Fleiri fréttir Bréfasprengjumaðurinn er hryðjuverkamaður Umsjónamaður í breskum skóla var í dag fundinn sekur um að senda sjö bréfasprengjur og vera valdur að því að slasa átta manns. Miles Cooper 27 ára íbúi í Cambridge sendi bréfasprengjurnar á heimilisföng í Englandi og Wales fyrr á þessu ári. Fimm þeirra sprungu. Dómarinn sagði hann vera hryðjuverkamann. 28.9.2007 13:08 Smygluðu þremur tonnum af hassi til Finnlands Finnska lögreglan leysti í gær upp eiturlyfjahring sem mun hafa smyglað töluverðu af hassi og kókaíni til landsins árin 2000 til 2006. 28.9.2007 13:00 Musharraf má bjóða sig fram Hæstiréttur Pakistans úrskurðaði í morgun að Pervez Musharraf, forseta landsins, væri heimilt að bjóða sig aftur fram til embættisins þó hann væri enn yfirmaður pakistanska hersins. Andstæðingar forsetans kærðu framboð hans á þeim forsendum að honum væri óheimilt að gegna báðum embættum. 28.9.2007 12:55 Vilja tólf hundruð milljónir fyrir sjómenn og fiskvinnslufólk Framsóknarflokkurinn vill að ríkisstjórnin verji tólf hundruð milljónum króna í að styrkja sjómenn og fiskvinnslufólk til að setjast á skólabekk. Formaður flokksins sagði á fundi í morgun að uppsagnir síðustu daga í sjávarútveginum séu bara toppurinn á ísjakanum. 28.9.2007 12:43 Concorde hlutir boðnir upp Yfir 800 hlutir úr Concorde flugvélum verða boðnir upp í Toulouse í Frakklandi í dag. Þar á meðal eru hlutir út flugstjórnarklefa vélanna, súrefnisgrímur, lendingarhjól og farangurshurðar auk salernisskála. Uppbðið mun standa í fjóra daga og er til styrktar nýjum flugsafnisem byggt verður í borginni. 28.9.2007 12:40 Talið er tryggingafélag flutningabíls beri ábyrgð á skemmdum Tveir fólksbílar skemmdust mikið þegar þeir óku á stórgrýti sem fallið hafði af tengivagni dráttarbíls á Kringlumýrarbraut á móts við Sigtún seint í gærkvöldi. 28.9.2007 12:34 Vilja að veiðigjald verði fellt niður vegna kvótaskerðingar Störfum í fiskvinnslu fækkar um allt að 600 um allt land á næstu mánuðum vegna skerðingar þorskkvótans segir formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. Hann segir samtökin vilja að veiðigjald verði fellt niður til að bregðast við kvótaskerðingunni. 28.9.2007 12:29 Mistubishi og þýskur álframleiðandi með Arctus í Þorlákshöfn Japanska stórfyrirtækið Mitsubishi ásamt þýska álframleiðslufyrirtækinu Trimet Aluminium verða samstarfsaðilar íslenska ráðgjafafyrirtækisins Arctus um bygingu álvers í fyrirhuguðum Áltæknigarði í Þorlákshöfn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arctus. 28.9.2007 12:17 Hjartavernd fær 1,5 milljarða króna styrk frá Bandaríkjunum Öldrunarstofnun bandaríska heilbrigðisráðuneytisins hefur styrkt Hjartavernd um rúmlega 1,5 milljarða króna til áframhaldandi rannsókna á öldrun. 28.9.2007 11:52 Minnkandi atvinnuleysi í Þýskalandi Atvinnuleysi í Þýskalandi er minna nú en það hefur verið síðastliðinn tólf ár samkvæmt tölum frá þýsku vinnumálastofnuninni. Alls voru 3,5 milljónir Þjóðverja án atvinnu í septembermánuði. 28.9.2007 11:50 Ólögleg áfengisframleiðsla í Hafnarfirði Rannsóknarlögreglumenn í Hafnarfirði fundu tæki og tól til áfengisframleiðslu við húsleit í íbúð í fjölbýlishúsi í suðurhluta Hafnafjarðar í gær. Auk þess fundust 24 lítrar af landa og 90 lítrar af gambra. Karl á fertugsaldri var handtekinn vegna málsins og við yfirheyrslur viðurkenndi hann að hafa ætlað að selja áfengið. 