Fleiri fréttir Það er ekkert gleðilegt á Eskifirði "Það er ekkert gleðilegt hjá fyrirtækinu í dag. Það er alveg ljóst," segir Hrafnkell Hlöðversson, öryggistrúnaðarmaður hjá Eskju á Eskifirði, við Vísi en um 40 manns, öllu fólki í landvinnslu, var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu í dag. Ástæða uppsagnanna er skortur á hráefni vegna niðurskurðar þorskkvóta. 27.9.2007 15:52 Nærri 60 manns sagt upp hjá Humarvinnslunni í Þorlákshöfn Stjórn Humarvinnslunnar í Þorlákshöfn hefur ákveðið að segja upp öllu starfsfólki í landvinnslu fyrirtækisins í Þorlákshöfn, alls 59 manns. Ákvörðunin var tilkynnt á fundi með starfsmönnum í dag. 27.9.2007 15:27 7400 fermetra nýbygging á Alþingisreitnum Til stendur að byggja 7400 fermetra byggingu vestan við Alþingishúsið sem hýsa á skrifstofur Alþingis, Þetta kom fram á fréttamannafundi sem Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, og fulltrúar borgarinnar efndu til til þess að kynna nýtt deilisskipulag á Alþingisreitnum. 27.9.2007 14:52 Lækningaminjasafn rís eftir tvö ár við Nesstofu Til stendur að reisa nýja safnbyggingu fyrir Lækningaminjasafn Íslands á safnasvæðinu við Nesstofu samkvæmt samningi sem gerður hefur verið. 27.9.2007 14:35 Níu látnir í Mjanmar í dag Níu manns létust og að minnsta kosti ellefu særðust í aðgerðum öryggissveita hersins í Yangon í Mjanmar í dag. Ríkissjónvarp landsins greindi frá þessu og sagði að 31 hermaður hefði slasast þegar mótmælendur reyndu að afvopna þá. Fregnir hafa borist að því að hermenn hafi skotið á fólkið og lamið með byssusköftum. 27.9.2007 14:17 Óbætanlegur skaði ef íslenska væri aðeins töluð á heimilum Félag íslenskra fræða harmar þær hugmyndir sem komið hafa fram að enska verði gerð að stjórnsýslumáli samhliða íslenskunni og enska verði hið ríkjandi mál íslenskra bankafyrirtækja. 27.9.2007 14:07 Val IS rekur aflvana í miklu hvassviðri Valur ÍS, sem gerður er út frá Súðavík, rak aflvana í Jökulfirðinum. Landhelgisgæslan fékk upplýsingar skömmu fyrir tvö um að báturinn, sem er 158 brúttólesta bátur hefði tilkynnt um vélarbilun í Jökulfjörðum, um eina sjómílu frá landi austan frá Slétteyri. 8 manns eru um borð. 27.9.2007 14:07 Réðst á sambýliskonu sína og fær skilorð í tvo mánuði Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á sambýliskonu sína þann 14. nóvember síðastliðinn. 27.9.2007 13:49 Ekki á borði borgarráðs að aflétta leynd af verðmati Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir það ekki á borði ráðsins að aflétta leynd af verðmati Gagnaveitu Reykjavíkur, áður Línu.neti, eins og fulltrúar Samfylkingarinnar hafi haldið fram. 27.9.2007 13:47 Segir lögregluembættin svelta „Á undanförnum árum hefur almennum lögreglumönnum verið fækkað stórlega á götunum en fjölgað á skrifstofum ríkislögreglustjóra og í sérsveit sama embættis," skrifar Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi í Morgunblaðið í morgun. 27.9.2007 13:32 Eskja segir upp nærri 40 manns vegna kvótaniðurskurðar Sjávarútvegsfyrirtækið Eskja á Eskifirði hefur ákveðið að segja upp öllum starfsmönnum í frystihúsi félagsins, 39 talsins. Ástæðan er niðurskurður á þorskveiðiheimildum sem stjórnvöld kynntu fyrr í sumar. 27.9.2007 13:25 Slátrið vinsælt norðan heiða Slátursala fer vel af stað og eru dæmi um allt að fjörutíu prósenta söluaukningu. Slátrið þykir gómsætt og fyrirtaks búbót. 