Fleiri fréttir Persónupplýsingum stolið Persónuupplýsingum hundruða þúsunda manna var stolið, þegar tölvuþrjótar svindluðu sér leið inn í gagnabanka atvinnumiðlunarsíðunnar Monster.com. Þrjótarnir notuðu svokallaðan trójuhest til að stela aðgangsorðum að starfsmannaleitarsvæði síðunnar. Þar stálu þeir nöfnum, netföngum, heimilisföngum og símanúmerum. 21.8.2007 11:07 Metár í meðlagsgreiðslum Árið í fyrra var metár hvað varðar innheimtu á meðlagsgreiðslum hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga. Alls innheimtust 83,5% af meðlagsgreiðslum hjá stofnuninni. Hilmar Björgvinsson forstjóri stofnunarinnar segir að skýringu á þessu megi að hluta til rekja til þess að efnahagsástandið hefur verið mjög gott undanfarin ár. 21.8.2007 10:55 Kafarar finna fórnarlamb brúarslyss Lík þess síðasta sem saknað var eftir brúarslysið í Minneapolis í Bandaríkjunum í byrjun ágústmánaðar fannst á botni Mississippi fljótsins í gær. Alls létust því þrettán manns í slysinu. Það voru kafarar sem fundu lík mannsins. 21.8.2007 10:53 Rangt hús, rangt rúm og röng kona Konu í Froland í Noregi brá í brún þegar hún vaknaði í morgun og sá ókunnan mann við hliðina á sér í rúminu. Hún hringdi þegar í lögregluna sem sendi menn á staðinn. Erfiðlega gekk að vekja hinn ókunna mann. Það tókst þó um síðir og kom í ljós að hann hafði ekki haft neitt illt í hyggju. 21.8.2007 10:40 Sterling í samkeppni við SAS um farþega úr viðskiptalífinu Norræna flugfélagið Sterling, sem er í eigu íslenskra aðila, íhugar nú að fjölga flugleiðum sínum með það að markmiði að ná betur til viðskiptavina í viðskiptalífinu. 21.8.2007 10:27 Blind kona slær holu í höggi Bandarísk kona, sem hefur verið blind í aldarfjórðung, gerði sér lítið fyrir og sló holu í höggi á golfvelli í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum fyrir skemmstu. Konan sló golfkúluna meira en 131 metra áður en hún féll beint ofan í holuna. 21.8.2007 10:19 Víkingaaldarperla finnst undir öskuhaugnum á Hólum Fornleifafræðingar þeir sem unnið hafa við uppgröft og rannsóknir á Hólum í Hjaltadal hafa fundið skála frá 10du öld undir öskuhaugnum á staðnum. "Þetta er einstakt hús að okkar mati, eiginlega hrein víkingaaldarperla," segir Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur sem stjórnað hefur rannsóknum á Hólum í sumar. 21.8.2007 10:08 Rússar vara Tékka við að samþykkja eldflaugavarnarkerfi Rússar vöruðu tékknesk stjórnvöld við því í morgun að heimila Bandaríkjamönnum að setja upp hluta af eldflaugavarnarkerfi sínu í landinu. Haft er eftir yfirmanni rússneska herráðsins að með því væru Tékkar að gera mikil mistök. 21.8.2007 09:48 Réttað yfir fimmtán fyrrum samstarfsmönnum Saddams Réttarhöld yfir fimmtán fyrrum meðlimum ríkisstjórnar Saddam Husseins hefjast í Bagdad í Írak í dag. Mennirnir eru ákærðir fyrir aðild að fjöldamorðum sem áttu sér stað þegar Sjíta múslimar í suðurhluta Íraks gerðu uppreisn árið 1991. Meðal þeirra sem fara fyrir dóminn er Ali Hassan al-Majeed, frændi Saddams, en hann hefur nú þegar verið dæmdur til dauða fyrir voðaverk unnin gegn Kúrdum árið 1988. 21.8.2007 09:17 Endeavour snýr aftur til jarðar Bandaríska geimferjan Endeavour snýr aftur til jarðar í dag en heimför ferjunnar var flýtt um sólarhring vegna fellibylsins Dean. Áætlað er að ferjan lendi við Kennedy geimferðarmiðstöðina á Flórídaskaga um klukkan hálf fimm í dag að íslenskum tíma. 21.8.2007 08:32 Yfir 200 láta lífið í flóðum í Norður-Kóreu Að minnsta kosti 221 hefur látið lífið og 80 er saknað í miklum flóðum sem nú geysa í Norður-Kóreu að sögn alþjóðlegra hjálparsamtaka. Talið er að um 300 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín og fjöldi húsa hafi skemmst. 