Fleiri fréttir Dregur úr styrk Deans Fellibylurinn Dean skall á Júkatan skaga í Mexíkó í dag. Heldur dró úr veðurofsanum þegar bylurinn fór yfir land en óttast að hann sæki í sig veðrið þegar hann fer yfir Mexíkóflóa. 21.8.2007 19:00 Deilan harðnar um Grímseyjarferju Deila ríkisendurskoðanda og fjármálaráðherra vegna heimilda Vegagerðarinnar til kaupa og endurbyggingar á nýrri Grímseyjarferju harnaði í dag þegar báðir aðilar sendu frá sér yfirlýsingar og sökuðu hvorn annan um skilja ekki fjárlög né önnur lög. 21.8.2007 18:55 65% þjóðkirkjupresta hlynnt staðfestri sambúð samkynhneigðra 65 % þjóðkirkjupresta eru hlynnt því að þeim verði veitt heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra. Kvenprestar eru mun hlynntari því en karlprestar. 21.8.2007 18:54 Tugþúsundir í skólavörur Barnmargar fjölskyldur greiða sumar hverjar tugi þúsunda fyrir skólavörurnar sem börnum þeirra er gert að kaupa fyrir veturinn. Langflestir grunnskólar landsins verða settir á morgun og venju samkvæmt eru allar skólavörubúðir troðfullar þessa síðustu daga fyrir skólasetningu. 21.8.2007 18:53 Skipulagstillögum á Nónhæð hafnað Skipulagsnefnd Kópavogsbæjar hafnaði á fundi sínum síðdegis í dag skipulagstillögum á Nónhæð og Arnarsmára 32. Ákvörðunin tekur til allra þriggja skipulagsstiga. 21.8.2007 18:50 Danski pósturinn sparar 3 milljónir á 5 kílómetrum Danski pósturinn hefur sparað 3 milljónir íslenskra króna í eldsneytiskostnað á einu ári með því að lækka hámarkshraða póstflutningabíla sinna. Hámarkshraði íslenskra póstbíla hefur ekki verið lækkaður en Íslandspóstur hefur umhverfisvætt hluta bílaflotans. 21.8.2007 18:48 Nauðgunarmáli vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu Lögmaður konu sem var nauðgað fyrir fimm árum hefur vísað máli hennar til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem ríkissaksóknari neitaði endurupptöku málsins vegna sönnunarskorts. Konan þurfti að gangast undir lýtaaðgerð á kynfærum eftir nauðgunina. 21.8.2007 18:45 Vatnsréttindi framseld til Landsvirkjunar rétt fyrir kosningar Meirihluti vatnsréttinda í neðri Þjórsá var framseldur til Landsvirkjunar nokkrum dögum fyrir kosningar. Fráleitt er að gera slíkt samkomulag án samþykkis Alþingis, segir meðlimur í stjórn Náttúruverndarsamtaka Suðurlands, og bætir við að verknaðurinn sé siðlaus. 21.8.2007 18:41 Réttur lóðaleigjenda í frístundabyggðum verði aukinn Talsmaður neytenda vill að leigjendur lóða í skipulögðum frístundabyggðum fái forgangsrétt til áframhaldandi leigu undir frístundahús sitt tryggðan með lögum. Þá vill hann að sett verði ákvæði um gerðardóm ef ágreiningur rís um endurskoðun leigufjárhæðar eða forleigurétt. 21.8.2007 18:28 Bíræfinn þjófur ók undir áhrifum lyfja Karlmaður um fertugt var handtekinn í Kópavogi í gær. Í bíl hans fundust fjölmargir hlutir sem talið er að séu stolnir. Maðurinn stal einnig bíl í gær og tók úr honum ýmsa muni. 21.8.2007 17:30 Gæti verið elsta þekkta fótsporið Fornleifafræðingar í Egyptalandi hafa fundið mennskt fótspor sem gæti verið það elsta sem fundist hefur. Sporið fannst á steini í Siwa eyðimerkurvininni í vestari eyðimörk landsins. Það hefur verið stigið í leðju sem síðan hefur orðið að steini. 21.8.2007 17:20 Vildi jómfrúrskoðun á þúsundum stúlkna Hávær mótmæli urðu til þess að héraðsskólameistari í Indónesíu féll frá því að láta skoða þúsundir ungra námsmeyja til þess að gá hvort þær væru óspjallaðar. Meistarinn fékk þessa hugmynd þegar myndir af tveimur nemendum í ástarleik fóru að ganga á milli farsíma. Indónesía er fjölmennasta múslimaríki heims og þar er ætlast til skírlífis kvenna þartil þær giftast. 