27.9.2007 13:00 Gríðarleg aukning kynferðisbrota í Árborg Þrátt fyrir að enn sé september eru kynferðisbrot á málaskrá lögreglunnar í Árborg fyrir árið 2007 þegar orðin 28. Allt árið 2005 voru kærð kynferðisbrot hjá sama embætti 8. Þrátt fyrir þessa gríðarlegu aukningu er sami fjöldi lögreglumanna að störfum hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Árborg og þegar málin voru aðeins átta. 27.9.2007 12:46 Kynna verðmat Gagnaveitunnar ef ekki koma fram gild rök fyrir leynd Meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna í borgarráði hafnaði því í dag að létta leynd af verðmati á Gagnaveitu Reykjavíkur, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, sem áður var Lína.net. Verðmatið verður birt á næsta borgarráðsfundi en þá sem trúnaðarmál og hyggjast borgarfulltrúar Samfylkingarinnar kynna það einhliða komi ekki fram gild rök sem styðji leyndina. 27.9.2007 12:34 Spector sóttur aftur til saka Kviðdómi í Bandaríkjunum mistókst að komast að niðurstöðu um það hvort hinn frægi tónlistarmaður Phil Spector hefði myrt leikkonuna Lönu Clarkson fyrir tæpum fimm árum. 27.9.2007 12:30 Þjóðheta Mjanmar - Aung San suu Kyi Líkt og Nelson Mandela hefur Aung San Suu Kyi orðið alþjóðlegt tákn hetjulegrar og friðsamlegrar andstöðu undirokunar og kúgunar. Í langan tíma hefur þessi baráttukona og leiðtogi Lýðræðisflokks landsins verið eina von landa sinna um að tímabil herstjórnarinnar líði einhvern tíman undir lok. 27.9.2007 12:23 Blaðamenn hverfa úr starfi vegna markaðsvæðingar fjölmiðlanna Margvíslegar ógnir steðja að blaðamennsku og hafa margir reyndir blaðamenn dottið úr leik síðustu misseri vegna markaðsvæðingar fjölmiðlanna. 27.9.2007 12:15 Ákærð fyrir að smygla um 700 grömmum af kókaíni Tvær konur á fimmtugsaldri og 25 ára gamall karlmaður hafa verið ákærð fyrir innflutning á tæplega 700 grömmum af kókaíni frá Hollandi til Íslands. 27.9.2007 12:14 Rekin fyrir reykingar eiginmannsins Bæjaryfirvöld í Óðinvéum í Danmörku ráku í gær dagmóður eftir að upp komst að eiginmaður hennar hafði reykt á heimili hjónanna þar sem hún passar börnin. Dagmóðirin sjálf hefur hins vegar aldrei reykt heima hjá sér. 27.9.2007 11:57 Innanlandsflug liggur niðri Allt innanlandsflug hefur legið niðri í morgun vegna veðurs. Hjá Flugfélagi Íslands fengust þær upplýsingar að næst yrði athugað með flug klukkan 14.10. Sigurður Ragnarsson veðurfræðingur hjá Stöð 2 segir að það sé vindstrekkingur víða um land en hann muni lægja. Horfur séu á ágætis flugveðri seinnipart dags og í kvöld. 27.9.2007 11:56 Staðinn að veggjakroti í Kringlunni Lögreglan hafði hendur í hári hálfþrítugs manns sem staðinn var að veggjakroti í Kringlunni í gærkvöld. Eftir því sem lögreglan greinir frá í frétt viðurkenndi maðurinn brot sitt en gat að öðru leyti lítið skýrt þetta háttalag sitt. 27.9.2007 11:56 Fljúgandi elgur veldur usla Starfsmenn sænska símafyrirtækisins Telia fengu heldur betur óvænta heimsókn á föstudaginn í síðustu viku þegar elgur kom fljúgandi í gegnum glugga skrifstofunnar. Glerbrotum rigndi yfir starfsmenn og kalla þurfti á veiðimann til að aflífa dýrið. 27.9.2007 11:37 Vill að ríkissjóður greiði niður skuldir Frosti Ólafsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands, segir það vera mjög jákvætt að hið opinbera skuli skila rekstrarafgangi á sama tíma og Seðlabankinn er í mjög stífum aðhaldsaðgerðum með hárri vaxtastefnu. 