Innlent

Miklar vonir bundnar við Lónsheiðargöng

Íbúar Suðausturlands binda miklar vonir við gerð Lónsheiðarganga en göngin yrðu mikil samgöngubót fyrir landsfjórðunginn. Með tilkomu þeirra yrði þjóðvegurinn um Hvalnes -og Þvottárskriður úr sögunni en skriðurnar teljast með hættumeiri vegköflum landsins.

 

Með tilkomu jarðganganna myndi hringvegurinn styttast um eina 12 kílómetra. Göngin yrðu mikil samgöngubót fyrir Hornfirðinga sem margir hverjir sækja reglulega í verslun og þjónustu á Egilstöðum. Bæjarstjóri Hornafjarðar vonast til að jarðgöngin verði að veruleika innan tíu ára.

Það kostar Vegagerðina um 10 milljónir króna á ári að halda skriðunum opnum fyrir umferð. Starfsmenn Vegagerðarinnar leggja sig oft á tíðum í mikla hættu við störf sín enda getur enginn sagt til um næstu skriðu úr fjallshlíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×