Innlent

Vopnfirðingar fá betri höfn

Vopnafirðingar státa nú af einni skjólbestu höfn landsins eftir viðamiklar hafnarbætur, sem gera stærstu fiskiskipum flotans kleift að leggjast að.

Vopnafjarðarhöfn hefur í raun verið umbylt á undanförnum átta árum. Lokaáfangi framkvæmdanna stendur yfir þessa dagana en það er dýpkun nýrrar innsiglingar til að stærstu uppsjávarfiskiskipin komist inn en þannig er grundvöllur byggðarinnar treystur. Nýr tvöhundruð metra viðlegukantur er meðal hafnarbótanna sem kosta sitt, en Þorsteinn Steinsson sveitarstjóri segir heildarkostnað í kringum einn milljarð króna. Þrír hólmar umlykja höfnina og var aðalinnsiglingin áður milli Miðhólma og Skiphólma. Þeirri rennu var lokað með garði til að skapa skjól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×