27.9.2007 11:33 Mjanmar: Ljósmyndari skotinn til bana Erlendur ljósmyndari sem talinn er japanskur, var skotinn til bana í mótmælunum í Yangon í Mjanmar í dag. Fréttastofa Reuters hefur þetta eftir sjúkrahúsyfirvöldum á staðnum. Vitni segir manninn hafa fallið til jarðar þegar óeirðalögregla skaut að hópi eitt þúsund mótmælenda. 27.9.2007 11:14 Kveikti á neyðarblysi inni í skólastofu Reykræsta þurfti tvær skólastofur í Grunnskólanum í Borgarnesi laust eftir klukkan átta í morgun eftir að átta ára gamall nemandi kveikti fyrir misskilning í neyðarblysi. Blysið höfðu nemendur skólans fundið í fjöruferð sem farin var í gær. Engan sakaði í óhappinu. 27.9.2007 11:06 Vísar ummælum um spillingu á bug Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra vísar fullyrðingum Friðriks Arngrímssonar, framkvæmdastjóra LÍÚ, um spillingu á bug. 27.9.2007 10:58 Vilja banna nekt á Everest Samtök fjallgöngugarpa í Nepal vilja banna nekt og tilraunir til ruddalegra meta á Everest fjalli, stærsta fjalli heims. Nepalskur fjallgöngumaður setti met í hæstu nektarsýningu á síðasta ári þegar hann beraði sig í nokkrar mínútur á toppi fjallsins, í 8.848 metra hæð og tíu stiga gaddi. 27.9.2007 10:34 Byggð þétt við Sléttuveg neðst í Fossvogsdalnum Til stendur að þétta byggð neðst Fossvogsdalnum með uppbyggingu 13, raðhúsa, 16 tvíbýlishúsa og sex hæða fjölbýlishúss við Sléttuveg. 27.9.2007 10:24 Formaður Heimdallar kjörinn Erla Ósk Ásgeirsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður Heimdallar á komandi starfsári. Formaður verður kjörin á aðalfundi Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem fer fram í Valhöll í dag kl. 18.00. 27.9.2007 10:17 Vísir kærir launaleynd RÚV Vísir lagði fyrir helgi fram kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingalög. vegna þeirrar ákvörðun Ríkisútvarpsins ohf að neita að gefa upplýsingar um mánaðarlaun Páls Magnússonar útvarpsstjóra. 27.9.2007 10:13 Björn vill samstarf við Rússa í öryggismálum Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, telur æskilegt að Íslendingar og Rússar hafi með sér samstarf um öryggi skipa á norðurslóðum. Þetta kemur fram á heimasíðu Björns. 27.9.2007 10:10 Herstjórnin skýtur að búddamunkum Hermenn herforingjastjórnarinnar í Myanmar skutu aftur að mómælendum í Rangoon stærstu borg landsins í morgun. Vitni segja einn hafa fallið í jörðina í skothríðinni. Talið er að um 70 þúsund manns mótmæli á götum borgarinnar. Hermennirnir ráðast einnig að fólkinu og berja það með byssusköftum. 27.9.2007 10:07 Truflanir á GSM- og netþjónustu á Akureyri Truflanir eru á GSM- og netþjónustu Vodafone á Akureyri og nágrenni þessa stundina vegna skemmda sem urðu á ljósleiðara við jarðvegsframkvæmdir snemma í morgun. 27.9.2007 10:02 Tekjuafkoma hins opinbera aldrei betri Tekjuafkoma hins opinbera var jákvæð um 81 milljarð á síðasta ári samkvæmt tölu Hagstofunnar. Það er besta afkoma hins opinbera frá upphafi og er 7 prósent af landsframleiðslu. 27.9.2007 09:50 Eftirlýstur Íslendingur handtekinn í Indlandi Gunnar Wathne, íslenskur ríkisborgari sem bandarísk yfirvöld hafa leitað í fjögur ár, var handtekinn á Indira Gandhi flugvellinum í Nýju-Delí á Indlandi á föstudag. Þetta kemur fram á indverska vefnum India Exrpess. 