Innlent

Deilan harðnar um Grímseyjarferju

Deila ríkisendurskoðanda og fjármálaráðherra vegna heimilda Vegagerðarinnar til kaupa og endurbyggingar á nýrri Grímseyjarferju harnaði í dag þegar báðir aðilar sendu frá sér yfirlýsingar og sökuðu hvorn annan um skilja ekki fjárlög né önnur lög.

Upphaf deilunnar má rekja til greinagerðar ríkisendurskoðanda um kaup og endurnýjun á Grímseyjarferju en í henni gagnrýndi Ríkisendurskoðun þá aðferð sem stjórnvöld notuðu við fjármögnun á kaupum og endurbótum á nýju ferjunni. Fjármálaráðherra vísaði gagnrýninni á bug í fjölmiðlum og sagði alvanalegt að van eða ónýttar heimildir séu nýttar til annara framkvæmda sem heimildar eru samkvæmt fjárlögum.

Í dag harnaði deilan svo þegar Ríkisendurskoðandi gaf frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir nauðsynlegt að taka það fram að í þeim heimildum sem fjármálaráðherra vísi til sé fjármálaráðherra heimilt : að selja Grímseujarferjuna m/S Sæfara og ráðstafa andvirðinu til kaupa eða leigu á annarri hentugri ferju" Ríkisendurskoðandi bendir á að ekki sé enn búið að selja M/s Sæfara og því sé ekki heimild í fjárlögum til að eyða andvirði hans. Þá segir Ríkisendurskoðun það afar vafasamt að stofna til hundruða milljóna króna útgjaldsa á grundvelli þessarar sölu og ráðstöfunarheimilar.

Skömmu eftir yfirlýsing ríkisendurskoðanda barst fjölmiðlum sendi fjármálaráðherra frá sér yfirlýsingu vegna hennar. Þar segir hann það augljóslega rökrétta röð framkvæmda að fyrst skuli eðlileg þjónusta tryggð áður en tekin er ákvörðun um breytingar svo sem sölu sem notuð hefur verið til þjónustunnar. Í klausunni sem ríkisendurskoðandi vitnar í felist einmitt heimild til að tryggja áframhaldandi þjónustu, það er kaupa nýja Grímseyjarferju áður en sú gamla er seld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×