21.8.2007 08:27 Hlutfall fagmenntaðra 99% í grunnskólum á Akureyri. Vel gekk að manna grunnskólana á Akureyri í ár. Enn er þó óráðið í 1-2 stöður vegna forfalla. Í fréttatilkynningu frá Akureyrarbæ kemur fram að hlutfall fagmenntaðra starfsmanna sé 99% og að mikill stöðugleiki hafi einkennt starfsmannahaldið undanfarin ár. 20.8.2007 23:02 Íslendingar skoða kaup á Newcastle Innan skamms gætu tvö ensk úrvalsdeildarlið orðið í eigu Íslendinga. Íslenskir fjárfestar eiga nú í viðræðum við forsvarsmenn Newcastle um hugsanleg kaup á liðinu, sem er eitt það allra stærsta í enska boltanum. Ísland í dag ræddi við Guðna Bergsson, sem spilaði í úrvalsdeildinni í mörg ár. 20.8.2007 20:21 Afborganir lána hækka Mörg íslensk heimili munu finna verulega fyrir því um næstu mánaðamót, hversu hratt gengi krónunnar hefur veikst síðasta mánuðinn. 60 þúsund króna afborgun af 10 milljón króna myntkörfuláni með íbúðaveði um síðustu mánaðamót er orðin 70 þúsund króna afborgun. Gengi dollarsins hefur hækkað úr 59 krónum í 69 krónur frá 20 júlí. 20.8.2007 20:16 Vísað úr landi og skilur soninn eftir Mexíkósk kona, sem hafði búið ólöglega í Bandaríkjunum í tíu ár og eignast þar son var vísað úr landi í gær, án sonarins. Elvira Arellano var handtekin í miðborg Los Angeles á sunnudaginn. Það átti að vísa henni úr landi þann fimmtánda ágúst í fyrra, en hún stakk af og hefur síðan þá haldið til í kirkju í Chicago ásamt átta ára syni sínum. 20.8.2007 20:14 Ekki líklegt að knapinn yrði sakfelldur Dýralæknafélag Íslands lýsir yfir furðu og hneykslan á því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi ákveðið að ákæra ekki í máli hestamanns sem margsinnis misþyrmdi hesti sínum í apríl síðastliðnum. Lögreglan taldi ekki líklegt að knapinn yrði sakfelldur fyrir barsmíðarnar. 20.8.2007 19:14 Hreyfillinn sprakk Engan sakaði þegar hreyfill Boeing flugvélar tævanska flugfélagsins China Airlines sprakk í loft upp á flugvellinum á Okinawa í morgun. Farþegar komust við illan leik frá borði en vélin varð alelda og brotnaði í tvennt. 20.8.2007 19:06 Lögum um dóma yfir níðingum breytt Frakkar eru harmi slegnir eftir að dæmdur barnaníðingur beitti fimm ára dreng ofbeldi tæpum mánuði eftir að hann losnaði úr fangelsi. Geðlæknar höfðu varað við því að sleppa manninum. Frakklandsforseti vill breyta lögum þannig að níðingar sleppi ekki eftir afpánun nema að vel athugðu máli. 20.8.2007 19:04 Bíða eftir flugi frá Júkatan-skaga Tíu Íslendingar bíða milli vonar og ótta um hvort þeir nái flugi frá Júkatan skaga nú þegar fellibylurinn Dean stefnir hraðbyri á Mexíkó. Íslendingarnir fóru frá Cancun í gær þar sem búist er við miklum veðurofsa. Óttast er að bylurinn nái mesta styrk áður en hann skellur á Mexíkó á næstu klukkustundum. 20.8.2007 18:58 Hjólreiðamenn munaðarlausir í umferðinni Mörgum ökumönnum finnst hjólreiðamenn á þjóðvegum landsins vera til trafala, tefja umferð og vera hvimleiður fylgifiskur sumarsins. Umferðarstofa segir aðstöðuleysi leiða til þess að hjólreiðamenn verði eins og munaðarlausir í umferðinni. Margir erlendir ferðamenn telja hálendisvegi hér frábæra til hjólreiða vegna einstakrar náttúrufegurðar. 20.8.2007 18:53 Virðisaukaskatturinn drýgstur Fjögurhundruð tuttugu og tveir milljarðar króna runnu í ríkissjóð á síðasta ári - næstum sama upphæð og árið áður. Virðisaukaskatturinn er drýgstur og gæti einn staðið undir heilbrigðiskerfinu, háskólum og framhaldsskólum. Og meiru til. 20.8.2007 18:45 Verðmætara að passa fé en börn Það er skelfilegt að þjóðfélagið meti það til hærri launa að passa peninga en börn, segir Beata Tarasuik, sem ákvað nýverið að segja upp, eftir níu ára starf á leikskóla. Hún hefur fengið starf sem gjaldkeri hjá Glitni og snarhækkar við það í launum. 20.8.2007 18:45 Læknalaust víða á landinu vegna manneklu Erfitt hefur reynst að manna sumarafleysingar lækna í Rangárvallasýslu í sumar og hefur einungis einn læknir verið starfandi á Hvolsvelli á tímum í sumar. Á Hellu hefur verið læknalaust stóran part sumars þegar tugir þúsundir ferðamanna bætast við íbúafjölda í héraðinu. Landlæknir segir ástandið endurspegla stöðuna víða á landinu. 