Fleiri fréttir McCann hjónin halda tvíburunum Bresk barnaverndaryfirvöld hafa úrskurðað að Gerry og Kate McCann fái að halda tvíburabörnum sínum. Fulltrúar yfirvalda heimsóttu þau á fimmtudag í síðustu viku. Vinir hjónanna segja að þau hafi sjálf beðið um þá heimsókn eftir að fram komu kröfur á bloggsíðum um 17.9.2007 10:11 Flotaskvísur fá brjóstastækkanir Stjórnarandstæðan í Ástralíu hefur gagnrýnt það að kvennkynssjóliðar í flota landsins geta nú fengið brjóstastækkanir á kostnað ríkisins. Telur stjórnarandstaðan, það er Verkamannaflokkurinn, að þarna sé illa farið með almannafé. 17.9.2007 09:27 Næturklúbbaheimsókn kostaði 3 milljónir Norskur viðskiptamaður varð fyrir ruddalegu áfalli þegar hann sá kortareikning sinn eftir kvöldstund í Kaupmannahöfn um helgina. Hann heldur því nú fram að honum hafi verið byrluð ólyfjan á næturklúbbunum Kakadou og Leslee Night Club en reikningur hans eftir kvöldið á þessum stöðum hljóðar upp á tæpar 3 milljónir króna. 17.9.2007 09:23 Tveir stöðvaðir vegna fíkniefnaaksturs Tveir ökumenn voru teknir úr umferð í Reykjavík í gærkvöldi vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Annar var svo vankaður að ökumenn gerðu lögreglu viðvart um skrikkjótt ökulag hans. Í bíl hins, sem upphaflega var tekinn fyrir of hraðann akstur, fannst auk þess amfetamín. Engin ökumaður var hinsvegar tekinn úr umferð vegna neyslu áfengis í gærkvöldi eða í nótt.- 17.9.2007 09:17 Má búast við ísingu á þjóðvegum Ísing var á götum í efri byggðum á Akureyri í morgun, en búist er við að hana taki upp þegar líður á morguninn. Í ljósi þessa má búast við ísingu eða hálkublettum víða á þjóðvegum framan af degi.- 17.9.2007 09:13 Blóðdropinn, ný glæpasagnaverðlaun Stjórn Hins íslenska glæpafélags hefur stofnað til Íslensku glæpasagnaverðlaunanna. Þau verða veitt í fyrsta sinn sunnudaginn 23. september nk. í Iðu, bókaverslun í Lækjargötu og hefst athöfnin klukkan 17.00. Félagið hefur látið búa til verðlaunagrip sem hefur hlotið nafnið Blóðdropinn. 17.9.2007 08:16 Sopranos-fjölskyldan kveður með Emmy Sjónvarpsþátturinn um Soprano-fjölskylduna endaði lokatímabil sitt með því að vinna Emmy-verðlaunin í nótt fyrir bestu sjónvarpsþáttaröðina. Tvö önnur Emmy-verðlaun féllu í skaut þáttarins. James Gandolfini þurfti hinsvegar að sjá af Emmy fyrir bestan leik í aðalhlutverki en þann heiður hreppti James Spader fyrir leik sinn í Boston Legal. 17.9.2007 07:50 Gullhornunum stolið af sýningu Einni af mestu þjóðargersemum Dana, Gullhornunum, var stolið af sýningu í nótt. Gullhornin eru venjulega undir lás og slá á Þjóðminjasafni Dana en höfðu verið lánuð á sýninguna Kongernes Jelling í bænum Jelling skammt frá Velje á Suður-Jótlandi. 17.9.2007 07:20 Fjórir sluppu ómeiddir frá strandi Fjórir menn sluppu ómeiddir þegar hraðbátur þeirra steytti á skeri á milli Vatnsfjarðar og Mjóafjarðar við innanvert Ísafjarðardjúp á tíunda tímanum í gærkvöldi. Leki kom að bátnum og sendu skipverjar út neyðarkall. Síðan blésu þeir út gúmmíbjörgunarbát og fóru yfir í hann. 17.9.2007 07:19 Á fimmta tug erlendra ferðamanna meðal hinna látnu Áttatíu og átta hið minnsta eru nú sagðir látnir eftir flugslysið á Phuket-eyju á Taílandi í morgun, þar af á fimmta tug erlendra ferðamanna. Alls voru 130 manns í vélinni sem var á vegum taílenska lággjaldaflugfélagsins One-Two-Go, 123 farþegar og sjö manna áhöfn. 