21.8.2007 17:16 Bróðir dómsmálaráðherra Frakka dæmdur fyrir eituryfjasmygl Áfrýjunardómstóll í Frakklandi dæmdi í dag bróður dómsmálaráðherra Frakka, sem áður hafði verið dæmdur fyrir eiturlyfjasmygl, í ársfangelsi fyrir neyslu og sölu heróíns, einungis nokkrum klukkustundum eftir að systir hans kom því í gegn að refsingar fyrir endurtekin lögbrot yrðu hertar. 21.8.2007 17:02 Fullur og án ökuréttinda á hjólagröfu Karl á fimmtugsaldri var handtekinn í Súðarvogi í gær en sá ók hjólagröfu sem rakst í Elliðaárbrúna á mótum Sæbrautar og Reykjanesbrautar. Við það kvarnaðist lítilsháttar úr brúnni en brotin lentu á aðvífandi bíl sem rispaðist eitthvað. 21.8.2007 16:56 Aðeins eiga að vera ein hjúskaparlög í landinu Frosti Jónson, formaður Samtakanna 78, segir nýja könnun á afstöðu presta til þess hvort heimila eigi prestum að staðfesta samvist samkynhneigðra, skref í rétta átt en það sé afstaða samtakanna að það eigi aðeins að vera ein hjúskaparlög í landinu. 21.8.2007 16:51 Geimferjan Endeavour lent Geimferjan Endeavour lenti heilu og höldnu á Florida klukkan 16:32 í dag að íslenskum tíma. Ferjan lenti nákvæmlega á réttum tíma eftir tveggja vikna dvöl í geimnum þar sem hún var tengd við Alþjóðlegu geimstöðina. Nokkur uggur var í mönnum fyrir lendinguna vegna skemmda á hitaskildi í flugtakinu. En allt fór að óskum. Sjö manna áhöfn var um borð í Endeavour. 21.8.2007 16:45 Gíslataka í París Vopnaður maður ruddist fyrir stundu inn í tískuverslun í París og heldur þar fólki í gíslingu. Ekki er vitað hversu mörgum. Lögreglan hefur girt verslunina af. Verslunarstjórinn sagði í samtali við franska sjónvarpsstöð að maðurinn segði að hann væri fórnarlamb franskrar réttvísi. Hann væri hinsvegar rólegur og biði eftir því að lögreglan hefði samband. 21.8.2007 16:45 Geimferjan lent Geimferjan Endeavour lenti heilu og höldnu á Florida klukkan 16:32 í dag að íslenskum tíma. Ferjan lenti nákvæmlega á réttum tíma eftir tveggja vikna dvöl í geimnum þar sem hún var tengd við Alþjóðlegu geimstöðina. Nokkur uggur var í mönnum fyrir lendinguna vegna skemmda á hitaskildi í flugtakinu. En allt fór að óskum. Sjö manna áhöfn var um borð í Endeavour. 21.8.2007 16:37 18 ára afbrotaunglingur í héraðsdómi Í dag voru þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur heilar sautján ákærur á hendur 18 ára reykvískum afbrotaunglingi. Ákærða, sem er fæddur 1989, er gefið að sök ýmis afbrot, svo sem þjófnað, fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot. Flest brotanna játaði drengurinn að hafa framið, en hann neitaði sök í nokkrum ákæruliðum. 21.8.2007 16:22 Dauðadrukkin á grafarbakkanum Þýsk kona sem var á leið í kirkjugarðinn til að votta látnum ættingja virðingu sína fékk sér full mikið í aðra tána áður en hún lagði af stað. Að sögn lögreglu í Mitterteich í Þýskalandi missti hún stjórn á bíl sínum, þar sem hún keyrði á vegi sem liggur gegnum garðinn. Hún keyrði niður legsteina og grafhýsi áður en hún staðnæmdist í opinni gröf og komst ekki upp. 21.8.2007 16:22 Icelandair hlýtur samgönguverðlaun samgöngurráðuneytisins Icelandair Group hlaut samgönguverðlaun samgönguráðherra sem veitt voru í fyrsta sinn í dag. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá samgönguráðuneytinu hlýtur fyrirtækið og fyrirrennarar þess verðlaunin fyrir brautryðjendastarf og áratuga uppbyggingu á flugsamgöngum um Ísland og milli landa. 21.8.2007 16:10 Vilja einkaleyfi á orðið Þuklaraball Um næstu helgi verður haldin stórhátíð í Sauðfjársetinu í Sævangi á Ströndum með tilheyrandi hrútaþukli og landskeppni í ullarspuna. Um kvöldið verður svo þuklaraballið haldið í félagsheimilinu á Hólmavík. Arnar S. Jónsson framkvæmdastjóri Sauðfjársetursins segir að þar á bæ ætli menn að fá sér einkaleyfi á orðinu Þuklaraball svipað og gerst hefur með Húkkaraballið í Eyjum. 