landspítalinn skuldar ellefu hundruð milljónir króna við birgja sem eru gjaldfallnar, segir Alfreð Þorsteinsson fyrrverandi formaður framkvæmdanefndar um byggingu hátæknisjúkrahúss. Ráðherra sem ekki taki á fjárhagsvanda spítalans sé ekki starfi sínu vaxinn. 29.10.2007 12:07 Ætluðu að nota íslenska flugvél til að ræna börnum frá Afríku Nota átti íslenska flugvél til að flytja fleiri en eitt hundrað börn ólöglega frá Afríkuríkinu Tsjad. Yfirvöld í landinu komu í veg fyrir flutningana og óvissa ríkir nú um afdrif barnanna, Evrópubúanna sem reyndu að fara með þau og flugvélarinnar, sem situr nú á flugvelli í Tsjad. 29.10.2007 11:51 Bullitt Mustanginn aftur á götuna Ford verksmiðjurnar ætla að endurlífga Mustanginn sem Steve McQueen gerði frægann í kvikmyndinni Bullitt. 29.10.2007 11:32 Spyr hvort ekki sé kominn tími til að skipta krónunni út Starfsgreinasamband Íslands spyr hvort ekki sé kominn tími til að skipta yfir í alvöru gjaldmiðil fyrir íslenskt launafólk ef ekki er hægt að treysta krónunni. Tilefni þessarar spurningar eru nýjustu tíðindi í evrumálum en eins og kunnugt er hefur Kaupþing ákveðið að skrá hlutabréf sín í evrum. 29.10.2007 11:25 Ákærður fyrir hjólreiðar Karlmaður í Skotlandi hefur verið settur á lista yfir kynferðisafbrotamenn fyrir tilraun til að stunda kynferðismök með hjólinu sínu. Það voru tvær hótelþernur sem komu að Robert Stewart þar sem hann var í miðjum klíðum á hótelherbergi í bænum Ayr í Október í fyrra. 29.10.2007 11:17 Ekkert lífsmark í skipsflaki Kafarar hafa ekki fundið neinn af þeim sjö Tyrkjum sem saknað er eftir að fragtskip með ellefu manns um borð fór á hvolf við suðurströnd Danmerkur í gærkvöld. 29.10.2007 11:06 Vilja að Svandísarmáli verði vísað frá Orkuveita Reykjavíkur vill að mál sem Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, höfðaði til þess á fá skorið úr um lögmæti eigendafundar fyrr í mánuðinum verði vísað frá. Krafan var lögð fram í fyrirtöku við málinu í morgun. 29.10.2007 10:59 Bubbi byggir í geimnum Þenslan á byggingamarkaði virðist vera víðar en á Íslandi. Tveir bandarískir geimfarar sem nú eru um borð í alþjóðlegu geimstöðinni voru iðnir í gær en þeir bættu við herbergi í stöðinni. 29.10.2007 10:54 Heimilt að leita í vélum sem hingað koma Íslensk yfirvöld hafa skýrar heimildir til þess að fara um borð í flugvélar sem lenda hér á landi. Ef grunur leikur á um að um sé að ræða fangaflug geta bæði tollayfirvöld og lögregla farið um borð í vélarnar. 29.10.2007 10:41 Meirihluti fylgjandi því að gefa ekki út hvalveiðikvóta nú Tveir af hverjum þremur eru sammála þeirri ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra að gefa ekki út kvóta til hvalveiða fyrr en markaðsaðstæður fyrir hvalkjöt hafa batnað. 29.10.2007 10:40 Forsætisráðherra Ísraels með krabbamein Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísrael er með krabbamein í blöðruhálskirtli. Hann fullyrðir þó að hann sé nógu hress til að geta setið áfram í embætti. 29.10.2007 10:22 Vill endurbætur á vegi vegna mikillar umferðar Einar Örn Thorlacius, sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit, hefur óskað eftir fundi með samgönguráðherra til þess að ræða mikla aukningu á umferð á veginum undir Hafnarfjalli á síðustu árum og þarfar endurbætur á honum. 