28.9.2007 11:43 Skjóta aftur að mótmælendum í Mjanmar Hermenn skutu aftur að nokkur hundruð syngjandi mótmælendum í miðborg Yangon í Mjanmar í dag. Fólkið forðaði sér í skjól en engir munkar voru meðal mótmælenda. Öryggissveitir hafa lokað götum og fimm klaustrum með vegriðum og gaddavír. Þannig virðist þeim hafa tekist að halda munkunum frá. Almenningi tekst þó að koma saman í stuttan tíma áður en öryggislögreglan leysir mótmælin upp. 28.9.2007 11:12 Of hávær í bólinu Kona ein í Þýskalandi var rekin af heimili sínu þar sem nágrannar hennar þóttu unaðsstunur hennar vera of háværar. Konan segist sjálf lifa heilbrigðu kynlífi og talar um ofsóknir. 28.9.2007 11:10 200 milljóna króna hagræðing hjá MS vegna lakrar afkomu Forsvarsmenn MS hyggjast grípa til hagræðingaraðgerða upp á allt að 230 milljónir króna vegna slakrar afkomu félagsins á fyrri helmingi ársins. Meðal annars á að selja húsnæði Osta- og smjörsölunnar. 28.9.2007 11:03 Stal 4000 vindlingum Karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands í morgun fyrir að brjótast inn í verslun við Landvegamót þann 17. september 2005. Athygli vekur að maðurinn stal engu nema tóbaki, alls 4000 vindlingum. 28.9.2007 10:48 Sakfelldur fyrir að smygla amfetamíni og sterum inn á Litla-Hraun Héraðsdómur Suðurlands hefur sakfellt fanga á Litla-Hrauni fyrir fíkniefnabrot og brot á tolla- og lyfsölulögum fyrir að hafa reynt að smygla bæði amfetamíni og anabólískum sterum inn í fangelsið. 28.9.2007 10:43 Fannst á lífi eftir átta daga í bílflaki Kona sem saknað hafði verið í átta daga fannst á lífi í bíl á botni gils í Bandaríkjunum - á sama tíma og eiginmaður hennar var að taka lygapróf vegna hvarfsins. Lögregla fann bíl konunnar á botni gils við hraðbraut nálægt Seattle í Washington. Tanya Rider var á leið heim úr vinnu þegar hún fór út af veginum og hrapaði sjö metra niður gilið. 28.9.2007 10:28 Átta ára golfari með holu í höggi Átta ára gamall enskur golfari gerði sér lítið fyrir og sló holu í höggi á golfmóti í Suffolk á Englandi í gær. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi nema að þetta er í þriðja skiptið sem hinn ungi gólfari nær holu í höggi. 28.9.2007 10:03 Loka fyrir internet í Mjanmar Herstjórnin í Mjanmar hefur lokað fyrir aðgang almennings að interneti til að forðast að myndbrot af blóðugum aðgerðum öryggissveita gegn mótmælendum berist um heiminn. Internet kaffihúsum í höfuðborginni Rangoon og öðrum borgum landsins hefur verið lokað. Bloggarar sem nota internetið til að fá meira en fréttir ritstýrðra fréttastöðva í landinu segjast vera í vandræðum með að koma efni á bloggin. 28.9.2007 09:42 Milljón á hvern grunnskólanema á ári Áætlaður rekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins á þessu ári verður nærri 968 þúsund krónur samkvæmt útreikningum sem birtir eru á vef Hagstofunnar. 28.9.2007 09:38 Féllu ofan í eiturefnalaug Níu létust í gær þegar gólfflötur í yfirgefnu húsi í miðhluta Kína lét undan með þeim afleiðingum að fólkið féll ofan í holu sem var full af blásýru. Fólkið var samankomið í húsinu til að ræða útför ungs pilts sem hafði fundist látinn í húsinu sama dag. 28.9.2007 09:34 Iðnaðarráðherra er ósammála Ágústi Ólafi um tvítyngda stjórnsýslu Össur Skarphéðinsson er ósammála hugmyndum Ágústar Ólafs um að taka beri upp tvítyngda stjórnsýslu. Á heimasíðu sinni segist hann hafa herst á þeirri skoðun að það sé vaxandi nauðsyn á að taka upp í stjórnarskrána ákvæði sem staðfesti tilvist íslenskunnar sem þjóðartungunnar. 