21.8.2007 16:10 Geimferjan á leið til jarðar Hreyflar geimflaugarinnar Endeavour voru ræstir fyrir stundu, fyrir heimferð hennar. Endeavour á að lenda á Kennedy geimstöðinni eftir fáar mínútur, eða klukkan 16:32 að íslenskum tíma. 21.8.2007 16:09 Hnefahögg við Grund Í dag var þingfest ákæra á hendur sautján ára gömlum dreng sem er gefið að sök að hafa slegið annan sextán ára hnefahöggum í andlit fyrir utan elliheimilið Grund í október á síðasta ári með þeim afleiðingum að hann hlaut brot á andlitsbeinum vinstra megin, heilahristing og höfuðverk . 21.8.2007 16:06 Kappakstur í kirkjugarði Tveir sautján ára piltar gerðu sér að leik að fara í nokkurs konar kappakstur í Gufuneskirkjugarði í gær. Lögreglu barst tilkynning um aðfinnsluvert aksturslag og fór á staðinn. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ökuþórarnir hafi í fyrstu verið hissa á afskiptum lögreglu, en þeir hafi skammast sín þegar þeim var gerð grein fyrir alvarleika málsins. 21.8.2007 16:03 Mörg dæmi um að ríkisstofnanir nýti ónýttar heimildir til skylduverkefna Fjármálaráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem svarað er gagnrýni Ríkisendurskoðunar vegna Grímseyjarferjumálsins í dag. Þar er bent á að mörg dæmi séu fyrir því að ríkisstofnanir nýti ónýttar heimildir sínar til að fjármagna kostnað vegna annarra lögbundinna verkefna þegar fyrir liggur lagaheimild til að stofna til kostnaðararins. 21.8.2007 15:53 Formleg leit hafin að þýsku ferðamönnunum Formleg leit er nú hafin að tveimur þýskum ferðamönnum sem saknað hefur verið eftir að þeir skiluðu sér ekki til Þýskalands með flugi sem þeir áttu bókað þann 17. ágúst sl. Er leitað í Skaftafelli til að byrja með. 21.8.2007 15:41 Félagsmálaráðherra skipar nýtt Jafnréttisráð Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur skipað níu manna Jafnréttisráð til næstu alþingiskosninga í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. 21.8.2007 15:29 Hyldýpisgjá milli kirkju og þjóðar virði Þjóðkirkjan ekki niðurstöðuna Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur í Akureyrarkirkju, fagnar niðurstöðu í könnun á afstöðu presta til heimildar til að staðfesta samvist samkynhneigðra. Hann segir gott að vilji presta sé kominn fram og segir að hyldýpisgjá myndist milli þjóðar og kirkju verði ekki farið eftir niðurstöðu könnunarinnar og prestum veitt þessi heimild. Formaður Prestafélagsins býst við að málið verði til lykta leitt á Kirkuþingi um miðjan október. 21.8.2007 15:11 Bláeygir farsælli en aðrir Augnlitur gæti ákvarðað afrek þín í lífinu. Þetta gefur ný bandarísk rannsókn til kynna. Hún sýnir að fólk með blá augu sé líklegra til að skara framúr í námi en þeir sem eru með brún. Þau séu gáfaðri og gangi betur í prófum. 21.8.2007 14:48 Nafn mannsins sem lést Maðurinn sem lést í flugslysinu í Kanada á laugardaginn hét Guðni Rúnar Kristinsson, til heimilis að Digranesheiði 2 í Kópavogi. Guðni var að verða 23ja ára, fæddur 29. september 1984. Hann var ókvæntur og barnlaus. 21.8.2007 14:44 Tveir þriðju presta vilja fá heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra Liðlega 65 prósent starfandi presta í Þjóðkirkjunni eru fylgjandi því að prestum innan kirkjunnar verði veitt heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra. Þetta kemur fram í viðhorfskönnun sem fyrirtækið Outcome gerði fyrir Biskupsstofu í júní og júlí. 21.8.2007 14:04 Styrkur Dean dvínar Fellibylurinn Dean ferðast nú yfir Yukatan skaga með ofsavindi og úrhellisrigningu. Bylurinn er að veikjast. Vindhraði er nú um 56 metrar á sekúndu og mælist stormurinn nú tveir á Saffir-Simpsons kvarða að sögn bandarísku fellibyljastofnunarinnar. 21.8.2007 13:59 Sjóránum fjölgar gríðarlega Fimm danskir sjómenn eru enn á valdi sjóræningja sem rændu skipinu Danica White undan austurströnd Sómalíu fyrsta júní síðastliðinn. Vitað er um 147 aðra sjómenn í höndum ræningja. Árásir sjóræningja eru orðnar svo tíðar að þær eru orðnar alheims vandamál. Árásunum fjölgar ár frá ári og sömuleiðis þeim sem sjóræningjar slasa eða drepa. 