29.10.2007 10:22 Tyrkneskt skip sökk við suðurströnd Danmerkur Kafarar frá dönsku strandgæslunni hafa í nótt reynt að bjarga tyrkneskum sjómönnum sem fastir eru í skipi sem marar á hvolfi við suðurströnd Danmerkur. 29.10.2007 08:03 Barnaræningjar í íslenskri flugvél Þotan, sem nota átti til að flytja rúmlega hundrað munaðarlaus börn frá Tsjad í Afríku til Frakklands í gær með ólögmætum hætti að mati stjórnvalda í báðum löndunum, er íslensk og í eigu Loftleiða, dótturfélags Icelandair. 29.10.2007 07:15 JetX: Flugstjóri fékk rangar upplýsingar um lendingarskilyrði Flugstjóri JetX farþegavélarinnar, sem hafnaði að hluta utan brautar á Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt, fékk rangar upplýsingar um bremsuskilyrði áður en hann lenti, samkvæmt tilkynningu frá félaginu. 29.10.2007 07:11 Fimm hundruð klerkar teknir í dýrlingatölu Vatíkanið tók nærri 500 kaþólska klerka, sem fórust í Spænska borgarastríðinu, í dýrlingatölu við hátíðlega athöfn um helgina. Athöfnin var sú stærsta, sinnar tegundar, sem haldin hefur verið. Flestir klerkanna voru drepnir í upphafi stríðsins árið 1936. 29.10.2007 07:08 Þjóðverjar opna nýtt minjasafn um helförina Þjóðverjar hafa opnað minjasafn um helförina í Belsen í norðurhluta Þýskalands. Fjölmargir Gyðingar fórust í útrýmingabúðum á þessum stað í Seinni Heimstyrjöldinni, þar á meðal Anna Frank. 29.10.2007 07:02 Evrulaun geta leitt til tvöfalds hagkerfis Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins útilokar ekki að evrulaun verði rædd í komandi kjarasamningum. Stefnir í tvöfalt hagkerfi, segir lektor við Háskólann í Reykjavík. 29.10.2007 07:00 Stútur ætlaði undir flugvélastýri Fjörtíu og tveggja ára gamall aðstoðarflugstjóri hjá Virgin Atlantic flugfélaginu var handtekinn á Heathrow flugvellinum í London í gær. Hann er grunaður um að hafa verið ölvaður við störf. Lögreglan handtók manninn rétt fyrir flugtak og tafðist flugið á meðan staðgengill var fundinn í flugáhöfnina. Eftir að lögreglan hafði yfirheyrt manninn var honum sleppt gegn tryggingu en hann má búast við ákæru vegna athæfis síns. 29.10.2007 07:00 Kirchner hefur lýst yfir kosningasigri í Argentínu Cristina Fernandez de Kirchner hefur lýst yfir sigri í forsetakosningunum í Argentínu sem fram fóru um helgina. Hún hlaut afgerandi niðurstöðu samkvæmt fyrstu tölum. 29.10.2007 07:00 Bílvelta við Höfðabakka Lögreglan, sjúkrabíll og tækjabíll eru nú við Höfðabakka, rétt fyrir neðan Fálkabakka en þar valt bíll fyrir 20 mínútum síðan. Að sögn lögreglunnar var ein kona í bílnum. Slysið er ekki talið alvarlegt. 28.10.2007 20:26 Áhrif al-Kaída fara þverrandi í Bagdad Áhrif al-Kaída fara þverrandi í Bagdad en önnur "glæpagengi" eins og æðsti yfirmaður Bandaríkjahers orðar það taka við af samtökunum. Þetta kom fram í viðtali AP fréttastofunnar við hershöfðingjann David Petraeus í dag. 28.10.2007 19:45 Vopnfirðingar fá betri höfn Vopnafirðingar státa nú af einni skjólbestu höfn landsins eftir viðamiklar hafnarbætur, sem gera stærstu fiskiskipum flotans kleift að leggjast að. 28.10.2007 19:30 Áfengisdauður í flugstöðinni Einn flugfarþegi á leið úr landinu var handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag en sá svaf áfengissvefni í brottfararsal flugstöðvarinnar. Fékk hann að sofa lengur í fangaklefa lögreglunnar. 