Innlent

Harma niðurrif húsa á Laugavegi 4-6

Torfusamtökin harma að Skipulagsráð Reykjavíkur heimili niðurrif á tveimur elstu húsunum á Laugavegi 4-6 sem voru byggð í lok nítjándu aldar. Til stendur að rífa þau á næstu mánuðum.



Stjórn Torfusamtakanna gagnrýnir Skipulagsráð Reykjavíkur fyrir að heimila niðurrif á húsunum við Laugaveg 4-6. Þá hefur skipulagsráð samþykkt nýbyggingu sem samtökin telja ekki samræmast mælikvarða og götumynd laugavegar vegna hæðar og umfangs.

Snorri Freyr Hilmarsson formaður Torfusamtakanna segir nýju bygginguna sem komi í staðinn óheppilegt fordæmi fyrir þróun Laugavegarins. Hún passi ekki inn götumyndina þar sem enn megi sjá einkenni 19.aldar.



Torfusamtökin vilja lyfta gömlu húsunum um eina hæð og bæta undir þau verslunarrými eins og gert hefur verið með nokkur eldri hús á laugaveginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×