21.8.2007 13:15 Sjötugir öldungar skulda 40 milljónir í meðlög Þegar litið er á yfirlit yfir þá sem skulda meðlög hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga kemur í ljós að 31 einstaklingar sem orðnir eru sjötugir eða eldri skulda samtals tæplega 40 milljónir kr. Og þeir sem taka á móti meðlögum á þessum aldri eru 44 talsins. 21.8.2007 13:13 Kannt þú tölvunörda brandara ? Danir eru að velja sína bestu tölvunörda brandara. Hér er einn, úr blaðinu Computerworld. Tveir tölvunördar sátu saman á bjórkrá, að vinnu lokinni. "Veistu, í gærkvöldi hitti ég rosalega flotta blondínu á bar á Strikinu." "Og hvað gerðir þú ?" "Nú ég bauð henni heim. Við fengum okkur nokkra drykki og komumst í stuð. Svo allt í einu bað hún mig um að klæða sig úr öllum fötunum." 21.8.2007 13:09 Hamas biðja um olíu fyrir Gaza ströndina Leiðtogi Hamas samtakanna hefur beðið Evrópusambandið að byrja aftur að veita olíu til stærstu orkuveitu Gaza strandarinnar. Hann hefur lýst því yfir að alls ekki standi til að leggja á nýja skatta á sölu á rafmagni. Vegna olíuskorts hafa stór svæði á Gaza ströndinn verið án rafmgns undanfarna daga. 21.8.2007 13:00 Birtir ekki nöfn veitingahúsa sem ekki hafa lækkað verð Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir ekki standa til að birta nöfn þeirra veitingahúsa Neytendastofa gerði verðkönnun hjá í ágúst. Könnunin leiddi í ljós að aðeins 4 prósent veitingahúsa lækkuðu verð þegar virðisaukaskatturinn var lækkaður í vor. 21.8.2007 12:53 Segja súdönsk stjórnvöld ábyrg fyrir fjölda nauðgana og mannrána Mannréttindastofnun sameinuðu þjóðanna salaði í dag vígamenn sem eru hliðhollir stjórnvöldum í Súdan um að hafa rænt og nauðgan fjölda kvenna og stúlkna í Darfúr héraði. Í skýrslu sem stofnunin sendi frá sér í dag hvetur hún stjórnöld í Súdan til að rannsaka fullyrðingar um að vígamennirnir hafi í árás á þorp Fur ættbálksins síðastliðinn desember, rænt fimmtíu konum og stúlkum, haldið þeim í mánuð og nauðgað ítrekað. 21.8.2007 12:47 Alifuglakjöt orðið vinsælla en lambakjöt Alifuglakjöt, einkum kjúklingakjöt, er í fyrsta sinn í Íslandssögunni orðið vinsælla en lambakjötið, samkvæmt sölutölum síðustu tólf mánuðina. 21.8.2007 12:30 McDonalds vill opna fleiri veitingastaði í Evrópu Bandaríska skyndibitakeðjan McDonalds hyggst verja tæpum 72 milljörðum króna á þessu ári í uppbyggingu McDonalds veitingastaða í Evrópu. Stjórnendur keðjunnar eru bjartsýnir á að fjárfestingin skili sér þrátt fyrir minnkandi sölu í álfunni á undanförnum árum. 21.8.2007 12:22 Segir Vegagerð ekki hafa haft heimild til að kaupa ferju Ríkisendurrskoðun segir að það sé afar vafasamt að stofna til hundraða milljóna króna útgjalda í tengslum við Grímseyjarferju á grundvelli þeirrar sölu- og ráðstöfunarheimildar sem getið er í fjárlögum fyrir síðasta ár og þetta ár. Vísað er til þess að Sæfari, gamla Grímseyjarferjan, sé enn óseld. Með þessu mótmælir Ríkisendurskoðun orðum fjármálaráðherra sem sagði í fjölmiðlum í síðustu viku að heimild hefði verið til að kaupa nýja ferju. 21.8.2007 12:21 Björgunarsveitarmenn leita Þjóðverja í grennd við Skaftafell Björgunarsveitarmenn frá Höfn í Hornafirði eru að leggja af stað til leitar að Þjóðverjunum tveimur, sem saknað er, og verður leitað í grennd við Skaftafell til að byrja með. 21.8.2007 12:13 Harma niðurrif húsa á Laugavegi 4-6 Torfusamtökin harma að Skipulagsráð Reykjavíkur heimili niðurrif á tveimur elstu húsunum á Laugavegi 4-6 sem voru byggð í lok nítjándu aldar. Til stendur að rífa þau á næstu mánuðum. 21.8.2007 12:09 Íbúðalán hafa hækkað um 40 prósent á þremur árum Glitnir hækkaði vexti af nýjum íbúðalánum í morgun og hefur þá hækkað vexti af þess háttar lánum um fjörutíu prósent á tæpum þremur árum. 21.8.2007 12:06 Sjá næstu 50 fréttir