16.9.2007 22:07 Fengu reykháf í hausinn Það fór heldur illa þegar fella átti þrjá stóra reykháfa í bænum Berlín í New Hampshire í Bandaríkjunum í gær. Þúsundir manna höfðu safnast saman til þess að horfa á þessi hæstu mannvirki bæjarins falla til jarðar. 16.9.2007 21:48 Hjörvar Steinn ósigraður á Evrópumóti ungmenna Skákmaðurinn ungi Hjörvar Steinn Grétarsson er efstur ásamt fjórum öðrum með fullt hús vinninga á Evrópumóti ungmenna skák sem fram fer í Zagreb í Króatíu. Fram kemur í tilkynningu að Hjörvar, sem teflir í flokki 14 ára og yngri, hafi sigrað Þjóðverjann Felix Graf í 3. umferð mótsins í dag. 16.9.2007 21:33 Sjö handteknir vegna tilræðis í Tyrklandi Lögreglan í Tyrklandi handtók í dag sjö manns sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um sprengjuárás í höfuðborginni Ankara í síðustu viku. Lögreglu tókst að koma í veg fyrir árásina á þriðjudaginn var þegar hún fann bíl fullan af sprengiefni í bílageymslu í verslunarmiðstöð. 16.9.2007 21:14 Reinfeldt gagnrýnir hótanir vegna Múhameðsmynda Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, gagnrýndi í dag líflátshótanir al-Qaida á hendur sænska teiknaranum Lars Vilks. Eftir því sem sænska ríkisútvarpið greinir frá sagði Reinfeldt að taka yrði hótanirnar alvarlega. 16.9.2007 20:37 Frakkar verði reiðubúnir í stríð við Írana Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakklands, sagði í dag að Frakkar yrðu að vera reiðubúnir að fara í stríð við Írana vegna kjarnorkuáætlana landsins. Hann taldi þó ekki að stríð væri yfirvofandi. 16.9.2007 20:00 Vistun fanga á Sólheimum gefur góða raun Það hefur gefið góða raun að vista fanga á Sólheimum í Grímsnesi en þar hafa fyrirmyndarfangar afplánað hluta af fangavist sinni. Færst hefur í vöxt að önnur úrræði en fangelsun sé notuð við betrun fanga á Íslandi. 16.9.2007 19:45 Segja Hörpuna í Bandaríkjunum Aðstendur þeirra sem létust þegar skemmtibáturinn Harpan steytti á Skarfaskeri fyrir um tveimur árum hafa lagt fram kæru á hendur Jónasi Garðarssyni fyrir að hafa selt bátinn og þannig komið í veg fyrir að þau hlytu þær skaðabætur sem Hæstiréttur dæmdi hann til að greiða. Aðstandendurnir segja bátinn í Bandaríkjunum. 16.9.2007 19:28 Lögmaður Færeyja fékk ekki þjóðhöfðingjaorðu Allir þjóðhöfðingjar Norðurlandanna hafa fengið fimmta og æðsta stig hinnar íslensku fálkaorðu - stórkross með keðju. Lögmaður Færeyja er ekki í þeim hópi. 16.9.2007 19:15 Danskir bílstjórar fjarlægja númeraplötur til að losna við stöðumælasektir Óprúttnir ökumenn í Kaupmannahöfn hafa fundið upp nýja leið til að sleppa við stöðumælasektir. Með því að fjarlægja númeraplötur af bílum sínum gera þeir stöðumælavörðum ókleift að gefa út sektir. 16.9.2007 19:00 Skora á ríki að ráða kennara og lækna í þróunarlöndunum Bresku hjálparsamtökin Oxfam skoruðu fyrir helgi á ríki heims að ráða sex milljón kennara og lækna í þróunarlöndum og tryggja þannig öllum jarðarbúum menntun og heilbrigðisþjónustu. 16.9.2007 19:00 Simpson handtekinn vegna ráns Lögreglan í Las Vegas handtók í dag fyrrverandi ruðningshetjuna O.J. Simpson vegna meintrar aðildar hans að vopnuðu ráni á spilavíti þar í borg. 16.9.2007 18:53 Olía en ekki almannahagur Hagur Íraka var aldrei aðal ástæðan fyrir innrásinni í Írak 2003 heldur olía. Þetta segir Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Afgerandi yfirlýsing frá annars orðvörum manni segir íslenskur stjórnmálafræðingur. 