Fleiri fréttir

Segir starfsmannahús Impregilo ekki söluhæf

„Þessi hús eru óskaplega léleg og standast engan veginn íslenskar samþykktir. Það hefur verið tjaslað mikið við þau enda hafa þau bæði lekið og blásið í gengum þau," segir Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, um starfsmannahúsin við Kárahnjúka sem Impregilo hyggst selja á almennum markaði. Talsmaður Impregilo undrast málatilbúnað Samiðnar.

Vinir Kolaportsins mótmæla breytingum

Samtökin Vinir Kolaportsins hvetja alla til þess að mæta á markaðinn víðfræga um helgina og skrá nafn sitt á undirskriftalista til þess að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á Tryggvagötu 19. Tollstjóraembættið hefur farið fram á að fá að gera bílageymslu á annari og þriðju hæð hússins. Verði leyfið veitt mun það raska starfsemi Kolaportsins verulega.

Árás hrundið í Ísrael

Sex palestinskir vígamenn voru felldir þegar þeir reyndu að gera árás á ísraelska varðstöð við Gaza ströndina í dag. Ísraelar beittu orrustuþyrlu til þess að hrinda árásinn. Palestínumennirnir tilheyrðu samtökunum Islamic Jihad.

Nefbraut mann á H.INN

Karlmaður um tvítugt hefur verið ákærður fyrir að ráðast á karlmann á veitingastanum H.INN í Reykjanesbæ þann 23. apríl 2006. Hinn ákærði sagði í samtali við Vísi að hann hefði viðurkennt brot sitt. „Það var hiti í mönnum. Maðurinn ýtti félaga mínum og ég gaf honum hnefahögg. En þetta var ekkert alvarlegt,“ sagði árásarmaðurinn við Vísi. Hann kvaðst eiga von á skilorðsbundnum fangelsisdóm.

Nýta má skattlagningu og gjaldtöku betur til að vinna gegn loftlagsbreytingum

Kristján L. Möller samgönguráðherra sótti í gær árlegan sumarfund samgönguráðherra á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Fundurinn var haldinn í Finnlandi og eftir því sem fram kemur á vef samgönguráðuneytisins ræddu ráðherrarnir meðal annars um loftslagsbreytingar og stefnu í samgöngu- og flutningamálum.

Stýrði 180 tonna skipi með pungapróf

Karlmaður á fertugsaldri viðurkenndi fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag að hafa stýrt 180 tonna skipi 30 júní 2006, án þess að hafa réttindi til að stýra því. Hvorki var lögskráður skipstjóri né vélavörður um borð. Brot mannsins varða við atvinnuréttindi skipstjórnarmanna og lög um lögskráningu sjómanna.

Ekkert flogið til Eyja

Mjög slæmt skyggni hefur verið í Vestmannaeyjum í allan dag og af þeim sökum hefur þurft að fresta flugi þangað. Fyrsta vélin, sem átti að fara í loftið klukkan níu í morgun hefur enn ekki lagt af stað. Sama er að segja um vélina sem átti að leggja af stað klukkan fjögur.

Var sviptur ökuréttindum eftir að hafa ekið á 70 kílómetra hraða

Lögreglan á Suðurnesjum hefur verið við umferðareftirlit í nágrenni við grunnskóla í dag og síðustu daga. Tveir voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í dag og einn í gær. Sá sem hraðast ók var á ríflega tvöföldum hámarkshraða og var sviptur ökuréttindum á staðnum. Hann ók á um það bil 70 þar sem leyfilegur hámarkshraði er 30.

Iðnaðarráðherra vill íslenskt netþjónabú

Össur Skarphéðinsson iðnaðaráðherra sagði í ræðu sinni á ráðstefnu Skýrslutæknifélags Íslands á Grand Hotel í dag að það sé von hans að fyrirtæki þar sem Íslendingar eru í fararbroddi muni ríða á vaðið og setja upp fyrsta netþjónabúið hérlendis. Össur sagði ennfremur að margt bendi til þess að svo geti orðið.

Víkingar sóttir í hauga í Noregi

Norskir fornleifafræðingar eru nú að sækja jarðneskar leifar þriggja víkinga í hauga þar semþær voru skildar eftir þegar skip voru grafin úr haugunum á fyrrihluta síðustu aldar. Annað var hið fræga Gauksstaðaskip en hitt var sótt í haug í Oseberg.