27.9.2007 09:05 Átta falla á Gaza ströndinni Að minnsta kosti átta Palestínumenn féllu og tuttugu særðust í leifturárás ísraelska hersins á Gaza ströndina í gær. 27.9.2007 08:09 Frönsk herskip gegn sjóræningjum Frakkar hafa boðist til þess að senda herskip til að vernda sjóleiðina við strendur Sómalíu gegn árásum sjóræningja. Hafsvæðið úti fyrir Sómalíu er talið vera eitt það hættulegasta í heimi. 27.9.2007 08:03 Fljótsdalshérað niðurgreiðir frístundastarf Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs ákvað fyrr í mánuðinum að niðurgreiða þátttökugjöld barna og unglinga í íþrótta-, tómstunda-, og æskulýðsstarfi. Öll börn á aldrinum 6 til 18 ára sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu fá 20 þúsund kr. í hvatapeninga á ári samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar. 26.9.2007 23:45 Verðmatið á Gagnaveitunni verði opinbert Fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði hafa óskað eftir því að mál Gagnaveitu Reykjavíkur verði sett á dagskrá borgarráðs á morgun, 27. september 2007. Jafnframt hefur verið óskað eftir því að lagt verði fram verðmat Glitnis og Landsbanka Íslands á Gagnaveitunni og að það verði þar með gert opinbert. "Ótækt er að leyndinni sé viðhaldið vegna þröngra flokkshagmuna Sjálfstæðisflokksins," segir í frétt um málið. 26.9.2007 23:26 Öryggisráðið vill fulltrúa sinn til Myanmar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á neyðarfundi sínum í kvöld að hvetja stjórnvöld í Myanmar til að leyfa sérstökum fulltrúa sínum, Ibrahim Gambari að heimsækja landið. Miklar og blóðugar mótmælaaðgerðir hafa verið í landinu gegn stjórnvöld undanfarna daga. 26.9.2007 22:43 Sérleyfi fyrir olíuboranir í undirbúningi Í iðnaðráðuneytinu er nú verið að undirbúa útboð á sérleyfi til rannsóknarboranna eftir olíu innan íslensku landhelginnar. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir að unnið sé að tillögu um hvort veita fara eigi í útboðið en tillagan verður svo lögð fyrir ríkisstjórnarfund seinna í haust. 26.9.2007 21:30 Kókaínsmyglari áfram í gæsluvarðhaldi Karl um fertugt hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til mánudagsins 1. október nk. en hann er grunaður um innflutning á kókaíni í fljótandi formi. Karl á fertugsaldri var sömuleiðis handtekinn í tengslum við rannsókn málsins en sá er laus úr haldi 26.9.2007 20:31 Verkfallinu hjá GM lokið Verkfallinu hjá GM lauk í dag eftir aðeins tvo sólarhring og um leið stigu hlutabréf í fyrirtækinu um tæp 9% á markaðinum vestan hafs. Verkfallið var hið fyrsta hjá GM á síðustu rúmu 30 árum en það náði til um 73.000 verkamanna fyrirtækisins. 26.9.2007 20:28 Rather kallar Bush fyrir sem vitni Fréttamaðurinn þekkti Dan Rather lét að því liggja í spjallþætti í kvöld að hann myndi kalla George Bush Bandaríkjaforseta fyrir sem vitni í málaferlum sínum gegn CBS sjónvarpsstöðinni. Rather telur að uppsögn sín hjá CBS árið 2004 hafi verið ólögmæt en hún kom í kjölfar fréttar hans um brokkgengann feril Bush í þjóðvarðliði Texas. 26.9.2007 20:12 Fékk fót í kaupbæti Bandarísk húsmóðir fékk óvæntan kaupauka á dögunum þegar hún keypti sér eldavél á uppboði í Norður Karólínu. Þegar Shannon Whisnant opnaði eldavélina góðu heima hjá sér kom í ljós fótur af manni. 26.9.2007 19:57 Sjá næstu 50 fréttir
