Innlent

Nefbraut mann á H.INN

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag.
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Mynd/ Hari

Karlmaður um tvítugt hefur verið ákærður fyrir að ráðast á karlmann á veitingastanum H.INN í Reykjanesbæ þann 23. apríl 2006. Hinn ákærði sagði í samtali við Vísi að hann hefði viðurkennt brot sitt. „Það var hiti í mönnum. Maðurinn ýtti félaga mínum og ég gaf honum hnefahögg. En þetta var ekkert alvarlegt," sagði árásarmaðurinn við Vísi. Hann kvaðst eiga von á skilorðsbundnum fangelsisdóm. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×