20.8.2007 18:39 Má aðeins vísa grunnskólanemum úr skóla fyrir fíkniefnasölu Óheimilt verður að vísa nemanda úr skóla fyrir alvarleg agabrot nema annað skólaúrræði sé tryggt fyrir hann samkvæmt nýjum verkferlum sem menntaráð Reykjavíkur samþykkti í dag. Gera má undantekningu ef nemandi hefur orðið uppvís að fíkniefnasölu en þá má vísa nemanda úr skóla á meðan lögregla og Barnavernd rannsaka málið. 20.8.2007 17:05 Annríki hjá björgunarsveitum um helgina Nýliðin helgi var annasöm hjá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Meðal verkefna björgunarsveitanna voru útkall í Víta við Öskju þar sem kona lenti í skriðu. Útkall var vegna bíls sem festistí Tungnaá. Slasaður hestamaður var sóttur að Ábæ í Skagafirði og vélarvana bátur var dreginn til hafnar í Grindavík. 20.8.2007 17:00 Felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurði Hæstiréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur mönnum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi frá lokum júnímánaðar vegna gruns um nokkur brot. 20.8.2007 16:56 Ekkert vitað um afdrif þess sem slasaðist í Vancouver Ekkert er vitað um líðan eða afdrif mannsins sem slasaðist í flugslysinu í Vancouver. Þetta er bara hörmulegt slys sem verið er að rannsaka, segir Páll Egill Winkel, aðstoðarríkislögreglustjóri. Hann segir að nafni mannsins sem lést verði ekki uppljóstrað strax. 20.8.2007 16:37 Besti grillmánuður frá því sögur hófust "Nýliðinn júlímánuður var líklega einn besti grillmánuður frá því að sögur hófust. Bera sölutölur á kjöti þess skýrt vitni, en kjötsala var 15,7% meiri í júlí í ár en í sama mánuði í fyrra." segir í frétt á heimasíðu Landssambands kúabænda. Jafnframt fylgir sögunni að þau tíðindi hafi gerst í kjötsölu liðinna 12 mánaða að alifuglakjöt hefur velt lambakjöti úr 1. sæti hvað sölu varðar. 20.8.2007 16:36 Enn vantar 38 kennara í grunnskóla borgarinnar Kennara vantar enn þá í 21 grunnskóla af 39 í Reykjavík nú þegar tveir dagar eru þar til kennsla hefst. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá menntasviði Reykjavíkurborgar hefur gengið vel að ráða kennara til starfa undanfarna 10 daga og er búið að ráða í rúm 97 prósent stöðugilda kennara í grunnskólunum. 20.8.2007 16:31 Stóðlífsfyrirtæki velta milljörðum Makaskipti eru orðin milljarða króna iðnaður í Bandaríkjunum. Ekki er óalgengt að þeir sem stunda makaskipti borgi hundruð þúsunda króna á ári fyrir að fá til þess aðstöðu. Hún fæst meðal annars fyrir milligöngu fyrirtækja sem skipuleggja stóðlífsuppákomur á klúbbum og hótelum víðsvegar um landið. Með því að sækja þessar uppákomur getur fólk verið visst um að hitta nýja bólfélaga í tryggu umhverfi. 20.8.2007 16:27 Ásatrúarfélagið fær aðra lóð í Öskjuhlíð Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður Skipulagsráðs borgarinnar segir að Ásatrúarfélagið muni fá aðra lóð undir hof sitt á svipuðum stað og þeim hafði verið úthlutað í Öskjuhlíðinni. Vísir greindi frá því í morgun að Ásatrúarfélagið gæti ekki nýtt þá lóð sem þeir fengu í fyrra þar sem hún liggur beint í öryggisaðflugsstefnu á Reykjavíkurflugvöll. 20.8.2007 16:07 Hestaníðingur ekki ákærður fyrir barsmíðar Dýralæknafélag Íslands lýsir furðu sinni og undrun á þeirri ákvörðun lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að ákæra ekki mann fyrir að slá hest ítrekað í haus og kvið með svipu. Athæfið náðist á myndband og var sýnt í fréttaskýringarþættinum Kompási í lok apríl. 20.8.2007 15:58 Hálshöggvinn opinberlega Átján ára gamall maður var hálshögvinn í Saudi-Arabíu fyrir að hafa ráðið fósturmóður sinni bana fyrir einhverjum árum. í Saudi-Arabíu teljast menn fullorðnir við 18 ára aldur. Ef þeir eru yngri þegar þeir fremja afbrot sem varðar dauðadóm, eru þeir geymdir í fangelsi þartil aldrinum er náð. Meðal dauðasynda í landinu eru morð, nauðganir og vopnuð rán. 20.8.2007 15:43 Lúkasarmálið smitandi Hundavinir í Køge í Danmörku hafa lofað 200 þúsund íslenskum krónum í verðlaun fyrir upplýsingar um hrottalegt hundsdráp fyrir helgi.Talið er að hundurinn, sem gegndi kallinu Arkibal, hafi verið stunginn margsinnis með skjúfjárni eða hníf. Hann fannst dauður við Rishøjhallerne i Køge á föstudagsmorgun, eftir því sem fram kemur í Jyllands-Posten. 