Það er ekkert gleðilegt á Eskifirði "Það er ekkert gleðilegt hjá fyrirtækinu í dag. Það er alveg ljóst," segir Hrafnkell Hlöðversson, öryggistrúnaðarmaður hjá Eskju á Eskifirði, við Vísi en um 40 manns, öllu fólki í landvinnslu, var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu í dag. Ástæða uppsagnanna er skortur á hráefni vegna niðurskurðar þorskkvóta. 27.9.2007 15:52
Nærri 60 manns sagt upp hjá Humarvinnslunni í Þorlákshöfn Stjórn Humarvinnslunnar í Þorlákshöfn hefur ákveðið að segja upp öllu starfsfólki í landvinnslu fyrirtækisins í Þorlákshöfn, alls 59 manns. Ákvörðunin var tilkynnt á fundi með starfsmönnum í dag. 27.9.2007 15:27
7400 fermetra nýbygging á Alþingisreitnum Til stendur að byggja 7400 fermetra byggingu vestan við Alþingishúsið sem hýsa á skrifstofur Alþingis, Þetta kom fram á fréttamannafundi sem Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, og fulltrúar borgarinnar efndu til til þess að kynna nýtt deilisskipulag á Alþingisreitnum. 27.9.2007 14:52
Lækningaminjasafn rís eftir tvö ár við Nesstofu Til stendur að reisa nýja safnbyggingu fyrir Lækningaminjasafn Íslands á safnasvæðinu við Nesstofu samkvæmt samningi sem gerður hefur verið. 27.9.2007 14:35
Níu látnir í Mjanmar í dag Níu manns létust og að minnsta kosti ellefu særðust í aðgerðum öryggissveita hersins í Yangon í Mjanmar í dag. Ríkissjónvarp landsins greindi frá þessu og sagði að 31 hermaður hefði slasast þegar mótmælendur reyndu að afvopna þá. Fregnir hafa borist að því að hermenn hafi skotið á fólkið og lamið með byssusköftum. 27.9.2007 14:17
Óbætanlegur skaði ef íslenska væri aðeins töluð á heimilum Félag íslenskra fræða harmar þær hugmyndir sem komið hafa fram að enska verði gerð að stjórnsýslumáli samhliða íslenskunni og enska verði hið ríkjandi mál íslenskra bankafyrirtækja. 27.9.2007 14:07
Val IS rekur aflvana í miklu hvassviðri Valur ÍS, sem gerður er út frá Súðavík, rak aflvana í Jökulfirðinum. Landhelgisgæslan fékk upplýsingar skömmu fyrir tvö um að báturinn, sem er 158 brúttólesta bátur hefði tilkynnt um vélarbilun í Jökulfjörðum, um eina sjómílu frá landi austan frá Slétteyri. 8 manns eru um borð. 27.9.2007 14:07
Réðst á sambýliskonu sína og fær skilorð í tvo mánuði Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á sambýliskonu sína þann 14. nóvember síðastliðinn. 27.9.2007 13:49
Ekki á borði borgarráðs að aflétta leynd af verðmati Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir það ekki á borði ráðsins að aflétta leynd af verðmati Gagnaveitu Reykjavíkur, áður Línu.neti, eins og fulltrúar Samfylkingarinnar hafi haldið fram. 27.9.2007 13:47
Segir lögregluembættin svelta „Á undanförnum árum hefur almennum lögreglumönnum verið fækkað stórlega á götunum en fjölgað á skrifstofum ríkislögreglustjóra og í sérsveit sama embættis," skrifar Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi í Morgunblaðið í morgun. 27.9.2007 13:32
Eskja segir upp nærri 40 manns vegna kvótaniðurskurðar Sjávarútvegsfyrirtækið Eskja á Eskifirði hefur ákveðið að segja upp öllum starfsmönnum í frystihúsi félagsins, 39 talsins. Ástæðan er niðurskurður á þorskveiðiheimildum sem stjórnvöld kynntu fyrr í sumar. 27.9.2007 13:25
Slátrið vinsælt norðan heiða Slátursala fer vel af stað og eru dæmi um allt að fjörutíu prósenta söluaukningu. Slátrið þykir gómsætt og fyrirtaks búbót. 27.9.2007 13:00
