Innlent

Fundað um rafræna stjórnsýslu í Evrópu

MYND/GVA

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra fer fyrir níu manna íslenskri sendinefnd sem nú situr ráðherraráðstefnu um rafræna stjórnsýslu í Lissabon.

Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu er markmiðin með ráðstefnunni eru að fara yfir það helsta sem hefur áunnist í rafrænni stjórnsýslu, greiða götu áframhaldandi þróunar og marka stefnu fyrir næstu ár.

Á ráðstefnunni samþykktu ráðherrarnir yfirlýsingu sem ætlað er að fylgja eftir áætlun Evrópusambandsins fyrir upplýsingasamfélagið fram til ársins 2010. Hún gerir meðal annars ráð fyrir auknum rafrænum samskiptum á milli landa, minni skriffinnsku og að upplýsinga- og samskiptatækni verði notuð til þess að kanna nýjar leiðir til að auka þátttöku almennings í lýðræðislegum ákvörðunum. Í lok næsta árs er ætlunin að greina frá þeim árangri sem náðst hefur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×