20.8.2007 15:41 Ný tungumál væntanleg Stóra tölvuorðabókin er í stöðugum vexti og brátt bætast í hana fjögur tungumál. „Það er verið að gefa út nokkur ný tungumál í haust, það er rússnesku, ungversku, pólsku og japönsku. Við komum hins vegar ekki til með að setja þau inn á heimasíðuna okkar, www.fastpro.is, vegna þess hve fáir nota þau. Þau verður hins vegar hægt að nálgast hjá okkur,“ segir Gunnar Þór Jakobsson. 20.8.2007 15:30 Risastytta af Rocky í smábæ í Serbíu Bæjaryfirvöld í smábæ í Norður-Serbíu hafa reist ríflega þriggja metra háa styttu af kvikmyndahetjunni Rocky Balboa í bænum í þeirri von að lífga upp á bæinn og auka hróður hans. 20.8.2007 15:05 Stólar sem skipta litum Japanskir vísindamenn hafa hannað stóla sem skipta litum. Stólar og borð af gerðinni Fuwapica sem skipta litum eins og kamelljón vöktu nokkra athygli á SIGGRAPH sýningunni í San Diego í Bandaríkjunum. Sýningin er haldin árlega í mismunandi borgum en þar er til sýnis ýmislegt sem tengist tölvugrafík. 20.8.2007 14:45 Bandarískir þingmenn kynna sér orkumál hér á landi Geir H. Haarde forsætisáðherra fundaði í morgun með sendinefnd frá bandarísku fulltrúadeildinnini í Tjarnargötu. Eftir því sem fram kemur á vef forsætisráðuneytisins var um að ræða þingmenn sem eiga sæti í undirnefnd fjárlaganefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem fjallar um orku- og auðlindamál. 20.8.2007 14:35 Grunnskólabörn komin í umferðina Grunnskólanemendur hefja nám í þessari viku. Þá þyngist umferðin og ungir krakkar verða áberandi á meðal vegfarenda. Slysavarnafélagið Landsbjörg vill því brýna fyrir fólki að huga að öryggi barna á leið í skóla. Sérstaklega þeirra sem yngri eru. Landsbjörg hefur tekið saman leiðbeiningar fyrir foreldra um hvað hafa ber í huga varðandi ferðir barna til og frá skóla. 20.8.2007 14:29 Kæru Landverndar vegna vatnslagnar í Heiðmörk vísað frá Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur vísað frá kæru Landverndar í tengslum við útgáfu framkvæmdaleyfa vegna framkvæmda við vatnslögn um Heiðmörk. Kærunni er vísað frá á þeim grundvelli að Landvernd eigi ekki lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu. 20.8.2007 14:02 Slasaðist við jarðboranir Karlmaður var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri á sjöunda tímanum í morgun eftir vinnuslys við Þeystareykjur. Hópur á vegum Jarðborana vinnur við borholur á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Húsavík var maðurinn að taka upp borkrónu þegar slysið varð. Talið er að maðurinn hafi lærbrotnað í slysinu. 20.8.2007 13:42 Næsta....úr tuskunum Einfættur sjötíu og átta barna faðir í Sameinuðu furstadæmunum er nú að leita sér að tveim nýjum konum til þess að geta haldið áfram barneignum. Hann ætlar að vera búinn að eignast 100 börn árið 2015. Naglinn heitir Abdul Rahman og er sextugur. Hann á þrjár eiginkonur eins og er. Tvær þeirra eru ófrískar. Abdul hefur eignast börnin 78 með fimmtán eiginkonum. 20.8.2007 13:35 Munum kanna sannleiksgildi frásagnar konunnar Jóhann Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að embættið muni nú kanna sannleiksgildi sögu konunnar sem segir að sér hafi verið smyglað til landsins með fraktflugvél. „Ef sagan á við rök að styðjast er hér um mjög alvarlegt mál að ræða,“ segir Jóhann. 20.8.2007 13:15 Sjíaklerkur boðar frið í Írak Íraski sjía klerkurinn Moqtada al-Sadr segir að hann muni fagna virkari þáttöku Sameinuðu þjóðanna í Írak, ef samtökin vilji hjálpa Írökum að endurbyggja landið. Í viðtali við breska blaðið Independent segir klerkurinn að Sameinuðu þjóðirnar megi ekki verða annað andlit bandaríska hernámsins á landinu. 20.8.2007 13:15 Afplánaði stuttan dóm á Litla-Hrauni Tuttugu og tveggja ára karlmaður, sem fannst látinn í klefa sínum í fangelsinu að Litla-Hrauni í fyrrinótt, svipti sig lífi. Þetta staðfestir Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, við Vísi. Hann segir manninn hafa verið nýkominn inn og hafa átt að afplána stuttan dóm. 20.8.2007 12:53 Sjá næstu 50 fréttir
