Innlent

Sárt en ekki óvænt

Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, segir það vera mjög sárt að fyrirtæki í sjávarútvegi hafi þurft að grípa til uppsagna. Hún segir að uppsagnirnar á Austfjörðum komi ekki á óvart. "Auðvitað var það ljóst að þessi mikli niðurskurður í þorskaflaheimildum myndi snerta Austfirði. En ég var að vona að þeir hefðu tækifæri til að nálgast þessa erfiðleika með öðrum hætti," segir Arnbjörg.

Arnbjörg hafði ekki heyrt af uppsögnunum á Þorlákshöfn. Hún sagðist þurfa að heyra rökstuðninginn fyrir þeim áður en hún tjáði sig um þær. Arnbjörg segir að ekki hafi verið ákveðin fundur í sjávarútvegsnefnd vegna málsins. Hún segist jafnframt efast um að slíkur fundur muni nokkru skila.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×