Innlent

Menningarnótt gengið vel

Nú stendur yfir menningarnótt í höfuðborginni í blíðskaparveðri. Þúsundir Reykvíkinga og nærsveitungar nutu þeirrar dagskrár sem boðið var upp á í dag og njóta enn. Fram til þessa hafa hátíðarhöldin gengið vel fyrir sig.

Nú stendur yfir menningarnótt í höfuðborginni í blíðskaparveðri. Fjölmargir Reykvíkingar og nærsveitungar nutu þeirrar dagskrá sem boðið var upp á í dag og njóta enn. Fram til þessa hafa hátíðarhöldin gengið vel fyrir sig.

Það var borgarstjórinn í Reykjavík sem setti hátíðina í morgun. Þar sagðist hann vonast til þess að hátíðin færi vel fram.

Það er óhætt að segja að ósk borgarstjóra hafi ræst því í það minnsta enn sem komið er hefur allt farið vel fram. Veðrið hefur hreinlega leikið við gesti hátíðarinnar sem hafa í dag notið þeirra fjölmörgu dagskrárliða sem boðið hefur verið upp á.

Og dagsrkárliðirnir hafa verið fjölbreyttir. Krakkar úr Kramhúsinu sýndu listir sínar, trúðar skemmtu yngstu kynslóðinni og tónlist var leikin.

Í kvöld verður einnig fjölbreytt dagskrá í miðborginni. Hægt verður að njóta friðarstundar með Ellenu Kristjánsdóttur í Ingólfsstræti klukkan átta í kvöld, skoða handverkssýningu á Laugarvegi, Jólavörur á Skólavörðustíg eða kynnast Evrópu á Lækjartorgi svo aðeins brotabrot sé nefnt. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vef hennar, menningarnott.is

Og meðal þess sem fréttastofa gerði í dag var að njóta undurfagurra tóna frá Lay Low




Fleiri fréttir

Sjá meira


×