Persónupplýsingum stolið Persónuupplýsingum hundruða þúsunda manna var stolið, þegar tölvuþrjótar svindluðu sér leið inn í gagnabanka atvinnumiðlunarsíðunnar Monster.com. Þrjótarnir notuðu svokallaðan trójuhest til að stela aðgangsorðum að starfsmannaleitarsvæði síðunnar. Þar stálu þeir nöfnum, netföngum, heimilisföngum og símanúmerum. 21.8.2007 11:07
Metár í meðlagsgreiðslum Árið í fyrra var metár hvað varðar innheimtu á meðlagsgreiðslum hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga. Alls innheimtust 83,5% af meðlagsgreiðslum hjá stofnuninni. Hilmar Björgvinsson forstjóri stofnunarinnar segir að skýringu á þessu megi að hluta til rekja til þess að efnahagsástandið hefur verið mjög gott undanfarin ár. 21.8.2007 10:55
Kafarar finna fórnarlamb brúarslyss Lík þess síðasta sem saknað var eftir brúarslysið í Minneapolis í Bandaríkjunum í byrjun ágústmánaðar fannst á botni Mississippi fljótsins í gær. Alls létust því þrettán manns í slysinu. Það voru kafarar sem fundu lík mannsins. 21.8.2007 10:53
Rangt hús, rangt rúm og röng kona Konu í Froland í Noregi brá í brún þegar hún vaknaði í morgun og sá ókunnan mann við hliðina á sér í rúminu. Hún hringdi þegar í lögregluna sem sendi menn á staðinn. Erfiðlega gekk að vekja hinn ókunna mann. Það tókst þó um síðir og kom í ljós að hann hafði ekki haft neitt illt í hyggju. 21.8.2007 10:40
Sterling í samkeppni við SAS um farþega úr viðskiptalífinu Norræna flugfélagið Sterling, sem er í eigu íslenskra aðila, íhugar nú að fjölga flugleiðum sínum með það að markmiði að ná betur til viðskiptavina í viðskiptalífinu. 21.8.2007 10:27
Blind kona slær holu í höggi Bandarísk kona, sem hefur verið blind í aldarfjórðung, gerði sér lítið fyrir og sló holu í höggi á golfvelli í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum fyrir skemmstu. Konan sló golfkúluna meira en 131 metra áður en hún féll beint ofan í holuna. 21.8.2007 10:19
Víkingaaldarperla finnst undir öskuhaugnum á Hólum Fornleifafræðingar þeir sem unnið hafa við uppgröft og rannsóknir á Hólum í Hjaltadal hafa fundið skála frá 10du öld undir öskuhaugnum á staðnum. "Þetta er einstakt hús að okkar mati, eiginlega hrein víkingaaldarperla," segir Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur sem stjórnað hefur rannsóknum á Hólum í sumar. 21.8.2007 10:08
Rússar vara Tékka við að samþykkja eldflaugavarnarkerfi Rússar vöruðu tékknesk stjórnvöld við því í morgun að heimila Bandaríkjamönnum að setja upp hluta af eldflaugavarnarkerfi sínu í landinu. Haft er eftir yfirmanni rússneska herráðsins að með því væru Tékkar að gera mikil mistök. 21.8.2007 09:48
Réttað yfir fimmtán fyrrum samstarfsmönnum Saddams Réttarhöld yfir fimmtán fyrrum meðlimum ríkisstjórnar Saddam Husseins hefjast í Bagdad í Írak í dag. Mennirnir eru ákærðir fyrir aðild að fjöldamorðum sem áttu sér stað þegar Sjíta múslimar í suðurhluta Íraks gerðu uppreisn árið 1991. Meðal þeirra sem fara fyrir dóminn er Ali Hassan al-Majeed, frændi Saddams, en hann hefur nú þegar verið dæmdur til dauða fyrir voðaverk unnin gegn Kúrdum árið 1988. 21.8.2007 09:17
Endeavour snýr aftur til jarðar Bandaríska geimferjan Endeavour snýr aftur til jarðar í dag en heimför ferjunnar var flýtt um sólarhring vegna fellibylsins Dean. Áætlað er að ferjan lendi við Kennedy geimferðarmiðstöðina á Flórídaskaga um klukkan hálf fimm í dag að íslenskum tíma. 21.8.2007 08:32
Yfir 200 láta lífið í flóðum í Norður-Kóreu Að minnsta kosti 221 hefur látið lífið og 80 er saknað í miklum flóðum sem nú geysa í Norður-Kóreu að sögn alþjóðlegra hjálparsamtaka. Talið er að um 300 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín og fjöldi húsa hafi skemmst. 21.8.2007 08:27
Hlutfall fagmenntaðra 99% í grunnskólum á Akureyri. Vel gekk að manna grunnskólana á Akureyri í ár. Enn er þó óráðið í 1-2 stöður vegna forfalla. Í fréttatilkynningu frá Akureyrarbæ kemur fram að hlutfall fagmenntaðra starfsmanna sé 99% og að mikill stöðugleiki hafi einkennt starfsmannahaldið undanfarin ár. 20.8.2007 23:02