28.9.2007 09:31 Áfram dregur úr vöruskiptahalla Vöruskiptahallinn reyndist 66,5 milljarðar króna á fyrstu átta mánuðum ársins samkvæmt tölum Hagstofunnar. Það er mun minni halli en á sama tíma í fyrra en þá reyndist hann nærrri 104 milljarðar. Vöruskiptajöfnuðurinn var því rúmum 37 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður. 28.9.2007 09:27 Tekinn á 150 kílómetra hraða Sautján ára ökumaður var stöðvaður eftir að hann hafði mælst á 150 kílómetra hraða á mótum Suðurlandsvega og Vesturlandsvegar í nótt, en hámarkshraði er þar 80 kílómetrar á klukkustund. 28.9.2007 08:04 Veirusýking greinist á búgarði á Englandi Breska landbúnaðarráðuneytið upplýsti í gær að greinst hefði hin svokallaða "Bluetongue" veirusýking á búgarði í Suffolk í austurhluta Englands. Er þetta fimmta tilfellið á afar stuttum tíma sem veiran greinist á Englandi. 28.9.2007 08:03 Fór fram af háum vegakanti Maður slasaðist alvarlega þegar bíll, sem hann var í, fór fram af háum vegkanti á Hellisheiði eystri í gær og endastakkst. Ökumaður og annar farþegi í bílnum meiddust líka, en ekki alvarlega. 28.9.2007 07:15 Tveir ákærðir fyrir líkamsárás Tveir menn voru ákærðir fyrir líkamsárás í héraðsdómi í dag. Annarsvegar var um að ræða árás fyrir utan veitingastaðinn Kaffi Viktor í febrúar s.l. og hinsvegar árás fyrir utan skemmtistaðinn Glaumbar í ágúst s.l. 27.9.2007 21:53 Staðan endurmetin ef forsendur eru brostnar Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir að ef það sé raunin að einhverjar af forsendunum fyrir mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar séu brostnar verði stjórnvöld að endurmeta stöðuna. "Hinsvegar tel ég ekki að svo sé í augnablikinu," segir Árni í samtali við Vísi. 27.9.2007 21:30 Þorskeldi er enginn gullgröftur Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði í ræðu á opnum fundi Matís um þorskeldi á Ísafirði í gærdag að menn skyldu gá að sér í fiskeldi. "Mér finnst ég skynja núna dálítið svipaða umræðu um þorskeldið og í árdaga þeirrar atvinnustarfsemi, gullgrafarastemminguna. Hún á lítinn rétt á sér," sagði ráðherrann. 27.9.2007 21:00 Leigðu þyrlu undir köttinn Ítölsk hjón leigðu þyrlu fyrir um milljón kr. svo hægt væri að flytja heimilisköttinn frá Róm til eyjarinnar Sardínu. Þetta gerðui þau að sögn þar sem kötturinn, Fufi, er bæði flug- og sjóhræddur. 27.9.2007 20:52 „Læt ekki taka mig af lífi án dóms og laga“ Atli Gíslason, alþingismaður og lögmaður, ætlar ekki að una úrskurði Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem nýverið dæmdi hann og veiðifélaga hans í þriggja ára veiðibann. Eftirlitsmaður í Hítará stóð nokkra þeirra að því að veiða á maðk í ánni og voru þeir í kjölfarið allir dæmdir í bann. Atli hyggst leita réttar síns í málinu og sættir sig ekki við að vera dæmdur fyrir verknað sem hann kom ekki nálægt og vissi ekki um. 27.9.2007 20:33 Níu látnir í átökum í Mjanmar Herinn í Mjanmar réðst gegn andófsmönnum í dag með þeim afleiðingum að níu menn, að minnsta kosti, létu lífið og fjöldi manns særðist. Hermenn í óeirðabúningi standa vörð við gaddavírsgirðingar á götum stærstu borgar landsins og heyra mátti skothvelli þegar dimma tók. 27.9.2007 19:14 Starfar ekki sem lögmaður aftur Lögmannafélag Íslands hafði ekki hugmynd um að Róbert Árni Hreiðarsson væri grunaður um kynferðisbrot fyrr en fjallað var um málið í fjölmiðlum. Formaður félagsins segir að lögreglan ætti að hafa heimild til að tilkynna félaginu ef grunur leikur á að lögmaður hafi framið lögbrot. Róbert Árni mun að öllum líkindum aldrei starfa sem lögmaður