Innlent

Réttur lóðaleigjenda í frístundabyggðum verði aukinn

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda.
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda.

Talsmaður neytenda vill að leigjendur lóða í skipulögðum frístundabyggðum fái forgangsrétt til áframhaldandi leigu undir frístundahús sitt tryggðan með lögum. Þá vill hann að sett verði ákvæði um gerðardóm ef ágreiningur rís um endurskoðun leigufjárhæðar eða forleigurétt.

Drög að lagafrumvarpi um réttindi og skyldur eigenda og leigjenda lóða í skipulagðri frístundabyggð liggja fyrir. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, hefur skilað inn umsögn um frumvarpið. Hann segir að ekki sé tekið nægjanlegt tillit til hagsmuna og réttinda lóðarleigutaka. Hann leggur til ýmsar úrbætur. Svo sem að leigutaki fái forleigurétt við lok leigutíma. Hann vill einnig að gerðadómur verði skipaður sem geti farið með ágreining um leigufjárhæð og eftir atvikum um forleigurétt. Að öðrum kosti geti leigutaki staðið frammi fyrir afarkostum. Til dæmis mikilli hækkun leigu, tilboði um lóðarkaup gegn mjög háu verði eða kröfu um brottflutning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×