28.10.2007 19:24 Gerald Ford taldi Clinton vera kynlífsfíkil Gerald Ford fyrrum forseti Bandaríkjanna hafði áhyggjur af kvennafari Bill Clintons og taldi að Clinton ætti að skrá sig inn á meðferðarstofnun fyrir kynlífsfíkla. Hann var einnig á þeirri skoðun að Hillary klæddist buxunum í sambandi þeirra en að Bill gæri ekki haldið rennilásnum á sínum lokuðum. 28.10.2007 19:15 Sextán í haldi eftir misheppnað ættleiðingarflug frá Tsjad Níu Frakkar og sjö spænskir flugliðar eru í haldi lögreglu í Tsjad eftir að reyna að fljúga með 103 börn frá Darfúr í Súdan úr landi. Börnin voru öll í flóttamannabúðum í Tsjad. 28.10.2007 18:30 Hótuðu að birta kynlífsmyndir Lögregla í Bretlandi hefur handtekið tvo menn fyrir tilraun til að kúga fé út úr bresku konungsfjölskyldunni. Mennirnir kröfðust fimmtíu þúsund punda fyrir að birta ekki kynlífsmyndband með meðlimi konungsfjölskyldunnar. 28.10.2007 18:15 Sjá næstu 50 fréttir
Staðfestir farbann yfir manni í Hraunaveitumáli Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Austurlands yfir Letta sem tengist rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á kæru á hendur starfsmannaleigunni NCL og GT verktökum. 29.10.2007 16:46
Fráleitt að Viðskiptaráð vinni gegn samkeppni á bankamarkaði Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, hafnar því sem fram kom í hádegisfréttum Stöðvar 2 að ráðið vinni gegn samkeppni á bankamarkaði. 29.10.2007 16:25
Samstarf Norðurlandanna gríðarlega mikilvægt Bryndís Hólm skrifar frá Noregi:"Það er brýnt að Norðurlöndin samræmi sín ólíku sjónarmið í umhverfismálum og takist sameiginlega á við loftslagsbreytingarnar í heiminum. 29.10.2007 15:39
Dauðafley á Miðjarðarhafi Fimmtíu og sex Afríkubúar sem reyndu að komast ólöglega til Spánar, sultu í hel eða frömdu sjálfsmorð eftir að í ljós kom að varabirgðir þeirra af eldsneyti voru bara vatn. 29.10.2007 15:32
Á 186 km hraða á Jökuldal Lögreglumenn hjá embætti lögreglunnar á Seyðisfirði höfðu hendur í hári ökumanns aðfaranótt laugardagsins eftir að hann var mældur á 186 kílómetra hraða á klukkustund á þjóðvegi 1 á Jökuldal. 29.10.2007 15:18
Spánverjar ætla að tæta upp strandlengju sína Spænsk yfirvöld ætla að rífa ólögleg hús og hótel á 776 kílómetra belti meðfram ströndum landsins. 29.10.2007 15:04
Lögðu vegslóða án leyfis Umhverfisnefnd og bæjarráð Akureyrar átelja vinnubrögð forsvarsmanna skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli sem gerðu vegslóða upp á brún Hlíðarfjalls án þess að hafa fyrir því tilskilin leyfi. 29.10.2007 15:03
Telur flugmenn hafa brugðist hárrétt við Framkvæmdastjóri flugfélagsins JetX, sem á flugvélina sem hafnaði utan flugbrautar á Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt, telur að flugmenn vélarinnar hafi brugðist hárrétt við þeim aðstæðum sem komu upp í lendingunni. 29.10.2007 14:55
Negrastrákarnir seljast eins og heitar lummur Barnabókin Tíu litlir negrastrákar hefur selst gríðarlega vel en útgáfa bókarinnar hefur valdið nokkru fjaðrafoki. Bryndís Loftsdóttir, sölustjóri íslenskra bóka hjá Eymundsson segir að bókin hafi selst feykilega vel um helgina og að svo virðist sem sumir standi í þeirri trú að til standi að banna bókina og ætli sér því að tryggja sér eintak í tíma. 29.10.2007 14:34
