Fleiri fréttir

Þýskir veitingahúsaeigendur mótmæla reykingabanni

Veitingahúsaeigendur í Neðra Saxlandi í Þýskalandi mótmæla harðlega reykingabanni sem tók gildi fyrsta október. Þeir stóðu á aðaltorgi gamla bæjarins í Frankfurt í gær og sögðu að reykingabannið hefði haft veruleg áhrif á krár og minni veitingahús.

Átök í norðvesturhluta Pakistans

Spenna magnast nú í norðvesturhéruðum Pakistans. Þar hafa talibanar verið að hreiðra um sig og láta stöðugt meira til sín taka.

"Vélin skall harkalega niður í lendingunni"

"Vélin skall harklega niður í lendingunni og um leið slökknaði á öðrum hreyfli hennar. Síðan var hún keyrð á miklum hraða eftir flugbrautinni og fór of hratt í beygju inn að flugstöðinni," segir Georg Guðjónsson en var ásamt konu sinni farþegi með flugvélinni sem lenti í óhappinu á Keflavíkurvelli í nótt.

Presturinn, ástkona hans og fasteignasalinn

Ítalir ræða fátt annað þessa dagana en fréttir frá þorpinu Monterosso þar sem presti staðarins hefur verið vikið úr starfi fyrir að eiga ástkonu í þorpinu. Sjálfur segir presturinn, Don Sante Sguotti, að fasteignasali sem falast hefur eftir landi í eigu kirkjunnar hafi komið af stað orðrómi um að hann ætti barn með ástkonu sinni.

Fall meirihlutans frestaði enn Ásatrúarhofi

Ásatrúarmenn reikna með að borgarráð afgreiði endanlega óskir þeirra um nýtt hof á fundi sínum í komandi viku. Málið hefur frestast af ýmsum ástæðum nú síðast ftrestaist það þar sem meirihlutinn féll í borginni. Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði segir að Kafka sé eins og krakkaleikur í samanburði við hvernig ferillinn hefur verið.

Madeleine rænt eftir pöntun

Valinn hópur einkaspæjara sem nú leitar að Madeleine McCann telur að ránið á henni hafi verið eftir pöntun.

Ölvaður og óviðræðuhæfur varðist handtöku

Ölvaður og óviðræðuhæfur ökumaður reyndi að hlaupa frá lögreglunni eftir að hann lenti í umferðaróhappi í nótt. Er lögreglan náði í skottið á honum varðist hann handtöku en gistir nú fangageymslur.

Eldur í sorpgeymslu í tólf hæða húsi

Slökkvilið var kallað út var vegna elds sem kviknaði í sorpgeymslu í tólf hæða fjölbýlishúsi í Hátúni í Reykjavík í nótt. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en nokkur viðbúnaður var á vettvangi enda fjölmargir í húsinu. Ekki er vitað um eldsupptök.

Alvarleg líkamsárás á Solon

Mikill erill var hjá lögreglu í höfuðborginni í nótt og voru nokkrar líkamsárásir kærðar samkvæmt venju. Alvarlegasta árásin var á dyravörð á skemmtistaðnum Solon sem skaddaðist í andliti.

Rafmagn fór af Efra-Breiðholti í nótt

Rafmagn fór af Efra-Breiðholtinu í Reykjavík á tólfta tímanum í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur var það bilun í háspennusteng milli Hraunbergs og Iðufells sem olli því að rafmagn fór af í Berg-, Hóla- og Fellahverfum.

SAS aflýsir grimmt eftir Dash-óhapp

Frá því að einni af Dash-vélum SAS flugfélagsins hlekktist á í lendingu á Kastrup-flugvelli í gærdag hefur SAS aflýst 57 flugferðum sínum með Dash8/Q400 vélum . Danska flugmálastjórnin setti flugbann á allar vélar sínar af þessari tegund eftir óhappið en annað hjólastellið gaf sig í lendingu Dash-vélarinnar.

Hálka í borginni og víða um land

Mikil hálka er nú víða á höfuðborgarsvæðinu og ástæða til að bílstjórar fari varlega í moegunsárið. Einnig eru hálkublettir í öllum fjórðungum landsins að Austfjörðum undanskildum.

Flugslysanefnd kannar óhapp á Keflavíkurflugvelli

Starfsmenn Flugslysanefndar eru nú staddir á Keflavíkurflugvelli að kanna óhapp sem þar varð í nótt. Farþegavél með farþega á heimleið frá Tyrklandi fór út af flugbrautinni þegar nefhjól hennar affelgaðist í lendingu. Hálku er kennt um óhappið.

Rafmagnslaust í Efra-Breiðholti í klukkutíma

Rafmagnið fór af í Hóla-, Berg- og Fellahverfum í Efra-Breiðholti kl. 23.15 í kvöld vegna háspennubilunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunni var rafmagnslaust í rétt rúman klukkutíma en allt rafmagn var komið á 25 mínútum eftir miðnætti.

Fjórir kærðir fyrir akstur utan vega

Lögreglan á Suðurnesjum var með sérstakt eftirlit með akstri utan vega í dag. Fjórir voru kærðir fyrir utanvega akstur við Grindavík í þessu átaki.

