Innlent

Danski pósturinn sparar 3 milljónir á 5 kílómetrum

Sighvatur Jónsson skrifar

Danski pósturinn hefur sparað 3 milljónir íslenskra króna í eldsneytiskostnað á einu ári með því að lækka hámarkshraða póstflutningabíla sinna. Hámarkshraði íslenskra póstbíla hefur ekki verið lækkaður en Íslandspóstur hefur umhverfisvætt hluta bílaflotans.

Verkefnið gengur út á að festa hámarkshraða allra stærri póstbíla í 85 kílómetra á klukkustund, en leyfilegur hámarkshraði sendibíla á dönsku hraðbrautunum er 90.

Á Íslandi eru stærri póstflutningabílar læstir á 90 kílómetra hraða á klukkustund. Íslandspóstur hefur umhverfisvætt hluta bílaflotans, og eru 10 prósent bílanna keyrðir á metangasi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×