Innlent

Skipulagstillögum á Nónhæð hafnað

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Skipulagsnefnd Kópavogsbæjar hafnaði á fundi sínum síðdegis í dag skipulagstillögum á Nónhæð og Arnarsmára 32. Ákvörðunin tekur til allra þriggja skipulagsstiga. Nefndinni barst athugasemdir vegna tillagnanna og var samþykkt að fela bæjarskipulagi að yfirfara þær.

Tillögurnar fólu í sér að byggð yrðu háhýsi á svæðinu, sem myndu verða allt að 12-14 hæðir. Íbúar mótmæltu þessum plönum og vildu að þarna yrði útivistar- og þjónustusvæði




Fleiri fréttir

Sjá meira


×