Strætó kvartar yfir aðstæðum á Hverfisgötunni Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir að þar á bæ hafi menn ekki enn heyrt í konunni sem Vísir sagði frá fyrir helgi en hún varð fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu í leið 13 á Hverfisgötunni þegar vagnstjórinn hótaði að henda henda henni út úr vagninum þegar hún kvartaði yfir aksturslagi hans. Í framhaldi fréttaflutnings Vísis af málinu sendi Strætó frá sér yfirlýsingu þar sem atvikið var harmað og óskaði Reynir eftir því að konan hefði samband við Strætó til þess að þeir gætu beðið hafa afsökunar. Af því hefur þó ekki orðið enn. Reynir segir að aðstæður á Hverfisgötunni geri vagnstjórum kjög erfitt fyrir. 29.10.2007 13:57
Geir fundar með norrænum starfsbræðrum Geir H. Haarde forsætisráðherra fundar í dag með norrænum starfsbræðrum sínum og forsætisráðherrum Eistlands, Lettlands og Litháens. 29.10.2007 13:57
Vakningu þarf til þess að uppfræða erlenda ökumenn Af þeim ellefu sem látist hafa í umferðinni á þessu ári eru þrír útlendingar. Talsmaður Umferðarstofu segir ekki einfalt að fræða útlendinga um hættur í umferðinni hér. Hann segir að vakningu þurfi meðal almennings við að uppfræða erlenda ökumenn. 29.10.2007 12:58
Áfram þvaglát og ólæti miðborginni um helgar Ekkert lát virðist vera á því að fólki kasti af sér vatni á almannafæri eða hafi í frammi ýmiss konar ólæti í miðbænum um helgar þrátt fyrir að lögregla hafi tekið harðar á slíkum brotum undanfarna mánuði. 29.10.2007 12:45
Fasteignasali kærður fyrir svindl L94 ehf, sem er í eigu athafnamannsins Andrésar Péturs Rúnarssonar, hefur kært Ernu Valsdóttur, löggiltan fasteignasala, hjá fasteignasölunni Fasteignakaup hf. til eftirlitsnefndar Félags fasteignasala. 29.10.2007 12:45
Stóri nagladekkjadagurinn í dag Stóri nagladekkjadagurinn er á höfuðborgarsvæðinu í dag, eftir að fólk vaknaði í fyrsta sinn við alhvíta jörð á þessu svæði í haust. 29.10.2007 12:37
Stjórnvöld hemji gjaldtöku bankanna Stjórnvöld verða að grípa inn í og hemja gjaldtöku bankanna, að mati Jóhannesar Gunnarssonar, formanns Neytendasamtakanna. Hann segir fámennið og krónuna hindra erlenda banka í að koma til Íslands. 29.10.2007 12:29
Fékk tveggja mánaða fangelsi fyrir ölvunarakstur 22 ára karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í sextíu daga fangelsi fyrir ölvunarakstur. Hann var einnig sviptur ökuréttindum ævilangt. Þetta er í fjórða skiptið á tveimur árum sem maðurinn var dæmdur fyrir að aka undir áhrifum áfengis. 29.10.2007 12:21
Flugriti sendur út til rannsóknar Flugstjóri JetX-farþegavélarinnar, sem hafnaði utan brautar á Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt, segist hafa fengið rangar upplýsingar um bremsuskilyrði á vellinum áður en hann lenti. Flugriti vélarilnnar verður sendur út til rannsóknar. 29.10.2007 12:13
Heilbrigðisráðherra ekki starfi sínu vaxinn Landspítalinn skuldar ellefu hundruð milljónir króna við birgja sem eru gjaldfallnar, segir Alfreð Þorsteinsson fyrrverandi formaður framkvæmdanefndar um byggingu hátæknisjúkrahúss. Ráðherra sem ekki taki á fjárhagsvanda spítalans sé ekki starfi sínu vaxinn. 29.10.2007 12:07
Ætluðu að nota íslenska flugvél til að ræna börnum frá Afríku Nota átti íslenska flugvél til að flytja fleiri en eitt hundrað börn ólöglega frá Afríkuríkinu Tsjad. Yfirvöld í landinu komu í veg fyrir flutningana og óvissa ríkir nú um afdrif barnanna, Evrópubúanna sem reyndu að fara með þau og flugvélarinnar, sem situr nú á flugvelli í Tsjad. 29.10.2007 11:51
Bullitt Mustanginn aftur á götuna Ford verksmiðjurnar ætla að endurlífga Mustanginn sem Steve McQueen gerði frægann í kvikmyndinni Bullitt. 29.10.2007 11:32