á ný. 27.9.2007 18:57 Misbrestur á að sjómenn stundi öryggisæfingar Skólastjóri slysavarnarskóla sjómanna segir mikinn misbrest á að sjómenn stundi lífsnauðsynlegar öryggisæfingar um borð í skipum sínum. Engu að síður hafi tekist að fækka sjóslysum gríðarlega eftir að slysavarnarskólinn komst á flot. 27.9.2007 18:48 Borgin segir alrangt að skógareyðing sé í uppsiglingu Borgaryfirvöld segja alrangt að meiriháttar skógareyðing sé í uppsiglingu með nýjum byggingarhverfum. Þeim verði mætt með mótvægisaðgerðum og græni trefillinn verði jafnlangur. 27.9.2007 18:46 Guðfinna kallar eftir opinskárri umræðu um Evrópusambandsaðild Farið er að bera á umræðu meðal sjálfstæðismanna um þann möguleika að Íslendingar leggi niður krónuna og taki upp evru. Ungir sjálfstæðismenn hvetja til slíkrar skoðunar og Guðfinna S. Bjarnadóttir alþingismaður kallar eftir opinskárri umræðu, ekki aðeins um evruna heldur einnig Evrópusambandsaðild. 27.9.2007 18:37 Valur IS kominn til hafnar Lóðsinn á Ísafirði kom með Val IS til hafnar um kvöldmatarleytið. Áður hafði björgunarskip Landsbjargar á Ísafirði, Gunnar Friðriksson, komið línubátnum Val IS-18 frá Súðavík til aðstoðar. Skipin lágu fyrr í dag í vari undir Bjarnarnúp. 27.9.2007 18:35 Betur fór en á horfði í íþróttahúsi Fjölnis Allt tiltækt slökkvilið hefur var kallað út vegna elds í íþróttahúsi Fjölnis í Dalhúsum í Grafarvogi rétt eftir klukkan sex í kvöld. Tilkynnt var um að mikinn reyk legði frá húsinu og fóru reykkafarar þegar inn í húsið. Eldur hafði komið upp í búningsklefa og náðu slökkviliðsmennirnir tökum á honum á örfáum mínútum. 27.9.2007 18:10 Mátti búast við uppsögnum Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, harmar þær uppsagnir sem tilkynnt var um í dag á Eskifirði og í Þorlákshöfn. Hann segir að við þessu hafi mátt búast þegar ákveðið var að skera niður aflaheimildir í þorski. 27.9.2007 17:31 Í gæsluvarðhaldi til 18. október vegna smyglskútumáls Héraðsdómur Reykjavíkur hefur að kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu úrskurðað karl á þrítugsaldri í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. október vegna rannsóknar á aðild hans að fíkniefnamálinu á Fáskrúðsfirði. 27.9.2007 17:13 Fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás Hæstiréttur þyngdi í dag dóm yfir manni sem sakfelldur var fyrir líkamsárás. Dæmdi Hæstiréttur hann í 14 mánaða fangelsi en héraðsdómur hafði áður dæmt hann í eins árs fangelsi. 27.9.2007 17:08 Sýknudómi í nauðgunarmáli vísað aftur í hérað Hæstiréttur ómerkti í dag sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni sem ákærður var fyrir nauðga 13 ára stúlku og vísaði málinu aftur heim til héraðs. 27.9.2007 16:51 Bæjarstjórinn miður sín Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri í Fjarðarbyggð, segist vera afskaplega miður sín vegna þess að til uppsagna á Eskifirði hafi þurft að koma. Eskifjörður er einn af þéttbýliskjörnunum í Fjarðarbyggð. 27.9.2007 16:47 Veiðimenn virði friðun blesgæsar Fuglavernd skorar á veiðimenn að virða friðun blesgæsar, nú þegar gæsirnar eru að streyma til landsins frá varpstöðvum sínum á Grænlandi. Fuglavernd skorar einnig á lögreglumenn og sýslumannsembættin í Borgarfirði og á Suðurlandi að aukaeftirlit með gæsaveiðum og skoða afla veiðimanna. 27.9.2007 16:47 Sárt en ekki óvænt Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, segir það vera mjög sárt að fyrirtæki í sjávarútvegi hafi þurft að grípa til uppsagna. 27.9.2007 16:38 Sjá næstu 50 fréttir