16.9.2007 18:45 Fólk fær að kaupa í Símanum fyrir áramót Engin áform eru uppi hjá Símanum um að fá undanþágu til að fresta því að selja almenningi þrjátíu prósenta hlut í félaginu. Fyrirtækið verður skráð í Kauphöllinni fyrir áramót. 16.9.2007 18:45 Hópur fjárfesta styrkir skóla fyrir fatlaða Fjársterk kona leiðir hóp einstaklinga sem hyggst styrkja byggingu á nýjum skóla fyrir fatlaða í Mjóddinni. Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla verður því lokað innan fárra ára þegar nýi skólinn verður tekinn í notkun. 16.9.2007 18:45 Jafnlaunavottun úr sögunni? Ákvörðun verður tekin í kvöld um það hvort ráðherraskipuð nefnd sem ætlað var að undirbúa jafnlaunavottun fyrirtækja, heldur áfram störfum. Fyrrverandi félagasmálaráðherra skipaði nefndina til að vinna gegn kynbundnum launamun, en hana vantar 75 milljónir til að ljúka verkinu. 16.9.2007 18:30 Gates hafnar því að Íraksstríðið snúist um olíu Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, vísaði í dag á bug þeim fullyrðingum Alans Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóra landsins, að ráðist hefði verið inn í Írak vegna olíuhagsmuna Vesturveldanna en ekki til þess að frelsa Íraka undan oki Saddams Husseins. 16.9.2007 18:11 Skógareldar í fjallahéruðum Kaliforíu Yfir fimm þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sína vegna skógarelda sem geisa í San Bernardino skóginum í Kaliforníu. Eldsins varð vart á föstudag og hefur slökkviliðsmönnum gengið illa að ná tökum á honum, en hann geisar á 18.000 ekra svæði. 16.9.2007 17:17 Útgönguspár benda til sigurs Karamalis Útgönguspár eftir þingkosningar í Grikklandi benda til þess að Nýi lýðræðisflokkurinn, íhaldsflokkur forsætisráðherrans Costas Karamanlis, hafi tryggt sér nógu mörg þingsæti til þess að halda áfram völdum. 16.9.2007 16:55 Fjölþjóðlegur hópur um borð í vélinni Í það minnsta 87 manns hafa fundist látnir eftir að farþegaflugvél frá taílenska lággjaldaflugfélaginu One-Two-Go brotlenti á Phuket-eyju í suðurhluta Taílands fyrr í dag. Farþegar frá 13 löndum lifðu slysið af. 16.9.2007 16:36 Branson styður við vörn McCann-hjónanna Milljarðarmæringurinn Sir Richard Branson hyggst leggja fram 100 þúsund pund, jafnvirði um 13 milljóna króna, í sjóð til þess að hjálpa foreldrum bresku stúlkunnar Madeleine McCann að hreinsa nafn sitt. Breska blaðið Sunday Times greinir frá þessu í dag. 16.9.2007 16:10 Samgönguvika sett í borginni Samgönguvika Reykjavíkurborgar var sett með formlegum hætti í Perlunni í dag þar sem jafnframt voru veitt verðlaun í Kappakstrinum mikla sem fram fór í borginni í síðustu viku. 16.9.2007 15:45 Sex látnir eftir að fellibylur gekk yfir hluta Suður-Kóreu Sex eru látnir og fjögurra er saknað eftir að fellibylurinn Nari gekk yfir suðurströnd Suður-Kóreu í dag. Fimm hinna látnu og þeir sem saknað er voru á eyjunni Cheju, sem er vinsæll ferðamannastaður úti fyrir meginlandinu, þegar bylurinn gekk yfir. 16.9.2007 15:21 Krefjast aðgerða í Súdan Efnt verður til mótmæla í um 30 löndum í dag til þess að vekja athygli á því ástandi sem ríkir í Darfur-héraði. Þar hafa um 200 þúsund manns látist á síðustu fjórum árum í átökum uppreisnarmanna og arabískra vígasveita sem sagðar eru njóta stuðnings ríkisstjórnarinnar. 