Fleiri fréttir

Fujimori segist rólegur yfir framsalinu

Alberto Fujimori fyrrum forseti Perú segist vera alveg rólegur þó að hann eigi yfir höfði sér að verða framseldur frá Chile til heimalands síns, þar sem hann hefur verið ákærður fyrir spillingu og morð.

Munkar mótmæla í Myanmar

Hundruð Búddamunka í Mýanmar, sem áður hét Burma, örkuðu um götur Mandalay í norðurhluta landsins til að mótmæla herstjórninni í landinu. Fleiri en þúsund manns fylgdust með göngunni og sýndu þannig stuðning við munkana.

Öflugasta skólastjórn Íslands

Í stjórn Hjallastefnunnar sem rekur átta leikskóla víðsvegar á Íslandi situr einvalalið. Flest þeirra sem skipa stjórnina hafa verið áberandi í íslensku atvinnulífi. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu.

Faðmlög á fimmtíu kall

Æskulýðsfélag Ísafjarðarkirkju beitti nýstárlegum fjáröflunaraðferðum á Ísafirði í gær. Félagsmenn seldu faðmlög í gær fyrir utan verslunarmiðstöðina Neista á Ísafirði á aðeins 50 krónur.

Kostunica vill ekki veita Kosovo sjálfstæði

Kostunica forsætisráðherra Serbíu varaði við því í dag að Kosovo yrði veitt sjálfstæði. Hann sagði að sig grunaði að Bandaríkjastjórn myndi knýja fram sjálfstæði Kosovo en að slíkt myndi leiða til ofbeldisverka sem ekki hefðu sést síðan Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar. Hann útskýrði orð sín ekki nánar.

Castro las ævisögu Greenspan

Fídel Castro forseti Kúbu kom fram í sjónvarpi í heimalandi sínu í gærkvöldi í fyrsta sinn í þrjá mánuði. Hann var veiklulegur og hás en augljóslega með fullum sönsum.

Stormviðvörun

Veðurstofan hefur sent frá sér stormviðvörun vegna djúprar lægðar sem er að nálgast landið. Spáð er að veðrið verði verst á sunnanverðu og suðaustanverðu landinu.

Fjórtán handteknir í höfuðborginni

Fjórtán voru handteknir í höfuðborginni í nótt fyrir brot á lögreglusamþykkt sem er mun minna en síðustu helgar. Segja lögreglumenn það bera vott um að herferð lögreglu í borginni sé að skila árangri.

Sænskir glæpamenn á íslenskum hestum

Hrafnkell Karlsson sem rekur hestaleigu með íslenska hesta í Svíþjóð fékk heldur óvenjulega viðskiptavini í gær. Þá var komið til hans með sjö hættulega fanga sem ásamt fangavörðum fóru með þeim í fimm klukkustunda útreiðatúr.

Skútan hafði ekki viðdvöl í Danmörku

Færeyska lögreglan segir að smyglskútan hafa beðið í nokkra daga í Færeyjum áður en hún hélt af stað til Íslands. Skútan kom frá Noregi en hafði ekki viðdvöl í Danmörku, eins og haldið hefur verið fram.

Aðgerðaáætlun gegn manneklu á leikskólum

Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að veita tveimur leikskólum aukið fjárhagslegt og faglegt sjálfstæði í tilraunaskyni til þess að auka stöðugleika í starfsmannahaldi leikskólans og laða starfsfólk að leikskólum.

Höfuðpaurarnir taldir vera tveir

Bjarni Hrafnkelsson, 35 ára gamall Hafnfirðingur, og Einar Jökull Einarsson, 27 ára gamall Garðbæingur, eru samkvæmt heimildum Vísis taldir vera höfuðpaurar í Stóra smyglskútumálinu sem kom upp á Fáskrúðsfirði í gær. Þeir voru báðir handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun og úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í framhaldinu.

Vill ekki fallast á launakröfur fyrrverandi ritstjóra

Tekist var á um launakröfu Bjarna Brynjólfssonar, fyrrverandi ritstjóra Séð og heyrt, á hendur tímaritaútgáfunni Fróða í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Skiptastjóri þrotabús Fróða hefur hingað til ekki viljað fallast á allar kröfur Bjarna.

Íslensku pari sleppt í Kaupmannahöfn

Íslendingunum tveimur sem handteknir voru í Kaupmannahöfn í tengslum við smyglskútumálið á Fáskrúðsfirði hefur verið sleppt úr haldi. Fréttamaður Stöðvar 2 í Danmörku, Sighvatur Jónsson, segir að mál þeirra sé höndlað sem staðbundið fíkniefnamál í Kaupmannahöfn og tengist ekki smyglmálinu. Heimildir Vísis herma að um sé að ræða karl og konu á þrítugsaldri.

Saka borgaryfirvöld um yfirgang

Íbúar við Ánanaust í Reykjavík segja að borgaryfirvöld hafi virt þá að vettugi með því að heimila landfyllingu í fjörunni fyrir framan hús þeirra. Um er að ræða jarðveg sem fellur til vegna framkvæmda við tónlistar- og ráðstefnuhús við Austurhöfnina. Þeir óttast verulegar raskanir á nánasta umhverfi og að jarðvegurinn sé mengaður.

