Innlent

Fullur og án ökuréttinda á hjólagröfu

MYND/Hari

Karl á fimmtugsaldri var handtekinn í Súðarvogi í gær en sá ók hjólagröfu sem rakst í Elliðaárbrúna á mótum Sæbrautar og Reykjanesbrautar. Við það kvarnaðist lítilsháttar úr brúnni en brotin lentu á aðvífandi bíl sem rispaðist eitthvað.

Eftir því sem segir í frétt frá lögreglunni var reyndist ökumaðurinn, sem stakk af frá vettvangi, vera undir áhrifum áfengis og hafði þar að auki þegar verið sviptur ökuleyfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×