Innlent

18 ára afbrotaunglingur í héraðsdómi

Andri Ólafsson skrifar
Ákærði hefur áður komist í kast við lögin.
Ákærði hefur áður komist í kast við lögin. MYND/Ingólfur

Í dag voru þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur 17 ákærur á hendur 18 ára reykvískum afbrotaunglingi. Ákærða, sem er fæddur 1989, er gefið að sök ýmis afbrot, svo sem þjófnað, fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot. Flest brotanna játaði drengurinn að hafa framið, en hann neitaði sök í nokkrum ákæruliðum.

Hin meinta afbrotahrina drengsins hófst þann 10. október á síðasta ári. Þá er honum gefið að sök að hafa farið inn í íbúðarhúsnæði í Seljahverfinu og stolið þaðan verðmætum. Drengurinn virðist svo vera í stöðugum afbrotum allt til 3. júlí þegar drengnum er gefið að sök að hafa brotist inn í iðnaðarhúsnæði í Mosfellsbæ og stolið fjórum mótorhjólum, mótorhjólafatnaði, sjónvarpi og fartölvu.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem drengurinn kemst í kast við lögin þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur áður verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Hann var einnig ákærður fyrir aðild sína að mannráni í septemer 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×