Innlent

Landhelgisgæsluþyrlan Gná sótti sjúklinga á haf út

Gná að sækja veikan sjómann um borð í togarann Sebastens M.
Gná að sækja veikan sjómann um borð í togarann Sebastens M.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti tvo sjúklinga út á haf í kvöld. Óskað var eftir aðstoð vegna sjómanns um borð í þýska togaranum Sebastes M. en hann var talinn hafa einkenni frá botnlanga.

Þá óskaði skemmtiferðaskipið Saga Rose eftir aðstoð vegna konu sem talið var að hefði fengið hjartaáfall.

Gná sækir konu um borð í skemmtiferðaskipMYND/Landhelgisgæslan

Landhelgisgæsluþyrlan Gná fór í loftið klukkan 17:15 og henni fylgdi Syn, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar sem fór af stað klukkan 17:30. Bæði skipin voru á svipuðum slóðum eða um það bil 215 sjómílur suðvestur af landinu.

Flugið gekk vel og lenti þyrlan með sjúklingana á Reykjavíkurflugvelli um tuttugu mínútur yfir níu í kvöld og voru þeir fluttir á Landspítalann í Fossvogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×