Spyr hvort ekki sé kominn tími til að skipta krónunni út Starfsgreinasamband Íslands spyr hvort ekki sé kominn tími til að skipta yfir í alvöru gjaldmiðil fyrir íslenskt launafólk ef ekki er hægt að treysta krónunni. Tilefni þessarar spurningar eru nýjustu tíðindi í evrumálum en eins og kunnugt er hefur Kaupþing ákveðið að skrá hlutabréf sín í evrum. 29.10.2007 11:25
Ákærður fyrir hjólreiðar Karlmaður í Skotlandi hefur verið settur á lista yfir kynferðisafbrotamenn fyrir tilraun til að stunda kynferðismök með hjólinu sínu. Það voru tvær hótelþernur sem komu að Robert Stewart þar sem hann var í miðjum klíðum á hótelherbergi í bænum Ayr í Október í fyrra. 29.10.2007 11:17
Ekkert lífsmark í skipsflaki Kafarar hafa ekki fundið neinn af þeim sjö Tyrkjum sem saknað er eftir að fragtskip með ellefu manns um borð fór á hvolf við suðurströnd Danmerkur í gærkvöld. 29.10.2007 11:06
Vilja að Svandísarmáli verði vísað frá Orkuveita Reykjavíkur vill að mál sem Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, höfðaði til þess á fá skorið úr um lögmæti eigendafundar fyrr í mánuðinum verði vísað frá. Krafan var lögð fram í fyrirtöku við málinu í morgun. 29.10.2007 10:59
Bubbi byggir í geimnum Þenslan á byggingamarkaði virðist vera víðar en á Íslandi. Tveir bandarískir geimfarar sem nú eru um borð í alþjóðlegu geimstöðinni voru iðnir í gær en þeir bættu við herbergi í stöðinni. 29.10.2007 10:54
Heimilt að leita í vélum sem hingað koma Íslensk yfirvöld hafa skýrar heimildir til þess að fara um borð í flugvélar sem lenda hér á landi. Ef grunur leikur á um að um sé að ræða fangaflug geta bæði tollayfirvöld og lögregla farið um borð í vélarnar. 29.10.2007 10:41
Meirihluti fylgjandi því að gefa ekki út hvalveiðikvóta nú Tveir af hverjum þremur eru sammála þeirri ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra að gefa ekki út kvóta til hvalveiða fyrr en markaðsaðstæður fyrir hvalkjöt hafa batnað. 29.10.2007 10:40
Forsætisráðherra Ísraels með krabbamein Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísrael er með krabbamein í blöðruhálskirtli. Hann fullyrðir þó að hann sé nógu hress til að geta setið áfram í embætti. 29.10.2007 10:22
Vill endurbætur á vegi vegna mikillar umferðar Einar Örn Thorlacius, sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit, hefur óskað eftir fundi með samgönguráðherra til þess að ræða mikla aukningu á umferð á veginum undir Hafnarfjalli á síðustu árum og þarfar endurbætur á honum. 29.10.2007 10:22
Tyrkneskt skip sökk við suðurströnd Danmerkur Kafarar frá dönsku strandgæslunni hafa í nótt reynt að bjarga tyrkneskum sjómönnum sem fastir eru í skipi sem marar á hvolfi við suðurströnd Danmerkur. 29.10.2007 08:03
Barnaræningjar í íslenskri flugvél Þotan, sem nota átti til að flytja rúmlega hundrað munaðarlaus börn frá Tsjad í Afríku til Frakklands í gær með ólögmætum hætti að mati stjórnvalda í báðum löndunum, er íslensk og í eigu Loftleiða, dótturfélags Icelandair. 29.10.2007 07:15
JetX: Flugstjóri fékk rangar upplýsingar um lendingarskilyrði Flugstjóri JetX farþegavélarinnar, sem hafnaði að hluta utan brautar á Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt, fékk rangar upplýsingar um bremsuskilyrði áður en hann lenti, samkvæmt tilkynningu frá félaginu. 29.10.2007 07:11