Namibíufanginn kominn heim

Íslendingur sem handtekinn var fyrir drykkjulæti í Namíbíu kom til Íslands í gær. Vilhjálmur Wiium, umdæmisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og staðgengill sendiherra í Namibíu staðfestir þetta í samtali við Vísi. Maðurinn þurfti að dúsa í fangelsi í hálfan mánuð við fremur slæman kost.

Engar vélbyssur á Laugarvegi um helgar

Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir að sérsveit lögreglunnar verði ekki vopnuð í miðborginni um helgar. Eins og fram kom í fréttum fyrr í vikunni hefur verið ákveðið að sérsveitin muni sinna eftirliti í miðborg Reykjavíkur um helgar ásamt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Gert ráð fyrir virðingu fyrir hinu gamla í Kvosinni

Arkitektastofurnar Argos, Gullinsnið og Stúdíó Granda uður hlutskarpastar í hugmyndasamkeppni borgaryfirvalda um uppbyggingu í Kvosinni í kjölfar brunans í vor. Sú tillaga verður grundvöllur deiliskipulags á svæðinu. Ekki er gert ráð fyrir að háhýsi rísi í stað húsanna að Austurstræti 22 og Lækjargötu 2, sem brunnu, og þá er gert ráð fyrir að gamla húsið að Lækjargötu 4, sem nú er á Árbæjarsafninu verði flutt aftur niður í bæ og komið fyrir á svipuðum stað og Hafnarstræti 20 er.

Segist geta sannað að Harpa hafi verið seld

Jónas Garðarsson segir auðsótt mál að sanna að hann hafi selt skemmtibátinn Hörpuna í byrjun árs 2006. Jónas bar fyrir héraðsdómi seinna sama ár að hann hefði átt bátinn. Hann segist hafa átt við að hann hafi átt hann einu sinni. Hann gat þess þó ekki fyrir dómi að báturinn hefði verið seldur.

Starfshópur undirbýr hlutafélagavæðingu OR

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að mynda sérstakan starfshóp um hlutafélagavæðingu Orkuveitu Reykjavíkur. Eins og kunnugt er samþykkti stjórn Orkuveitunnar á mánudag að beina því til eigenda, Reykjavíkurborgar, Borgarbyggðar og Akraneskaupstaðar, að breyta rekstrarfyrirkomulaginu í hlutafélagaform úr sameignarformi.

Gabb í Kaupmannahöfn

Hryðjuverkaútkall lögreglunnar í Kaupmannahöfn eftir hádegi, reyndist vera gabb. Tilkynnt var um sprengiefni og hugsanleg efnavopn. Lögreglan tól kallið alvarlega, girti af hverfið og flutti fólk á brott. Nú er verið að reyna að finna þá sem göbbuðu hana og eiga þeir ekki von á góðu ef þeir nást.

Meintur dópsali og þjófur ákærður

Tuttugu og níu ára gömul kona frá Akureyri hefur verið ákærð fyrir að hafa tæp 130 grömm af amfetamíni í fórum sínum. Konan var tekin með efnin við Sæbraut í Reykjavík þann 16. október. Talið er að hún hafi ætlað að selja efnið.

Jarðvegsframkvæmdir hafnar vegna vatnsverksmiðju

Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar vegna fyrirhugaðrar vatnsverksmiðju á Rifi á Snæfellsnesi. Þegar verksmiðjan verður komin í full afköst er reiknað með að um það bil 50 manns muni vinna þar auk afleiddra starfa. Verksmiðjuhúsið verður um einn hektari að gólffleti.

Kaupmannahafnarlögreglan í hryðjuverkaútkalli

Danska lögreglan hefur lokað hverfi í norðvesturhluta Kaupmannahafnar. Lögreglan hafði fengið tilkynningu um að þar sé sprengiefni og efnavopn. Íbúar í nærliggjandi húsum hafa verið fluttir á brott. Talsmaður lögreglunnar segir í samtali við Extra Bladet að miðað við það sem á undan sé gengið, sé engin áhætta tekin þegar svona tilkynningar berist. Því hafi fólki verið forðað. Verið er að leita í húsi við Næturgalaveg 75.

Tókust á við handrukkara

Til átaka kom þegar lögreglan handtók tvo meinta handrukkara á Háaleitisbraut í gærkvöldi, eftir að kvartað hafði verið undan hótunum þeirra. Vopn fundust í fórum þeirra.