Bréfasprengjumaðurinn er hryðjuverkamaður Umsjónamaður í breskum skóla var í dag fundinn sekur um að senda sjö bréfasprengjur og vera valdur að því að slasa átta manns. Miles Cooper 27 ára íbúi í Cambridge sendi bréfasprengjurnar á heimilisföng í Englandi og Wales fyrr á þessu ári. Fimm þeirra sprungu. Dómarinn sagði hann vera hryðjuverkamann. 28.9.2007 13:08
Smygluðu þremur tonnum af hassi til Finnlands Finnska lögreglan leysti í gær upp eiturlyfjahring sem mun hafa smyglað töluverðu af hassi og kókaíni til landsins árin 2000 til 2006. 28.9.2007 13:00
Musharraf má bjóða sig fram Hæstiréttur Pakistans úrskurðaði í morgun að Pervez Musharraf, forseta landsins, væri heimilt að bjóða sig aftur fram til embættisins þó hann væri enn yfirmaður pakistanska hersins. Andstæðingar forsetans kærðu framboð hans á þeim forsendum að honum væri óheimilt að gegna báðum embættum. 28.9.2007 12:55
Vilja tólf hundruð milljónir fyrir sjómenn og fiskvinnslufólk Framsóknarflokkurinn vill að ríkisstjórnin verji tólf hundruð milljónum króna í að styrkja sjómenn og fiskvinnslufólk til að setjast á skólabekk. Formaður flokksins sagði á fundi í morgun að uppsagnir síðustu daga í sjávarútveginum séu bara toppurinn á ísjakanum. 28.9.2007 12:43
Concorde hlutir boðnir upp Yfir 800 hlutir úr Concorde flugvélum verða boðnir upp í Toulouse í Frakklandi í dag. Þar á meðal eru hlutir út flugstjórnarklefa vélanna, súrefnisgrímur, lendingarhjól og farangurshurðar auk salernisskála. Uppbðið mun standa í fjóra daga og er til styrktar nýjum flugsafnisem byggt verður í borginni. 28.9.2007 12:40
Talið er tryggingafélag flutningabíls beri ábyrgð á skemmdum Tveir fólksbílar skemmdust mikið þegar þeir óku á stórgrýti sem fallið hafði af tengivagni dráttarbíls á Kringlumýrarbraut á móts við Sigtún seint í gærkvöldi. 28.9.2007 12:34
Vilja að veiðigjald verði fellt niður vegna kvótaskerðingar Störfum í fiskvinnslu fækkar um allt að 600 um allt land á næstu mánuðum vegna skerðingar þorskkvótans segir formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. Hann segir samtökin vilja að veiðigjald verði fellt niður til að bregðast við kvótaskerðingunni. 28.9.2007 12:29
Mistubishi og þýskur álframleiðandi með Arctus í Þorlákshöfn Japanska stórfyrirtækið Mitsubishi ásamt þýska álframleiðslufyrirtækinu Trimet Aluminium verða samstarfsaðilar íslenska ráðgjafafyrirtækisins Arctus um bygingu álvers í fyrirhuguðum Áltæknigarði í Þorlákshöfn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arctus. 28.9.2007 12:17
Hjartavernd fær 1,5 milljarða króna styrk frá Bandaríkjunum Öldrunarstofnun bandaríska heilbrigðisráðuneytisins hefur styrkt Hjartavernd um rúmlega 1,5 milljarða króna til áframhaldandi rannsókna á öldrun. 28.9.2007 11:52
Minnkandi atvinnuleysi í Þýskalandi Atvinnuleysi í Þýskalandi er minna nú en það hefur verið síðastliðinn tólf ár samkvæmt tölum frá þýsku vinnumálastofnuninni. Alls voru 3,5 milljónir Þjóðverja án atvinnu í septembermánuði. 28.9.2007 11:50
Ólögleg áfengisframleiðsla í Hafnarfirði Rannsóknarlögreglumenn í Hafnarfirði fundu tæki og tól til áfengisframleiðslu við húsleit í íbúð í fjölbýlishúsi í suðurhluta Hafnafjarðar í gær. Auk þess fundust 24 lítrar af landa og 90 lítrar af gambra. Karl á fertugsaldri var handtekinn vegna málsins og við yfirheyrslur viðurkenndi hann að hafa ætlað að selja áfengið. 28.9.2007 11:43