16.9.2007 14:43 Þriðjungur komst lífs af úr flugslysi Fjörutíu og þrír eru nú sagðir hafa komist lífs af þegar farþegaflugvél frá taílenska flugfélaginu One-Two-Go hrapaði á Phuket-eyju í suðurhluta Taílands í morgun. Ríkisstjóri Phuket-eyju segir að um helmingur farþeganna hafi verið útlendingar og hafa yfirvöld staðfest að átta Bretar, tveir Ástralar og sjö Taílendingar hafi verið í hópi þeirra sem komust lífs af. 16.9.2007 13:50 Talið að skógareldar felli grísku ríkisstjórnina Grikkir ganga að kjörborðinu í dag og kjósa þing - hálfu ári fyrr en áætlað var. Talið er að skógareldarnir í síðasta mánuði komi í veg fyrir að ríkisstjórn landsins haldi velli. 16.9.2007 13:30 Þungfært um Nesjavallaleið Vegagerðin varar við því að þungfært er um Nesjavallaleið. Þá er ófært yfir Öxarfjarðarheiði og hálka eða hálkublettir eru víða á heiðum á Norðaustur- og Austurlandi. Enn fremur er þungfært upp að Dettifossi. 16.9.2007 13:23 Skipulagslög eru gölluð Skipulagslög eru gölluð að mati formanns samtakanna Betri byggð á Kársnesi, sem telur að samráð við nágranna þurfi að koma mun fyrr inn en nú er. 16.9.2007 13:15 Ekki skýr ákvæði um bann við að pissa úti á götu Í lögreglusamþykkt borgarinnar er ekki tekið sérstaklega fram að bannað sé að kasta af sér vatni úti á götu en margir hafa verið sektaðir fyrir það undanfarnar tvær helgar í miðborginni. Tuttugu og fjórir voru handteknir í nótt fyrir að haga sér illa - flestir fyrir að pissa úti á götu. Alls hafa þrjátíu og átta verið handteknir í miðborginni um helgina fyrir slík minniháttar brot. 16.9.2007 12:45 Lugovoj býður sig fram fyrir öfgaþjóðernisflokk Zhírónovskys Andrej Lugovoj, fyrrverandi njósnari hjá KGB, staðfesti í dag hann hygðist bjóða sig fram fyrir Frjálslynda demókrataflokkinn í Rússlandi, flokk öfgaþjóðernissinnans Vladímírs Zhírínovskys, í þingkosningum í landinu þann 2. desember. 16.9.2007 12:36 Fleiri forgangsakreinar fyrir strætó og hjólagötur við stofnbrautir Borgarstjórnaflokkur Samfylkingarinnar vill ölfugri almenningssamgöngur með fleiri forgangsakreinum fyrir strætó á helstu stofnbrautum borgarinnar og sérstaka hjólagötur á sömu götum. Þá vill flokkurinn að fremur verði ráðist í Öskjuhlíðargöng en mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Þetta kemur fram í ályktun frá borgarstjórnarflokknum í tilefni að því að samgönguvika borgarinnar hefst í dag. 16.9.2007 12:15 McRae meðal þeirra sem létust í þyrluslysi Lögregla í Skotlandi hefur staðfest að Colin McRae, fyrrverandi heimsmeistari í rallakstri, og sonur hans hafi verið meðal þeirra fjögurra sem létust í þyrluslysi í gær. 16.9.2007 12:13 61 látinn og 40 saknað eftir flugslys Ríkisstjóri Phuket-eyju segir 61 látinn og 40 saknað eftir að flugvél á vegum taílenska lággjaldaflugfélagsins One-Two-Go brotlenti við flugvöllinn á eyjunni. 16.9.2007 11:52 Freyðandi sjór við Jótland? Fjöldi Dana á Norðausturhluta Jótlands þarf væntanlega ekki að hafa áhyggjur af hárþvotti á næstunni ef marka má fréttir héraðsblaðsins Nordjyske Stiftstidende. 16.9.2007 11:30 Rændi flatskjá og ferðatösku Brotist var inn í kjallaraíbúð við Bergþórugötu í miðbænum í nótt og þaðan stolið ýmsum verðmætum. Að sögn lögreglu hafði þjófurinn á brott með sér flatskjá, fartölvu og stóra ferðatösku. 16.9.2007 11:25 Flugvél brotnaði í tvennt í lendingu í Taílandi Farþegaflugvél hrapaði til jarðar á flugvelli við Phuket-strönd í Taílandi í morgun og er óttast að fjöldi fólks hafi látist. Eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC voru 123 farþegar í flugvélinni og skall hún harkalega til jarðar þegar flugmenn hugðust lenda henni í vondu veðri. Hún brotnaði í tvennt. 16.9.2007 11:12 Sjá næstu 50 fréttir