Mexíkanar fórust í skógareldunum í Kaliforníu

Nú er komið í ljós að ólöglegir innflytjendur frá Mexíkó hafa látist í skógareldunum sem geysað hafa í Kaliforníu. Fjögur skaðbrunnin lík hafa fundist við landamærin að Mexíkó sem talin eru af innflytjendum. Nú er vitað að a.m.k. 14 manns hafa farist í þessum eldsvorðum.

Bhutto heimsækir heimasveitina

Benazir Bhutto lét líflátshótanir ekki aftra sér frá því að heimsækja gröf föður síns í heimasveit sinni í Pakistan í dag. Um fjögur þúsund stuðningsmenn Benazir Bhutto tóku á móti henni við komuna til Sindh, þar sem hennar pólitíska bakland er.

Dash átta vél hlekkist á - enn einu sinni

Enn einni Dash átta flugvélinni hlekktist á í dag, í þetta sinn SAS flugvél sem var að lenda á Kaupmannahafnarflugvelli. Hjólabúnaður vélarinnar gaf sig þegar hún lenti á flugbrautinni, með 44 farþega innanborðs.

Höfuðpaurinn í árásinni á USS Cole látinn laus

Stjórnvöld í Jemen hafa leyst úr haldi Jamal al-Badawi höfuðpaurinn í hryðjuverkaárásinni á bandaríska herskipið USS Cole. Jamal hefur setið í fangelsi síðan 2003 en hefur tvisvar náð að flýja úr vistinni, síðast í fyrra.

Kennaraháskólinn útskrifar 70 kandidata

Í dag brautskráðust 70 kandídatar frá Kennaraháskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Skriðu, fyrirlestrarsal skólans. Alls brautskráðust 33 úr grunnnámi og 37 úr framhaldsnámi. Brautskráðir voru 10 með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði og 27 með diplómugráðu í uppeldis- og menntunarfræði.

Beðist velvirðingar

Vísir biðst velvirðingar á frétt um banaslys í Kirkjubólsfjalli sem datt inn á vefinn í 4 mínútur í dag. Fréttin er rúmlega 3ja ára gömul en kom inn á ritstjórnarvefinn með annari frétt frá lögreglunni á Vestfjörðum eins og þetta hefði gerst í dag.

Rigningar seinka endurbótum á Þjóðleikhúsi

Hinar miklu rigningar sem verið hafa í undanfarna tvo mánuði hafa seinkað framkvæmdum við endurbætur á útiveggjum Þjóðleikhússins. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri segir að áformuð verklok séu nú í nóvember en upphaflega stóð til að verkinu yrði lokið í þessum mánuði.

Ítrekaðir þjófnaðir úr búningsklefum Ármanns

Helgi G. Garðarsson segir að síðustu fjóra mánuði hafi ítrekað verið stolið úr búningsklefa Ármanns í íþróttamiðstöð Þróttar-Ármanns Laugardal. Þetta virðist eingöngu eiga sér stað á tímabilinu 17-20 úr einum ákv. búningsklefa.

Undirbúnir fyrir árás uppvakninga

Lögreglustjórinn í bænum Lansing í Michigan, Bruce Ferguson, segir að hann og menn sínir séu vel undirbúnir ef uppvakningar (zombies) gera árás á bæinn. Hefur hann m.a. fyllt lögreglustöð sína af vélsögum vegna þessa.

Kveikt á fyrsta jólatréinu

Kveikit verður á fyrsta jólatréinu í dag þegar Jólalandið í Blómavali í Skútuvogi verður opnað.

Viðræður Íraka og Tyrkja fara út um þúfur

Viðræður milli stjórnvalda í Írak og Tyrklandi um leiðir til að koma í veg fyrir árásir kúrdískra skæruliða hafa farið út um þúfur. Tyrkneskar herflugvélar sjást nú á stöðugum eftirlitsferðum um landamærin við Írak.

Bhutto fagnað við komu í heimaþorp sitt

Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans heimsótti heimaþorp sitt í dag, í fyrsta sinn eftir komuna til Pakistans. Um fjögur þúsund stuðningsmenn hennar tóku á móti henni.

Íslenskur árangur í baráttunni gegn malaríu

Notkun á flugnanetum með skordýraeitri hefur margfaldast í Gíneu-Bissá eftir að fyrirtæki á Íslandi hófu að styrkja tvíhliða verkefni í landinu í gegnum UNICEF, en malaría er talin vera einn helsti dánarvaldur bissáskra barna. Við lok árs 2006 sváfu 40% íbúa í hinu litla Vestur-Afríkuríki Gíneu-Bissá undir flugnaneti, en mælingar frá árinu 2000 sýna einungis 2-7% notkun.

Litvinenko var breskur njósnari

Breska blaðið Daily Mail greinir frá því að Rússinn Alexander Litvinenko hafi verið breskur njósnari og þegið 2.000 pund í laun á mánuði frá MI6. Litvinenko var myrtur í London í fyrra með geislavirka efninu polonium 210 og er talið að fyrrverandi meðlimir rússnesku öryggisþjónustunnar hafi verið þar að verki.