Dregur úr styrk Deans Fellibylurinn Dean skall á Júkatan skaga í Mexíkó í dag. Heldur dró úr veðurofsanum þegar bylurinn fór yfir land en óttast að hann sæki í sig veðrið þegar hann fer yfir Mexíkóflóa. 21.8.2007 19:00
Deilan harðnar um Grímseyjarferju Deila ríkisendurskoðanda og fjármálaráðherra vegna heimilda Vegagerðarinnar til kaupa og endurbyggingar á nýrri Grímseyjarferju harnaði í dag þegar báðir aðilar sendu frá sér yfirlýsingar og sökuðu hvorn annan um skilja ekki fjárlög né önnur lög. 21.8.2007 18:55
65% þjóðkirkjupresta hlynnt staðfestri sambúð samkynhneigðra 65 % þjóðkirkjupresta eru hlynnt því að þeim verði veitt heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra. Kvenprestar eru mun hlynntari því en karlprestar. 21.8.2007 18:54
Tugþúsundir í skólavörur Barnmargar fjölskyldur greiða sumar hverjar tugi þúsunda fyrir skólavörurnar sem börnum þeirra er gert að kaupa fyrir veturinn. Langflestir grunnskólar landsins verða settir á morgun og venju samkvæmt eru allar skólavörubúðir troðfullar þessa síðustu daga fyrir skólasetningu. 21.8.2007 18:53
Skipulagstillögum á Nónhæð hafnað Skipulagsnefnd Kópavogsbæjar hafnaði á fundi sínum síðdegis í dag skipulagstillögum á Nónhæð og Arnarsmára 32. Ákvörðunin tekur til allra þriggja skipulagsstiga. 21.8.2007 18:50
Danski pósturinn sparar 3 milljónir á 5 kílómetrum Danski pósturinn hefur sparað 3 milljónir íslenskra króna í eldsneytiskostnað á einu ári með því að lækka hámarkshraða póstflutningabíla sinna. Hámarkshraði íslenskra póstbíla hefur ekki verið lækkaður en Íslandspóstur hefur umhverfisvætt hluta bílaflotans. 21.8.2007 18:48
Nauðgunarmáli vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu Lögmaður konu sem var nauðgað fyrir fimm árum hefur vísað máli hennar til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem ríkissaksóknari neitaði endurupptöku málsins vegna sönnunarskorts. Konan þurfti að gangast undir lýtaaðgerð á kynfærum eftir nauðgunina. 21.8.2007 18:45
Vatnsréttindi framseld til Landsvirkjunar rétt fyrir kosningar Meirihluti vatnsréttinda í neðri Þjórsá var framseldur til Landsvirkjunar nokkrum dögum fyrir kosningar. Fráleitt er að gera slíkt samkomulag án samþykkis Alþingis, segir meðlimur í stjórn Náttúruverndarsamtaka Suðurlands, og bætir við að verknaðurinn sé siðlaus. 21.8.2007 18:41
Réttur lóðaleigjenda í frístundabyggðum verði aukinn Talsmaður neytenda vill að leigjendur lóða í skipulögðum frístundabyggðum fái forgangsrétt til áframhaldandi leigu undir frístundahús sitt tryggðan með lögum. Þá vill hann að sett verði ákvæði um gerðardóm ef ágreiningur rís um endurskoðun leigufjárhæðar eða forleigurétt. 21.8.2007 18:28
Bíræfinn þjófur ók undir áhrifum lyfja Karlmaður um fertugt var handtekinn í Kópavogi í gær. Í bíl hans fundust fjölmargir hlutir sem talið er að séu stolnir. Maðurinn stal einnig bíl í gær og tók úr honum ýmsa muni. 21.8.2007 17:30
Gæti verið elsta þekkta fótsporið Fornleifafræðingar í Egyptalandi hafa fundið mennskt fótspor sem gæti verið það elsta sem fundist hefur. Sporið fannst á steini í Siwa eyðimerkurvininni í vestari eyðimörk landsins. Það hefur verið stigið í leðju sem síðan hefur orðið að steini. 21.8.2007 17:20
Vildi jómfrúrskoðun á þúsundum stúlkna Hávær mótmæli urðu til þess að héraðsskólameistari í Indónesíu féll frá því að láta skoða þúsundir ungra námsmeyja til þess að gá hvort þær væru óspjallaðar. Meistarinn fékk þessa hugmynd þegar myndir af tveimur nemendum í ástarleik fóru að ganga á milli farsíma. Indónesía er fjölmennasta múslimaríki heims og þar er ætlast til skírlífis kvenna þartil þær giftast. 21.8.2007 17:16
