Innlent

Tugþúsundir í skólavörur

Barnmargar fjölskyldur greiða sumar hverjar tugi þúsunda fyrir skólavörurnar sem börnum þeirra er gert að kaupa fyrir veturinn. Langflestir grunnskólar landsins verða settir á morgun og venju samkvæmt eru allar skólavörubúðir troðfullar þessa síðustu daga fyrir skólasetningu.

Mjög misjafnt er hvaða vörur grunnskólanemendur þurfa að versla inn samkvæmt innkaupalistum og dæmi eru um að barnmargar fjölskyldur eyði tugum þúsunda króna í skólavörur. Við ákváðum að kanna málið. Fréttamaður keypti inn vörur fyrir þrjú grunnskólabörn sem eru á leið í þriðja, sjötta og áttunda bekk. Aðeins var keypt það sem beðið er um á innkaupalistum barnanna. Niðurstöðurnar eru sláandi.

Fyrir þriðja bekkinginnn voru keyptar skólavörur fyrir 6179 krónur, fyrir sjötta bekkinginn fyrir 8902 krónur og fyrir áttunda bekkinginn 10.962 krónur. Allt í allt kostuðu þessar vörur 26 þúsund og 43 krónur. Eins og fyrr segir voru eingöngu keyptar þær vörur sem beðið var um. Þá eiga sumir foreldrar eftir að kaupa skólatöskur, pennaveski, íþróttaföt, íþróttaskó og sundföt. Það er þvó ljóst að barnmargar fjölskyldur þurfa sumar hverjar að eyða tugum þúsunda króna í skólavörur fyrir börnin sín.

Það er ekki nóg með að foreldrar þurfi að versla þessar vörur inn, þeir sem ekki sýna fyrirhyggju og versla á vorin eða sumrin þurfa líka að bíða í löngum röðum við kassa áður í troðfullum búðunum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×