McCann hjónin halda tvíburunum Bresk barnaverndaryfirvöld hafa úrskurðað að Gerry og Kate McCann fái að halda tvíburabörnum sínum. Fulltrúar yfirvalda heimsóttu þau á fimmtudag í síðustu viku. Vinir hjónanna segja að þau hafi sjálf beðið um þá heimsókn eftir að fram komu kröfur á bloggsíðum um 17.9.2007 10:11
Flotaskvísur fá brjóstastækkanir Stjórnarandstæðan í Ástralíu hefur gagnrýnt það að kvennkynssjóliðar í flota landsins geta nú fengið brjóstastækkanir á kostnað ríkisins. Telur stjórnarandstaðan, það er Verkamannaflokkurinn, að þarna sé illa farið með almannafé. 17.9.2007 09:27
Næturklúbbaheimsókn kostaði 3 milljónir Norskur viðskiptamaður varð fyrir ruddalegu áfalli þegar hann sá kortareikning sinn eftir kvöldstund í Kaupmannahöfn um helgina. Hann heldur því nú fram að honum hafi verið byrluð ólyfjan á næturklúbbunum Kakadou og Leslee Night Club en reikningur hans eftir kvöldið á þessum stöðum hljóðar upp á tæpar 3 milljónir króna. 17.9.2007 09:23
Tveir stöðvaðir vegna fíkniefnaaksturs Tveir ökumenn voru teknir úr umferð í Reykjavík í gærkvöldi vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Annar var svo vankaður að ökumenn gerðu lögreglu viðvart um skrikkjótt ökulag hans. Í bíl hins, sem upphaflega var tekinn fyrir of hraðann akstur, fannst auk þess amfetamín. Engin ökumaður var hinsvegar tekinn úr umferð vegna neyslu áfengis í gærkvöldi eða í nótt.- 17.9.2007 09:17
Má búast við ísingu á þjóðvegum Ísing var á götum í efri byggðum á Akureyri í morgun, en búist er við að hana taki upp þegar líður á morguninn. Í ljósi þessa má búast við ísingu eða hálkublettum víða á þjóðvegum framan af degi.- 17.9.2007 09:13
Blóðdropinn, ný glæpasagnaverðlaun Stjórn Hins íslenska glæpafélags hefur stofnað til Íslensku glæpasagnaverðlaunanna. Þau verða veitt í fyrsta sinn sunnudaginn 23. september nk. í Iðu, bókaverslun í Lækjargötu og hefst athöfnin klukkan 17.00. Félagið hefur látið búa til verðlaunagrip sem hefur hlotið nafnið Blóðdropinn. 17.9.2007 08:16
Sopranos-fjölskyldan kveður með Emmy Sjónvarpsþátturinn um Soprano-fjölskylduna endaði lokatímabil sitt með því að vinna Emmy-verðlaunin í nótt fyrir bestu sjónvarpsþáttaröðina. Tvö önnur Emmy-verðlaun féllu í skaut þáttarins. James Gandolfini þurfti hinsvegar að sjá af Emmy fyrir bestan leik í aðalhlutverki en þann heiður hreppti James Spader fyrir leik sinn í Boston Legal. 17.9.2007 07:50
Gullhornunum stolið af sýningu Einni af mestu þjóðargersemum Dana, Gullhornunum, var stolið af sýningu í nótt. Gullhornin eru venjulega undir lás og slá á Þjóðminjasafni Dana en höfðu verið lánuð á sýninguna Kongernes Jelling í bænum Jelling skammt frá Velje á Suður-Jótlandi. 17.9.2007 07:20
Fjórir sluppu ómeiddir frá strandi Fjórir menn sluppu ómeiddir þegar hraðbátur þeirra steytti á skeri á milli Vatnsfjarðar og Mjóafjarðar við innanvert Ísafjarðardjúp á tíunda tímanum í gærkvöldi. Leki kom að bátnum og sendu skipverjar út neyðarkall. Síðan blésu þeir út gúmmíbjörgunarbát og fóru yfir í hann. 17.9.2007 07:19
Á fimmta tug erlendra ferðamanna meðal hinna látnu Áttatíu og átta hið minnsta eru nú sagðir látnir eftir flugslysið á Phuket-eyju á Taílandi í morgun, þar af á fimmta tug erlendra ferðamanna. Alls voru 130 manns í vélinni sem var á vegum taílenska lággjaldaflugfélagsins One-Two-Go, 123 farþegar og sjö manna áhöfn. 16.9.2007 22:07