Gríðarleg aukning kynferðisbrota í Árborg Þrátt fyrir að enn sé september eru kynferðisbrot á málaskrá lögreglunnar í Árborg fyrir árið 2007 þegar orðin 28. Allt árið 2005 voru kærð kynferðisbrot hjá sama embætti 8. Þrátt fyrir þessa gríðarlegu aukningu er sami fjöldi lögreglumanna að störfum hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Árborg og þegar málin voru aðeins átta. 27.9.2007 12:46
Kynna verðmat Gagnaveitunnar ef ekki koma fram gild rök fyrir leynd Meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna í borgarráði hafnaði því í dag að létta leynd af verðmati á Gagnaveitu Reykjavíkur, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, sem áður var Lína.net. Verðmatið verður birt á næsta borgarráðsfundi en þá sem trúnaðarmál og hyggjast borgarfulltrúar Samfylkingarinnar kynna það einhliða komi ekki fram gild rök sem styðji leyndina. 27.9.2007 12:34
Spector sóttur aftur til saka Kviðdómi í Bandaríkjunum mistókst að komast að niðurstöðu um það hvort hinn frægi tónlistarmaður Phil Spector hefði myrt leikkonuna Lönu Clarkson fyrir tæpum fimm árum. 27.9.2007 12:30
Þjóðheta Mjanmar - Aung San suu Kyi Líkt og Nelson Mandela hefur Aung San Suu Kyi orðið alþjóðlegt tákn hetjulegrar og friðsamlegrar andstöðu undirokunar og kúgunar. Í langan tíma hefur þessi baráttukona og leiðtogi Lýðræðisflokks landsins verið eina von landa sinna um að tímabil herstjórnarinnar líði einhvern tíman undir lok. 27.9.2007 12:23
Blaðamenn hverfa úr starfi vegna markaðsvæðingar fjölmiðlanna Margvíslegar ógnir steðja að blaðamennsku og hafa margir reyndir blaðamenn dottið úr leik síðustu misseri vegna markaðsvæðingar fjölmiðlanna. 27.9.2007 12:15
Ákærð fyrir að smygla um 700 grömmum af kókaíni Tvær konur á fimmtugsaldri og 25 ára gamall karlmaður hafa verið ákærð fyrir innflutning á tæplega 700 grömmum af kókaíni frá Hollandi til Íslands. 27.9.2007 12:14
Rekin fyrir reykingar eiginmannsins Bæjaryfirvöld í Óðinvéum í Danmörku ráku í gær dagmóður eftir að upp komst að eiginmaður hennar hafði reykt á heimili hjónanna þar sem hún passar börnin. Dagmóðirin sjálf hefur hins vegar aldrei reykt heima hjá sér. 27.9.2007 11:57
Innanlandsflug liggur niðri Allt innanlandsflug hefur legið niðri í morgun vegna veðurs. Hjá Flugfélagi Íslands fengust þær upplýsingar að næst yrði athugað með flug klukkan 14.10. Sigurður Ragnarsson veðurfræðingur hjá Stöð 2 segir að það sé vindstrekkingur víða um land en hann muni lægja. Horfur séu á ágætis flugveðri seinnipart dags og í kvöld. 27.9.2007 11:56
Staðinn að veggjakroti í Kringlunni Lögreglan hafði hendur í hári hálfþrítugs manns sem staðinn var að veggjakroti í Kringlunni í gærkvöld. Eftir því sem lögreglan greinir frá í frétt viðurkenndi maðurinn brot sitt en gat að öðru leyti lítið skýrt þetta háttalag sitt. 27.9.2007 11:56
Fljúgandi elgur veldur usla Starfsmenn sænska símafyrirtækisins Telia fengu heldur betur óvænta heimsókn á föstudaginn í síðustu viku þegar elgur kom fljúgandi í gegnum glugga skrifstofunnar. Glerbrotum rigndi yfir starfsmenn og kalla þurfti á veiðimann til að aflífa dýrið. 27.9.2007 11:37
Vill að ríkissjóður greiði niður skuldir Frosti Ólafsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands, segir það vera mjög jákvætt að hið opinbera skuli skila rekstrarafgangi á sama tíma og Seðlabankinn er í mjög stífum aðhaldsaðgerðum með hárri vaxtastefnu. 27.9.2007 11:33