Skjóta aftur að mótmælendum í Mjanmar Hermenn skutu aftur að nokkur hundruð syngjandi mótmælendum í miðborg Yangon í Mjanmar í dag. Fólkið forðaði sér í skjól en engir munkar voru meðal mótmælenda. Öryggissveitir hafa lokað götum og fimm klaustrum með vegriðum og gaddavír. Þannig virðist þeim hafa tekist að halda munkunum frá. Almenningi tekst þó að koma saman í stuttan tíma áður en öryggislögreglan leysir mótmælin upp. 28.9.2007 11:12
Of hávær í bólinu Kona ein í Þýskalandi var rekin af heimili sínu þar sem nágrannar hennar þóttu unaðsstunur hennar vera of háværar. Konan segist sjálf lifa heilbrigðu kynlífi og talar um ofsóknir. 28.9.2007 11:10
200 milljóna króna hagræðing hjá MS vegna lakrar afkomu Forsvarsmenn MS hyggjast grípa til hagræðingaraðgerða upp á allt að 230 milljónir króna vegna slakrar afkomu félagsins á fyrri helmingi ársins. Meðal annars á að selja húsnæði Osta- og smjörsölunnar. 28.9.2007 11:03
Stal 4000 vindlingum Karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands í morgun fyrir að brjótast inn í verslun við Landvegamót þann 17. september 2005. Athygli vekur að maðurinn stal engu nema tóbaki, alls 4000 vindlingum. 28.9.2007 10:48
Sakfelldur fyrir að smygla amfetamíni og sterum inn á Litla-Hraun Héraðsdómur Suðurlands hefur sakfellt fanga á Litla-Hrauni fyrir fíkniefnabrot og brot á tolla- og lyfsölulögum fyrir að hafa reynt að smygla bæði amfetamíni og anabólískum sterum inn í fangelsið. 28.9.2007 10:43
Fannst á lífi eftir átta daga í bílflaki Kona sem saknað hafði verið í átta daga fannst á lífi í bíl á botni gils í Bandaríkjunum - á sama tíma og eiginmaður hennar var að taka lygapróf vegna hvarfsins. Lögregla fann bíl konunnar á botni gils við hraðbraut nálægt Seattle í Washington. Tanya Rider var á leið heim úr vinnu þegar hún fór út af veginum og hrapaði sjö metra niður gilið. 28.9.2007 10:28
Átta ára golfari með holu í höggi Átta ára gamall enskur golfari gerði sér lítið fyrir og sló holu í höggi á golfmóti í Suffolk á Englandi í gær. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi nema að þetta er í þriðja skiptið sem hinn ungi gólfari nær holu í höggi. 28.9.2007 10:03
Loka fyrir internet í Mjanmar Herstjórnin í Mjanmar hefur lokað fyrir aðgang almennings að interneti til að forðast að myndbrot af blóðugum aðgerðum öryggissveita gegn mótmælendum berist um heiminn. Internet kaffihúsum í höfuðborginni Rangoon og öðrum borgum landsins hefur verið lokað. Bloggarar sem nota internetið til að fá meira en fréttir ritstýrðra fréttastöðva í landinu segjast vera í vandræðum með að koma efni á bloggin. 28.9.2007 09:42
Milljón á hvern grunnskólanema á ári Áætlaður rekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins á þessu ári verður nærri 968 þúsund krónur samkvæmt útreikningum sem birtir eru á vef Hagstofunnar. 28.9.2007 09:38
Féllu ofan í eiturefnalaug Níu létust í gær þegar gólfflötur í yfirgefnu húsi í miðhluta Kína lét undan með þeim afleiðingum að fólkið féll ofan í holu sem var full af blásýru. Fólkið var samankomið í húsinu til að ræða útför ungs pilts sem hafði fundist látinn í húsinu sama dag. 28.9.2007 09:34
Iðnaðarráðherra er ósammála Ágústi Ólafi um tvítyngda stjórnsýslu Össur Skarphéðinsson er ósammála hugmyndum Ágústar Ólafs um að taka beri upp tvítyngda stjórnsýslu. Á heimasíðu sinni segist hann hafa herst á þeirri skoðun að það sé vaxandi nauðsyn á að taka upp í stjórnarskrána ákvæði sem staðfesti tilvist íslenskunnar sem þjóðartungunnar. 28.9.2007 09:31