Fengu reykháf í hausinn Það fór heldur illa þegar fella átti þrjá stóra reykháfa í bænum Berlín í New Hampshire í Bandaríkjunum í gær. Þúsundir manna höfðu safnast saman til þess að horfa á þessi hæstu mannvirki bæjarins falla til jarðar. 16.9.2007 21:48
Hjörvar Steinn ósigraður á Evrópumóti ungmenna Skákmaðurinn ungi Hjörvar Steinn Grétarsson er efstur ásamt fjórum öðrum með fullt hús vinninga á Evrópumóti ungmenna skák sem fram fer í Zagreb í Króatíu. Fram kemur í tilkynningu að Hjörvar, sem teflir í flokki 14 ára og yngri, hafi sigrað Þjóðverjann Felix Graf í 3. umferð mótsins í dag. 16.9.2007 21:33
Sjö handteknir vegna tilræðis í Tyrklandi Lögreglan í Tyrklandi handtók í dag sjö manns sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um sprengjuárás í höfuðborginni Ankara í síðustu viku. Lögreglu tókst að koma í veg fyrir árásina á þriðjudaginn var þegar hún fann bíl fullan af sprengiefni í bílageymslu í verslunarmiðstöð. 16.9.2007 21:14
Reinfeldt gagnrýnir hótanir vegna Múhameðsmynda Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, gagnrýndi í dag líflátshótanir al-Qaida á hendur sænska teiknaranum Lars Vilks. Eftir því sem sænska ríkisútvarpið greinir frá sagði Reinfeldt að taka yrði hótanirnar alvarlega. 16.9.2007 20:37
Frakkar verði reiðubúnir í stríð við Írana Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakklands, sagði í dag að Frakkar yrðu að vera reiðubúnir að fara í stríð við Írana vegna kjarnorkuáætlana landsins. Hann taldi þó ekki að stríð væri yfirvofandi. 16.9.2007 20:00
Vistun fanga á Sólheimum gefur góða raun Það hefur gefið góða raun að vista fanga á Sólheimum í Grímsnesi en þar hafa fyrirmyndarfangar afplánað hluta af fangavist sinni. Færst hefur í vöxt að önnur úrræði en fangelsun sé notuð við betrun fanga á Íslandi. 16.9.2007 19:45
Segja Hörpuna í Bandaríkjunum Aðstendur þeirra sem létust þegar skemmtibáturinn Harpan steytti á Skarfaskeri fyrir um tveimur árum hafa lagt fram kæru á hendur Jónasi Garðarssyni fyrir að hafa selt bátinn og þannig komið í veg fyrir að þau hlytu þær skaðabætur sem Hæstiréttur dæmdi hann til að greiða. Aðstandendurnir segja bátinn í Bandaríkjunum. 16.9.2007 19:28
Lögmaður Færeyja fékk ekki þjóðhöfðingjaorðu Allir þjóðhöfðingjar Norðurlandanna hafa fengið fimmta og æðsta stig hinnar íslensku fálkaorðu - stórkross með keðju. Lögmaður Færeyja er ekki í þeim hópi. 16.9.2007 19:15
Danskir bílstjórar fjarlægja númeraplötur til að losna við stöðumælasektir Óprúttnir ökumenn í Kaupmannahöfn hafa fundið upp nýja leið til að sleppa við stöðumælasektir. Með því að fjarlægja númeraplötur af bílum sínum gera þeir stöðumælavörðum ókleift að gefa út sektir. 16.9.2007 19:00
Skora á ríki að ráða kennara og lækna í þróunarlöndunum Bresku hjálparsamtökin Oxfam skoruðu fyrir helgi á ríki heims að ráða sex milljón kennara og lækna í þróunarlöndum og tryggja þannig öllum jarðarbúum menntun og heilbrigðisþjónustu. 16.9.2007 19:00
Simpson handtekinn vegna ráns Lögreglan í Las Vegas handtók í dag fyrrverandi ruðningshetjuna O.J. Simpson vegna meintrar aðildar hans að vopnuðu ráni á spilavíti þar í borg. 16.9.2007 18:53
Olía en ekki almannahagur Hagur Íraka var aldrei aðal ástæðan fyrir innrásinni í Írak 2003 heldur olía. Þetta segir Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Afgerandi yfirlýsing frá annars orðvörum manni segir íslenskur stjórnmálafræðingur. 16.9.2007 18:45