Íslendingar skoða kaup á Newcastle Innan skamms gætu tvö ensk úrvalsdeildarlið orðið í eigu Íslendinga. Íslenskir fjárfestar eiga nú í viðræðum við forsvarsmenn Newcastle um hugsanleg kaup á liðinu, sem er eitt það allra stærsta í enska boltanum. Ísland í dag ræddi við Guðna Bergsson, sem spilaði í úrvalsdeildinni í mörg ár. 20.8.2007 20:21
Afborganir lána hækka Mörg íslensk heimili munu finna verulega fyrir því um næstu mánaðamót, hversu hratt gengi krónunnar hefur veikst síðasta mánuðinn. 60 þúsund króna afborgun af 10 milljón króna myntkörfuláni með íbúðaveði um síðustu mánaðamót er orðin 70 þúsund króna afborgun. Gengi dollarsins hefur hækkað úr 59 krónum í 69 krónur frá 20 júlí. 20.8.2007 20:16
Vísað úr landi og skilur soninn eftir Mexíkósk kona, sem hafði búið ólöglega í Bandaríkjunum í tíu ár og eignast þar son var vísað úr landi í gær, án sonarins. Elvira Arellano var handtekin í miðborg Los Angeles á sunnudaginn. Það átti að vísa henni úr landi þann fimmtánda ágúst í fyrra, en hún stakk af og hefur síðan þá haldið til í kirkju í Chicago ásamt átta ára syni sínum. 20.8.2007 20:14
Ekki líklegt að knapinn yrði sakfelldur Dýralæknafélag Íslands lýsir yfir furðu og hneykslan á því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi ákveðið að ákæra ekki í máli hestamanns sem margsinnis misþyrmdi hesti sínum í apríl síðastliðnum. Lögreglan taldi ekki líklegt að knapinn yrði sakfelldur fyrir barsmíðarnar. 20.8.2007 19:14
Hreyfillinn sprakk Engan sakaði þegar hreyfill Boeing flugvélar tævanska flugfélagsins China Airlines sprakk í loft upp á flugvellinum á Okinawa í morgun. Farþegar komust við illan leik frá borði en vélin varð alelda og brotnaði í tvennt. 20.8.2007 19:06
Lögum um dóma yfir níðingum breytt Frakkar eru harmi slegnir eftir að dæmdur barnaníðingur beitti fimm ára dreng ofbeldi tæpum mánuði eftir að hann losnaði úr fangelsi. Geðlæknar höfðu varað við því að sleppa manninum. Frakklandsforseti vill breyta lögum þannig að níðingar sleppi ekki eftir afpánun nema að vel athugðu máli. 20.8.2007 19:04
Bíða eftir flugi frá Júkatan-skaga Tíu Íslendingar bíða milli vonar og ótta um hvort þeir nái flugi frá Júkatan skaga nú þegar fellibylurinn Dean stefnir hraðbyri á Mexíkó. Íslendingarnir fóru frá Cancun í gær þar sem búist er við miklum veðurofsa. Óttast er að bylurinn nái mesta styrk áður en hann skellur á Mexíkó á næstu klukkustundum. 20.8.2007 18:58
Hjólreiðamenn munaðarlausir í umferðinni Mörgum ökumönnum finnst hjólreiðamenn á þjóðvegum landsins vera til trafala, tefja umferð og vera hvimleiður fylgifiskur sumarsins. Umferðarstofa segir aðstöðuleysi leiða til þess að hjólreiðamenn verði eins og munaðarlausir í umferðinni. Margir erlendir ferðamenn telja hálendisvegi hér frábæra til hjólreiða vegna einstakrar náttúrufegurðar. 20.8.2007 18:53
Virðisaukaskatturinn drýgstur Fjögurhundruð tuttugu og tveir milljarðar króna runnu í ríkissjóð á síðasta ári - næstum sama upphæð og árið áður. Virðisaukaskatturinn er drýgstur og gæti einn staðið undir heilbrigðiskerfinu, háskólum og framhaldsskólum. Og meiru til. 20.8.2007 18:45
Verðmætara að passa fé en börn Það er skelfilegt að þjóðfélagið meti það til hærri launa að passa peninga en börn, segir Beata Tarasuik, sem ákvað nýverið að segja upp, eftir níu ára starf á leikskóla. Hún hefur fengið starf sem gjaldkeri hjá Glitni og snarhækkar við það í launum. 20.8.2007 18:45
Læknalaust víða á landinu vegna manneklu Erfitt hefur reynst að manna sumarafleysingar lækna í Rangárvallasýslu í sumar og hefur einungis einn læknir verið starfandi á Hvolsvelli á tímum í sumar. Á Hellu hefur verið læknalaust stóran part sumars þegar tugir þúsundir ferðamanna bætast við íbúafjölda í héraðinu. Landlæknir segir ástandið endurspegla stöðuna víða á landinu. 20.8.2007 18:39
