Unglingur afplánar dóm á Kvíabryggju 18. ágúst 2007 04:45 Árás drengsins á leigubílstjóra í apríl síðastliðnum var lífshættuleg MYND/stefán „Ísland er með fyrirvara við þessi ákvæði. Og að því leytinu til erum við ekki að brjóta gegn neinu sem við höfum skuldbundið okkur til,“ segir Björg Thorarensen, lagaprófessor við Háskóla Íslands. Fimmtán ára síbrotapiltur, sem í fyrradag var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir ýmis afbrot, þar á meðal lífshættulega líkamsárás á leigubílstjóra, situr nú í gæsluvarðhaldi í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Hann mun afplána dóminn á Kvíabryggju. Í tveimur helstu helstu mannréttindasamningum Sameinuðu þjóðanna kemur fram að ófullveðja afbrotamenn megi ekki afplána refsivist með fullorðnum. Hér á landi eru þeir ófullveðja sem ekki hafa náð átján ára aldri. Björg segir Íslendinga hafa sett fyrirvara við báða þessa samninga hvað þetta málefni varðar. „Sameinuðu þjóðirnar geta ekki gert annað en að hvetja okkur til að aflétta fyrirvaranum og það hafa þær gert.“ Björg segir rök íslenska ríkisins fyrir fyrirvaranum vera þau að hér á landi séu engin sérstök unglingafangelsi eins og í nágrannalöndunum. Hún bendir á að litið sé á hvert og eitt tilvik og það segi í lögum um refsifullnustu að tekið skuli tillit til aldurs við afplánun. Auk árásinnar á leigubílstjórann var pilturinn dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot, þjófnaði, innbrot og umferðarlagabrot. Pilturinn hlaut tuttugu mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm í síðasta mánuði fyrir ýmis afbrot, og var það þyngsti dómur sem svo ungur maður hefur hlotið hérlendis. Árásin á leigubílstjórann átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 27. apríl sl. þegar pilturinn tók sér far með leigubíl, í félagi við annan pilt. Báðir voru þeir peningalausir. Þegar bíllinn hafði numið staðar í Stakkholti í Reykjavík sló sá fimmtán ára leigubílstjórann tvisvar í höfuðið með klaufhamri. Maðurinn höfuðkúpubrotnaði og hlaut fleiri áverka. Haft er eftir lækni að ekki þurfi að koma á óvart að maðurinn finni til minnisskerðingar eftir atlöguna. Þá kemur fram að maðurinn treysti sér ekki lengur til að aka með farþega. Pilturinn neitaði að hafa ætlað að ræna leigubílstjórann. Hann neitaði jafnframt að hafa krafið hann um peninga. Dómurinn taldi hins vegar sannað með skýrslum vitna að pilturinn hefði verið í ránshugleiðingum dagana fyrir atburðinn. Í dómsniðurstöðu kom fram að árás piltsins hefði verið stórhættuleg og „hefði hæglega getað leitt til bana“. Pilturinn hafði áður hlotið þrjá refsidóma. Hann hlaut 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í júlí fyrir fjölda afbrota, meðal annars þrjú vopnuð rán og fyrir að hafa reynt að stela hraðbanka. Þá hefur hann hlotið tvo skilorðsbundna dóma á árinu. Refsing hans nú kom til hegningarauka. Hann hafði setið í gæsluvarðhaldi í 111 daga þegar dómurinn var kveðinn upp, og dragast þeir frá refsingunni. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Ísland er með fyrirvara við þessi ákvæði. Og að því leytinu til erum við ekki að brjóta gegn neinu sem við höfum skuldbundið okkur til,“ segir Björg Thorarensen, lagaprófessor við Háskóla Íslands. Fimmtán ára síbrotapiltur, sem í fyrradag var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir ýmis afbrot, þar á meðal lífshættulega líkamsárás á leigubílstjóra, situr nú í gæsluvarðhaldi í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Hann mun afplána dóminn á Kvíabryggju. Í tveimur helstu helstu mannréttindasamningum Sameinuðu þjóðanna kemur fram að ófullveðja afbrotamenn megi ekki afplána refsivist með fullorðnum. Hér á landi eru þeir ófullveðja sem ekki hafa náð átján ára aldri. Björg segir Íslendinga hafa sett fyrirvara við báða þessa samninga hvað þetta málefni varðar. „Sameinuðu þjóðirnar geta ekki gert annað en að hvetja okkur til að aflétta fyrirvaranum og það hafa þær gert.“ Björg segir rök íslenska ríkisins fyrir fyrirvaranum vera þau að hér á landi séu engin sérstök unglingafangelsi eins og í nágrannalöndunum. Hún bendir á að litið sé á hvert og eitt tilvik og það segi í lögum um refsifullnustu að tekið skuli tillit til aldurs við afplánun. Auk árásinnar á leigubílstjórann var pilturinn dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot, þjófnaði, innbrot og umferðarlagabrot. Pilturinn hlaut tuttugu mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm í síðasta mánuði fyrir ýmis afbrot, og var það þyngsti dómur sem svo ungur maður hefur hlotið hérlendis. Árásin á leigubílstjórann átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 27. apríl sl. þegar pilturinn tók sér far með leigubíl, í félagi við annan pilt. Báðir voru þeir peningalausir. Þegar bíllinn hafði numið staðar í Stakkholti í Reykjavík sló sá fimmtán ára leigubílstjórann tvisvar í höfuðið með klaufhamri. Maðurinn höfuðkúpubrotnaði og hlaut fleiri áverka. Haft er eftir lækni að ekki þurfi að koma á óvart að maðurinn finni til minnisskerðingar eftir atlöguna. Þá kemur fram að maðurinn treysti sér ekki lengur til að aka með farþega. Pilturinn neitaði að hafa ætlað að ræna leigubílstjórann. Hann neitaði jafnframt að hafa krafið hann um peninga. Dómurinn taldi hins vegar sannað með skýrslum vitna að pilturinn hefði verið í ránshugleiðingum dagana fyrir atburðinn. Í dómsniðurstöðu kom fram að árás piltsins hefði verið stórhættuleg og „hefði hæglega getað leitt til bana“. Pilturinn hafði áður hlotið þrjá refsidóma. Hann hlaut 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í júlí fyrir fjölda afbrota, meðal annars þrjú vopnuð rán og fyrir að hafa reynt að stela hraðbanka. Þá hefur hann hlotið tvo skilorðsbundna dóma á árinu. Refsing hans nú kom til hegningarauka. Hann hafði setið í gæsluvarðhaldi í 111 daga þegar dómurinn var kveðinn upp, og dragast þeir frá refsingunni.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira