Innlent

Dráp á hundi kært til lögreglu

Tíkin hafði staðið sig vel á sýningum
Tíkin hafði staðið sig vel á sýningum

Eigendur chihuahua-tíkur sem drepin var, af bull-mastiff-tík, við Rauðavatn fyrr í vikunni ætla að kæra drápið á henni til lögreglu.

„Við vorum á göngu með Seru Sól við Rauðavatn," segir Halldóra Lind Guðlaugsdóttir, en systir hennar Guðrún átti tíkina. „Þarna voru fjórir írskir setter-hundar, en bullmastiff-tíkin var á bak við þá, þannig að við sáum hana ekki strax. Allt í einu var hún komin, stökk á Seru Sól og kramdi hana til bana með kjaftinum. Þegar loksins tókst að losa okkar tík frá hinni datt hún niður dauð. Hún var með brotin bein og henni fossblæddi. Við fórum samt með hana til dýralæknis því við vildum ekki trúa því að tíkin okkar væri dáin."

Vinnuhundur með mikið skap.

Halldóra Lind segir að Sera Sól hafi staðið sig vel á hundasýningum og því sé þetta mikill missir fyrir stofninn. Það sé þó ekkert miðað við þann missi sem fjölskyldan hafi orðið fyrir. Systir hennar hafi fengið Seru Sól í fermingargjöf fyrir þremur árum og þær hefðu verið búnar að sofa á sama kodda í þann tíma þegar svona fór.

„Ég harma það mjög og er miður mín yfir að þetta skyldi hafa átt sér stað," segir Björn Ólafur Árnason eigandi bullmastiff-tíkurinnar. „Vissulega er hugur minn hjá eigendum chihuahua-tíkarinnar. Ég mun draga minn lærdóm af þessu hryllilega atviki. Svona nokkuð hefur aldrei hent áður, hvað varðar mína tík, og ég mun sjá til þess að slíkt komi ekki fyrir aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×