Bróðir dómsmálaráðherra Frakka dæmdur fyrir eituryfjasmygl Áfrýjunardómstóll í Frakklandi dæmdi í dag bróður dómsmálaráðherra Frakka, sem áður hafði verið dæmdur fyrir eiturlyfjasmygl, í ársfangelsi fyrir neyslu og sölu heróíns, einungis nokkrum klukkustundum eftir að systir hans kom því í gegn að refsingar fyrir endurtekin lögbrot yrðu hertar. 21.8.2007 17:02
Fullur og án ökuréttinda á hjólagröfu Karl á fimmtugsaldri var handtekinn í Súðarvogi í gær en sá ók hjólagröfu sem rakst í Elliðaárbrúna á mótum Sæbrautar og Reykjanesbrautar. Við það kvarnaðist lítilsháttar úr brúnni en brotin lentu á aðvífandi bíl sem rispaðist eitthvað. 21.8.2007 16:56
Aðeins eiga að vera ein hjúskaparlög í landinu Frosti Jónson, formaður Samtakanna 78, segir nýja könnun á afstöðu presta til þess hvort heimila eigi prestum að staðfesta samvist samkynhneigðra, skref í rétta átt en það sé afstaða samtakanna að það eigi aðeins að vera ein hjúskaparlög í landinu. 21.8.2007 16:51
Geimferjan Endeavour lent Geimferjan Endeavour lenti heilu og höldnu á Florida klukkan 16:32 í dag að íslenskum tíma. Ferjan lenti nákvæmlega á réttum tíma eftir tveggja vikna dvöl í geimnum þar sem hún var tengd við Alþjóðlegu geimstöðina. Nokkur uggur var í mönnum fyrir lendinguna vegna skemmda á hitaskildi í flugtakinu. En allt fór að óskum. Sjö manna áhöfn var um borð í Endeavour. 21.8.2007 16:45
Gíslataka í París Vopnaður maður ruddist fyrir stundu inn í tískuverslun í París og heldur þar fólki í gíslingu. Ekki er vitað hversu mörgum. Lögreglan hefur girt verslunina af. Verslunarstjórinn sagði í samtali við franska sjónvarpsstöð að maðurinn segði að hann væri fórnarlamb franskrar réttvísi. Hann væri hinsvegar rólegur og biði eftir því að lögreglan hefði samband. 21.8.2007 16:45
Geimferjan lent Geimferjan Endeavour lenti heilu og höldnu á Florida klukkan 16:32 í dag að íslenskum tíma. Ferjan lenti nákvæmlega á réttum tíma eftir tveggja vikna dvöl í geimnum þar sem hún var tengd við Alþjóðlegu geimstöðina. Nokkur uggur var í mönnum fyrir lendinguna vegna skemmda á hitaskildi í flugtakinu. En allt fór að óskum. Sjö manna áhöfn var um borð í Endeavour. 21.8.2007 16:37
18 ára afbrotaunglingur í héraðsdómi Í dag voru þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur heilar sautján ákærur á hendur 18 ára reykvískum afbrotaunglingi. Ákærða, sem er fæddur 1989, er gefið að sök ýmis afbrot, svo sem þjófnað, fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot. Flest brotanna játaði drengurinn að hafa framið, en hann neitaði sök í nokkrum ákæruliðum. 21.8.2007 16:22
Dauðadrukkin á grafarbakkanum Þýsk kona sem var á leið í kirkjugarðinn til að votta látnum ættingja virðingu sína fékk sér full mikið í aðra tána áður en hún lagði af stað. Að sögn lögreglu í Mitterteich í Þýskalandi missti hún stjórn á bíl sínum, þar sem hún keyrði á vegi sem liggur gegnum garðinn. Hún keyrði niður legsteina og grafhýsi áður en hún staðnæmdist í opinni gröf og komst ekki upp. 21.8.2007 16:22
Icelandair hlýtur samgönguverðlaun samgöngurráðuneytisins Icelandair Group hlaut samgönguverðlaun samgönguráðherra sem veitt voru í fyrsta sinn í dag. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá samgönguráðuneytinu hlýtur fyrirtækið og fyrirrennarar þess verðlaunin fyrir brautryðjendastarf og áratuga uppbyggingu á flugsamgöngum um Ísland og milli landa. 21.8.2007 16:10
Vilja einkaleyfi á orðið Þuklaraball Um næstu helgi verður haldin stórhátíð í Sauðfjársetinu í Sævangi á Ströndum með tilheyrandi hrútaþukli og landskeppni í ullarspuna. Um kvöldið verður svo þuklaraballið haldið í félagsheimilinu á Hólmavík. Arnar S. Jónsson framkvæmdastjóri Sauðfjársetursins segir að þar á bæ ætli menn að fá sér einkaleyfi á orðinu Þuklaraball svipað og gerst hefur með Húkkaraballið í Eyjum. 21.8.2007 16:10
Geimferjan á leið til jarðar Hreyflar geimflaugarinnar Endeavour voru ræstir fyrir stundu, fyrir heimferð hennar. Endeavour á að lenda á Kennedy geimstöðinni eftir fáar mínútur, eða klukkan 16:32 að íslenskum tíma. 21.8.2007 16:09
