Innlent

65% þjóðkirkjupresta hlynnt staðfestri sambúð samkynhneigðra

65 % þjóðkirkjupresta eru hlynnt því að þeim verði veitt heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra. Kvenprestar eru mun hlynntari því en karlprestar.



Þetta kemur fram í nýrri könnun sem gerð var meðal starfandi presta þjóðkirkjunnar. 108 prestar voru spurðir og 75 %þeirra svöruðu. Þar kemur fram að ríflega helmingur þeirra sem voru spurðir eru hlynntur því að þjóðkirkjan fái heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra.

20,3 %voru mjög andvíg því að prestum þjóðkirkjunnar yrði veitt heimild til að staðfesta samvist. Tæp 6,5% voru frekar andvíg, 8,3% voru hvorki hlynnt né andvíg, rúm 12 % voru frekar hlynnt og tæp 53% mjög hlynnt því.



Það er greinilegt að meirihluti kvenpresta sem spurður var í könnuninni er hlynntur því að þjóðkirkjan staðfesti samvist eða tæp 80 % þeirra en rúmlega 59% karlpresta.



Starfsaldur presta hefur áhrif á afstöðu presta. Þeir prestar sem starfað hafa 15 ár eða skemur eru hlynntari staðfestri samvist samkynhneigðra en þeir sem starfað hafa í 15 ár eða lengur.



Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir upplýsingafulltrúi Biskupstofu segir skýringuna á jákvæðni meirihluta kvenpresta í garð samkynhneigðra vera þá að þær hafi starfað skemur en karlprestar og þeim hafi einnig fjölgað í stéttinni síðustu 10 ár.



Þá töldu 64% líklegt að þeir myndu nýta sér þá heimild að staðfesta samvist, 9 % hvorki né og 27 % töldu það ólíklegt.



Steinunn gerir ráð fyrir því að málefni samkynhneigðra verði tekin fyrir á næsta kirkjuþingi í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×