Innlent

Icelandair hlýtur samgönguverðlaun samgöngurráðuneytisins

Icelandair Group hlaut samgönguverðlaun samgönguráðherra sem veitt voru í fyrsta sinn í dag. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá samgönguráðuneytinu hlýtur fyrirtækið og fyrirrennarar þess verðlaunin fyrir brautryðjendastarf og áratuga uppbyggingu á flugsamgöngum um Ísland og milli landa.

Það var Sturla Böðvarsson, fyrrverandi samgönguráðherra, sem stofnaði til verðlaunanna en þau verða árlega veitt einstaklingi, félagi eða fyrirtæki sem þykir hafa skarað framúr eða lagt fram verðmætan skerf til samgöngumála þjóðarinnar.

Starfshópur undir forystu Ingimundar Sigurpálssonar lagði mat á tillögur sem bárust ráðuneytinu og voru verðlaunin svo veitt á athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×