Innlent

Hrókeringar á útitaflinu

„Okkur þykir þetta mjög undarlegt enda veit ég ekki hvað fólk ætlar að gera við einn kóng,“ segir Elín Gísladóttir, forstöðumaður sundlaugarinnar á Akureyri en hvíti kóngurinn úr útitafli sundlaugargarðsins hvarf á dögunum.

Kóngurinn er stór og mikill og svo virðist sem honum hafi verið stolið um hábjartan dag.

Þótt kónginn vanti geta menn enn teflt í garðinum. „Lögreglan kom hingað einn daginn með svart útitaflspeð sem hafði fundist á víðavangi. Þetta peð kemur ekki úr okkar tafli en nú hefur það verið dubbað upp sem hvítur kóngur,“ segir Elín hlæjandi og bætir því við að líklega séu þarna einhverjar hrókeringar á ferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×