Fólk fær að kaupa í Símanum fyrir áramót Engin áform eru uppi hjá Símanum um að fá undanþágu til að fresta því að selja almenningi þrjátíu prósenta hlut í félaginu. Fyrirtækið verður skráð í Kauphöllinni fyrir áramót. 16.9.2007 18:45
Hópur fjárfesta styrkir skóla fyrir fatlaða Fjársterk kona leiðir hóp einstaklinga sem hyggst styrkja byggingu á nýjum skóla fyrir fatlaða í Mjóddinni. Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla verður því lokað innan fárra ára þegar nýi skólinn verður tekinn í notkun. 16.9.2007 18:45
Jafnlaunavottun úr sögunni? Ákvörðun verður tekin í kvöld um það hvort ráðherraskipuð nefnd sem ætlað var að undirbúa jafnlaunavottun fyrirtækja, heldur áfram störfum. Fyrrverandi félagasmálaráðherra skipaði nefndina til að vinna gegn kynbundnum launamun, en hana vantar 75 milljónir til að ljúka verkinu. 16.9.2007 18:30
Gates hafnar því að Íraksstríðið snúist um olíu Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, vísaði í dag á bug þeim fullyrðingum Alans Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóra landsins, að ráðist hefði verið inn í Írak vegna olíuhagsmuna Vesturveldanna en ekki til þess að frelsa Íraka undan oki Saddams Husseins. 16.9.2007 18:11
Skógareldar í fjallahéruðum Kaliforíu Yfir fimm þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sína vegna skógarelda sem geisa í San Bernardino skóginum í Kaliforníu. Eldsins varð vart á föstudag og hefur slökkviliðsmönnum gengið illa að ná tökum á honum, en hann geisar á 18.000 ekra svæði. 16.9.2007 17:17
Útgönguspár benda til sigurs Karamalis Útgönguspár eftir þingkosningar í Grikklandi benda til þess að Nýi lýðræðisflokkurinn, íhaldsflokkur forsætisráðherrans Costas Karamanlis, hafi tryggt sér nógu mörg þingsæti til þess að halda áfram völdum. 16.9.2007 16:55
Fjölþjóðlegur hópur um borð í vélinni Í það minnsta 87 manns hafa fundist látnir eftir að farþegaflugvél frá taílenska lággjaldaflugfélaginu One-Two-Go brotlenti á Phuket-eyju í suðurhluta Taílands fyrr í dag. Farþegar frá 13 löndum lifðu slysið af. 16.9.2007 16:36
Branson styður við vörn McCann-hjónanna Milljarðarmæringurinn Sir Richard Branson hyggst leggja fram 100 þúsund pund, jafnvirði um 13 milljóna króna, í sjóð til þess að hjálpa foreldrum bresku stúlkunnar Madeleine McCann að hreinsa nafn sitt. Breska blaðið Sunday Times greinir frá þessu í dag. 16.9.2007 16:10
Samgönguvika sett í borginni Samgönguvika Reykjavíkurborgar var sett með formlegum hætti í Perlunni í dag þar sem jafnframt voru veitt verðlaun í Kappakstrinum mikla sem fram fór í borginni í síðustu viku. 16.9.2007 15:45
Sex látnir eftir að fellibylur gekk yfir hluta Suður-Kóreu Sex eru látnir og fjögurra er saknað eftir að fellibylurinn Nari gekk yfir suðurströnd Suður-Kóreu í dag. Fimm hinna látnu og þeir sem saknað er voru á eyjunni Cheju, sem er vinsæll ferðamannastaður úti fyrir meginlandinu, þegar bylurinn gekk yfir. 16.9.2007 15:21
Krefjast aðgerða í Súdan Efnt verður til mótmæla í um 30 löndum í dag til þess að vekja athygli á því ástandi sem ríkir í Darfur-héraði. Þar hafa um 200 þúsund manns látist á síðustu fjórum árum í átökum uppreisnarmanna og arabískra vígasveita sem sagðar eru njóta stuðnings ríkisstjórnarinnar. 16.9.2007 14:43
Þriðjungur komst lífs af úr flugslysi Fjörutíu og þrír eru nú sagðir hafa komist lífs af þegar farþegaflugvél frá taílenska flugfélaginu One-Two-Go hrapaði á Phuket-eyju í suðurhluta Taílands í morgun. Ríkisstjóri Phuket-eyju segir að um helmingur farþeganna hafi verið útlendingar og hafa yfirvöld staðfest að átta Bretar, tveir Ástralar og sjö Taílendingar hafi verið í hópi þeirra sem komust lífs af. 16.9.2007 13:50