Má aðeins vísa grunnskólanemum úr skóla fyrir fíkniefnasölu Óheimilt verður að vísa nemanda úr skóla fyrir alvarleg agabrot nema annað skólaúrræði sé tryggt fyrir hann samkvæmt nýjum verkferlum sem menntaráð Reykjavíkur samþykkti í dag. Gera má undantekningu ef nemandi hefur orðið uppvís að fíkniefnasölu en þá má vísa nemanda úr skóla á meðan lögregla og Barnavernd rannsaka málið. 20.8.2007 17:05
Annríki hjá björgunarsveitum um helgina Nýliðin helgi var annasöm hjá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Meðal verkefna björgunarsveitanna voru útkall í Víta við Öskju þar sem kona lenti í skriðu. Útkall var vegna bíls sem festistí Tungnaá. Slasaður hestamaður var sóttur að Ábæ í Skagafirði og vélarvana bátur var dreginn til hafnar í Grindavík. 20.8.2007 17:00
Felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurði Hæstiréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur mönnum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi frá lokum júnímánaðar vegna gruns um nokkur brot. 20.8.2007 16:56
Ekkert vitað um afdrif þess sem slasaðist í Vancouver Ekkert er vitað um líðan eða afdrif mannsins sem slasaðist í flugslysinu í Vancouver. Þetta er bara hörmulegt slys sem verið er að rannsaka, segir Páll Egill Winkel, aðstoðarríkislögreglustjóri. Hann segir að nafni mannsins sem lést verði ekki uppljóstrað strax. 20.8.2007 16:37
Besti grillmánuður frá því sögur hófust "Nýliðinn júlímánuður var líklega einn besti grillmánuður frá því að sögur hófust. Bera sölutölur á kjöti þess skýrt vitni, en kjötsala var 15,7% meiri í júlí í ár en í sama mánuði í fyrra." segir í frétt á heimasíðu Landssambands kúabænda. Jafnframt fylgir sögunni að þau tíðindi hafi gerst í kjötsölu liðinna 12 mánaða að alifuglakjöt hefur velt lambakjöti úr 1. sæti hvað sölu varðar. 20.8.2007 16:36
Enn vantar 38 kennara í grunnskóla borgarinnar Kennara vantar enn þá í 21 grunnskóla af 39 í Reykjavík nú þegar tveir dagar eru þar til kennsla hefst. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá menntasviði Reykjavíkurborgar hefur gengið vel að ráða kennara til starfa undanfarna 10 daga og er búið að ráða í rúm 97 prósent stöðugilda kennara í grunnskólunum. 20.8.2007 16:31
Stóðlífsfyrirtæki velta milljörðum Makaskipti eru orðin milljarða króna iðnaður í Bandaríkjunum. Ekki er óalgengt að þeir sem stunda makaskipti borgi hundruð þúsunda króna á ári fyrir að fá til þess aðstöðu. Hún fæst meðal annars fyrir milligöngu fyrirtækja sem skipuleggja stóðlífsuppákomur á klúbbum og hótelum víðsvegar um landið. Með því að sækja þessar uppákomur getur fólk verið visst um að hitta nýja bólfélaga í tryggu umhverfi. 20.8.2007 16:27
Ásatrúarfélagið fær aðra lóð í Öskjuhlíð Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður Skipulagsráðs borgarinnar segir að Ásatrúarfélagið muni fá aðra lóð undir hof sitt á svipuðum stað og þeim hafði verið úthlutað í Öskjuhlíðinni. Vísir greindi frá því í morgun að Ásatrúarfélagið gæti ekki nýtt þá lóð sem þeir fengu í fyrra þar sem hún liggur beint í öryggisaðflugsstefnu á Reykjavíkurflugvöll. 20.8.2007 16:07
Hestaníðingur ekki ákærður fyrir barsmíðar Dýralæknafélag Íslands lýsir furðu sinni og undrun á þeirri ákvörðun lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að ákæra ekki mann fyrir að slá hest ítrekað í haus og kvið með svipu. Athæfið náðist á myndband og var sýnt í fréttaskýringarþættinum Kompási í lok apríl. 20.8.2007 15:58
Hálshöggvinn opinberlega Átján ára gamall maður var hálshögvinn í Saudi-Arabíu fyrir að hafa ráðið fósturmóður sinni bana fyrir einhverjum árum. í Saudi-Arabíu teljast menn fullorðnir við 18 ára aldur. Ef þeir eru yngri þegar þeir fremja afbrot sem varðar dauðadóm, eru þeir geymdir í fangelsi þartil aldrinum er náð. Meðal dauðasynda í landinu eru morð, nauðganir og vopnuð rán. 20.8.2007 15:43
Lúkasarmálið smitandi Hundavinir í Køge í Danmörku hafa lofað 200 þúsund íslenskum krónum í verðlaun fyrir upplýsingar um hrottalegt hundsdráp fyrir helgi.Talið er að hundurinn, sem gegndi kallinu Arkibal, hafi verið stunginn margsinnis með skjúfjárni eða hníf. Hann fannst dauður við Rishøjhallerne i Køge á föstudagsmorgun, eftir því sem fram kemur í Jyllands-Posten. 20.8.2007 15:41