Hnefahögg við Grund Í dag var þingfest ákæra á hendur sautján ára gömlum dreng sem er gefið að sök að hafa slegið annan sextán ára hnefahöggum í andlit fyrir utan elliheimilið Grund í október á síðasta ári með þeim afleiðingum að hann hlaut brot á andlitsbeinum vinstra megin, heilahristing og höfuðverk . 21.8.2007 16:06
Kappakstur í kirkjugarði Tveir sautján ára piltar gerðu sér að leik að fara í nokkurs konar kappakstur í Gufuneskirkjugarði í gær. Lögreglu barst tilkynning um aðfinnsluvert aksturslag og fór á staðinn. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ökuþórarnir hafi í fyrstu verið hissa á afskiptum lögreglu, en þeir hafi skammast sín þegar þeim var gerð grein fyrir alvarleika málsins. 21.8.2007 16:03
Mörg dæmi um að ríkisstofnanir nýti ónýttar heimildir til skylduverkefna Fjármálaráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem svarað er gagnrýni Ríkisendurskoðunar vegna Grímseyjarferjumálsins í dag. Þar er bent á að mörg dæmi séu fyrir því að ríkisstofnanir nýti ónýttar heimildir sínar til að fjármagna kostnað vegna annarra lögbundinna verkefna þegar fyrir liggur lagaheimild til að stofna til kostnaðararins. 21.8.2007 15:53
Formleg leit hafin að þýsku ferðamönnunum Formleg leit er nú hafin að tveimur þýskum ferðamönnum sem saknað hefur verið eftir að þeir skiluðu sér ekki til Þýskalands með flugi sem þeir áttu bókað þann 17. ágúst sl. Er leitað í Skaftafelli til að byrja með. 21.8.2007 15:41
Félagsmálaráðherra skipar nýtt Jafnréttisráð Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur skipað níu manna Jafnréttisráð til næstu alþingiskosninga í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. 21.8.2007 15:29
Hyldýpisgjá milli kirkju og þjóðar virði Þjóðkirkjan ekki niðurstöðuna Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur í Akureyrarkirkju, fagnar niðurstöðu í könnun á afstöðu presta til heimildar til að staðfesta samvist samkynhneigðra. Hann segir gott að vilji presta sé kominn fram og segir að hyldýpisgjá myndist milli þjóðar og kirkju verði ekki farið eftir niðurstöðu könnunarinnar og prestum veitt þessi heimild. Formaður Prestafélagsins býst við að málið verði til lykta leitt á Kirkuþingi um miðjan október. 21.8.2007 15:11
Bláeygir farsælli en aðrir Augnlitur gæti ákvarðað afrek þín í lífinu. Þetta gefur ný bandarísk rannsókn til kynna. Hún sýnir að fólk með blá augu sé líklegra til að skara framúr í námi en þeir sem eru með brún. Þau séu gáfaðri og gangi betur í prófum. 21.8.2007 14:48
Nafn mannsins sem lést Maðurinn sem lést í flugslysinu í Kanada á laugardaginn hét Guðni Rúnar Kristinsson, til heimilis að Digranesheiði 2 í Kópavogi. Guðni var að verða 23ja ára, fæddur 29. september 1984. Hann var ókvæntur og barnlaus. 21.8.2007 14:44
Tveir þriðju presta vilja fá heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra Liðlega 65 prósent starfandi presta í Þjóðkirkjunni eru fylgjandi því að prestum innan kirkjunnar verði veitt heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra. Þetta kemur fram í viðhorfskönnun sem fyrirtækið Outcome gerði fyrir Biskupsstofu í júní og júlí. 21.8.2007 14:04
Styrkur Dean dvínar Fellibylurinn Dean ferðast nú yfir Yukatan skaga með ofsavindi og úrhellisrigningu. Bylurinn er að veikjast. Vindhraði er nú um 56 metrar á sekúndu og mælist stormurinn nú tveir á Saffir-Simpsons kvarða að sögn bandarísku fellibyljastofnunarinnar. 21.8.2007 13:59
Sjóránum fjölgar gríðarlega Fimm danskir sjómenn eru enn á valdi sjóræningja sem rændu skipinu Danica White undan austurströnd Sómalíu fyrsta júní síðastliðinn. Vitað er um 147 aðra sjómenn í höndum ræningja. Árásir sjóræningja eru orðnar svo tíðar að þær eru orðnar alheims vandamál. Árásunum fjölgar ár frá ári og sömuleiðis þeim sem sjóræningjar slasa eða drepa. 21.8.2007 13:15