Slíta viðræðum við Landsvirkjun vegna Urriðafossvirkjunar

Eigendur jarðar við Þjórsá hafa slitið viðræðum við Landsvirkjun í tengslum við byggingu Urriðafossvirkjunar vegna of margra óvissuþátta í framkvæmdinni. Þetta kemur fram í bréfi sem lögmaður landeigendanna hefur sent stjórn Landsvirkjun.

Fallist á áætlun um kísilverksmiðju í Helguvík

Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu Tomahawk Development að matsáætlun um kísilverksmiðju í Helguvík með skilyrðum. Félagið skilaði í síðasta mánuði inn tillögu að matsáætlun.

Grunaðir bræður komu á skútu til Fáskrúðsfjarðar 2005

Tveir af mönnunum, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi vegna smyglmálsins í skútunni á Fáskrúðsfirði, eru þeir sömu og sigldu skútu til Fáskrúðsfjarðar í september fyrir tveimur árum og báru við vélarbilun. Þá fóru þeir í land og fengu að hringja, líkt og skútumennirnir gerðu í gærmorgun.

Fækka á biðlistum með því að bjóða upp á skerta vistun

Ríflega 700 börn eru enn á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Stjórn ÍTR samþykkti á fundi sínum að bjóða foreldrum í þeim hverfum þar sem biðlistar eru að fækka vistunardögum þannig að hægt væri að taka inn börn af biðlistum.

Líbanskur þingmaður borinn til grafar

Útför þingmannsins sem lést í bílsprengju í Líbanon í fyrradag fór fram í Beirút í dag. Fjölskylda og stuðningsmenn þingmannsins, Antoine Ghanem, voru viðstödd útförina í einu af úthverfum Beirútborgar.

Nýfætt barn finnst í húsgarði

Nýfæddur drengur fannst í gærkvöldi í húsgarði í Liverpool á Englandi. Par á göngu kom auga á drenginn sem hafði verið vafið í handklæði og settur í poka. Hann var líklega ekki nema nokkurra klukkustunda gamall. Farið var með drenginn, sem hefur fengið nafnið Zach, á sjúkrahús, og heilsast honum að sögn lækna afar vel. Þeir hafa meiri áhyggjur af móðurinni, en hennar er nú leitað á upptökum öryggismyndavéla í nágrenninu.

Íslendingur og Dani teknir með tvö kíló í Færeyjum

Færeyska lögreglan handtók klukkan sjö í gærkvöld einn Íslending og einn Dana í tengslum við spíttskútumálið. Í aðgerðum lögreglu voru haldlögð tvö kíló af amfetamíni. Skútan sem tekinn var í gærmorgun á Fáskrúðsfirði með um 60 kíló af eiturlyfjum hafði viðkomu í Færeyjum áður en henni var siglt hingað til lands.

Nær allar Dash vélar með sama galla í hjólabúnaði

Hjólabúnaður í tuttugu og fimm af tuttugu og sjö Dash flugvélum SAS flugfélagsins reyndist ryðgaður í skoðun skandinavískrar eftirlitsstofnunar. Allar vélar sömu gerðar og þeirra sem nauðlentu í Álaborg og Vilníus voru kannaðar, og reyndust þær nær allar hafa þann sama galla í hjólabúnaði sem olli slysunum tveimur.

Greið leið fyrir fíkniefnasmyglara víða um land

Ekki er virkt sólarhringseftirlit í öllum höfnum landsins og því meiri líkur á að greið leið sé fyrir fíkniefnasmyglara þar sem eftirliti er ábótavant. Þetta segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Hann setur spurningarmerki við það að stjórnvöld verji miklu fé í hryðjuverkavarnir og segir að skoða verði hvernig fjármunum til eftirlits sé varið.

Fujimori verður framseldur

Hæstiréttur í Chile hefur ákveðið að framselja Alberto Fujimori fyrrverandi forseta Perú. Fujimori er sakaður um fjárdrátt og mannréttindabrot í valdatíð sinni á tíunda áratugnum.

Bankarán í Danmörku

Tveir grímuklæddir menn vopnaði hnífum rændu útibú Danske Bank í bænum Lyngby í Danmörku í morgun. Mennirnir ógnuðu starfsfólki bankans og höfðu á brott með sér peninga sem þeir tóku úr peningakassa gjaldkera.

Gæsluvellir komi betur til móts við þarfir barnafjölskyldna

Til stendur að endurskoða hlutverk gæsluvallanna í borginni með það fyrir augum að koma betur til móts við þarfir barnafjölskyldna. Að sögn formanns leikskólaráðs er meðal annars horft til Svíþjóðar til fyrirmyndar í þessum efnum, þar sem gæslan býðst fyrir eldri börn en leikskólakrakka.