HÍ í hópi þeirra 100 bestu fyrr en áformað var

Háskóli Íslands brautskráir tæplega 400 kandidata, þar af 111 með meistaragráðu við hátíðlega athöfn sem hófst í Háskólabíó nú klukkan eitt í dag. Í ræðu sinni segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands m.a.að skólinn hafi stigið mjög markverð skref í átt til þess að verða einn af 100 bestu háskólum í heimi á síðustu tveimur árum, svo að markmiðið sem sumir töldu óraunhæft í upphafi var það alls ekki. Skólinn þurfi að sækja hraðar og ná markmiði fyrr en hann ætlaði sér í upphafi.

Erlend kona lést í banaslysinu á Holtavörðuheiði

Erlend kona á sextugsaldri lést í umferðarslysi í gærkvöldi á norðanverðri Holtavörðuheiði. Fjórir slösuðust til viðbótar og var tvennt, maður og kona, flutt með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík.

Mynd Elton John er ekki klám

Ríkissaksóknari Bretlands hefur komist að þeirri niðurstöðu að mynd af tveimur nöktum stúlkum í eigu Sir Elton John sé ekki klám. Myndin sem tekin var af bandaríska ljósmyndaranum Nan Goldin var gerð upptæk á sýningu í listamiðstöðinni í Gateshead í síðasta mánuði.

Brunaútkall í samgönguráðuneytið

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út skömmu eftir klukkan 10 í morgun þar sem brunaboði hafði farið í gang í samgönguráðuneytinu í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Kviknað hafði í tusku í lyftuhúsi ráðuneytisins og reyndist ekki mikil hætta á ferðum.

Mistök að aðskilja ríki og kirkju, segir Person

Göran Person fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar segir að það hafi verið söguleg mistök að skilja að ríki og kirkju í Svíþjóð eins og gert var árið 2000. Þetta kemur fram í ævisögu Person "Min vej, mine valg", sem kom út nú fyrir helgina.

Kjötsúpa fyrir yfir 2.000 manns á Skólavörðustíg

Stóri kjötsúpudagurinn er í dag á Skólavörðustíg með ýmsum uppákomum og sýningum upp og niður götuna. Jóhann Jónsson eigandi Ostabúðarinnar hefur veg og vanda að gerð kjötsúpunnar og hefur soðið 350 lítra af henni. Hann reiknar með að það dugi fyrir yfir 2.000 manns.

Hnífstungur í rannsókn á Akureyri

Lögreglunni á Akureyri barst tilkynning um klukkan hálf sjö í morgun um mann sem að hafði verið stunginn í heimahúsi á Akureyri.

Er þetta ræningi Maddie?

McCann fjölskyldan hefur sent frá sér teikningu listamanns af hugsanlegum mannræningja dóttur þeirra Madeleine. Teikningin er byggð á frásögn Jane Tanner, vini þeirra Jerry og Kate McCann, en hún snæddi kvöldverð með þeim hjónum á þeim tíma sem Madeleine var rænt í Portúgal.

Egilsstaðaskóli sextugur

Í dag laugardag verður haldið upp á 60 ára afmæli Egilsstaðaskóla. Klukkan 13.00 verður opnuð sýning í skólanum á ýmsu því sem tengist skólahaldinu fyrr og nú. Klukkan 19.30 í kvöld hefst svo árshátíð skólans í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum.

Skyndibitaraðþjófar handteknir í Kanada

Lögreglan í Toronto í Kanada handtók í dag tvo karlmenn og eina konu fyrir rúmlega 200 innbrot í skyndibitastaði í borginni. Fólkið var búið að stunda iðju sína í langan tíma áður en það náðist fyrir tilviljun.

Alvarlegt umferðarslys á Holtavörðuheiði

Alvarlegt umferðarslys varð á Holtavörðuheiðinni á áttunda tímanum og hefur veginum verið lokað fyrir umferð. Búið er að kalla út lögreglu, sjúkrabíla og þyrla Landhelgisgæslunnar er á staðnum. Lögreglan í Borgarnesi verst allra frétta að svo stöddu.

Boða hertari aðgerðir gegn reykingum

Stjórnarandstaðan í Danmörku boðar hertari aðgerðir gegn reykingum nái hún að fella ríkisstjórnina í komandi kosningum. Segir hún núverandi reykingalög ekki nógu góð í að vernda fólk fyrir óbeinum reykingum.

Vilja banna þýska þjóðernisflokkinn

Þýski jafnaðarmannaflokkurinn, SPD, vill láta banna starfsemi þýska þjóðernisflokksins, NPD. Ályktun þessa efnis var samþykkt á flokksþingi þýskra jafnaðarmanna í Hamborg í dag.

Grunur um gin- og klaufaveikismit á Kýpur

Yfirvöld á Kýpur rannsaka nú hvort búfénaður á búgarði í suðausturhluta eyjarinnar hafi sýkst af gin- og klaufaveiki. Varnarsvæðið hefur verið afmarkað í kringum býlið á meðan vísindamenn rannsaka sýni sem tekin voru úr búfénaðinum.

Sjá næstu 50 fréttir