Talið að skógareldar felli grísku ríkisstjórnina Grikkir ganga að kjörborðinu í dag og kjósa þing - hálfu ári fyrr en áætlað var. Talið er að skógareldarnir í síðasta mánuði komi í veg fyrir að ríkisstjórn landsins haldi velli. 16.9.2007 13:30
Þungfært um Nesjavallaleið Vegagerðin varar við því að þungfært er um Nesjavallaleið. Þá er ófært yfir Öxarfjarðarheiði og hálka eða hálkublettir eru víða á heiðum á Norðaustur- og Austurlandi. Enn fremur er þungfært upp að Dettifossi. 16.9.2007 13:23
Skipulagslög eru gölluð Skipulagslög eru gölluð að mati formanns samtakanna Betri byggð á Kársnesi, sem telur að samráð við nágranna þurfi að koma mun fyrr inn en nú er. 16.9.2007 13:15
Ekki skýr ákvæði um bann við að pissa úti á götu Í lögreglusamþykkt borgarinnar er ekki tekið sérstaklega fram að bannað sé að kasta af sér vatni úti á götu en margir hafa verið sektaðir fyrir það undanfarnar tvær helgar í miðborginni. Tuttugu og fjórir voru handteknir í nótt fyrir að haga sér illa - flestir fyrir að pissa úti á götu. Alls hafa þrjátíu og átta verið handteknir í miðborginni um helgina fyrir slík minniháttar brot. 16.9.2007 12:45
Lugovoj býður sig fram fyrir öfgaþjóðernisflokk Zhírónovskys Andrej Lugovoj, fyrrverandi njósnari hjá KGB, staðfesti í dag hann hygðist bjóða sig fram fyrir Frjálslynda demókrataflokkinn í Rússlandi, flokk öfgaþjóðernissinnans Vladímírs Zhírínovskys, í þingkosningum í landinu þann 2. desember. 16.9.2007 12:36
Fleiri forgangsakreinar fyrir strætó og hjólagötur við stofnbrautir Borgarstjórnaflokkur Samfylkingarinnar vill ölfugri almenningssamgöngur með fleiri forgangsakreinum fyrir strætó á helstu stofnbrautum borgarinnar og sérstaka hjólagötur á sömu götum. Þá vill flokkurinn að fremur verði ráðist í Öskjuhlíðargöng en mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Þetta kemur fram í ályktun frá borgarstjórnarflokknum í tilefni að því að samgönguvika borgarinnar hefst í dag. 16.9.2007 12:15
McRae meðal þeirra sem létust í þyrluslysi Lögregla í Skotlandi hefur staðfest að Colin McRae, fyrrverandi heimsmeistari í rallakstri, og sonur hans hafi verið meðal þeirra fjögurra sem létust í þyrluslysi í gær. 16.9.2007 12:13
61 látinn og 40 saknað eftir flugslys Ríkisstjóri Phuket-eyju segir 61 látinn og 40 saknað eftir að flugvél á vegum taílenska lággjaldaflugfélagsins One-Two-Go brotlenti við flugvöllinn á eyjunni. 16.9.2007 11:52
Freyðandi sjór við Jótland? Fjöldi Dana á Norðausturhluta Jótlands þarf væntanlega ekki að hafa áhyggjur af hárþvotti á næstunni ef marka má fréttir héraðsblaðsins Nordjyske Stiftstidende. 16.9.2007 11:30
Rændi flatskjá og ferðatösku Brotist var inn í kjallaraíbúð við Bergþórugötu í miðbænum í nótt og þaðan stolið ýmsum verðmætum. Að sögn lögreglu hafði þjófurinn á brott með sér flatskjá, fartölvu og stóra ferðatösku. 16.9.2007 11:25
Flugvél brotnaði í tvennt í lendingu í Taílandi Farþegaflugvél hrapaði til jarðar á flugvelli við Phuket-strönd í Taílandi í morgun og er óttast að fjöldi fólks hafi látist. Eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC voru 123 farþegar í flugvélinni og skall hún harkalega til jarðar þegar flugmenn hugðust lenda henni í vondu veðri. Hún brotnaði í tvennt. 16.9.2007 11:12