Gera loftárásir á Tamíl Tígra

Stjórnarher Sri Lanka gerði í morgun loftárásir á bækistöðar uppreisnarmanna Tamíl Tígra á yfirráðasvæði þeirra í norðurhluta landsins. Þetta er í annað sinn á tveimur dögum sem herinn gerir árás á svæðið, en þeir segjast hafa fyrir því heimildir að þar fari nú fram fundur háttsettra Tamíltígra.

Bræður úr Garðabæ handteknir í fíkniefnamálinu

Tveir þeirra sem voru handteknir í smyglskútumálinu í gær eru bræður úr Garðabæ. Annar þeirra var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu en hinn í Noregi. Annar er þeirra fæddur 1976 en hinn 1980.

Tveir særast í skotárás í Delaware-háskóla

Tveir nemendur særðust í skotárás í háskólanum í Delaware í Bandaríkjunum í morgun. Þeir voru fluttir á sjúkrahús þar sem annar þeirra berst nú fyrir lífi sínu að sögn Fox fréttastofunnar.

Rauðu ljósin slokkna í Amsterdam

Um þriðjungur af Rauða hverfinu svokallaða í Amsterdam heyrir brátt sögunni til. Stærsti hóruhúsaeigendi borgarinnar hefur nefnilega selt starfsemi sína til fasteignafélags. Alls er um 18 byggingar að ræða með 51 rauðlýsandi gluggum. Verðið á þessum húsum nemur tæpum 2 milljörðum króna.

Vilja taka harðar á einelti á netinu

Yfirvöld í Bretlandi hvetja skóla í landinu til að taka harðar á nemendum sem leggja önnur börn í einelti gegnum net og farsíma. Meira en þriðjungur unglinga í Bretlandi hefur orðið fyrir einhverskonar einelti á netinu, eftir því sem fram kemur í rannsókn stjórnvalda.

Nýr olíu- og orkumálaráðherra í Noregi

Olíu- og orkumálaráðherra Noregs,Odd Roger Enoksen, hefur sagt af sér og Áslaug Haga, flokkssystir hans, tekur við. Frá þessu var greint á blaðamannafundi sem Jens Stoltenberg forsætisráðherra boðaði til í morgun.

Framdi sjálfsmorð í Woolworths

23 ára gamall maður framdi í gær sjálfsmorð í matvöruverslun Woolworths í Cornish á Bretlandi. Maðurinn ruddist inn í verslunina um miðjan dag í gær og veifaði hnífi. Starfsfólk búðarinnar rýmdi hana umsvifalaust og hringdi á lögreglu og sjúkralið. Þegar sjúkraliðið kom á vettvang hafði maðurinn skorið sig á háls. Að sögn BBC fréttastofunnar var maðurinn látinn þegar að var komið. Starfsfólk var mjög slegið yfir atburðinum, og var boðin áfallahjálp.

Tævan vill ekki sjá Ólympíueldinn

Ólympíueldurinn er ekki velkominn í Tævan. Þessu eru stjórnvöld þar hörð á, en Kína og Tævan deila nú um hvaða leið eldurinn á að fara á leið sinni til Ólympíuleikana í Peking árið 2008.

Reyndu að smygla bæði amfetamíni og e-pillum

Búið er að handtaka tíu menn í tengslum við fíkniefnamálið á Fáskrúðsfirði, fimm á Íslandi, tvo í Færeyjum, tvo í Danmörku og einn í Noregi. Allir eru Íslendingar nema einn sem er Dani.

Norrænir fjölmiðlar fjalla um fíkniefnamálið

Öll helstu dagblöðin í Danmörku hafa fjallað um stóra fíkniefnamálið á síðum sínum í gærdag. Auk þess var VG í Noregi og norska ríkisútvarpið með fréttir af málinu. Nær allur fréttaflutningurinn byggir á skeyti frá ritzau-fréttastofunni.

Fimmtán ára nauðgar og myrðir gamla konu

Fimmtán ára drengur var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Álaborg, eftir að hafa viðurkennt að hafa nauðgað og myrt áttatíu og fimm ára gamla konu. Danska ríkisútvarpið greindi frá þessu í dag. Drengurinn stakk af frá stofnun þar sem hann var vistaður og braust inn í íbúð konunnar þar sem hann framdi morðið.

Seglskútan flutt til Reykjavíkur

Seglskútan sem notuð var til að smygla fleiri tugum kílóa af amfetamíni til landsins í gær var hífð upp á flutningakerru í morgun og verður hún nú flutt til Reykjavíkur til frekari rannsóknar.

Hjónaband bundið við 7 ár

Þýska þingkonan Gabriele Pauli hefur valdið töluverðu uppnámi meðal flokkssystkina sinna eftir að hún flutti tillögu á þinginu um að hjónaband ætti að hámarki að vera til sjö ára. Eftir þann tíma gætu hjón síðan sótt um framlengingu þess.

Boðar heilagt stríð í Pakistan

Osama Bin Laden hefur hvatt Pakistana til heilags stríðs gegn stjórnvöldum í landinu. Þetta kemur fram á nýrri segulbandsupptöku með Bin Laden en hann segir að hefna verði árásar stjórnvalda á Rauðu moskvuna í Islamabad með þessum hætti.

Sjá næstu 50 fréttir