Mjanmar: Ljósmyndari skotinn til bana Erlendur ljósmyndari sem talinn er japanskur, var skotinn til bana í mótmælunum í Yangon í Mjanmar í dag. Fréttastofa Reuters hefur þetta eftir sjúkrahúsyfirvöldum á staðnum. Vitni segir manninn hafa fallið til jarðar þegar óeirðalögregla skaut að hópi eitt þúsund mótmælenda. 27.9.2007 11:14
Kveikti á neyðarblysi inni í skólastofu Reykræsta þurfti tvær skólastofur í Grunnskólanum í Borgarnesi laust eftir klukkan átta í morgun eftir að átta ára gamall nemandi kveikti fyrir misskilning í neyðarblysi. Blysið höfðu nemendur skólans fundið í fjöruferð sem farin var í gær. Engan sakaði í óhappinu. 27.9.2007 11:06
Vísar ummælum um spillingu á bug Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra vísar fullyrðingum Friðriks Arngrímssonar, framkvæmdastjóra LÍÚ, um spillingu á bug. 27.9.2007 10:58
Vilja banna nekt á Everest Samtök fjallgöngugarpa í Nepal vilja banna nekt og tilraunir til ruddalegra meta á Everest fjalli, stærsta fjalli heims. Nepalskur fjallgöngumaður setti met í hæstu nektarsýningu á síðasta ári þegar hann beraði sig í nokkrar mínútur á toppi fjallsins, í 8.848 metra hæð og tíu stiga gaddi. 27.9.2007 10:34
Byggð þétt við Sléttuveg neðst í Fossvogsdalnum Til stendur að þétta byggð neðst Fossvogsdalnum með uppbyggingu 13, raðhúsa, 16 tvíbýlishúsa og sex hæða fjölbýlishúss við Sléttuveg. 27.9.2007 10:24
Formaður Heimdallar kjörinn Erla Ósk Ásgeirsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður Heimdallar á komandi starfsári. Formaður verður kjörin á aðalfundi Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem fer fram í Valhöll í dag kl. 18.00. 27.9.2007 10:17
Vísir kærir launaleynd RÚV Vísir lagði fyrir helgi fram kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingalög. vegna þeirrar ákvörðun Ríkisútvarpsins ohf að neita að gefa upplýsingar um mánaðarlaun Páls Magnússonar útvarpsstjóra. 27.9.2007 10:13
Björn vill samstarf við Rússa í öryggismálum Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, telur æskilegt að Íslendingar og Rússar hafi með sér samstarf um öryggi skipa á norðurslóðum. Þetta kemur fram á heimasíðu Björns. 27.9.2007 10:10
Herstjórnin skýtur að búddamunkum Hermenn herforingjastjórnarinnar í Myanmar skutu aftur að mómælendum í Rangoon stærstu borg landsins í morgun. Vitni segja einn hafa fallið í jörðina í skothríðinni. Talið er að um 70 þúsund manns mótmæli á götum borgarinnar. Hermennirnir ráðast einnig að fólkinu og berja það með byssusköftum. 27.9.2007 10:07
Truflanir á GSM- og netþjónustu á Akureyri Truflanir eru á GSM- og netþjónustu Vodafone á Akureyri og nágrenni þessa stundina vegna skemmda sem urðu á ljósleiðara við jarðvegsframkvæmdir snemma í morgun. 27.9.2007 10:02
Tekjuafkoma hins opinbera aldrei betri Tekjuafkoma hins opinbera var jákvæð um 81 milljarð á síðasta ári samkvæmt tölu Hagstofunnar. Það er besta afkoma hins opinbera frá upphafi og er 7 prósent af landsframleiðslu. 27.9.2007 09:50
Eftirlýstur Íslendingur handtekinn í Indlandi Gunnar Wathne, íslenskur ríkisborgari sem bandarísk yfirvöld hafa leitað í fjögur ár, var handtekinn á Indira Gandhi flugvellinum í Nýju-Delí á Indlandi á föstudag. Þetta kemur fram á indverska vefnum India Exrpess. 27.9.2007 09:05