Áfram dregur úr vöruskiptahalla Vöruskiptahallinn reyndist 66,5 milljarðar króna á fyrstu átta mánuðum ársins samkvæmt tölum Hagstofunnar. Það er mun minni halli en á sama tíma í fyrra en þá reyndist hann nærrri 104 milljarðar. Vöruskiptajöfnuðurinn var því rúmum 37 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður. 28.9.2007 09:27
Tekinn á 150 kílómetra hraða Sautján ára ökumaður var stöðvaður eftir að hann hafði mælst á 150 kílómetra hraða á mótum Suðurlandsvega og Vesturlandsvegar í nótt, en hámarkshraði er þar 80 kílómetrar á klukkustund. 28.9.2007 08:04
Veirusýking greinist á búgarði á Englandi Breska landbúnaðarráðuneytið upplýsti í gær að greinst hefði hin svokallaða "Bluetongue" veirusýking á búgarði í Suffolk í austurhluta Englands. Er þetta fimmta tilfellið á afar stuttum tíma sem veiran greinist á Englandi. 28.9.2007 08:03
Fór fram af háum vegakanti Maður slasaðist alvarlega þegar bíll, sem hann var í, fór fram af háum vegkanti á Hellisheiði eystri í gær og endastakkst. Ökumaður og annar farþegi í bílnum meiddust líka, en ekki alvarlega. 28.9.2007 07:15
Tveir ákærðir fyrir líkamsárás Tveir menn voru ákærðir fyrir líkamsárás í héraðsdómi í dag. Annarsvegar var um að ræða árás fyrir utan veitingastaðinn Kaffi Viktor í febrúar s.l. og hinsvegar árás fyrir utan skemmtistaðinn Glaumbar í ágúst s.l. 27.9.2007 21:53
Staðan endurmetin ef forsendur eru brostnar Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir að ef það sé raunin að einhverjar af forsendunum fyrir mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar séu brostnar verði stjórnvöld að endurmeta stöðuna. "Hinsvegar tel ég ekki að svo sé í augnablikinu," segir Árni í samtali við Vísi. 27.9.2007 21:30
Þorskeldi er enginn gullgröftur Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði í ræðu á opnum fundi Matís um þorskeldi á Ísafirði í gærdag að menn skyldu gá að sér í fiskeldi. "Mér finnst ég skynja núna dálítið svipaða umræðu um þorskeldið og í árdaga þeirrar atvinnustarfsemi, gullgrafarastemminguna. Hún á lítinn rétt á sér," sagði ráðherrann. 27.9.2007 21:00
Leigðu þyrlu undir köttinn Ítölsk hjón leigðu þyrlu fyrir um milljón kr. svo hægt væri að flytja heimilisköttinn frá Róm til eyjarinnar Sardínu. Þetta gerðui þau að sögn þar sem kötturinn, Fufi, er bæði flug- og sjóhræddur. 27.9.2007 20:52
„Læt ekki taka mig af lífi án dóms og laga“ Atli Gíslason, alþingismaður og lögmaður, ætlar ekki að una úrskurði Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem nýverið dæmdi hann og veiðifélaga hans í þriggja ára veiðibann. Eftirlitsmaður í Hítará stóð nokkra þeirra að því að veiða á maðk í ánni og voru þeir í kjölfarið allir dæmdir í bann. Atli hyggst leita réttar síns í málinu og sættir sig ekki við að vera dæmdur fyrir verknað sem hann kom ekki nálægt og vissi ekki um. 27.9.2007 20:33
Níu látnir í átökum í Mjanmar Herinn í Mjanmar réðst gegn andófsmönnum í dag með þeim afleiðingum að níu menn, að minnsta kosti, létu lífið og fjöldi manns særðist. Hermenn í óeirðabúningi standa vörð við gaddavírsgirðingar á götum stærstu borgar landsins og heyra mátti skothvelli þegar dimma tók. 27.9.2007 19:14
Starfar ekki sem lögmaður aftur Lögmannafélag Íslands hafði ekki hugmynd um að Róbert Árni Hreiðarsson væri grunaður um kynferðisbrot fyrr en fjallað var um málið í fjölmiðlum. Formaður félagsins segir að lögreglan ætti að hafa heimild til að tilkynna félaginu ef grunur leikur á að lögmaður hafi framið lögbrot. Róbert Árni mun að öllum líkindum aldrei starfa sem lögmaður á ný. 27.9.2007 18:57
