Innlent

Bíræfinn þjófur ók undir áhrifum lyfja

Karlmaður um fertugt var handtekinn í Kópavogi í gær. Í bíl hans fundust allmargir hlutir sem talið er að séu stolnir. Maðurinn stal einnig bíl í gær og tók úr honum ýmsa muni.

Þegar maðurinn náðist var hann kominn á sinn eigin bíl. Þessi bíræfni þjófur mun einnig þurfa að svara til saka fyrir að aka án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna.

Hálffertug kona var sömuleiðis handtekin á vettvangi í Kópavogi vegna aðildar sinnar að málinu en hún var jafnframt eftirlýst hjá lögreglu fyrir aðrar sakir, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×