Fimm hundruð klerkar teknir í dýrlingatölu Vatíkanið tók nærri 500 kaþólska klerka, sem fórust í Spænska borgarastríðinu, í dýrlingatölu við hátíðlega athöfn um helgina. Athöfnin var sú stærsta, sinnar tegundar, sem haldin hefur verið. Flestir klerkanna voru drepnir í upphafi stríðsins árið 1936. 29.10.2007 07:08
Þjóðverjar opna nýtt minjasafn um helförina Þjóðverjar hafa opnað minjasafn um helförina í Belsen í norðurhluta Þýskalands. Fjölmargir Gyðingar fórust í útrýmingabúðum á þessum stað í Seinni Heimstyrjöldinni, þar á meðal Anna Frank. 29.10.2007 07:02
Evrulaun geta leitt til tvöfalds hagkerfis Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins útilokar ekki að evrulaun verði rædd í komandi kjarasamningum. Stefnir í tvöfalt hagkerfi, segir lektor við Háskólann í Reykjavík. 29.10.2007 07:00
Stútur ætlaði undir flugvélastýri Fjörtíu og tveggja ára gamall aðstoðarflugstjóri hjá Virgin Atlantic flugfélaginu var handtekinn á Heathrow flugvellinum í London í gær. Hann er grunaður um að hafa verið ölvaður við störf. Lögreglan handtók manninn rétt fyrir flugtak og tafðist flugið á meðan staðgengill var fundinn í flugáhöfnina. Eftir að lögreglan hafði yfirheyrt manninn var honum sleppt gegn tryggingu en hann má búast við ákæru vegna athæfis síns. 29.10.2007 07:00
Kirchner hefur lýst yfir kosningasigri í Argentínu Cristina Fernandez de Kirchner hefur lýst yfir sigri í forsetakosningunum í Argentínu sem fram fóru um helgina. Hún hlaut afgerandi niðurstöðu samkvæmt fyrstu tölum. 29.10.2007 07:00
Bílvelta við Höfðabakka Lögreglan, sjúkrabíll og tækjabíll eru nú við Höfðabakka, rétt fyrir neðan Fálkabakka en þar valt bíll fyrir 20 mínútum síðan. Að sögn lögreglunnar var ein kona í bílnum. Slysið er ekki talið alvarlegt. 28.10.2007 20:26
Áhrif al-Kaída fara þverrandi í Bagdad Áhrif al-Kaída fara þverrandi í Bagdad en önnur "glæpagengi" eins og æðsti yfirmaður Bandaríkjahers orðar það taka við af samtökunum. Þetta kom fram í viðtali AP fréttastofunnar við hershöfðingjann David Petraeus í dag. 28.10.2007 19:45
Vopnfirðingar fá betri höfn Vopnafirðingar státa nú af einni skjólbestu höfn landsins eftir viðamiklar hafnarbætur, sem gera stærstu fiskiskipum flotans kleift að leggjast að. 28.10.2007 19:30
Áfengisdauður í flugstöðinni Einn flugfarþegi á leið úr landinu var handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag en sá svaf áfengissvefni í brottfararsal flugstöðvarinnar. Fékk hann að sofa lengur í fangaklefa lögreglunnar. 28.10.2007 19:24
Gerald Ford taldi Clinton vera kynlífsfíkil Gerald Ford fyrrum forseti Bandaríkjanna hafði áhyggjur af kvennafari Bill Clintons og taldi að Clinton ætti að skrá sig inn á meðferðarstofnun fyrir kynlífsfíkla. Hann var einnig á þeirri skoðun að Hillary klæddist buxunum í sambandi þeirra en að Bill gæri ekki haldið rennilásnum á sínum lokuðum. 28.10.2007 19:15
Sextán í haldi eftir misheppnað ættleiðingarflug frá Tsjad Níu Frakkar og sjö spænskir flugliðar eru í haldi lögreglu í Tsjad eftir að reyna að fljúga með 103 börn frá Darfúr í Súdan úr landi. Börnin voru öll í flóttamannabúðum í Tsjad. 28.10.2007 18:30
Hótuðu að birta kynlífsmyndir Lögregla í Bretlandi hefur handtekið tvo menn fyrir tilraun til að kúga fé út úr bresku konungsfjölskyldunni. Mennirnir kröfðust fimmtíu þúsund punda fyrir að birta ekki kynlífsmyndband með meðlimi konungsfjölskyldunnar. 28.10.2007 18:15