Átta falla á Gaza ströndinni Að minnsta kosti átta Palestínumenn féllu og tuttugu særðust í leifturárás ísraelska hersins á Gaza ströndina í gær. 27.9.2007 08:09
Frönsk herskip gegn sjóræningjum Frakkar hafa boðist til þess að senda herskip til að vernda sjóleiðina við strendur Sómalíu gegn árásum sjóræningja. Hafsvæðið úti fyrir Sómalíu er talið vera eitt það hættulegasta í heimi. 27.9.2007 08:03
Fljótsdalshérað niðurgreiðir frístundastarf Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs ákvað fyrr í mánuðinum að niðurgreiða þátttökugjöld barna og unglinga í íþrótta-, tómstunda-, og æskulýðsstarfi. Öll börn á aldrinum 6 til 18 ára sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu fá 20 þúsund kr. í hvatapeninga á ári samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar. 26.9.2007 23:45
Verðmatið á Gagnaveitunni verði opinbert Fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði hafa óskað eftir því að mál Gagnaveitu Reykjavíkur verði sett á dagskrá borgarráðs á morgun, 27. september 2007. Jafnframt hefur verið óskað eftir því að lagt verði fram verðmat Glitnis og Landsbanka Íslands á Gagnaveitunni og að það verði þar með gert opinbert. "Ótækt er að leyndinni sé viðhaldið vegna þröngra flokkshagmuna Sjálfstæðisflokksins," segir í frétt um málið. 26.9.2007 23:26
Öryggisráðið vill fulltrúa sinn til Myanmar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á neyðarfundi sínum í kvöld að hvetja stjórnvöld í Myanmar til að leyfa sérstökum fulltrúa sínum, Ibrahim Gambari að heimsækja landið. Miklar og blóðugar mótmælaaðgerðir hafa verið í landinu gegn stjórnvöld undanfarna daga. 26.9.2007 22:43
Sérleyfi fyrir olíuboranir í undirbúningi Í iðnaðráðuneytinu er nú verið að undirbúa útboð á sérleyfi til rannsóknarboranna eftir olíu innan íslensku landhelginnar. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir að unnið sé að tillögu um hvort veita fara eigi í útboðið en tillagan verður svo lögð fyrir ríkisstjórnarfund seinna í haust. 26.9.2007 21:30
Kókaínsmyglari áfram í gæsluvarðhaldi Karl um fertugt hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til mánudagsins 1. október nk. en hann er grunaður um innflutning á kókaíni í fljótandi formi. Karl á fertugsaldri var sömuleiðis handtekinn í tengslum við rannsókn málsins en sá er laus úr haldi 26.9.2007 20:31
Verkfallinu hjá GM lokið Verkfallinu hjá GM lauk í dag eftir aðeins tvo sólarhring og um leið stigu hlutabréf í fyrirtækinu um tæp 9% á markaðinum vestan hafs. Verkfallið var hið fyrsta hjá GM á síðustu rúmu 30 árum en það náði til um 73.000 verkamanna fyrirtækisins. 26.9.2007 20:28
Rather kallar Bush fyrir sem vitni Fréttamaðurinn þekkti Dan Rather lét að því liggja í spjallþætti í kvöld að hann myndi kalla George Bush Bandaríkjaforseta fyrir sem vitni í málaferlum sínum gegn CBS sjónvarpsstöðinni. Rather telur að uppsögn sín hjá CBS árið 2004 hafi verið ólögmæt en hún kom í kjölfar fréttar hans um brokkgengann feril Bush í þjóðvarðliði Texas. 26.9.2007 20:12
Fékk fót í kaupbæti Bandarísk húsmóðir fékk óvæntan kaupauka á dögunum þegar hún keypti sér eldavél á uppboði í Norður Karólínu. Þegar Shannon Whisnant opnaði eldavélina góðu heima hjá sér kom í ljós fótur af manni. 26.9.2007 19:57