Ný tungumál væntanleg Stóra tölvuorðabókin er í stöðugum vexti og brátt bætast í hana fjögur tungumál. „Það er verið að gefa út nokkur ný tungumál í haust, það er rússnesku, ungversku, pólsku og japönsku. Við komum hins vegar ekki til með að setja þau inn á heimasíðuna okkar, www.fastpro.is, vegna þess hve fáir nota þau. Þau verður hins vegar hægt að nálgast hjá okkur,“ segir Gunnar Þór Jakobsson. 20.8.2007 15:30
Risastytta af Rocky í smábæ í Serbíu Bæjaryfirvöld í smábæ í Norður-Serbíu hafa reist ríflega þriggja metra háa styttu af kvikmyndahetjunni Rocky Balboa í bænum í þeirri von að lífga upp á bæinn og auka hróður hans. 20.8.2007 15:05
Stólar sem skipta litum Japanskir vísindamenn hafa hannað stóla sem skipta litum. Stólar og borð af gerðinni Fuwapica sem skipta litum eins og kamelljón vöktu nokkra athygli á SIGGRAPH sýningunni í San Diego í Bandaríkjunum. Sýningin er haldin árlega í mismunandi borgum en þar er til sýnis ýmislegt sem tengist tölvugrafík. 20.8.2007 14:45
Bandarískir þingmenn kynna sér orkumál hér á landi Geir H. Haarde forsætisáðherra fundaði í morgun með sendinefnd frá bandarísku fulltrúadeildinnini í Tjarnargötu. Eftir því sem fram kemur á vef forsætisráðuneytisins var um að ræða þingmenn sem eiga sæti í undirnefnd fjárlaganefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem fjallar um orku- og auðlindamál. 20.8.2007 14:35
Grunnskólabörn komin í umferðina Grunnskólanemendur hefja nám í þessari viku. Þá þyngist umferðin og ungir krakkar verða áberandi á meðal vegfarenda. Slysavarnafélagið Landsbjörg vill því brýna fyrir fólki að huga að öryggi barna á leið í skóla. Sérstaklega þeirra sem yngri eru. Landsbjörg hefur tekið saman leiðbeiningar fyrir foreldra um hvað hafa ber í huga varðandi ferðir barna til og frá skóla. 20.8.2007 14:29
Kæru Landverndar vegna vatnslagnar í Heiðmörk vísað frá Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur vísað frá kæru Landverndar í tengslum við útgáfu framkvæmdaleyfa vegna framkvæmda við vatnslögn um Heiðmörk. Kærunni er vísað frá á þeim grundvelli að Landvernd eigi ekki lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu. 20.8.2007 14:02
Slasaðist við jarðboranir Karlmaður var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri á sjöunda tímanum í morgun eftir vinnuslys við Þeystareykjur. Hópur á vegum Jarðborana vinnur við borholur á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Húsavík var maðurinn að taka upp borkrónu þegar slysið varð. Talið er að maðurinn hafi lærbrotnað í slysinu. 20.8.2007 13:42
Næsta....úr tuskunum Einfættur sjötíu og átta barna faðir í Sameinuðu furstadæmunum er nú að leita sér að tveim nýjum konum til þess að geta haldið áfram barneignum. Hann ætlar að vera búinn að eignast 100 börn árið 2015. Naglinn heitir Abdul Rahman og er sextugur. Hann á þrjár eiginkonur eins og er. Tvær þeirra eru ófrískar. Abdul hefur eignast börnin 78 með fimmtán eiginkonum. 20.8.2007 13:35
Munum kanna sannleiksgildi frásagnar konunnar Jóhann Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að embættið muni nú kanna sannleiksgildi sögu konunnar sem segir að sér hafi verið smyglað til landsins með fraktflugvél. „Ef sagan á við rök að styðjast er hér um mjög alvarlegt mál að ræða,“ segir Jóhann. 20.8.2007 13:15
Sjíaklerkur boðar frið í Írak Íraski sjía klerkurinn Moqtada al-Sadr segir að hann muni fagna virkari þáttöku Sameinuðu þjóðanna í Írak, ef samtökin vilji hjálpa Írökum að endurbyggja landið. Í viðtali við breska blaðið Independent segir klerkurinn að Sameinuðu þjóðirnar megi ekki verða annað andlit bandaríska hernámsins á landinu. 20.8.2007 13:15
Afplánaði stuttan dóm á Litla-Hrauni Tuttugu og tveggja ára karlmaður, sem fannst látinn í klefa sínum í fangelsinu að Litla-Hrauni í fyrrinótt, svipti sig lífi. Þetta staðfestir Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, við Vísi. Hann segir manninn hafa verið nýkominn inn og hafa átt að afplána stuttan dóm. 20.8.2007 12:53