Menn á vegum lögmanns leita að Hörpu

Lögmaður aðstandenda þeirra sem létust þegar skemmtibáturinn Harpa steytti á Skarfaskeri haustið 2005 segir að menn á hans vegum séu nú að leita að bátnum. Svo gæti farið að leitin nái út fyrir landsteinana en Jónas segist hafa selt bátinn áður en farið var fram á svokallaða löggeymslu á honum.

Funda enn um málefni Hunnebeck og GT verktaka

Fulltrúar Vinnumálastofnunar, lögreglu og Arnarfells sitja nú á fundi þar sem rætt er um mál fyrirtækjanna Hunnebeck Polska og GT verktaka sem eru undirverktakar Arnarfells við Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar. Fréttastofunni er kunnugt um að í gær og í morgun hafi verið unnið að því að skrá starfsmenn Hunnebeck sem löglega starfsmenn Arnarfells.

Tuttugu árekstrar á höfuðborgarsvæðinu í gær

Tuttugu árekstrar voru tilkynntir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þrír þeirra urðu á milli hálfátta og níu í gærmorgun og sjö á milli hálffjögur og hálfsex síðdegis. Í tveimur tilfellum voru ökumenn fluttir á slysadeild en meiðsli þeirra voru ekki talin mjög alvarleg.

Roskin hjón hætt komin í Steinholtsá

Litlu mátti muna að illa færi þegar roskin erlend hjón festu jeppa sinn í Steinholtsá á Þórsmerkurleið nú fyrir hádegið. Mikið var í ánni og varar lögregla fólk við miklum vatnavöxtum í ám á Þórsmerkurleið og sömuleiðs Fjallabaksleiðunum.

Efnahagslegt frelsi minnkar á Íslandi

Í skýrslu sem RSE, Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, sendir frá sér í dag kemur fram að efnahagslegt frelsi hefur minnkað á Íslandi samborið við síðasta ár. Er Ísland nú í ellefta sæti og fellur niður um tvö sæti. Deilir Ísland sætinu nú með Finnlandi, Lúxemborg og Chile. Í efsta sæti er Hong Kong og Singapúr en neðst eru Simbabve og Myanmar.

Línubátur strandaði í höfninni við Raufarhöfn

Línubáturinn Rifsnes SH 44 strandaði í höfninni við Raufarhöfn nú á tólfta tímanum þegar hann var að koma inn með afla. Þær upplýsingar fengust hjá hafnarverði á Raufarhöfn að líklega hefði báturinn strandað á sandhól í höfninni en nú er þar háfjara.

Tilraunir til hryðjuverka sýna mikilvægi herliðs í Afganistan

Háttsettur Bandarískur diplómat segir að sprengjuárásirnar sem þýskum yfirvöldum tókst að koma í veg fyrir í gær sýni mikilvægi þess að þjóðverjar og aðrar Natoþjóðir hafi herlið sitt áfram í Afganistan. Richard Boucher, aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna yfir suður- og mið-Asíu, hvatti í viðtali við Reuters þýsk stórnvöld til að halda herliði sínu í í landinu og sagði þetta veru eina leiðina til að stöðva straum hryðjuverkamanna frá svæðinu.

Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ítrekuð brot

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Ásgeir Heiðar Stefánsson í 18 mánaða fangelsi. Þá var Vilhjálmur Sverrir Pétursson dæmdur í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 skilorðsbundna. Ákæran á hendur mönnunum var í 23 liðum. Þeir voru meðal annars kærðir fyrir fíkniefnabrot, innbrot og þjófnað. Þeir játuðu brot sín í flestum tilfellum.

Langflestir hlynntir reykingabanni á veitingahúsum

Nærri átta af hverjum tíu Íslendingum eru ánægðir með reykingabann á kaffihúsum, veitinga- og skemmtistöðum sem gekk í gildi þann 1. júní síðastliðinn samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups. Nærri 70 prósent eru mjög ánægð og tæplega 10 prósent frekar ánægð.

Rússnesku sprengjuvélarnar nálgast Ísland

Breskar orrustuþotur hafa tekið við af norskum við að fylgjast með átta rússneskum sprengjuflugvélum sem eru á flugi yfir Norður-Atlantshafi. Ef að líkum lætur munu rússnesku vélarnar svo taka stefnuna á Ísland, og hér eru náttúrlega engar vélar til þess að senda á móti þeim.