Sjötugir öldungar skulda 40 milljónir í meðlög Þegar litið er á yfirlit yfir þá sem skulda meðlög hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga kemur í ljós að 31 einstaklingar sem orðnir eru sjötugir eða eldri skulda samtals tæplega 40 milljónir kr. Og þeir sem taka á móti meðlögum á þessum aldri eru 44 talsins. 21.8.2007 13:13
Kannt þú tölvunörda brandara ? Danir eru að velja sína bestu tölvunörda brandara. Hér er einn, úr blaðinu Computerworld. Tveir tölvunördar sátu saman á bjórkrá, að vinnu lokinni. "Veistu, í gærkvöldi hitti ég rosalega flotta blondínu á bar á Strikinu." "Og hvað gerðir þú ?" "Nú ég bauð henni heim. Við fengum okkur nokkra drykki og komumst í stuð. Svo allt í einu bað hún mig um að klæða sig úr öllum fötunum." 21.8.2007 13:09
Hamas biðja um olíu fyrir Gaza ströndina Leiðtogi Hamas samtakanna hefur beðið Evrópusambandið að byrja aftur að veita olíu til stærstu orkuveitu Gaza strandarinnar. Hann hefur lýst því yfir að alls ekki standi til að leggja á nýja skatta á sölu á rafmagni. Vegna olíuskorts hafa stór svæði á Gaza ströndinn verið án rafmgns undanfarna daga. 21.8.2007 13:00
Birtir ekki nöfn veitingahúsa sem ekki hafa lækkað verð Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir ekki standa til að birta nöfn þeirra veitingahúsa Neytendastofa gerði verðkönnun hjá í ágúst. Könnunin leiddi í ljós að aðeins 4 prósent veitingahúsa lækkuðu verð þegar virðisaukaskatturinn var lækkaður í vor. 21.8.2007 12:53
Segja súdönsk stjórnvöld ábyrg fyrir fjölda nauðgana og mannrána Mannréttindastofnun sameinuðu þjóðanna salaði í dag vígamenn sem eru hliðhollir stjórnvöldum í Súdan um að hafa rænt og nauðgan fjölda kvenna og stúlkna í Darfúr héraði. Í skýrslu sem stofnunin sendi frá sér í dag hvetur hún stjórnöld í Súdan til að rannsaka fullyrðingar um að vígamennirnir hafi í árás á þorp Fur ættbálksins síðastliðinn desember, rænt fimmtíu konum og stúlkum, haldið þeim í mánuð og nauðgað ítrekað. 21.8.2007 12:47
Alifuglakjöt orðið vinsælla en lambakjöt Alifuglakjöt, einkum kjúklingakjöt, er í fyrsta sinn í Íslandssögunni orðið vinsælla en lambakjötið, samkvæmt sölutölum síðustu tólf mánuðina. 21.8.2007 12:30
McDonalds vill opna fleiri veitingastaði í Evrópu Bandaríska skyndibitakeðjan McDonalds hyggst verja tæpum 72 milljörðum króna á þessu ári í uppbyggingu McDonalds veitingastaða í Evrópu. Stjórnendur keðjunnar eru bjartsýnir á að fjárfestingin skili sér þrátt fyrir minnkandi sölu í álfunni á undanförnum árum. 21.8.2007 12:22
Segir Vegagerð ekki hafa haft heimild til að kaupa ferju Ríkisendurrskoðun segir að það sé afar vafasamt að stofna til hundraða milljóna króna útgjalda í tengslum við Grímseyjarferju á grundvelli þeirrar sölu- og ráðstöfunarheimildar sem getið er í fjárlögum fyrir síðasta ár og þetta ár. Vísað er til þess að Sæfari, gamla Grímseyjarferjan, sé enn óseld. Með þessu mótmælir Ríkisendurskoðun orðum fjármálaráðherra sem sagði í fjölmiðlum í síðustu viku að heimild hefði verið til að kaupa nýja ferju. 21.8.2007 12:21
Björgunarsveitarmenn leita Þjóðverja í grennd við Skaftafell Björgunarsveitarmenn frá Höfn í Hornafirði eru að leggja af stað til leitar að Þjóðverjunum tveimur, sem saknað er, og verður leitað í grennd við Skaftafell til að byrja með. 21.8.2007 12:13
Harma niðurrif húsa á Laugavegi 4-6 Torfusamtökin harma að Skipulagsráð Reykjavíkur heimili niðurrif á tveimur elstu húsunum á Laugavegi 4-6 sem voru byggð í lok nítjándu aldar. Til stendur að rífa þau á næstu mánuðum. 21.8.2007 12:09
Íbúðalán hafa hækkað um 40 prósent á þremur árum Glitnir hækkaði vexti af nýjum íbúðalánum í morgun og hefur þá hækkað vexti af þess háttar lánum um fjörutíu prósent á tæpum þremur árum. 21.8.2007 12:06