Misbrestur á að sjómenn stundi öryggisæfingar Skólastjóri slysavarnarskóla sjómanna segir mikinn misbrest á að sjómenn stundi lífsnauðsynlegar öryggisæfingar um borð í skipum sínum. Engu að síður hafi tekist að fækka sjóslysum gríðarlega eftir að slysavarnarskólinn komst á flot. 27.9.2007 18:48
Borgin segir alrangt að skógareyðing sé í uppsiglingu Borgaryfirvöld segja alrangt að meiriháttar skógareyðing sé í uppsiglingu með nýjum byggingarhverfum. Þeim verði mætt með mótvægisaðgerðum og græni trefillinn verði jafnlangur. 27.9.2007 18:46
Guðfinna kallar eftir opinskárri umræðu um Evrópusambandsaðild Farið er að bera á umræðu meðal sjálfstæðismanna um þann möguleika að Íslendingar leggi niður krónuna og taki upp evru. Ungir sjálfstæðismenn hvetja til slíkrar skoðunar og Guðfinna S. Bjarnadóttir alþingismaður kallar eftir opinskárri umræðu, ekki aðeins um evruna heldur einnig Evrópusambandsaðild. 27.9.2007 18:37
Valur IS kominn til hafnar Lóðsinn á Ísafirði kom með Val IS til hafnar um kvöldmatarleytið. Áður hafði björgunarskip Landsbjargar á Ísafirði, Gunnar Friðriksson, komið línubátnum Val IS-18 frá Súðavík til aðstoðar. Skipin lágu fyrr í dag í vari undir Bjarnarnúp. 27.9.2007 18:35
Betur fór en á horfði í íþróttahúsi Fjölnis Allt tiltækt slökkvilið hefur var kallað út vegna elds í íþróttahúsi Fjölnis í Dalhúsum í Grafarvogi rétt eftir klukkan sex í kvöld. Tilkynnt var um að mikinn reyk legði frá húsinu og fóru reykkafarar þegar inn í húsið. Eldur hafði komið upp í búningsklefa og náðu slökkviliðsmennirnir tökum á honum á örfáum mínútum. 27.9.2007 18:10
Mátti búast við uppsögnum Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, harmar þær uppsagnir sem tilkynnt var um í dag á Eskifirði og í Þorlákshöfn. Hann segir að við þessu hafi mátt búast þegar ákveðið var að skera niður aflaheimildir í þorski. 27.9.2007 17:31
Í gæsluvarðhaldi til 18. október vegna smyglskútumáls Héraðsdómur Reykjavíkur hefur að kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu úrskurðað karl á þrítugsaldri í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. október vegna rannsóknar á aðild hans að fíkniefnamálinu á Fáskrúðsfirði. 27.9.2007 17:13
Fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás Hæstiréttur þyngdi í dag dóm yfir manni sem sakfelldur var fyrir líkamsárás. Dæmdi Hæstiréttur hann í 14 mánaða fangelsi en héraðsdómur hafði áður dæmt hann í eins árs fangelsi. 27.9.2007 17:08
Sýknudómi í nauðgunarmáli vísað aftur í hérað Hæstiréttur ómerkti í dag sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni sem ákærður var fyrir nauðga 13 ára stúlku og vísaði málinu aftur heim til héraðs. 27.9.2007 16:51
Bæjarstjórinn miður sín Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri í Fjarðarbyggð, segist vera afskaplega miður sín vegna þess að til uppsagna á Eskifirði hafi þurft að koma. Eskifjörður er einn af þéttbýliskjörnunum í Fjarðarbyggð. 27.9.2007 16:47
Veiðimenn virði friðun blesgæsar Fuglavernd skorar á veiðimenn að virða friðun blesgæsar, nú þegar gæsirnar eru að streyma til landsins frá varpstöðvum sínum á Grænlandi. Fuglavernd skorar einnig á lögreglumenn og sýslumannsembættin í Borgarfirði og á Suðurlandi að aukaeftirlit með gæsaveiðum og skoða afla veiðimanna. 27.9.2007 16:47
Sárt en ekki óvænt Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, segir það vera mjög sárt að fyrirtæki í sjávarútvegi hafi þurft að grípa til uppsagna. 27.9.2007 16:38