Síðasta kvöldmáltíðin tilnefnd til auglýsingaverðlauna 1999

Að nota síðustu kvöldmáltíðina í auglýsingaskyni er ekki nýtt af nálinni hérlendis. Þannig var síðasta kvöldmáltíðin notuð sem veggspjald með heimildarmynd um Grand Rokk árið 1999. Karl Hjaltested, fyrrverandi eigandi Grand Rokk, segir að veggspjaldið hafi verið tilnefnt til auglýsingaverðlauna það árið. Stefán Grétarsson hönnuður hjá Fíton hannaði veggspjaldið en Hrafn Jökulsson var í hlutverki Jesú.

Sex konur og einn karl sóttu um Dómkirkjuna

Sjö sóttu um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli. Það var auglýst laust til umsóknar í ágústmánuði. Af þessum umsækjendum eru sex konur og einn karl.

Spáð handtöku vegna hvarfs Madeleine McCann

Breska Sky fréttastofan segir að mikilvæg DNA sýni hafi fundist í íbúðinni sem foreldrar Madeleina McCann bjuggu í ásamt börnum sínum, þegar telpan hvarf. Daily Mirror heldur því fram að sýnin muni leiða til handtöku innan tveggja sólarhringa. Sýnin voru skoðuð í rannsóknarstofu bresku lögreglunnar.

Tveir af hverjum þremur andvígir sölu orkufyrirtækja

Nærri tveir þriðju hlutar þjóðarinnar eru andvígir sölu opinberra orkufyrirtækja til einkaaðila og innan við fjórðungur hlynntur sölu þeirra. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallups sem getið er á heimasíðu fyrirtækisins.

Seldi Hörpu fyrir kyrrsetningu

Jónas Garðarsson seldi skemmtibátinn Hörpu í byrjun árs í fyrra. Fréttablaðið greinir frá því að báturinn sé horfinn en hann var kyrrsettur af sýslumanni í október 2006. Jónas segist hafa verið í fullum rétti til að selja. Hann segir sýslumann vera í dularfullum leiðangri því kyrrsetningarkrafan hafi verið sett fram eftir að Jónas seldi.

Norskar orrustuþotur á móti Rússum

Norðmenn sendu í morgun tvær orrustuþotur á móti rússneskum sprengjuflugvélum sem nálguðust norska lofthelgi. Ofursti í norska flughernum segir að þeir fylgist náið með öllum ferðum Rússa og búist við tíðum heimsóknum þeirra á næstu árum.

Vinna verður stöðvuð hjá Hunnebeck og GT verktökum

Fulltrúar frá Vinnumálastofnun og lögreglu eru á leið að Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar til að stöðva vinnu hjá fyrirtækjunum Hunnebeck Polska og GT verktökum, sem eru undirverktakar Arnarfells við Hraunaveitu. Að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar hefur verið brotalöm á skráningu starfsmanna fyrirtækjanna í þrjá mánuði.

Stórkostlegur listamaður fallinn frá

Garðar Cortes óperusöngvari segir að með andláti Pavarottis sé stórkostlegur listamaður fallinn frá. Hann segist ekki hafa átt nein persónuleg samskipti við Pavarotti fyrir utan að hann hafi hitt hann í veislu í Ráðherrabústaðinum þegar hann kom til landsins.

Rússar sagðir tilbúnir að afhenda Írönum kjarnorkueldsneyti

Rússar og Íranar hafa náð samkomulagi um afhendingu á eldsneyti fyrir fyrsta kjarnorkuver Írana, að sögn ríkisútvarpsins í Teheran. Afhending eldsneytisins hefur tafist verulega. Rússar segja að það sé vegna þess að Íranar hafi ekki innt af hendi umsamdar greiðslur. Íranar segja hinsvegar að það sé vegna þess að Rússar séu undir miklum þrýstingi frá Vesturlöndum um að hætta við afhendinguna.

Seinkun á Herjólfi í dag vegna bilunar

Seinkun verður á ferðum Herjólfs í dag vegna vélabilunar en farið verður í allar ferðir. Skipið er nú á leið frá Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar og kemur þangað um hálfeittleytið.

Fundu 30 grömm af amfetamíni

Um 30 gr af ætluðu amfetamíni fundust við húsleit í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í gær. Húsráðanda, sem er þrítugur, var sleppt að lokinni skýrslutöku. Hann hefur áður komið við sögu fíkniefnamála. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum úrskurði Héraðsdóms Reykjaness.

Sjá næstu 50 fréttir