Unglingur afplánar dóm á Kvíabryggju 18. ágúst 2007 04:45 Árás drengsins á leigubílstjóra í apríl síðastliðnum var lífshættuleg MYND/stefán „Ísland er með fyrirvara við þessi ákvæði. Og að því leytinu til erum við ekki að brjóta gegn neinu sem við höfum skuldbundið okkur til,“ segir Björg Thorarensen, lagaprófessor við Háskóla Íslands. Fimmtán ára síbrotapiltur, sem í fyrradag var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir ýmis afbrot, þar á meðal lífshættulega líkamsárás á leigubílstjóra, situr nú í gæsluvarðhaldi í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Hann mun afplána dóminn á Kvíabryggju. Í tveimur helstu helstu mannréttindasamningum Sameinuðu þjóðanna kemur fram að ófullveðja afbrotamenn megi ekki afplána refsivist með fullorðnum. Hér á landi eru þeir ófullveðja sem ekki hafa náð átján ára aldri. Björg segir Íslendinga hafa sett fyrirvara við báða þessa samninga hvað þetta málefni varðar. „Sameinuðu þjóðirnar geta ekki gert annað en að hvetja okkur til að aflétta fyrirvaranum og það hafa þær gert.“ Björg segir rök íslenska ríkisins fyrir fyrirvaranum vera þau að hér á landi séu engin sérstök unglingafangelsi eins og í nágrannalöndunum. Hún bendir á að litið sé á hvert og eitt tilvik og það segi í lögum um refsifullnustu að tekið skuli tillit til aldurs við afplánun. Auk árásinnar á leigubílstjórann var pilturinn dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot, þjófnaði, innbrot og umferðarlagabrot. Pilturinn hlaut tuttugu mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm í síðasta mánuði fyrir ýmis afbrot, og var það þyngsti dómur sem svo ungur maður hefur hlotið hérlendis. Árásin á leigubílstjórann átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 27. apríl sl. þegar pilturinn tók sér far með leigubíl, í félagi við annan pilt. Báðir voru þeir peningalausir. Þegar bíllinn hafði numið staðar í Stakkholti í Reykjavík sló sá fimmtán ára leigubílstjórann tvisvar í höfuðið með klaufhamri. Maðurinn höfuðkúpubrotnaði og hlaut fleiri áverka. Haft er eftir lækni að ekki þurfi að koma á óvart að maðurinn finni til minnisskerðingar eftir atlöguna. Þá kemur fram að maðurinn treysti sér ekki lengur til að aka með farþega. Pilturinn neitaði að hafa ætlað að ræna leigubílstjórann. Hann neitaði jafnframt að hafa krafið hann um peninga. Dómurinn taldi hins vegar sannað með skýrslum vitna að pilturinn hefði verið í ránshugleiðingum dagana fyrir atburðinn. Í dómsniðurstöðu kom fram að árás piltsins hefði verið stórhættuleg og „hefði hæglega getað leitt til bana“. Pilturinn hafði áður hlotið þrjá refsidóma. Hann hlaut 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í júlí fyrir fjölda afbrota, meðal annars þrjú vopnuð rán og fyrir að hafa reynt að stela hraðbanka. Þá hefur hann hlotið tvo skilorðsbundna dóma á árinu. Refsing hans nú kom til hegningarauka. Hann hafði setið í gæsluvarðhaldi í 111 daga þegar dómurinn var kveðinn upp, og dragast þeir frá refsingunni. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
„Ísland er með fyrirvara við þessi ákvæði. Og að því leytinu til erum við ekki að brjóta gegn neinu sem við höfum skuldbundið okkur til,“ segir Björg Thorarensen, lagaprófessor við Háskóla Íslands. Fimmtán ára síbrotapiltur, sem í fyrradag var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir ýmis afbrot, þar á meðal lífshættulega líkamsárás á leigubílstjóra, situr nú í gæsluvarðhaldi í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Hann mun afplána dóminn á Kvíabryggju. Í tveimur helstu helstu mannréttindasamningum Sameinuðu þjóðanna kemur fram að ófullveðja afbrotamenn megi ekki afplána refsivist með fullorðnum. Hér á landi eru þeir ófullveðja sem ekki hafa náð átján ára aldri. Björg segir Íslendinga hafa sett fyrirvara við báða þessa samninga hvað þetta málefni varðar. „Sameinuðu þjóðirnar geta ekki gert annað en að hvetja okkur til að aflétta fyrirvaranum og það hafa þær gert.“ Björg segir rök íslenska ríkisins fyrir fyrirvaranum vera þau að hér á landi séu engin sérstök unglingafangelsi eins og í nágrannalöndunum. Hún bendir á að litið sé á hvert og eitt tilvik og það segi í lögum um refsifullnustu að tekið skuli tillit til aldurs við afplánun. Auk árásinnar á leigubílstjórann var pilturinn dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot, þjófnaði, innbrot og umferðarlagabrot. Pilturinn hlaut tuttugu mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm í síðasta mánuði fyrir ýmis afbrot, og var það þyngsti dómur sem svo ungur maður hefur hlotið hérlendis. Árásin á leigubílstjórann átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 27. apríl sl. þegar pilturinn tók sér far með leigubíl, í félagi við annan pilt. Báðir voru þeir peningalausir. Þegar bíllinn hafði numið staðar í Stakkholti í Reykjavík sló sá fimmtán ára leigubílstjórann tvisvar í höfuðið með klaufhamri. Maðurinn höfuðkúpubrotnaði og hlaut fleiri áverka. Haft er eftir lækni að ekki þurfi að koma á óvart að maðurinn finni til minnisskerðingar eftir atlöguna. Þá kemur fram að maðurinn treysti sér ekki lengur til að aka með farþega. Pilturinn neitaði að hafa ætlað að ræna leigubílstjórann. Hann neitaði jafnframt að hafa krafið hann um peninga. Dómurinn taldi hins vegar sannað með skýrslum vitna að pilturinn hefði verið í ránshugleiðingum dagana fyrir atburðinn. Í dómsniðurstöðu kom fram að árás piltsins hefði verið stórhættuleg og „hefði hæglega getað leitt til bana“. Pilturinn hafði áður hlotið þrjá refsidóma. Hann hlaut 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í júlí fyrir fjölda afbrota, meðal annars þrjú vopnuð rán og fyrir að hafa reynt að stela hraðbanka. Þá hefur hann hlotið tvo skilorðsbundna dóma á árinu. Refsing hans nú kom til hegningarauka. Hann hafði setið í gæsluvarðhaldi í 111 daga þegar dómurinn var kveðinn upp, og dragast þeir frá refsingunni.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira